Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1994 Spumingin Ætlarðu að sjá eitthvað á Listahátíð í Reykjavík? Konráð Gíslason: Nei, ég verð á sjó. Bryndís B. Siguijónsdóttir: Já, Björk og einhverjar myndlistarsýningar. Eyjólfur Þorsteinsson: Nei. Kristjana Valdimarsdóttir: Nei, ég býst ekki við því. Guðbjörg Harðardóttir: Já, eitthvað reikna ég með. Hafþór Gíslason: Ég býst ekki við því. Lesendur Sveitarstjórnar- kosningar 1994 Konráð Friðfinnsson skrifar: Töluverðar - sviptingar urðu að þessu sinni víða á landinu eftir nýaf- staðnar sveitarstjórnarkosningar. Féllu t.d. 10 sveitarstjórnir, og þar bar auðvitað hæst fall Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hann varð að láta í minni pokann fyrir R-Ustanum undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem mun stýra höfuð- borginni næstu fjögur árin. - Einnig var fréttnæmt að hafnfirska krata- virkið galt afhroö og missti þann meirihluta er það hafði haft í 12 ár. Ég tel að sigurvegari kosninganna sé tvímælalaust Alþýðubandalagið. Svo virðist sem það hafi víða aukið við fylgi sitt og sums staðar veru- lega. í Neskaupstað, hinu gamla- gróna vígi samtakanna, bætti það meira að segja við sig manni. Að vísu átti maður von á að bæjarstjórnin þar héldi velli. En að hún yki fylgi sitt kom manni dálítið á óvart. Þessi stórsigur Alþýðubandalags- ins í Neskaupstað hlýtur að teljast markverður. Ég minni á að þarna hafa allaballar setið óshtið við völd í 48 ár. Þeir munu þvi halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt við stjórn- völinn eftir aðeins tvö ár. Jafn'langur tími í valdastóli er einsdæmi í annars stormasamri og skrykkjóttri sögu íslenskra stjómmála. Þetta þýðir auðvitað fráleitt hið sama og það að valta beri yfir þá er kjósa fremur að fylgja öðrum flokk- um. Slíka póhtík má einfaldlega hvergi reka á íslandi. Sanngirni verður nefnilega ávallt að gæta, eigi vel að fara. Líka í stjórnmálum. í stjórnmálum em menn sem sé að tcda um líf og heill fólks. Um það á máhð að snúast í aðalatriðum. Auðvitað er það mikfil atburður þegar íhaldið í Reykjavík veltur af stafii sínum. Þar er rótin sterkust hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég er þó þeirr- ar skoðunar að hann muni endur- heimta fylgi sitt að íjórum árum Uðn- um. Annað kæmi mér verulega á óvart. Gleymum ekki að stór hluti fólks kaus þennan flokk í nýafstöðn- um kosningum og þar af leiðandi hlýtur hann að hafa einhver völd í borginni áfram. Þótt hann ráði vita- skuld ekki öfiu eins og áður. - Ég tel að menn geti verið sammála um aö ákveöin vinstri sveifla sé nú í land- inu, hvort sem mönnum er það ljúft eða leitt. Og svona eru úrsUt kosning- anna sem ekki verður breytt úr því sem komið er. Sumir ganga hnar- reistir og með sigurbros á vör, aðrir niðurlútir og kannski pínulítið sárir. En þannig er bara lífið. „Stórsigur Alþýðubandalagsins i Neskaupstað hlýtur að teljast markverður," segir m.a. I bréfinu. - Frá Neskaupstað. Siðferði prestvígðra: Skal 6. boðorðið haldið eða ekki? S.P. safnaðarmeðlimur skrifar: Það skiptir okkur öll miklu máU að við stöndum vörð um íslensku þjóðkirkjuna. Þar starfa prestar og leikmenn að margvíslegum verkefri- um sem hafa mikið gildi. Hlutverk prestanna er vandasamt og við verö- um að styðja þá í þeirri starfsemi sem þeir vinna að. Við verðum líka að gera miklar kröfur til þeirra því þeir eiga að móta siðferði landsmanna. Það kemur eins og köld vatnsgusa framan í safnaðarmeðlimi þegar prestar taka ekki mark á 6. boðorð- inu sjálfir eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. - Boðskapur prestanna verður því marklaus og athafnir þeirra einnig. Prestafélagið hlýtur að hafa ákveðnar siðareglur fyrir fé- lagsmenn líkt og önnur félög hafa, t.d. eins oglæknafélagið. Prestafélag- inu ber því skylda til aö kynna þær söfuðunum og almenningi í landinu. Biskup íslands þarf að taka á slík- um málum af festu. Hann á tvo möguleika. - Þann fyrri, að leggja til þá breytingu á bibUunni að fella út 6. boðorðið í næstu útgáfu. - Síðari kosturinn er að koma í veg fyrir að þeir aöfiar sem ekki geta haldið siða- reglur félags síns séu að kynna sig sem fulltrúa kirkjunnar. Guð hjálpi krötum þá Kristín Gísladóttir skrifar: Ég er alþýðuflokkskona og hef fylgst vel með Jóhönnu Sigurðar- dóttur í gegnum hennar stjórnmála- ferfi og hafði ég miklar væntingar til hennar í byrjun. Hún hefur ýmsa hluti vel gert þótt hún kunni sér ekki hóf lengur. - Og nú get ég ekki leng- ur orða bundist. Að mínu mati er félagsmálakerfi okkar að hruni komiö, m.a. vegna alltof langrar setu Jóhönnu sem fé- lagsmálaráðherra. Hinir ýmsu þrýstihópar ofnota félagsmálakerfið eins og vel má sjá í Svíþjóö og að síö- ustu verða hreinlega engin „breið bök“ eftir til að sjá fyrir hinum. - Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra. - Hefur margt vel gert en kann sér ekki lengur hóf, segir bréf- ritari m.a. Allt þetta hefur Jóhanna lagt blessun sína yfir og meira til. Hún hefur kraf- ist þessa og krafist hins og hótað af- sögn aö öðrum kosti. Hún hefur alltaf haft lag á því að koma sár undan ábyrgð á öllu því sem miður fer. Framkoma hennar (auk þess sem hún virðist alltaf í vondu skapi) er ekki til þess að laða fólk að Alþýðuflokknum. Versti ókostur Jóhönnu sem stjórnmála- manns, að mínu mati, er óheiUndi hennar gagnvart samstarfsfólki úr eigin flokki og reyndar úr öðrum flokkum einnig. Hún hefur verið ráð- herra í þremur ríkisstjórnum en kemur alltaf fram með hvítþvegnr hendur fyrir sjónir almennings. - Gjörðir ríkisstjórnar sem hún situr í koma henni ekki við. Þetta kalla ég óheilindi og ábyrgðarleysi. Flokksstjórnin átti fyrir löngu aö sæta lagi þegar hún haíöi uppi sínar hótanir og láta hana fjúka. Ég held að flokksstjómin hafi ofmetið styrk- leika hennar meðal almennings. Því miður hefur Jóhanna ekki þann per- sónuleika til að bera sem formaður stjórnmálaflokks þarf. - Að fá hana sem formann Alþýðuflokksins myndi ríða flokknum að fullu. Ég segi að lokum: Guö hjálpi krötum þá. Munurinnámýkl ogauðmýkl Friðbert P. Valur skrifar: Það er hollt að velta því fyrír sér hvers vegna, að því er virð- ist, öruggir sigurvegarar í kosn- ingum bíða lægri hlut þegar fólk segir sína meiningu með atkvæði sínu á kjördegi. - Það er ekki nóg að frambjóðendur sýni kjóscnd- um snefil af mýkt, svona rétt fyr- ir kosningar, en tali svo til and- stæðinganna með þeim hroka sem einkennir svo marga sem halda að þeir eigi borgir og jafn- vel heilu löndin vegna þess að skoöanabræður þeirra og bak- hjarlar eiga gnægð fjár til að ausa í kosningasjóði viðkomandi flokks. Nei, það er ekki bara mýktin. Það er auðmýktin og virðingin fyrir fólkinu sem kýs og verkefninu sem viðkomandi er kosinn til að framkvæma sem leiðir þann til sigurs sem Utur á kjósendur sem jafningja sína og ber sömu virðingu fyrir þeim og sjálfum sér. - Meö þetta í huga undrast ég ekki úrslit nýafstaö- inna kosmnga í Reykjavík. Þjóðhátíðarbúning> urkaria? Einai- Jónsson hringdi: Mér er efst í huga varðandi lýð- veldisafmælið hvort ekki heföi mátt hanna þjóðhátiðarbúning fyrir karla sem væri léttari en þær flikur sem yfirleitt eru vald- ar af þessu tilefni, ekki síöur fyr- ir konur. En búningur þeirra er með eindæmum óhentugur sem þjóðhátíðarbúningur. Ég legg til að hinn nýhannaði kárlmánna- búningur verði endurhannaður með það fyrir augum að gera hann léttari og auðveldari til Sveru. Ólafur Pétursson hringdi: Framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskisambandsins ríður nú á vaöið með gengisfellingarkröfu tfi að bjarga sjávarútvegsíyrirtækj- um. Manni bloskrar aö gengisfell- ing skuU svo mikið sem vera nefnd eftir á allt sem á undan er gengið. Hverjirfaralil Þing- Bjarni Bjarnason skrifar: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvetjir hafi eigitfiega áhuga á að fara til Þingvafia 17. júní, jafnvel þótt auglýst hafi verið umfangsmikil þjóðhátíðardag- skrá? - Skyldu menn hafa meiri áhuga á að hlusta á þingmenn þjóðarinnar á fundi á Þingvöllum en í Alþingishúsinu? Eða skemmtuná léttarinótunumeins og það er auglýst fornbílar, forn- ir aldarhættir, húsdýrasýmngar og álfar, leppalúðar og grýlur sem fara um svæðið. Ég gæti trúað aö maður yrði orðinn hálfgerður leppalúði eftir daglangt rölt um svæöiö. - Þetta sést miklu betur i sjónvarpi heima ef frá þessu verður sýnt yfirleitt. Þjóðhátíðarblóm, Kristin Sigurðardóttir skrifar: Mér þykir allt of mikið gert úr afmæU lýöveldisins á þessum tímamótum. Mér hefði fundist við hæfi að minnast 50 ára afmæl- isins rétt eins og annarra þjóðhá- tiðardaga. Tilstandið í kringum aftnafiið er fádæma ósmekklegt. Hvers vegna sérstakt þjóðhátíð- arlag? Þetta er orðið eins á „þjóð- hátíð" Eyjamanna! Og sérstakt þjóðarblóm 1944!!! Þurfti nú að „hanna" holtasóleyjuna upp á nýtt? - Mér fmnst sýndar- mennskan yfirgnæfandi í þessu. Og svo ætti nú að rigna, ofan á allt annað! Nei, þetta er mis- heppnuð uppfinning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.