Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Síða 28
52 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1994 Jóhanna Sigurðardóftir. JónBaldyinvinn- urekki hljóm- grunnhjáfólki „Ég vil að fólk eigi kost á því að velja sér nýjan formann. Ég hef fundið það að fólk vill breyt- ingar á forystunni. Það eru marg- ir sem telja að Jón Baldvin geti ekki unnið þann hljómgrunn hjá fólki sem þarf til að leiða fólkið í erfiðum alþingiskosningum," segir Jóhanna Siguröardóttir í DV. Ekki eingöngu þjóð- hátíðarbúningur „Búningurinn var hannaður með það í huga aö karlmenn væru tilbúnir þess aö ganga í honum en hann ekki notaður ein- göngu sem þjóðhátíðarbúning- ur,“ segir Kristinn Steinar Sigríð- arson, hönnuður í DV. Ummæli Hræðsluáróður „Það var bara hræðsluáróður í kosningunum að viö ætluðum að reka sveitarstjórann og fram- kvæmdastjóra Fiskiðjunnar og Jökuls en við höfum ekki legið á þeirri skoðun okkar að okkur þyki þaö skringilegt stjórnarfar að æðstu menn fyrirtækja séu bæöi í stjórnun fyrirtækjúnna og í hreppsnefnd," segir Reynir Þor- steinsson, oddviti Alþýðubanda- lagsins á Raufarhöfn. Sætur sigur vegna ummæla minna íslandsmetið í tugþrautinni var sætur sigur fyrir mig vegna um- mæla minna í fjölmiðlum fyrir um tveimur árum. Ég sagði þá að maður væri bara aumingi ef maður næði ekki þessu meti sem Þráinn átti... Ummælin hafa staðið síðan og menn hafa verið að skjóta þessu að mér síðan þá,“ segir Jón Amar Magnússon í Tímanum. Vorum okkur til skammar „Við vorum sjálfum okkur til skammar, við eigum ekki að dirf- ast að sýna svona frammistöðu og getum ekki boðið okkar stuðn- ingsmönnum upp á hana,“ segir Guðni Bergsson, fyrirliði Vals, í DV. Flokksbrot höfða ekki til ungsfólks „... verði það úr að Alþýðu- flokksins bíði þau örlög að klofna einn gang til um næstu helgi, þá munu þau flokksbrot ekki höfða til þess mikla fjölda ungs fólks sem komið hefur til liðs við hann á undanförnum árum,“ ' sagði Magnús Árni Magnússon, for- maður Sambands ungra jafnaö- armanna, í setningarræðu á aukaþingi SUJ. íslenskum þjóðbúningum Heimilisiönaðarfélag íslands gengst fyrir kynningu á íslensk- um þjóðbúningum kvenna í Fundir Norræna húsinu í dag kl. 17.15. Þar mun Elsa E. Guöjónsson, deildarstjóri Þjóðminjasafns ís- lands, flytja fyrirlestur og sýna litskyggnur um íslenska þjóð- búninga kvenna. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga. Hætta á síðdegisskúrum í dag verður norðaustan eða breyti- leg átt, víðast gola í dag en hægviðri í nótt. Lítilsháttar súld noröanlands Veðriðídag en nokkuð bjart veður sunnantil. Þó er hætt við síðdegisskúrum í upp- sveitum. í nótt fer að létta til austan- lands og á morgun verður léttskýjað um mestallt land. Norðan til á land- inu verður hiti á bilinu 4-8 stig en allt að 13 stig suðvestantil. Á höfuð- borgarsvæðinu léttir heldur til en nokkur hætta er á síðdegisskúrum. Hiti 7-11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.48. Sólarupprás á morgun: 3.05. Síðdegisflóð í Reykjavík 18.06. Árdegisflóð á morgun: 6.24. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 5 Egilsstaöir skýjað 3 Galtarviti skýjað 4 Keíla víkurílugvöllur skýjað 7 Kirkjubæjarklaustur skýjað 7 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavík alskýjað 7 Vestmarmaeyjar skúr 7 Bergen skúrás. klst. Helsinki þokumóða 11 Ósló hálfskýjað 12 Stokkhólmur léttskýjað 13 Amsterdam þokumóða 13 Berlín þokumóða 14 Chicago skúrásíð. klst. 12 Feneyjar þokumóða 18 Frankfurt skýjað 15 Glasgow skúr 8 Hamborg súld á s. klst. 14 London rigning 13 Lúxemborg léttskýjað 16 Montreal hálfskýjað 11 New York hálfskýjaö 21 Nuuk alskýjað 2 Oriando alskýjað 23 París alskýjað 13 Vín léttskýjað 17 Washington mistur 25 Winnipeg heiðskírt 14 Ingibjörg Haraldsdóttir, urinn „Ég hef verið meðstjórnandi i stjórn Rithöfundasambands ís- lands síðastliðin tvö ár og kynnst vel málum sambandsins og hafði hug á að starfa áfram og taldi mig geta gert það best sem formaður sambandsins og því bauð ég míg fram til formanns. Það var líka inni Maður dagsins í myndinni, þótt það hefði ekki ver- ið aðalatriðið um mítt framboð, að Rithöfundasambandið er orðið tuttugu ára og kona hefur aldrei verið í formannsembættinu," segir Ingibjörg Haraldsdóttir, nýkjörinn formaður Rithöfundasambands ís- lands. í kosningu til formanns sigr- aði hún mótframbjóðanda sinn, Hjört Pálsson. Ingibjörg sagði aö aðalmálið hjá sambandinu væri afleit staða bóka- útgáfunnar í landinu og hvernig rithöfundar gætu reynt að sporna gegn þeirrí kjaraskerðingu sem þeir hefðu orðið fyrir og eru að Ingibjörg Haraldsdóttir. verða fyrir. „Við horfum fram á margs konar vandræði ef svo fer fram sem horfir að bókaútgáfum fækkar vegna slæmrar afkomu. Gjaldþrot bókaútgáfu þýöir erfiða stöðu fyrir rithöfunda sem eru á samningi hjá viökomandi útgáfu- fyrirtæki. Það er ýmislegt í tengsl- um viö erflða sUmSu bókaútgefanda sem við verðum að skoða og sjá hvort við getum eitthvað tryggt okkar fólk gegn slikum áföllum.“ Aöspurð sagði Ingibjörg það vera rétt að slæm staða bókaútgáfunnar mætti að stórum hluta rekja til virðisaukaskatts á bækur: „Það var mikið glapræði að leggja skatt á bækur og ég held að flestir séu farnir að sjá það nú hversu röng ákvörðun þetta var og legg ég til að stjórnvöld sjái nú að sér og leggi þennan bókaskatt niður.“ Ingibjörg var spurð hvort það heföi ekki ekki einhver áhrif á starf hennar sem rithöfundur og þýö- andi að vera formaður Rithöfunda- sambandsins. „Starfið mun að sjálfsögðu auka vinnu hjá mér en ég verð að reyna að skapa mér tima til að vinna aö ritstörfum. Ég er núna að þýða enn eina bók eftir Dostojevskí og er einnig að þýða leikrit fyrir Þjóðleikhúsið,“ sagði hún. Ingibjörg sagði aö lokum að þótt mikil áhersla væri lögð á kjarabar- áttuna í starfi Rithöfundasam- bandsins um þessar mundir þá vonaðist hún til að koma á meiri stemningu i kringum samtökin, efna til funda til að ræða mál rithöf- unda almennt og láta samtökin vera i umræðunni um bókmenntir i landinu. Rjómi sest á mjólkina ÍVPoR- Leikirá inm x 4. Á morgun hefst fimmta umferð- in í 1. deild karla og sjálfsagt verða þar einhver óvænt úrslit eins og í síðustu umferð. í kvöld Iþróttir fara fram nokkrir leikir í 4. deild- inni og eru þeir allir úti á lands- byggðinni. Á Sauðárkróki leíka Þrymur og Neisti, á Hólmavik Geislinn og Hvöt, á Siglufirði KS og Kormákur og í Mývatnssveit leika HSÞb og SM. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Þá má geta þess að í beinni útsendingu á STöð.2 kl. 1 eftir miðnætti hefst fyrsti leikurinn í úrslitakeppni Hous- ton og New York í NBA-deildinni í körfubolia. Skák Argentinumenn háðu landskeppni á tíu boröum við úrvalslið frá jafnmörgum löndum í Buenos Aires á dögunum - sama fyrirkomulag og í landskeppni ís- lendinga við Frakka í Hafnarfirði og Kópavogi í fyrra. Leikar fóru svo að „heimsúrvalið" hafði betur, fékk 56 v. gegn 44 v. heima- manna. Conquest, Englandi, og Campora, Argentínu, náðu bestum árangri með 7,5 v. af 9, Ungverjinn Lekó fékk 7 v., Sunye, Brasiliu, Renet, Frakklandi, og Ricardi, Argentínu, fengu 6,5 v. Þessi staða úr keppninni er úr skák Sorokins, Rússlandi, og Sorins, Argent- ínu, sem hafði svart og átti leik: á I# 41 1 Á A X Ai \MI: I ÉL A A w S S Ht A B C D F G H 26. - Hxf3! 27. gxf3 Kh8! og hvítur gafst upp, því að hótuninni 28. - Hg8+ veröur ekki mætt á sómasamlegan hátt. Jón L. Árnason Bridge Sagnhafi í þessu spili var Chris Compton frá Oklahomafylki í Bandaríkjunum og var að spila sveitakeppnisleik í bikar- keppni. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og enginn á hættu: ♦ K4 ¥ ÁG5 ♦ D9742 + K43 ♦ D6 ¥ K842 ♦ 106 + D9652 N V A S * 109752 ¥ 73 ♦ KG85 + Á8 ♦ ÁG83 ¥ D1093 ♦ Á3 + G107 Norður austnr Suður Vestur li Pass' lf Pass 2» Pass 3 G p/h Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Útspil vesturs var laufafimma, fiórða hæsta spil. Austur drap á ásinn og spil- aði meira laufi. Compton setti gosann, drottning frá vestri og kóngur í blindum átti slaginn. Síðan kom tígull á ás, hjarta- tiu svínað, siðan drottningunni og vestur lagði eðlilega á hvorugt spilið. Síðan próf- aði Compton að spila tígU, tían frá vestri, drottning og kóngur. Austur skipti yfir í spaðatíu og kóngrn: í blindum átti slag- iim. Nú kom lauf á tíuna og hjarta á ás og Compton velti fyrir sér stöðunni. Hann vissi að vestur átti 2 lauf eftir og eitt hjarta og því í mesta lagi einn spaða. Því voru miklar Ukur á þvi að spaðasvining heppnaðist, miðað við að vestur átti að- eins einn og ef tíl vill engan spaða eftir. En Compton hafði borðtilfinninguna í lagi þegar hann spilaöi spaða á ás, feUdi drottninguna og stóð þannig samninginn. Það var líka eins gott fyrir hann því leik- urinn vannst á 3!4 impa. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.