Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Síða 17
16
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994
17
r
Iþróttir________________
Birgirvann
Egilsmótið
Birgir Leifiir Haíþórsson, GL,
sigraði án forgjafar á opna Rgils
mótinu í golfi sera fram fór í Graf-
arholti um helgina, Birgir lék á
71 höggi en leiknar voru 18 holur.
Þórður Ólafsson, félagi Birgis úr
GL, varð annar með 75 högg en
hann vann sigur á Sigurjóni Am-
arssyni, GR, í bráöabana á 1.
braut. Axel Skúlason, GR, vann
sigur með forgjöf en hann lék á
68 höggum. Með sama högga-
fjölda í 2. sæti varð Gujón R.
Emilsson, GR, og Hermann Guð-
mundsson, GR, varð þriðji á 70
höggum.
Guðbjörg vann
kvennamótið
Guðbjörg Sigurðardóttir, GK,
sigraöi í A-IIokki á opna Diletto-
mótinu í golfi sem fram fór í Graf-
arholti á sunnudaginn en þar
kepptu eingöngu konur. Guð-
björg lék holumar 18 á 67 högg-
um. Aðalheiður Jörgensen, GR,
varð önnur á 71 höggi og Kristj-
ana Eiösdóttir, GG, þriðja með 72
högg. í B-flokki sigraði Þuríður
Pétursdóttir, GKJ, á 65 höggum.
Þyrí Þorvaldsdóttir, GR, varö
önnur með 67 högg og Margrét
Jónsdóttir, GR, þriöja með 67
högg. Guðbjörg Sigurðardóttir,
GK, náði besta skori eða 80 högg.
Boss-mótiðer
um næstu helgi
Boss-mót Sævars Karls veröur
haldið hjá GR í Grafarholti á
laugardag og sunnudag. Leiknar
verða 36 holur í flokki kvenna og
karla án forgjafar og í opnum
flokki með forgjöf. Skráning er í
Golfverslun Sigurðar Pétursson-
ar í sima 682215.
ÓlafurogKári
íslandsmeistarar
íslandsmót eldri ílokka karla i
borðtennis fór fram um helgina.
I flokkí 40-50 ára sigraði Ólafur
Ólafsson, Eminum. Pétur Ó.
Stephensen, Víkingi, varð annar
og Gunnar Hall, Eminum, þriðji.
í flokki 50 ára og eldri sigraði
Emil Pálsson, Vikingi. Jóliann
Sigurjónsson, Erninum, varð
annar og Ragnar Ragnarsson,
Erninum, í þriðja sæti. I tvíliða-
leik sigruðu Jóhann Sigurjóns-
son og Ólafur Ólafsson.
Sigurður meistari
Noröiu'landamót lögreglu-
manna í júdó fór fram i Gauta-
borg fyrir skömmu. Þar keppti
Sigurður Bergmann, lögreglu-
maður frá Grindavík. Hann varð
Norðurlandameistari í 95 kg
flokki og lagði alla sína andstæð-
inga. Þá keppti Sigurður einnig í
opnum flokki og varö þriðji.
Sænsku löggurnar
bestaríhandbolta
Þá fór fram Norðurlandamót
Iögreglumanna í handknattleik í
Stavanger. íslensku lögreglu-
mennimir urðu þar í 2.-4. sæti
ásamt kollegum sínum frá Dan-
mörku og Noregi en Svíar urðu
Norðurlandameistar. ísland
vann Dani, 25-22, en tapaði fyrir
Svíþjóð, 25-20, og Noregi, 23-19.
Rangar upplýsingar
um mörk Ökklans
DV fékk rangar upplýsingar um
markaskorara Ökklans í sigur-
leiknum gegn Smástund, 5-3, i 4.
deildínni í knattspyrnu. Sagt var
í blaðinu í gær að Baldvin Har-
aldsson hefði skorað öll mörkin
en hiö rétta er að Ámi Harðar-
son, Arnar Halldórsson, Styrmir
Siguröarson, Einar Baldvin
Ámason og Grétar Jónasson
skiptu þeim á milli sín.
Siguröur Grétarsson og Grasshoppers:
Samkomulag
um að slíta
samningnum
- samiö um lokabætur vegna meiöslanna
Jón Björgvinssan, DV, Sviss:
Sigurður Grétarsson knattspyrnu-
maður, sem leikið hefur með sviss-
neska 1. deildar liðinu Grasshoppers,
hefur komist aö samkomulagi við lið-
ið um að slíta endanlega fjögurra ára
samningi.
Vegna endurtekinna meiðsla í hné
hefur Sigurður ekkert leikið með lið-
inu undanfarið eitt og hálft ár og á
þessum tíma hefur hann þegið trygg-
ingarlaun.
Nú er verið að semja um lokabætur
vegna meiðslanna sem valda því að
hann kveður 1. deildar knattspyrn-
una fyrir fullt og allt.
Sigurður hefur notað tímann und-
anfarið til að þjálfa unglingalið
Grasshoppers og ala upp son sinn
Tómas Núma sem fæddist einmitt
um svipað leyti og Sigurður var að
hætta vegna meiðsla.
Ellefu ár í
atvinnumennsku að baki
Sigurður er nú 32 ára gamall og á
aö baki 11 ára feril sem atvinnumað-
ur í knattspyrnu; fyrst í Grikklandi
en síðan 9 ár í Sviss. Þar lék hann í
fimm ár með Luzern áður en hann
fluttist yfir til Grasshoppers.
Ekki á heimleið
Þrátt fyrir samningsslitin við Grass-
hoppers eru Sigurður og Ýr Gunn-
laugsdóttir kona hans þó ekki á
heimleið. Sigurður hefur gert tveggja
ára samning um þjálfun 4. deildar
liðsins Affolten í Sviss.
Þar sem æfingar hjá þeim eru færri
en í 1. deildinni er ekki loku fyrir það
skotið að Sigurður reyni jaihframt
að leika eitthvaö með liðinu.
Þjálfarastaðan
ekki fullt starf
Þjálfarastaða Sigurðar hjá Affolten
er ekki fullt starf. Þvi mun félagið
sjá honum fyrir annarri vinnu að
auki og sagði Siguröur í samtali við
DV að sennilega færi hann að vinna
í sportvöruverslun hluta úr degi.
Sigurður Grétarsson kveður knatt-
spyrnuna.
Islandsmótið í knattspymu - Trópídeildln:
Frískir Framarar
- sýndu mikla yfirburði gegn Valsmönnum 1 Laugardal og sigruðu, 3-0
Framarar fengu ærna ástæðu til að fagna í gærkvöldi þegar þeir lögðu Valsmenn að velli. Á myndinni eru þeir kampakátir Gauti Laxdal, Hólmsteinn Jónasson,
Helgi Sigurðsson, Rikharður Daðason og Ágúst Ólafsson.
DV-myndir Brynjar Gauti
Helgi Sigurðsson fagnar síðara marki sínu i gærkvöldi.
Víðir Sigurðsson skriíar:
Vilji Framara til að koma sér af botnin-
um var greinilega yfirsterkari löngun
Valsmanna til að komast í 2. sæti 1. deild-
arinnar þegar Reykjavíkurfélögin áttust
við á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
Það tók Framara aðeins 23 mínútur
að ná tveggja marka forystu og þeir inn-
sigluðu sigurinn, 3-0, snemma í síðari
hálfleik, og þá var endanlega ljóst að
daufir Valsmenn áttu sér ekki viðreisnar
von.
Hólmsteinn baneitraður
á hægri kantinum
Yfirburðir Framarar á fyrsta hálftíman-
um voru algjörir og þeir sýndu þá oft
mjög skemmtilega takta, með Hólmstein
Jónasson baneitraðan á hægri kantin-
um. Hann skoraði fyrra markið og lagði
það síðara upp.
Síðan urðu kaflaskipti, Framarar
drógu sig til baka, gáfu eftir miðjuna og
bökkuðu jafnvel hættulega mikið á tíma-
bili. En þeir spiluðu vömina af öryggi
og Valsmenn náðu aöeins einu einasta
markskoti allan fyrri hálfleikinn. Vals-
menn sóttu nokkuð framan af síðari
hálfleik en leikur þeirra var allur laus
í reipunum og ljóst að þeir sakna mjög
Ágústs Gylfasonar á miöjunni. Þeir ógn-
uðu helst þegar Eiður Smári Guðjohnsen
fékk boltann en falleg tilþrif hans dugðu
ekki til aö sigur Framara kæmist í
minnstu hættu.
Eftir að Helgi skoraði voru Eiður
Smári og Hörður Már Magnússon ná-
lægt því aö minnka muninn, en á loka-
kaflanum voru þaö síðan Framarar sem
voru líklegri til að bæta við fjórða mark-
inu.
„Finnst þetta vera
að smellasaman"
„Við vorum búnir að spila tvo leiki mjög
vel, vera betri aöilinn en fengið óþarfa
mörk á okkur. En núna lékum við vöm-
ina miklu betur en áður. Miðjan spilaði
vel, senteramir voru ógnandi, og mér
finnst þetta vera að smella saman. Ég
vona bara að við höldum svona áfram,
og við þurfum að koma okkur niður á
jörðina því við eigum erfiðan leik við
Breiðablik á fimmtudaginn," sagöi Mar-
teinn Geirsson, þjálfari Fram, við DV
eftir leikinn.
„Vorum sjálfum
okkur til skammar“
„Við vomm sjálfum okkur til skammar,
við eigum ekki að dirfast að sýna svona
frammistöðu og getum ekki boðið okkar
stuðningsmönnum upp á hana. Þeir
voru betri á öllum sviðum knattspyrn-
unnar, börðust betur og spiluðu betur.
Við þurfum að hta í spegil og taka okkur
á,“ sagði Guðni Bergsson, fyrirliði Vals.
Skagamenn í knattspymunni:
Siaurður
frá keppni í
þrjár vikur?
- gæti verið kviðslitinn í nára
Skagamaöurinn Sigurður Jóns- dagskvöld og Breiöabliki 15. júní
son gæti þurft að gangast undir oghæpiö verður að hann geti leikiö
aðgerð vegna kviðslits einhvern stórleikinn gegn KR fóstudaginn
næstu daga og yrði þá frá knatt- 24. júní.
spymuiðkun í að minnsta kosti
þijár vikur. Meiðsli Oskars
I leik Skagamanna gegn Þórsur- ekki alvarleg
um í Trópídeildinni á laugardaginn KR-ingurinn ungi og efnilegi Óskar
fór Sigurður að finna fyrir verkjum Hrafn Þorvaldsson, sem fór meidd-
í nára þegar hða tók á leikinn en ur af leikvelh eftir rúman hálftima
lék þó með allan tímann. leik í Eyjum á sunnudagskvöld,
í gær fór hann svo i læknisskoð- ætti að vera klár í slaginn þegar
un hjá Sigurjóni Sigurðssyni KR-ingar fá FH-inga í heimsókn á
landsliðslækni og við fyrstu sýn fimmtudagskvöldið.
virtist Sigurður vera kviðshtinn. Óskar tognaði á vöðva í aftan-
Sigurður sagði í samtah við DV í verðulærienífyrrameiddisthann
gær að hann færi í myndatöku í illa á hné og missti af íslandsmót-
dag og þá ætti að koma í Ijós hvort inu. Sem betur fer fyrir KR-inga
um kviösht væri aö ræða. reyndust þessi meiðsli ekki alvar-
Fari svo aö Sigurður þurfi að leg og verður hann því væntanlega
gangast undir uppskurð missir meö gegn FH.
hann af leiknum gegn Val á fóstu-
Fram-Valur
(2-0) 3-0
1- 0 Hólmsteinn Jónasson (10.) geystist inn í vítateig Vals eftir aukaspymu
Gauta Laxdai frá vinstri og skoraði meö góðu skoti.
2- 0 Ríkharður Daðason (23.) - Hólmsteinn þeyttist upp hægri kantinn og
sendi glæsilega inn fyrir vömina þar sem Ríkharður afgreiddi boltann lag-
lega framhjá úthlaupandi markverði.
3- 0 Helgi Sigurðsson (62.) fékk laglega hælsendingu frá Ríkharði á vita-
teigslínu, lék á vamarmann og skoraði af öryggi.
Lið Fram: Birkir Kristinsson - Helgi Björgvinsson (Valur F. Gíslason 67.)
Pétur H. Marteinsson, Ágúst Ólafsson, Ómar Sigtryggsson - Hólmsteinn
Jónasson (Þorbjöm A. Sveinsson 69.), Gauti Laxdal, Steinar Guðgeirsson,
Kristinn Hafliðason - Helgi Sigurðsson, Rikharður Daðason.
Lið Vals: Láms Sigurðsson - Guðni Bergsson, Bjarki Stefánsson, Kristján
Halldórsson - Guðmundur P. Gíslason (Sævar Pétursson 73.), Atli Helgason,
Steinar Adolfsson, Hörður Már Magnússon, Jón S. Helgason (Davíð Garðars-
son 52.) - Eiöur Smári Guðjohnsen, Jón Grétar Jónsson.
Fram: 14 markskot, 7 hom. Valur: 11 markskot, 12 hom.
Gul spjöld: Atli (Val), Guðmundur (Val), Helgi S. (Fram).
Dómari: Kristinn Jakobsson, yngsti dómari 1. deildar, sýndi og sannaði
að hann á framtiðina fyrir sér.
Áhorfendur: 1.744.
Skilyrði: Gola, svalt, Laugardalsvöllurinn þurr en nokkuð gisinn ennþá.
Hólmsteinn (Fram), Rikharöur (Fram).
® Pétur (Fram), Gauti (Fram), Kristinn (Fram), Steinar (Fram), Eiður
_______Smári (Val).__________________________________________________
Maður leiksins: Hólmsteinn Jónasson (Fram). Sýndi sniildartakta ó hægri
kantinum í fyrri hálfieik og nánast vann leikinn með markinu og sending-
unni á Ríkharð.
Laudrup til Real Madrid
Danski landshðsmaðurinn í knatt-
spymu, Michael Laudrup, hefur
ákveðið að ganga til hös við spænska
hðið Real Madrid frá erkifjendunum
í Barcelona. Laudrup gerir tveggja
ára samning við Madridarhðið sem
hefur ekki átt sjö dagana sæla í
spænsku knattspyrnunni síðustu ár-
in.
Laudrup hefur undanfarin 5 ár
leikið með Börsungum en ákvað að
fara frá félaginu vegna deilna við
Johan Cruyff, þjálfara Barcelona.
Hann er annar leikmaðurinn sem
gengur í raðir Real Madrid á skömm-
um tíma en á dögunum skrifaði arg-
entínski landsliðsmaðurinn Fem-
ando Redondo undir 5 ára samning
við félagið. Nýr þjálfari verður í her-
búðum Real Madrid en það er Jorge
Valdano, fyrrum þjálfari Tenerife.
Körfuknattleikur:
Ósigur gegn Kýpurbúum
íslenska landshðið í körfuknatt-
leik beið lægri hlut gegn Kýpur á
Promation bikarkeppninni á írlandi
í gær. Lokatölur leiksins urðu, 75-83,
eftir góðan fyrri hálfleik þar sem ís-
lenska liðið leiddi lengst og hafði yf-
irhöndina í hálfleik, 44-38.
í síðari hálfleik hmndi sóknarleik-
ur íslendinga og Kýpurbúar gengu á
lagið. Til marks um hittnina skoraði
íslenska hðið aðeins sex stig á átta
mínútna leikkafla gegn 19 stigum
Kýpurbúa. Liðið tapaði boltanum 16
sinnum í síðari hálfleik og eftirleikur
Kýpurbúa var auðveldur.
Leikið verður um
sæti á miðvikudag
íslendingar lentu í öðra sætinu í sín-
um riðh og leika í dag gegn ímm í
undanúrshtunum. írar hafa ágætu
liði á að skipa og verður leikurinn
því íslendingum að öllum hkindum
erfiöur. Á miðvikudag verður leikið
um sæti.
Stig íslands í leiknum: Hermann
Hauksson 19, Nökkvi Már Jónsson
18, Jón Kr. Gíslason 13, Guðmundur
Bragason 11, Jón Arnar Ingvarsson
4, Hinrik Gunnarsson 4, Marel Guð-
laugsson 3, Guðjón Skúlason 3.
Fréttir úr 1. deildinni
Þrettán án jafnteflis
Fram og Valur hafa ekki gert
jafntefli sín á milh í l. deildinni í
knattspymu frá árinu 1987, eða í
13 síðustu viðureignum hðanna.
Þar á undan geröu hðin hins vegar
9 jaíhtefli í 13 leikjum!
Tiu sigrar Fram
Afþessum 13 síðustu leikjum hð-
anna í deildinni hafa Framarar
unnið 10 en Valsmenn aðeins 3.
Valur hefur þó ennþá betur í heild-
ina því af 109 leikjum liðanna i 1.
deild hefur Valur unnið 43 en Fram
37.
Krtstinnerfrá
Kristinn I. Lárusson, sóknarmað-
urinn efnilegi hjá Val, verður lík-
lega ekki með fyrr en í 7. umferö.
Kristinn rifbeinsbrotnaði skömmu
áður en mótið hófst, kom inn á
gegn ÍBV, en versnaði síðan og
þarf að bíða lengur.
Marteinn Geirsson, þjálfari
Fram, gat ekki ákveðið byrjunarlið
sitt fyrr en nokkrum minútum áö-
ur en leikurinn hófst þar sem bæði
Helgi Björgvinsson og Ágúst Ólafs-
son vom tæpir vegna meiðsla, Báð-
ir gátu þó spilað.
Arnór Guðjohnsen, leikmaöur
með Örebro í Svíþjóð, sá son sinn,
Eið Smára, í fyrsta skipti í 1. deild-
arleik í gærkvöldi. Hlé hefur verið
gert á sænsku úrvalsdeildinni
vegna heimsmeistarakeppninnar
og Amór því í frii.
/1. DEILD KARLA
ÍFÓTBOLTA
Akranes...
KR.......
FH........
Keflavík..
Fram......
ÍBV.......
Valur.....
UBK.......
Þór.......
Sfiarnan....
...4 3 1 0 7-2 10
...4211 8-2 7
...4211 2-1 7
...4 1 3 0 7-3 6
... 4 12 17-5 5
...4 12 12-3 5
...4 12 13-5 5
...4 1 0 3 2-10 3
...4 0 2 2 4-6 2
...4 0 2 2 1-6 2
Markahæstir:
Tómas Ingi Tómasson, KR.......4
Óli Þór Magnússon, ÍBK.......4
Mihajlo Bibercic, ÍA..........3
James Bett, KR................2
Eíður S. Guöjohnsen, Val.....2
Helgi Sigurðsson, Fram.......2
Ríkharöur Daðason, Fram......2
Bjami Sveinbjörnsson, Þór....2
Jón Erling Ragnarsson, FH....2
________________íþróttir
Körfubolti hjá Fylki
Fylkir er með körfuboltanám-
skeið í Árbæjarskóla þessa dag-
ana og er það opið öhum krökk-
um fæddum 1983 og síðar frá
klukkan 12.30 til 15 en fyrir
krakka fædda 1981 og 1982 frá
klukkan 15 til 17.30.
Pylsuvagnistolið
Knattspymudeild Stjörnunnar
varð fyrir því óláni um helgina
að pylsuvagni var stohð af svæði
félagsins við Ásgarð í Garðabæ.
Hann er rauður og hvítur með
auglýsingum frá Coca-cola, og
þeir sem vita um hann eru beðn-
ir um að láta Stjörnuna eða lög-
regluna vita.
Þórdísslóbest
Þórdís Geirsdóttir, GK, sigraði
á opnu kvennamóti á Hvaleyrar-
holtsvehi um helgina. Þórdís sló
best án forgjafar á 74 höggum.
Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK,
lenti í ööru sæti á 82 og Jóhanna
Ingólfsdóttir, GR, á 90 höggum.
Margrét Jónsdóttir, GR, sigraði í
keppni með forgjöf á 69 höggum.
Grikkirrændir
Grikkir, sem léku vináttulands-
leik gegn Kólumbíu í New Jersey
á sunnudag, voru rændir í New
Jersey. Brotist var inn í nokkur
hótelherbergi á meðan á leiknum
stóö. Peningum og öðra lauslegu
var stohð og vinnur lögreglan að
rannsókn málsins. Bandaríkja-
menn líta máhö mjög alvarlegum
augum svona skömmu fyrir
heimsmeistarakeppnina og
munu í framhaldið herða eftirlit
til muna.
írarhvattir
Um sjö þúsund manns voru
samankomnir á flugvelhnum í
Dubhn þegar írska landsliðið
lagði upp til Bandaríkjanna til
þátttöku í heimsmeistarakeppn-
inni í gær. Hátt í níu þúsund Irar
hafa síðan í hyggju að fylgja sín-
um mönnum á keppnina. írar
dvelja í Orlando fyrir fyrsta leik
sem veröur gegn ítölum í New
Jersey 18. júní.
Fágóðanstuðning
írar þurfa ekki að óttast að fá
ekki stuðninginn í keppninni. í
Bandaríkjunum búa nokkur
hundruð þúsund írskir innflytj-
endur sem ætla að fjölmenna á
leiki hðsins. Það segir sína sögu
að leikurinn sem fyrst varð upp-
selt á var leikur íranna gegn
ítölum í New Jersey.
Ráðherrann kemur
Albert Reynolds, forsætisráð-
herra írlands, er mikih áhuga-
maður um knattspymu. Hann
Uggur ekki á Uði sínu heldur því
aö hann ætlar gagngert til New
Jersey til aö sjá fyrsta leik íra í
keppninni.
Miðasalatekiðkipp
Eftir því sem nær dregur
keppninni í Bandaríkjunum hef-
ur sala á aðgöngumiðum tekið
mikinn kipp. Forráðamenn
keppninnar er himinlifandi með
þessa þróun og segja það ekki síst
heimamenn sem hafa tekið hvað
harðast við sér. Keppnin hefur
fengið gífurlega auglýsingu sem
farin er að skila umtalsverðum
árangri.
í kvöld
Mjólkurbikar kvenna:
Valur-IA kl. 20.00
ÍBA-ÍBV 20.00
UMFA-Leiftur kl. 20.00
TindastóU-Sindri 20.00
Höttur-Reynir 20.00
Stjaman-Dalvík KR-Fjölnir kl. 20.00 20.00
Breiðablik-Haukar 20.00