Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1994
Viðskipti
Ysa á fiskm.
Hlutabréfavísit. VÍB
Þr Mi Fi Fö Má Þr
Hráolía
Sterlingspundið
Þr Mi Fi Fö Má
Kauph. í London
Ýsan hækkar
Frá því á fimmtudag hefur ýsa
á fiskmörkuðum lækkað í verði
með stöðugt minnkandi fram-
boði. Kílóverðið fór í 140 krónur
í gærmorgun. 5
Hlutabréfavísitala VÍB breytt-
ist lítið í síðustu viku en eftir að
hækkun á bréfum Sjóvár- 4«
Almennra var tekin með í reikn-
inginn hækkaði talan eftir helgi 3
um 1%, var 644,67 stig í gær.
Hráolíutunnan á markaði í
London virðist vera á hægri nið-
urleið, stóð í 16,23 dollurum um mff
miðjan dag á mánudag. sm
Sölugengi pundsins hefur
sveiflast til að undanfomu, lækk- 640
aði htiUega í gær niður í 107,72 .620
krónur. 600
FT-SE 100 hlutabréfavísitalan í 580
London er í kringum 3000 stigin 560
þessa dagana eftir að hafa náð
sínu lægsta í ár í síðustu viku.
Tekjur bankanna af tékkareikningshöfum:
1,5 milljarðar
að óbreyttu
- eftir aö færslugjöldin komu til sögunnar
Eftir að bankamir tóku að inn-
heimta 19 króna færslugjald af hverj-
um tékka má gera ráð fyrir að tekjur
þeirra af tékkareikningshöfum verði
um 15 þúsund krónur á ári. Tékka-
reikningshafar í landinu voru um 100
þúsund um síðustu áramót og miðað
við óbreytta tékkanotkun nema tekj-
ur bankanna á ári um 1,5 milljörðum
króna.
Á meðfylgjandi grafi má sjá hvern-
ig 15 þúsund krónumar skiptast. Eitt
tékkhefti kostar núna 270 krónur og
meðaltékkareikningshafi notar eitt
hefti á mánuði eða 25 blöð. Færslu-
gjöld af 25 blöðum eru 475 krónur á
mánuði. Síðan er miðað við mánað-
arlega ytirdráttarvexti af 50 þúsund
króna heimild upp á 500 krónur með
25 færslum. Alls gerir þetta á mánuði
1.245 krónur og 15 þúsund krónur á
ári.
Eins og áður sagði er ofangreindur
útreikningur miðaður við óbreytta
tékkanotkun. í fyrra vom gefnar út
tæplega 29 milljónir tékka. Miöað við
19 króna færslugjaldiö myndi aðeins
það gefa að óbreyttu um 500 milljón-
ir í tekjur.
En bankamir reikna með að debet-
kortin leysi tékkana af hólmi smátt
og smátt. Búið er að gefa út um 50
þúsund debetkort og semja við 1 þús-
und þjónustuaðila. Þaö er um helm-
ingur þeirra þjónustuaðila sem ráða
yfir svokölluöum posum. Um 5 þús-
und aðilar taka við kreditkortum
þannig að 3 þúsund slíkir aðilar búa
ekki yfir posum.
20 prósenta hærri kostnaður
en vegna debetkorta
Frá og með 1. júlí verður rukkað
250 króna árgjald fyrir debetkortin.
Síðan þurfa korthafar að greiða 9 til
I
tékkareiknings
a man.
9,50 króna gjald af hverri færslu. Fái
tékkareikningshafinn í ofangreindu
dæmi sér debetkort og sé með sömu
yfirdráttarheimild verður mánaðar-
legur kostnaður hans um 980 krónur
í stað 1.245 vegna tékkáns. Kostnaöur
vegna tékkareiknings er því fimmt-
ungi hærri en vegna debetkorta.
DV hefur dæmi um mann sem
keypti vörur hjá kaupmanni sínum
á horninu fyrir um 350 krónur og
ætlaði aö greiða með debetkorti.
Kaupmaöurinn sagðist vera með 500
króna lágmark á úttekt meö debet-
korti og vildi heldur ekki gefa til
baka. Umræddur viðskiptavinur var
ekki með tékkhefti eða peninga
þannig að hann neyddist til aö kaupa
fyrir meira en 500 krónur!
Samkvæmt upplýsingum frá Kaup-
mannasamtökunum eru engar regl-
ur í gildi um hvernig kaupmenn haga
debetkortaviðskiptum sínum hvað
varðar lágmark eða greiðslur til
baka. Hverjum og einum er í sjálfs-
vald sett hvað hann gerir hvað þetta
varðar.
Þegar Kaupmannasamtökin og
samstarfsaðilar þeirra sömdu við
bankanna um þjónustugjöld debet-
kortanna var búið að senvja við 500
þjónustuaðila. Síðan þá, eða frá 20.
apríl, hefur þjónustuaðilum því fjölg-
að um helming. Meðal stórra aðila
sem hafa bæst í hópinn má nefna
Bónus, Hagkaup og olíufélögin en
samningaviðræður standa yfir við
aðila eins og Flugleiðir og ÁTVR um
að taka við debetkortum.
39 milljóna viðskipti
Viðskipti með hlutabréf námu um
39 milljónum króna í síðustu viku.
Þetta eru töluvert minni viöskipti en
vikuna á undan, enda engin „læti“
lengur eins og í kringum íslenska
útvarpsfélagið.
Af 39 milljóna viðskiptum voru
keypt hlutabréf í Jarðborunum á
rúmar 20 miHjónir króna. Sérstakt
söluátak á sér stað núna með bréf
þess félags. Næst komu viðskipti með
Eimskipsbréfin upp á 4,5 milljónir.
Alls voru viðskipti með bréf 17 hluta-
félaga í síðustu viku. Þessi vika byrj-
aði heldur rólega því á mánudag var
aðeins keypt fyrir 300 þúsund krónur
í Hlutabréfasjóðnum.
Miðað við vikuna á undan lækkuðu
hlutabréfavísitölur nokkuð. Þannig
lækkaði þingvísitala hlutabréfa um
3,7 prósent milli vikna en hlutabréfa-
vísitala VÍB breyttist minna.
Hlutabréf Eimskips og Flugleiða
hafa lítillega lækkað í verði en bréf
olíufélaganna nánast staðið í stað.
Sem fyrr í þessum dálki er þá miðað
við stöðuna eftir viðskipti mánu-
dagsins. Búist er við deyfð á hluta-
bréfamarkaðnum næstu vikur eða
þar til fyrirtækin fara að birta milh-
uppgjör í lok júh eða byrjun ágúst.
Tölur í homum grafanna hér að
neðan em frá mánudegi nema að
hlutabréfavísitala VÍB er frá í gær.
Verðbréf og vísitölur
1.4 1.2 A
i«f
0,8 1,17 - M A M J
644,67
A M j
DV
FleiHferðamenn
en ntinni tekjur
Fyrstu fimm mánuði þessa árs
komu riflega 46 þúsund erlendir
ferðamenn th íslands. Miðað við
sama tíma í fyrra er þetta um 24 %
aukning mihi ára. Ef svokallaðir
viðdvaiarfarþegar, sem stoppuðu
aðeins á landinu í einn dag, eru
ekki taldir með er aukningin mhh
ára um 10% fyrstu fimm mánuð-
ina.
Af einstökum löndum voru
Bandarikjamenn fjölmennastir í
hópi erlendra ferðamanna fyrstu
fimm mánuðina, næstir komu
Þjóðverjar, Bretar ogDanir. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Seðla-
banka um gjaldeyrisskh vegna
feröaþjónustu fyrstu þijá mánuöi
ársíns minnkuöu tekjurnar um
3,6%. í fyrra voru tekjurnar 1,2
milljarðar en 1,1 milljarður í ár.
Lítiltengsl ntilli
innlendraoger-
Eendravaxta
Samkvæmt grein Þórarins G.
Péturssonar hagfræðings í ný-
legri Vísbendingu eru htíl sem
engin tengsl mhh innlendra og
erlendra vaxta. Greinin byggist á
skýrslu sem Þórarinn gerði
ásamt Helga Tómassyni fyrir
Hagfræðistofhun Háskólans.
Tímabihð sera var rannsakað var
frá árinu 1974 th 1991.
Þórarinn og Heigi komust að
því að engar markverðar breyt-
ingar helðu orðiö þegar vaxtafyr-
irkomulaginu hér á landi var
breytt um iniöjan síðasta áratug.
Innlendir vextir hafi lifað sjálf-
stæðu hfi, óháð vaxtaþróun á er-
lendum fjármagnsmörkuðum.
Einu tengslin gætu hugsanlega
verið óbein í gegnum innlendan
vörumarkað sem virðist tengdur
hliðstæðum mörkuðum erlendis.
Skýrsluhöfundar komust að því
að rannsókn byggð á gögnum frá
tíunda áratugnum, eftir aö vaxta-
myndun varð markaðstengd,
myndi gefa aðrar niöurstööur.
Rit um áhættu-
fjármögmin
Út er komiö fjórða smáritið í
ritröð Viðskiptafræðistofnunar
Háskóla íslands og Framtíðar-
sýnar sem ber heitið Áhættuíjár-
mögnun. Eins og nafnið ber með
sér fjallar ritið um áhættuíjár-
magn og starfsemi áhættufjár-
magnsaðila í þeím tilgangi að gefa
stjórnendum og athafnamönnum
stutta og hnitmiðaða innsýn í
þennan hluta markaðarins.
Ritinu er skipt í tvo meginkafla.
Sérstaklega er fjallað um fram-
boð á áhættufjármagni hér á
landi og erlendis og visað tíl
þeirra aðila sem veita slikt fjár-
magn hér. Höfundur þessa smá-
rits er Haraldur Þorbjörnsson
viöskiptafræðingur.
Breytingará
bankastjórn ís-
landsbanka
Nýju skipuriti verður komið á
bankastjórn íslandsbanka frá og
meö 1. júh nk. Tilefhið er aö þann
l. september nk. mun Kristján
Oddsson, framkvæmdastjóri í ís-
landsbanka, láta af störfum að
eigin ósk eftir 34 ára starf. Krist-
ján mun hverfa úr bankastjóm
og sinna sameiningu höfuðstöðva
íslandsbanka í húsnæði Holiday
Inn-hótelsins.
Þau verkefni sem Kristján hef-
ur boriö ábyrgð á verða yfirtekin
af öðrum í bankastjórn. Hún mun
ekki breytast. Valur Valsson
verður áfram bankastjóri og
framkvæmdastjórar veröa sem
fyrr Bjöm Bjömsson, Ásmundur
Stefánsson, Ragnar Önundarson
og Tryggvi Pálsson.