Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Byggðin fyrir vestan Samdrátturinn í þorskveiðum á íslandsmiðum er mik- ið áhyggjuefni. Fiskifræðingar gera tillögur um minni aflakvóta ár frá ári og ríkisstjómin á ekki annars úr- kosti en taka tillit til þeirra. Útgerðarfyrirtæki og sjó- menn hafa sýnt mikla aðlögun og útsjónarsemi í þessari erfiðu stöðu og sótt bæði á önnur mið og í aðra fiski- stofna. Íslandssíldin sem fundist hefur úti fyrir Norður- landi kveikir sömuleiðis smávon um ný aðfóng. En höfuð- vandinn er enn óleystur. Þorskurinn er þverrandi og undirstaða sjávarútvegsins verður veikari og veikari. Þess sjást merki í fleiri og fleiri sjávarplássum. Vestfirðir fara verst út úr þessari ískyggilegu þróun. Búseta á Vestfjörðum hefur grundvailast á fiskveiðum og nálægðinni við fengsælustu þorskmiðin. Kvótakerfið hefur reynst Vestfirðingum þyngst í skauti vegna þess að þeir hafa af eðlilegum og sögulegum ástæðum ekki sótt á önnur mið að neinu gagni. Vestfirskir togarar eru ekki nægilega stórir til að sækja á úthafsmið eða utan- kvótategundir. Nú er ástandið þannig að alhr togarar vestan Djúps hafa verið seldir og nýjustu tíðindin eru þau að útgerðar- fyrirtækið Hrönn á Isafirði er til sölu en það fyrirtæki hefur meðal annars gert út togarann Guðbjörgu sem hefur í gegnum tíðina verið með aflahæstu skipum flot- ans. í helgarblaði DV á laugardaginn var viðtal við Reyni Traustason, vestfirskan sjómann. Reynir hefur alla sína tíð búið á Flateyri og man tímana tvenna. Hann man gósentíðina þegar menn höfðu ekki undan að draga fisk- inn. Nú er hann fiuttur. „Það er ekkert að hafa lengur fyrir vestan,“ segir Reynir sem býr nú í Þorlákshöfn og yfirgaf tuttugu milljón króna einbýhshús sem ekki selst. Þessi saga sjómannsins að vestan er táknræn og ugg- vænleg. Hún lýsir í hnotskum þeim vanda sem Vestfirð- ingar standa frammi fyrir. Ríkisstjómin lagði fram 300 mihjónir króna til eflingar atvinnulífi fyrir vestan en slík upphæð er eins og upp í nös á ketti og breytir auðvit- að ekki þeirri staðreynd að meðan þorskurinn er í lág- marki og mannlíf í nauðvöm em kostimir ekki margir. Mannfiöldi hefur staðið í stað á Vestfjörðum um ára- bil og ef svo fer sem horfir má búast við landflótta og stórfehdri búseturöskun. Vestfirðimir hafa verið ein stór verstöð og skUað hærri þjóðartekjum á hvem einstakling en nokkur annar landsijórðungur. Það mun hafa gífurleg áhrif í þjóðfélaginu ef Vestfirðingar bregða búi í stórum stfi. Þetta ástand er ekki einkamál Vestfirðinga. ÖU þjóðin hlýtur að hafa af því áhyggjur. Reynir Traustason telur kvótakerfið vera banameinið og hann er hlynntur auð- Undaskatti sem hann telur geta rétt hlut Vestfirðinga að því leyti að þá sitja alhr við sama borð. Rökin em þau að hagkvæmast er að gera út á þorskinn frá Vestfjörðum og þangað mundi þá útgerðin safnast. Ef og meðan ekki næst samkomulag um auðhnda- skatt er hér ennfremur bent á þá leið að auka kvóta Vestfirðinga á kostnað annarra. Póhtísk ákvörðun þar að lútandi er eðhleg út frá hagkvæmnissjónarmiðum þjóðarbúsins. Þar em mannvirkin th staðar og þekking- in. Þaðan er styst á þorskmiðin, þar er fólkið th staðar og þar em sjómennirnir sem streitast enn gegn því að flytja sig til annarra landshluta. En það er hver að verða síðastur. Við horfum þessa dagana upp á örvæntingu og upp- lausn sem snýst um lífsafkomu heUs byggðarlags. Byggð- ina á Vestfiörðum verður að styðja og vemda með öUum ráðum. Okkar allra vegna. EUert B. Schram Atvinnuleysið hef- ur lengi vofað yf ir Atvinnuleysiö er alvarlegasta efnahagsvandamálið sem við er aö glíma í þjóðfélagi okkar. Enginn skyldi ætla að það sé auðleyst, eins og þó mætti ráða af orðum þeirra lýðskrumara sem nú vaða uppi með fögur fyrirheit. Atvinnuleysi er alþjóðlegt böl, sem þjóðum heimsins gengur illa að sigrast á. Lengi vel bjuggu íslendingar við meiri hagvöxt en flestar aðrar þjóð- ir. Vaxandi afli, útfærsla landhelg- innar og nýting nýrra fiskstofna átti ríkasta þáttinn í því að halda hér uppi góðum lífskjörum og tryggja gott atvinnustig. Margvísleg nýsköpun Það vantar í sjálfu sér ekki að við höfum reynt að leggja okkur eftir nýjungum í atvinnulífinu og varið til þess miklu fé. Því miður hefur alltof oft tekist illa til þó auðvitað séu til ánægjulegar undantekning- ar. Nú sitjum við uppi með fjárfest- ingar, til dæmis í orkumannvirkj- um og þjónustugreinum, sem eng- um koma að haldi en eiga svo mik- inn þátt í skuldabyrði þjóðarinnar, hérlendis og erlendis. Ennþá er það því sjávarútvegur- inn sem stendur undir góðum lífs- kjörum hér á landi að langmestu leyti, þvert ofan í álit þeirra er forspáir þóttust forðum daga. Fækkun atvinnutækifæra Það er staðreynd að atvinnutæki- færum á íslandi hefur fækkað lát- laust, allt frá árinu 1987. Þannig er tahö að vinnuaflsnotkun á íslandi hafi verið 132 þúsund ársverk árið 1987. Strax árið eftir fækkaði þeim ofan í 128 þúsund. Árið 1989 voru ársverkin 126 þúsund og 124,7 þús- und árið 1990. Síðan hefur þróunin áfram verið niður á við. Á þessu ári er tahð að vinnuaflsnotkunin sé 121,5 þúsund ársverk. Þessar tölur eru skelfilegar. Þær þýða aö á þessum sjö árum hafi tíu KjaUarinn Einar K. Guðfinnsson annar þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum leysið vofði yfir og hlaut að bresta á að öllu óbreyttu. Hvers vegna fundum við ekki strax fyrir atvinnuleysinu? Ástæðan fyrir því að við fundum ekki strax fyrir atvinnuleysinu, var sú að hér ríkti lengi þensla og umframeftirspurn eftir vinnuafh. Það var því fyrst að loknum nokkr- um tíma að atvinnuleysisvofan lét á sér kræla. Það hefur verið á það bent að fjár- festing á íslandi er nú orðin hættu- lega hth. Ef fram heldur sem horfir og hagvöxtur verður áfram nær enginn mun atvinnuleysi halda áfram að aukast. Þá munu engin skammtímaúrræði duga. Hvorki tímabundinn vöxtur ríkisútgjalda, né átaksverkefni sveitarfélaga eru nefnhega líkleg th þess að byggja „Hvorki tímabundinn vöxtur ríkisút- gjalda né átaksverkefni sveitarfélaga eru nefnilega líkleg til þess að byggja upp til framtíðar þau atvinnutækifæri sem íslenskt æskufólk þarf á að halda.“ þúsund störf tapast. Að meðaltah fækkaði því ársverkum um 1.400 á hveiju ári, sem svarar th þess að fjögur ársverk hafi að jafnaði glat- ast á dag. Ársverkum hefur þannig fækkað um ahs 8 prósent á ekki lengri tíma. Með öðrum orðum; þau drógust saman um rúmt pró- sent á hverju ári. Þetta gerist þrátt fyrir að opin- berum störfum fjölgaði um skeið á þessu tímabih. Þó máttu alhr sjá að sú þróun gat ekki orðið enda- laus, að opinberum störfum fjölg- aði, en öðrum starfsmönnum fækk- aöi. Alhr máttu því vita að atvinnu- upp th framtíðar þau atvinnutæki- færi, sem íslenskt æskufólk þarf á að halda. Það er því frumskylda hins opin- bera að skapa skhyrði th þess að atvinnuhfið megi eflast og hefja fiárfestingar að nýju. í því sam- bandi hefur margt verið vel gert af opinberri hálfu. Úrshtum mun þó ráða á næstunni að bankarnir rífi sig upp úr doðanum og lækki vexti, eins og ahar efnahagslegar forsendur eru th. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir annarra Aðhald við þensluöf I „Reynslan sýnir að hætta er á mistökum við stjórn ríkisfjármála og í almennri hagstjóm í aðdrag- anda kosninga. Kjarasamningar eru lausir urn næstu áramót. Uppsveifla í þjóðarbúskapnum gæti orðið sterkari á næsta ári en nú eru taldar horfur á. Sá tími gæti því komið fyrr en varir að peningastefnan þurfi á ný aö veita þensluöflunum aðhald. Ekki verð- ur hins vegar séð á grundvehi thtækra vísbendinga að sá tími sé nú kominn." Már Guðmundsson, forstöðum. í Seðlabanka íslands, í 7. tbl. Viðskiptablaðsins. Ferlimál fatlaðra „Ekki er sanngjamt að halda öðru fram en að staða fatlaðra í samfélaginu hafi gjörbreyst á síðari ámm og miklum fjármunum hefur verið varið til þess að bæta hana. Þar hafa ýmsir hugsjónamenn unnið aö og ekki síst er þá að finna í hópi fatlaðra sjálfra... Sú hugsun að fatlaðir eigi að vistast á stofnunum hefur verið að víkja fyrir því að þeir eigi rétt til þess að búa í samfélaginu á líkan hátt og aðrir. Þetta leiðir hugann að því stóra máh sem er ferlimál fatlaðra og er einn af lyklunum að takmark- inu um eitt samfélag fyrir alla.“ Ur forystugr. Tímans 7. júni. Evrópumál Alþýðuf lokksins „Við höfum fjallaö um Evrópumál frá því í aprh. Við munum leggja fram ítarlega greinargerð um stöðu þess máls og ályktun. Við eigum ekki margra kosta völ og ég geri ráð fyrir að við, að uppfylltum vissum skilyrðum, munum mæla með því aö Islend- ingar láti reyna á aðhdarumsókn. Það tekur sinn tíma. Ef stjórnvöld komast að þeirri niðurstöðu, eft- ir rækhegt mat og ítarlega könnun, þá tel ég að eigi að fara út í aðildarviðræður.“ Úr Yfirheyrslu Eintaks á Jóni Baldvin Hannibalssyni 6. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.