Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1994
S
dv Stuttar fréttir
Útlönd
Nógafmönnum
: SÞ hafa fengið nógu marga afr-
íska hermenn til að senda til Rú-
anda en tækjabúnaður er af
skomum skammti.
Friður i framtid
ísraelsmenn og Jórdanar eru
sammála um ýmsar leiðir til að
try ggja friö í frámtíð.
Berluscóni skammar
Silvio Ber-
lusconi, for-
sætisráðherra
Ítalíu og fjöl-
miðlakóngur,
olli fjaðrafoki
þegar hann
sakaði ríkis-
sjórivarpið um
að vera á
móti stjórninni.
Brosnan sem Bond
Pierce Brosnan verður líklega
fyrir valinu sem næsti James
Bond.
Kraftaverkserþörf
Sendimaður SÞ í Bosníu sagði
að kraftaverks væri þörf til að
bjarga friðarviðræðum.
Clintonmeð
Clinton Bandaríkjaforseti lýsti
í fyrsta sinn opinberlega yfir
stuðningi við áætlun SÞ um
vopnahlé um alla Bosníu.
TiUemen
Sendimaður SÞ er væntanlegur
til Jemen til að reyna aö stöðva
bardagana þar.
Særðirá Gaza
ísraelskir hermenn særðu þrjá
Palestínumenn á sjálfstjórnar-
svæðinu á Gaza.
Majorbrattur
John Major,
forsætisráð-
herra Bret-
lands, segir að
kosningarnar
til Evrópu-
þingsins . eftir
nokkra daga
verði ekki upp-
gjör kjósenda vlð stjórnarstefnu
hans. íhaldsmönnum er spáð
ófórum.
Listi afhentur
Belgísk yfirvöld hafa afhent
kúbverskum lista yfir rúmlega
100 flóttaraenn í sendiráði Belgíu.
Aukinn þrýstingur
Samtök Ameríkuríkja juku
þrýstinginn á herforingjasfjórn-
ina á Haití með því aö fara fram
á flugbann og fleira.
Versnandi samband
Samskipti milli Úkraínu og
Krímskaga, þar sem menn eru í
aðskilnaðarhug, fara versnandi.
í Öryggisráðið
Clinton Bandarikjaforseti styð-
ur setu Þjóöverja og Japana í
Öryggisráði SÞ.
HðlaryíParis
Hillary Clin-
ton, forsetafrú í
Ameríku, fór
lofsamlegum
orðum um
franska heil-
brigðiskerflð í
gær og sagði
þaö góða fyrir-
mynd. HUIary berst fyrir umbót-
um á ameríska heilbrigðiskerf-
inu.
Ferðamönnumrænt
Skæruliðar múslíma í Kasmír
rændu fimm breska ferðamenn
og námu tvo þeirra á brott.
Tveir finnskir sæfarar eru lagö-
ir af stað frá Færeyjum til íslands
áopnumbáti. Reuter, FNB
; *if, ittflí ?> f"- t
6 ára dreng með heila-
æxli vísað frá Svíþjóð
Sænska innflytjendastofnunin ætl-
ar að vísa Ruben, sex ára gömlum
dreng frá Úkraínu, frá Svíþjóð þar
sem hann hefur verið í meðferð við
heilaæxli á barnasjúkrahúsinu í
Malmö. Meðferðinni er ekki lokið.
„Ef drengurinn fær ekki að halda
meðferðinni áfram og vera hér í eftir-
liti er hætta á að hann fá nýtt heila-
æxli,“ sagði bamalæknirinn Ulf
Tedgárd 1 samtali við Sydsvenska
Dagbladet.
Fyrsta barn foreldra drengsins lést
þegar þaö var þriggja mánaða gam-
alt af völdum æxlis í maga árið 1987.
Fjölskyldan er sannfærð um að
kjarnorkuslysið í Tsjemóbyl hafi
valdið krabbameininu í barninu.
„Við bjuggum í bara 150 kílómetra
Höfundur
syngjandi lögg-
unnar látinn
Breska leikskáldið Dennis Potter,
höfundur sjónvarpsmynda á borð við
leynilögreglumanninn syngjandi og
Pennies from Heaven, sem sýndir
hafa verið í íslenska sjónvarpinu,
lést úr krabbameini í brisi í gær.
Potter var 59 ára.
Margaret, eiginkona hans, lést úr
krabbameini fyrir viku.
Potter, sem starfaði eitt sinn sem
blaðamaður, vissi aö hann var dauð-
vona og lagði hart að sér viö að klára
handrit að tveimur nýjum sjónvarps-
myndum, „Karaoke" og „Cold Lazar-
US“. Reuter
Dennis Potter hlær ekki meir.
Símamynd Reuter
OECD gefur
ráðgegnat-
vinnuleysi
Sérfræðingar Efnahagssamvinnu-
og þróunarstofnunarinnar, OECD,
hafa lagt fram skýrslu þar sem tíund-
aðar era ýmsar leiðir sem aðildar-
löndin geta farið í baráttunni gegn
atvinnuleysinu. í aðildarlöndunum
25 era nærri 35 milljónir atvinnu-
leysingja.
Markaðshyggjumenn á ársfundi
samtakanna í París sögðu að það
hefði verið rétt af skýrsluhöfundum
að leggja áherslu á sveigjanleg laun
og vinnureglur og aukið einkafram-
tak.
Skýrslan var tvö ár í smíðum og
þar er m.a. lögð áhersla á aukin
framlög til menntunar, bamabóta,
rannsókna og til að hvetja til stofn-
unarsmáfyrirtækja.!: ' °.Reuter
fjarlægð frá kjamorkuverinu. Þar að
auki vann ég við hreinsun á kjama-
ofninum um skeið,“ sagði Eji Tsjer-
bakov, faöir Rubens.
Foreldramir ákváðu að fara með
drenginn til Svíþjóðar, þar sem þeir
eiga vini í Helsingborg, eftir að hann
hafði gengist undir aðgerð á sjúkra-
húsi í Moskvu og verið rænulaus í
tvær vikur án þess að fá nokkur lyf.
Fjölskyldan kom til Svíþjóðar í
september síðasthðnum og sótti um
dvalarleyfi. Ruben hefur veriö í
geislameðferð síðan.
Tedgárd hefur ritað innflytjenda-
stofnuninni en þar hlusta menn ekki
fyrr en þeir hafa látið eigin lækni
rannsaka drenginn. Eina von Rub-
ens er því að æðra yfirvald ógildi
ákvörðun innflytjendastofnunarinn-
ar. tt
Til tékkareikningshafa
í Islandsbanka!
1. júlí veröa breytingar
á tékkareikningum hjá íslandsbanka sem snerta
gjaldtöku og tékkaábyrgö
Tékkaábyrgö meö debetkorti frá 7. júlí
íslandsbanki hefur frá upphafi ábyrgst tékka sem gefnir eru út af reiknings-
eiganda í bankanum ab upphœb allt ab 10.000 kr. Eftir fyrsta júlí verbur sú breyt-
ing ab ábyrgb bankans verbur skilyrt debetkorti sem þýbir ab framvísa þarf debet-
korti vib útgáfu tékka, sé um þab bebib af móttakanda.
Markmibib meb tengingu tékkaábyrgbar vib debetkortib er ab auka öryggi
tékkavibskipta, en bœbi mynd af tékkareikningseiganda og undirskrift hans eru á
debetkortinu. Þetta œtti ab miklu eba öllu leyti ab koma í veg fyrir falsanir á tékkum.
Fœrslugjöld frá og meö 1. júlí
Frá og meb nœstu mánabamótum
verba þjónustugjöld lögb á úttektarfœrslur
á tékkareikningi. Gjöldin eru reiknub af
hverri fœrslu, en eru mismunandi eftir því
hvort greitt er meb tékka eba debetkorti.
• Efgreitt er meb tékka verbur
fœrslugjaldib 7 9 kr.
• Efgreitt er meb debetkorti verbur
fœrslugjaldib 9 kr.
Eftir 7. júlí veröur mun ódýrara
aö nota debetkort en tékkhefti
Sem dœmi má nefna ab mibab vib algengustu notkun einstaklinga á tékkum
(10 tékkhefti á ári eba 250 fœrslur) mun kostnabur af tékkum verba alls 7.500 kr.
á ári, en einungis 2.500 kr. ef notab er debetkort.
Kortagjald frá 7. júlí
Árlegt kortagjald af debetkortum verbur 250 kr., en þeir sem hafa fengib sér
þau fyrir 1. júlí greiba ekkert kortagjald fyrir þetta ár.
Munib: Ókeypis Ijósmyndun vegna debetkortsins til 70. júní!
Fábu þér debetkort sem fyrst og sparabu þér kortagjald og kostnab vib
myndatöku um leib og þú fœrb þér afar hagkvceman og þægilegan greibslumibil.
•<
o
o
ÍSLAN DSBAN Kl
§ ÍSLANDSBANKA
h—
i
j