Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNf 1994
Fréttir
MeiriWutamyndimin í Kópavogi gekk undrafljótt fyrir sig:
Sjálfstæðismenn plataðir í
meirihluta með Framsókn
eftir valdabaráttu Gunnars og Braga 1 Sjálfstæðisflokknum
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Kópavogi mynduðu meirihluta mjög snögglega eftir kosningar og kom það
mörgum á óvart að þeir skyldu ná saman þar sem talið var að Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokksins,
hefði meiri áhuga á að meirihlutasamstarfi með alþýðubandalagsmönnum. Á myndinni má sjá Sigurð Geirdal
bæjarstjóra og Gunnar I. Birgisson ræða málin.
Verulega hefur komið á óvart að
samkomulag skyldi nást milli Fram-
sóknarílokks og Sjálfstæðisflokks
um meirihlutasamstarf í Kópavogi á
næsta kjörtímabili enda gekk það
þvert gegn öllum væntingum sjálf-
stæðismanna í bænum. Ekki er búist
við langlífum meirihluta þar sem
Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, er á móti samstarf-
inu og ljóst að bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks líta ekki á samstarfið
með sömu eftirvæntingu og fyrir
fjórum árum.
Meirihlutamyndunina í Kópavogi
bar brátt að enda var búið að ákveða
samstarfið strax á mánudagskvöldið
eftir kosningar þó að ekki væri búið
að koma saman samstarfssamningi.
Strax á mánudag var ljóst að Sigurö-
ur Geirdal yrði áfram bæjarstjóri í
Kópavogi og að Gunnar I. Birgisson
yrði formaður bæjarstjórnar þrátt
fyrir stirt samband milli Sigurðar og
Gunnars og væntingar sjálfstæðis-
manna um samstarf við Alþýðu-
bandalagiö.
Áhersla á bæjarstjórann
Stuðningsmenn Sigurðar Geirdals
bæjarstjóra lögðu strax í upphafi
mikla áherslu á að halda í bæjar-
stjórastólinn á næsta kjörtímabili.
Sama kvöld og úrslit bæjarstjórnar-
kosninganna lágu fyrir lét Sigurður
í ljós áhuga á áframhaldandi meiri-
hlutasamstarfi við Gunnar I. Birgis-
son. Gunnar lét í ljós þá skoðuna sína
að eðlilegt væri að afgreiða fram-
sóknarmennina fyrst og gaf um leiö
í skyn við oddvita hinna flokkanna
að hann hefði ekki trú á að samning-
ar næðust.
Sigurður Geirdal, Gunnar I. Birgis-
son og félagar þeirra ræddu meiri-
hlutasamstarf strax aftur á sunnu-
daginn og fundu framsóknarmenn-
irnir þá aö sjálfstæðismenn höfðu
lítinn áhuga á samstarfi þó að ljóst
væri að einn sjálfstæðismaður, Bragi
Michaelsson bæjarfulltrúi, vildi um-
fram allt óbreytt samstarf. Bragi
Michaelsson taldi að staöa hans í
bæjarstjóm myndi styrkjast til muna
tækist honum að koma í veg fyrir að
Gunnar fengi bæjarstjórastólinn.
Hann hefði þá úrshtaatkvæðið í bæj-
arstjórn og gæti spilað sóló eftir eigin
höfði eins og stundum áður.
Á mánudaginn var ljóst að ekki
væm miklar líkur á að samstarf
framsóknarmanna og sjálfstæðis-
manna tækist. Segja sumir heimfld-
armenn blaösins þá að Siguröur
Geirdal og stuðningsmenn hans hafl
ákveðið að senda Sjálfstæðisflokkn-
Fréttaljós
um tilboð um að Sigurður yrði ráö-
inn bæjarstjóri og Páll Magnússon,
annar maður á B-lista, tæki sæti í
bæjarstjóm. Þá hafi Sigurði verið
falið að tala við Guðmund Oddsson,
oddvita Alþýðuflokksins.
„Þetta er alrangt. Það var enginn
slíkur fundur haldinn og engin ósk
um að Sigurður yrði bæjarstjóri og
ég bæjarfulltrúi lögð fram af okkar
hálfu við þessa meirihlutamyndun.
Sigurður hélt okkur efstu mönnum
mjög vel upplýstum og ég vissi allan
tímann ásamt öðrum efstu mönnum
listans hvað var í gangi og hvernig
þetta allt saman var. Það var ekkert
pukur á ferðinni heldur var þetta
mjög hreint og beint,“ segir Páll
Magnússon, B-lista.
Sjálfstæðismenn plataðir
Síðdegis á mánudaginn hringdu
stuðningsmenn Sigurðar Geirdals í
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
og sögðu að Alþýðuflokkurinn hefði
lagt fram tilboð um að Siguröur yrði
áfram bæjarsfjóri í fjögurra flokka
samstarfi Framsóknarflokks, Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags og
Kvennahsta þó að það hafi reyndar
aldrei komið th umræðu. Framsókn-
armenn töldu ljóst að áframhaldandi
meirihlutasamstarf væri útilokað ef
ekki næöust samningar strax.
Fréttirnar um meinta myndun
meirihluta hinna flokkanna í Kópa-
vogi komu sjálfstæðismönnunj á
óvart og var í skyndi kallað th fund-
ar sex efstu manna á D-hstanum í
Sjálfstæðishúsinu síðdegis á mánu-
dag. Á fundinum lagði Bragi Micha-
elsson áherslu á að gengið yrði til
samninga um óbreytt samstarf.
Bragi naut stuönings Arnórs L. Páls-
sonar og Guðna Stéfánssonar, bæjar-
fuhtrúa sjálfstæðismanna, og tókst
honum þannig að bera Gunnar I.
Birgisson ofurhði.
Samstarfið ekki langlíft?
Gunnar I. Birgisson og Sigurður
Geirdal hittust svo á mánudags-
kvöldið og sömdu um meirihluta-
samstarf þar sem Gunnar yrði for-
maður bæjarráðs og Sigurður bæjar-
stjóri. Samkvæmt heimildum DV var
um leið hætt við að Páll Magnússon
yrði bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins án þess að hann hefði hug-
mynd um það og var honum um-
svifalaust fómað. Rétt er að minna á
að Páh mótmæhr þessu kröftuglega
og segir að um þetta hafi ekki verið
rætt við þessa meirihlutamyndun
auk þess sem hann hafi fylgst með
þróun mála allan tímann.
Ekki er búist við að meirihluti
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks verði mjög langlífur þar sem
Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálf-
stæðisflokks, er mótfahinn samstarf-
inu við framsóknarmenn og tekur
tapinu fyrir Braga Michaelssyni
varla þegjandi og hljóðalaust. Fast-
lega má búast við að lífdagar meiri-
hlutans í Kópavogi verði fjörugir
hversu margir sem þeir svo verða.
Það kemur í ljóst síðar.
í dag mælir Dagfari__________
Draugursögunnar
Alþýðuílokksmenn halda flokks-
þing um næstu helgi. Þar ætla þeir
aö gera upp sakimar við formann
sinn, Jón Baldvin. Sauma að hon-
um, kenna honum um ófarimar í
sveitarstjómarkosningunum og
helst að feha hann úr embætti. Jó-
hanna Sigurðardóttir ætlar aö sjá
um það. Hún fer geyst þessa dagana
og telur tímabært að bola Jóni frá
með góðu eða illu, enda hefur hann
verið flokknum til óþurftar og rek-
ið aht aðra póhtík heldur en Al-
þýðuflokkurinn hefur á stefnuskrá
sinni.
Ungkratar kalla Jóhönnu draug
sögunnar og segja að sundurlynd-
is-og klofningsdraugurinn hafi
skriðið fram úr skúmaskotum sög-
unnar. Þessi ummæh, sem höfð em
eftir formanni Sambands ungra
jafnaðarmanna, lýsa því vel hvað
unga fólkið í flokknum er áttavillt
og ráðvillt enda þekkir það ekki
söguna og kallar þá aha hlum nöfn-
um sem þekkja hana.
Jóhanna Sigurðardóttir er ein-
mitt fuhtrúi þess Alþýðuflokks,
sem hefur haft það á stefnuskrá
sinni að feha formenn flokksins,
enda hefur það haldið lífi í Alþýðu-
flokknum að efna th ófriðar meðal
flokksmanna. Þaö em þvert á móti
draugar sögunnar sem streitast
gegn lögmálum sögunnar í Alþýð-
flokknum.
Jón Baldvin hefur gert þá höfuð-
skyssu eftir að hann tók við flokkn-
um að halda flokknum innan ríkis-
stjórna í heilan árat'ug. Þaö er hans
akkilesarhæll. ímyndið ykkur
veldi flokksins og fylgi hans, ef
hann hefði staöið utan ríkisstjórna
í formannstíð Jóns Baldvins. Þá
hefði hann að vísu engu ráðið um
landsmálin en Alþýðuflokkurinn
hefði þá getað haft allt á homum
sér út í ráðamenn og kostir Jó-
hönnu og skapgerð notið sín th
fuhs. Það hefur ekki hentað Jó-
hönnu að þurfa að sitja í stjómum
sem hafa verið henni á móti skapi
og það hefur háð Alþýðuflokknum
hvað kratarnir hafa ráðið miklu og
þá sérstaklega Jón Baldvin. Flokk-
urinn á ekki að hafa formann sem
ræður.
Úrslit sveitarstjórnarkosning-
anna vom flokknum erfið. En þau
eru ekki flokknum að kenna, né
heldur fólkinu sem er í honum.
Úrslitin em Jóni Baldvin að kenna.
Hann var að vísu hvergi í framboði
i þessum kosningum, en kjósendur
vom að ná sér niðri á honum meö
því að kjósa ekki flokksmenn sem
voru í framboði. Það var ekkert að
þeim og yfirleitt var þetta afbragðs
fólk í framboði. En um það snúast
ekki kosningar. Þær snúast um það
hvort formaðurinn sé góður eða
slæmur og fólkið í Kópavogi, á
Akranesi og fólkið á Kópaskeri var
einmitt að greiða öömm flokkum
atkvæði sín til að hefna sín á Jóni
Baldvin. Hann tapaði þessum kosn-
ingum og þess vegna á að nota
flokksþingið til að koma honum
frá.
Jón Baldivn hefur verið Alþýðu-
flokknum óþægur ljár í þúfu og
rekið pólitík sem er í fullri and-
stöðu viö póhtík Alþýðflokksins.
Það er í raun og vem furðulegt
langlundargeð sem honum hefur
verið sýnt í flokknum að láta hann
ráða ferðinni og stjórna flokknum
í beinni og opinni andstöðu við
stefnu flokksins og flokkinn sjálf-
an. Þetta hafa menn horft upp á í
langan tíma og Alþýðuflokkurinn
hefur goldið fyrir formann sem
hefur gert aht th að eyöileggja Al-
þýðuflokkinn og þaö er kominn
tími til að Jóhanna fari í framboð
til formanns, th að koma flokknum
aftur á réttan kjöl.
Jóhanna er léttlynd, glaðvær og
hrífandi persóna, sem mun laða
fjölda kjósenda að Alþýðflokknum
sem Jón Baldvin hefur fælt frá.
Hún hefur líka sýnt að hún er sam-
starfsfús og samningalipur og
henni mun þar af leiðandi veitast
það létt og auðvelt að koma í veg
fyrir að Alþýðuflokkurinn setjist í
ríkisstjómir í náinni framtíð. Hún
hefur lag á því að standa þannig
að samningum að enginn móðgast
og enginn firtist við, þótt hún gangi
af fundum eða leggi niður viðræð-
ur. Hún gerir það með stæl.
Alþýðflokkurinn er af þeirri
stærðargráðu aö hann munar ekk-
ert um að fella fólk og reka það ef
því er að skipta. Ef Jóhanna er
draugur sögunnar þá er Jón Bald-
vin náttröll nútímans sem stendur
Alþýðuflokknum fyrir þrifum.
Svoleiðis menn þarf að losna við.
Dagfari