Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Blaðsíða 32
 Ætla má að ungmennl á aldrin- um 12 til 24 ára hafi eytt tæplega 100 milljónum til landakaupa á síð- asta ári ef marka má könnun sem Gallup gerði á áíengisneyslu 1.500 ungmenna á landinu. Samkvæmt könnuninni drukku ungmenni á aldrinum 12 til 24 ára 1,5 flösku af landa á síðasta ári. Samkvæmt Hagtíðindum eru ung- menni á þessum aldri tæplega 55 : þúsund og má því ætla að ung- mennin hafi drukkíð 82 þúsund flöskur af landa á síðasta ári. Lögreglumaður sem vinnur að þessum málum sagði í samtali við DV að á meöan á þessari könnun stóð, á siöasta ári, hefðu sérstakar aðgerðif staðið yfir gegn bruggur- ; um og eitthvað hefði slegiö á fram- boöið um líma. Fyrir þann tíma sem könnunin var gerð mættí. því gera ráð fyrir að framboðið hefði veriö enn meira og nú hefði frain- boðið aukist á ný. Samkvæmt sömu könnun var meðaltalsneysla ungmenna á aldr- inum 12 til 24 ára á sterku áfengi og landa samtals 6,2 flöskur á ári. Ef gengið er út frá verði áfengis í áfengisútsölum og verði á landa má þvi ætla að þær rúmlega 340 þúsund flöskur sem umræddur aldurshópur drakk hafi kostað hátt í rúu hundruö milljónir. Veðriðámorgun: Hiti 7 til 13 stig Norðlæg eða vestlæg átt, víðast fremur hæg. Víða skýjað um norðanvert landið og sums staðar súld eða skúrir við ströndina, einkum framan af degi. Bjart veð- ur að mestu sunnanlands og vest- an, þó sums staðar síðdegisskúr- ir. Hití 7 til 13 stíg. Veðrið í dag er á bls. 28 LOKI Er þetta ekki bara enn einn Hafnarfjarðarbrandarinn? Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, ’greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Futlrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn Askrift - Dreifing; Sími @32700 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994. Vicky van Meter á Reykjavíkurflug- velli. DV-mynd ÞÖK ÁframtilSkot- lands í dag Vicky Van Meter, 12 ára bandarísk stúlka, lenti eins hreyflls Cessna 210 flugvél sinni á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hún hefur einsett sér að verða fyrsta stúlkan til þess að ^ fljúga yfir Atlantshafið. Vicky er of ung til þess að mega fljúga ein og því er aðstoðarmaður með henni. Hún millilenti á Græn- landi í gær þar sem fjölmörg börn tóku á móti henni og fógnuðu henni eins og poppstjörnu. Flugið til • Reykjavíkur gekk mjög vel þrátt fyr- ir smáísingu og ókyrrð. Vicky fer til Skotlands í dag og síð- an til Frakklands. Ingibjörg Sólrún: ’ Ætlar að selja Cadillacinn „Ég mun skoða þessi mál. Ég tel. ástæðu til að athuga hvort einhver vill ekki kaupa þennan Cadillac. Það gæti orðið eitt af fyrstu verkunum að athuga hvort ekki fengist tiiboð í hann,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, nýr borgarstjóri í Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur tvo bíla til afnota, jeppa og glæsilegan Cadillac. Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Ragnheiður Elfa Arnardóttir urðu fyrir valinu til að kynna þjóðhátíðardagskrána á Þingvöllum 17. júní. „ DV-mynd GVA Jóhann G. Bergþórsson: Útilokar ekki klofning „Það hefur engu verið ýtt út af borðinu. Það er enn haldið fast við kröfuna um óháðan bæjarstjóra. Ég hef sagt aö ég hef ekki hugsað mér að kljúfa flokkinn og það stendur," sagði Jóhann G. Bergþórsson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, í morgun. Jóhann vildi hins vegar ekki gefa afdráttarlaust svar um hvað hann gerði ef hann og hans sjónarmið yrðu undir. - Gefið þið eftir ef ráðinn verður pólitískur bæjarstjóri? „Það segi ég ekkert um.“ - En ætlið þið að kljúfa flokkinn ef pólitískur bæjarstóri verður ráðinn? „Það segi ég ekkert um heldur." - sjá einnig bls. 2 Reykjavlkurlistmn: Fjórir gera til- lögur um menn í nefndir Fjögurra manna hópur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Sigrúnar Magnúsdóttur, Guðrúnar Agústs- dóttur og Péturs Jónssonar hefur unnið að tillögum um skipan í nefnd- ir og ráð borgarinnar á næsta kjör- tímabili og er búist við að nefnda- skipanin skýrist fljótlega. Ljóst er að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir verður formaður borgarráðs en aðrir í borgarráði verða: Sigrún Magnúsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Pétur Jónsson. Líklegt þykir að Sigrún Magnús- dóttir verði formaður skólamála- ráðs, Steinunn V. Óskarsdóttir, verði formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Guðrún Ágústsdóttir fái for- mennsku í félagsmálaráði. Kosið verður í borgarráð á auka- fundi borgarstjórnar 13. júní þegar nýr meirihluti tekur við en gert er ráð fyrir að tillögur um nefndaskipan verði lagðar fyrir borgarstjómar- fund 16. júní. Þjóðbúningar karla til London „Þetta verður sýning á íslenskri hönnun með þjóðlegum formerkjum. Búningamir tíu veröa allir sýndir þar og annar fatnaður að auki. Við gemm þetta í tengslum við 50 ára lýðveldisafmælið," segir Jakob Frí- mann Magnússon, menningarfull- trúi íslands í London. Hönnunarsýning verður í Butler’s War við Design Museum í London 17. júní. Einnig mun skipið Leifur Eiríksson standa fyrir utan safnið en Design Museum og stórblaðið The Times styrkja sýninguna. Þess má geta aö Jakob hefur stað- '~Mest að fötin sem lentu í fyrsta sæti verði seld í 17 og fleiri verslunum og muni kosta 20-40 þúsund. Þjóðhátíð á Þingvöllum: Gunnar og Ragnheiður kynna Búið er að velja kynna á þjóðhátíð- ma á Þingvöllum. Leikaramir Gunn- ar Eyjólfsson og Ragnheiður Elfa Arnardóttir urðu fyrir valinu og eiga þau áreiðanlega annasama daga fyrir höndum. „Þau leiða alla dagskrána og eru því aðalpersónumar í allri dag- skránni ásamt því að þurfa að bera uppi sjónvarpsútsendinguna sem stendur alveg fram á kvöld,“ segir Ingólfur Margeirsson, upplýsinga- fulltrúi þjóðhátíðamefndar. lent alltaf á Miðvikudögnm NITCHI RAFMAGNSTALÍUR Powlseti Suéurlandsbraut 10. S. 68M99.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.