Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSÖN og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Tæknilegar hindranir Árangur í sameiginlegu framboði flokka í byggðakosn- ingum leiðir ekki til þess, að búast megi við sameiginleg- um listum flokkanna í alþingiskosningum. Þótt slíkur árangur vísi í átt til tveggja flokka kerfis, koma tæknileg- ar hindranir í veg fyrir greiða framkvæmd málsins. Listakosningar freista alltaf til sérframboða, þegar sérsjónarmiðum er ekki talið borgið í regnhlífarsamtök- um á borð við R-listann og D-listann í Reykjavík. Sam- starf getur haldizt sums staðar og um tíma, en ekki alls staðar og alltaf. Regnhhfarsamtök eru óstöðugt fyrirbæri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð meiri festu en önnur regnhlífarsamtök, en það hefur ekki fengizt ókeypis. Þeg- ar margar vistarverur eru í húsi flokks, hættir hann að verða málefnamiðstöð og verður að kosningabandalagi í valdaklúbbi stjómmálamanna og fylgismanna þeirra. Slíkur flokkur getur orðið með afbrigðum sveigjanleg- ur. Hann skiptir eins og ekkert sé um borgarstjóra í miðri á og tekur upp vinstri stefnu í miðri kosningabar- áttu eins og að drekka vatn. Málefnalega er minni festa í honum en regnhlífarsamtökum á borð við R-hstann. Uppbótarkerfi þingkosninga dregur úr líkum á sameig- inlegum framboðum af staðbundnu tagi. Slík framboð trufla nýtingu atkvæða til uppbótarsæta. Kerfið er í raun þannig, að kjósendur eru að hluta til að greiða atkvæði í öðrum kjördæmum en sínu eigin og vita ekki í hverjum. Með einmenningskjördæmum væri hins vegar hvatt til kerfis tvennra regnhlífarsamtaka á borð við R-hstann og D-hstann í Reykjavík. Eins og stjómmálaflokkum er háttað hér á landi nú til dags mun þeim reynast auðvelt að renna í tvær sængur 1 kerfi einmenningskjördæma. Pólitískur grundvaharmunur hefur minnkað. Sem dæmi má nefna, að undir forustu Ólafs Ragnars Gríms- sonar hefur Alþýðubandalagið orðið að eins konar MöðruvaUahreyfmgu Framsóknar. Kvennahstinn gæti málefnalega séð aht eins verið kvennadeild Framsóknar. Öflin að baki R-hstans í Reykjavík snúast um póhtíska miðju, sem er á þröngu bih miUi MöðruvaUahreyfingar- innar sálugu og Framsóknarflokksins, Að baki D-hstans eru öfl, sem snúast um póhtíska miðju, sem er á þröngu bih milli Bændaflokksins sáluga og Framsóknar. Ekkert ætti að vera því til fyirstöðu í kerfi einmenn- ingskjördæma, að þjóðin safnaðist í tvo Framsóknar- flokka, sem skiptust á um að fara með völd að engUsaxn- eskum hætti. Annar væri með R-hsta ímynd og hinn með D-hsta ímynd, en innihaldið væri mjög svipað. Það leiðir af þessum hugleiðingum, að ekki er ástæða tU að reikna með umtalsverðum ágreiningi innan meiri- hluta R-hstans í Reykjavík á kjörtímabilinu. Með nokkru lagi ætti R-hstinn að geta lifað af kjörtímabihð og að því loknu verið álika frambærUegur kostur og D-hstinn. Þá mætti segja, að eins konar brezku ástandi yrði komið á í Reykjavík. Það fæhst í, að meirihlutaskipti yrðu í sumum borgarstjómarkosningum, en ekki öðrum. Embættismanna- og smákóngagengið héldi hklega áfram að ráða ferð eins og það hefur gert um langan aldur. Eins og sjá má, að í sumum byggðum koma málefni ekki í veg fyrir samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags, þá er ekki efnislega ástæða tU að efast um, að hinir ýmsu Framsóknarflokkar geti með ýmsum hætti myndað með sér regnhlífar- eða kosningabandalög. Þröskuldurinn felst hins vegar í tæknUegum aðstæð- um í alþingiskosningum, annars vegar í kerfi framboðs- hsta og hins vegar í úthlutunarkerfi uppbótarsæta. Jónas Kristjánsson Ymislegt er að gerast á sviði pappirslausra viðskipta, m.a. hefur Hagkaup verið að vinna að máiinu með helstu viðskiptaaðilum sínum, segir m.a. í grein Vilhjálms. Pappírslaus viðskipti: Upphaf nývrar sóknar Pappírslaus viðskipti, sem fara fram meö sendingum staðlaðra tölvuskjala milli viðskiptaaðila, eru óhjákvæmileg forsenda fram- fara og framleiðniaukningar í við- skiptum. Á undanfomum árum hefur verið unnið mikið undinbún- ingsstarf að því að gera pappírslaus viðskipti möguleg á íslandi þannig að við getum staðið erlendum keppinautum okkar snúning á þessu sviði. Innan fyrirsjáanlegs tíma munu ýmsir viöskiptaaðilar íslenskra fyrirtækja líka gera það að skilyrði fyrir viðskiptum aö þau geti stundaö pappírslaus viðskipti. Hér á landi hafa nokkur félög, s.s. EDI félagið, EAN á íslandi og Icepro nefndin unnið að útbreiðslu pappírslausra viðskipta, opinberir aðilar hafa sýnt málinu áhuga, sér- staklega tollyfirvöld sem hafa verið brautryöjendur í innleiðingu nýrra samskiptahátta og fjölmörg fyrir- tæki í tölvuviðskiptum hafa látið að sér kveða. Sú gjörbylting sem pappírslaus viðskipti hafa í för með sér kalla hins vegar á víðtækar breytingar á löggjöf og vinnubrögö- um þannig að undirbúningsstarfiö hefur tekið nokkur ár. Hagkaup í gang með stórum viðskiptaaðilum Nú er ýmislegt að gerast á sviði pappírslausra viðskipta sem mun marka upphafið að nýrri sókn. Hag- kaup hefúr verið að vinna með helstu viðskiptaaðilum sínum á síð- ustu mánuðum aö því að taka upp pappírslaus viðskipti. Er reiknað með þvi að þetta gerist á þriggja mánaða tímabili sem hefst nú í júlí. Verkefni af þessum toga er stórvirki á sinn hátt og kallar á agaðri vinnu- brögö og bætta stjómun. Með þessu móti minnkar verulega pappírsflæðið sem hefur fylgt þess- um stórviðskiphun, villutíðni lækk- Kjallaririn Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands ar og öryggi eykst. Ennfremur verða mögúleikar á mun markvdss- ari birgðastýringu og birgðaeftirhti sem lækkar kostnað allra vdðskipta- aðila og eykur samkeppnishæfni þeirra. Innan fárra mánaða munu keppinautar Hagkaups og þeirra fyrirtækja sem taka þátt þessu nýja átaki í pappírslausum vdðskiptum horfa á þessi fyrirtæki verða enn sterkari. Það hlýtur að kalla á vdð- brögð frá þessum aðilum. Ný bókhaldslög Fjármálaráðherra lagði á síðasta þingi fram frumvarp til nýrra bók- haldslaga sem færir þá löggjöf tii nútímahorfs og vdðurkennir m.a. hin stöðluðu tölvuskjöl pappírs- lausra vdðskipta eins og hver önnur bókhaldsgögn. Væntanlega verður þetta frumvarp aftur lagt fyrir Al- þingi næsta haust og afgreitt þá. Núverandi bókhaldslög eru löngu úrelt og hin nýja löggjöf verður því sérstaklega þýðingarmikil fyrir framgang pappírslausra viðskipta og aukna framleiðni í vdðskiptum á íslandi. Á næstu árum mun hagvöxtur á íslandi þurfa að koma innan frá, þ.e. með bættri nýtingu helstu auð- hndar þjóðarinnar sem er hún sjálf, fólkið í landinu. Upptaka pappírslausra vdðskipta er stór Uð- ur í þessari þróun en með þeim lækkar vdðskiptakostnaður og samkeppnishæfni íslensks at- vdnnulífs eykst. Á þessum svdðum höfum vdð alla burði til að ná árangri. Því er ánægjulegt að vdta til þess að at- vdnnulífið í landinu skuli vera að vinna að stórverkefnum á þessu svdði. En langflestir möguleikamir eru ennþá ónotaðir bæði á svdði hins opinbera og hjá atvdnnulífinu. Því veröur að halda áfram áróðrin- um og undinbúningsstarfinu. - Áfram með pappírslaus vdðskipti. Vilhjálmur Egilsson „Innan fyrirsjáanlegs tíma munu ýms- ir viðskiptaaðilar íslenskra fyrirtækja líka gera það að skilyrði fyrir viðskipt- um að þau geti stundað pappírslatis viðskipti.“ Skoðanir aimarra Ekkert pólitískt spennuf all „Það æflar ekki aö verða mikið spennufall í póh- tíkinni eftir sveitarstjómarkosningamar og útht fyr- ir að næstu vikur verði fréttnæmar á landsmálasvdð- inu... Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti í vdkunni að hún myndi fara í framboð til formanns Alþýðu- flokksins gegn Jóni Baldvdni... Ég hef fram að þessu verið vantrúaður á að Jóhanna færi með sigur af hólmi í vdðureign vdð Jón Baldvdn. Nú er ég hins vegar í vafa og er vdss um aö slagurinn verður harð- ur. “ Jón Kristjánsson ritstj. í Tímanum 4. júní. Réttar upplýsingar „Óskynsamleg og ábyrgðarlaus efnahagsstjórn árum og áratugum saman hefur kahað lengsta sam- dráttarskeið aldarinnar yfir fólkið í landinu ásamt auknu atvdnnuleysi. Þessi lægð mun trúlega halda áfram að dýpka í nokkur ár enn, áður en það getur byrjað að rofa til á ný. Réttar upplýsingar, almanna- fræðsla og skynsamleg skoðanaskipti innan lands og utan em bezta tryggingin fyrir því, að hægt sé að snúa vörn í sókn og koma efnahagsmálum þjóðar- innar á réttan kjöl.“ Þorvaldur Gylfason prófessor í Mbl. 3. júní. Löndunarbann er tímaskekkja „Skrýtið þætti ef íslensk skip fengju ekki að selja afla sinn í hvaða landi sem er, eða að þau fengju ekki alla þá þjónustu sem útgerðin og áhafnimar þarfnast. Það er sönnu nær að allar hafnir í nálægum löndum em íslenskum skipum opnar og hægt að stunda þar öh eðhleg vdðskipti, m.a. að selja aflann ef einhver vdh kaupa. Löndunarbann og lokun ís- lenskra hafna fyrir erlendum fiskiskipum er tíma- skekkja, sem hlýtur að veröa lagfærð." Úr foystugrein Tímans 3. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.