Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Qupperneq 29
Leikarar í Furðuleikhúsinu staddir i Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Furðuleg fjöl- skylda Þessa dagana er hægt að kynn- ast furðulegri fjölskyldu sem kölluð er Furðufjölskyldan. Fjöl- skylda þessi er meö skemmtileg- ar uppákomur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í sumar. þessi glaðlynda fjölskylda lendir oft í Leikhús hinum furðulegustu uppákom- um, svo ekki sé meira sagt. Það eru leikaramir Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir sem ljá Qölskyld- unni líf. Fjölskyldan tekur það fram aö hún er tilbúin að mæta á mannamót hvers konar og skemmtanir. Osmo Vanska stjórnar Sinfóniu- hljómsveit íslands. Níunda sinfón- ía Beethovens í kvöld og annað kvöld flytur Sinfóníuhijómsveit íslands níundu sinfóníu Beethovens í Hallgrímskirkju. Er þessi flutn- ingur einn stærsti viðburðurinn á Listahátíð í Reykjavík. Auk Sin- fóníunnar eru flytjendur Hamra- hlíðarkóramir og einsöngvar- amir Marta Halldórsdóttir, sópr- an, Rannveig Bragadóttir, alt, Kolbeinn Ketilsson, tenór, og Kristinn Sigmundsson, bassi. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vánská en kórstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir. Kórsinfónían, eins og níunda sinfónían er oft kölluð, er tileink- uð Friðriki Vilhjálmi III Prússa- Listahátíð keisara. Var hún framflutt 7. maí 1824 í Vínarborg undir stjóm höf- undar sem þá var orðinn algjör- lega heymarlaus. Sorglegt er til þess að vita að við frumflutning einhvers mesta tónverks allra tíma gat tónskáldið hvorki heyrt eina einustu nótu af verki sínu né þau gífurlegu fagnaðarlæti sem brutust út að flutningi lokn- um. Fyrstu þrír þættirnir mega kallast heíðbundnir. En það er í lokaþættinum sem öll gildandi lögmál eru brotin þegar Beet- hoven innleiðir fjóra einsöngvara og kór. Kaflinn er nokkurs konar fantasía sem skiptist í afmarkaða kafla. Þetta er í sjöunda sinn sem Sinfóníuhljómsveit íslands flytur níundu sinfóníuna. Þrír einsöngvaranna hafa sung- ið með hljómsveitinni áður en þetta er frumraun Kolbeins Ket- ilssonar. Þess má geta að bæði Kristinn Sigmundsson og Rann- veig Bragadóttir hófu söngferil sinn með Hanirahlíðarkórnum. Hálendisveg- ireruflestir lokaðir Litlar breytingar hafa orðið á ástandi hálendisvega á landinu, þeir eru enn allflestir lokaðir og Vega- Færðávegum gerðin ráðleggur bílstjórum, sem ætla að leggja á hálendið, að vera vel búnir. Eins er vissast að láta vita um ferðir ef lagt er á fjallavegi á leiðinni Akureyri-Egilsstaðir-Vopnafjörður. Eftir að mikill vöxtur hljóp í nokkrar ár í síðustu viku og vegir urðu ófær- ir er nú allt komið í samt lag og allir aðalvegir á landinu eru greiðfærir. Astand vega j y h t —>} Á wkty /) jr-" >, /. Jj EJ Hálka og snjór 0 Vegavlnna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q>~“ irrtaj Kringlukráin: ; Lifandi tónlist verður á Kringlukránni í kvöld. ; Það er Tríó Bjossa Thor sem mun sjá um tónlist- iria og skemmta gestum staðaríns, Sérstakur gestur tríósins verður söngkonan Gyöa Pálsdótt- Það eru landskunnir djassmenn sem skipa tríó- iö. Fyrstan ber að telja gitarsnillinginn Björn Thoroddsen sem iengi hefur lífgað upp á djasslíf mundur Steingrímsson, sem hefur verið viðloð- andi islenskan djass í áratugi. Guðmundur hefur með öllum okkar þekktustu djassleikumm. Á kontrabassa leikur svo Bjarni Sveinbjörnsson sem hefur getið sér gott orð á undanfóraum Maggie Smith leikur trú Medlock í Leynigarðinum. Ævintýrí sem mörg böm þekkja Leynigarðurinn (The Secret Garden) er gerð eftir klassískri ævintýrasögu Frances Hodgson Burnett sem samin var fyrir síð- ustu aldamót og hefur verið ein af uppáhaldsbókum barna um víða veröld. Segir myndin frá íjöl- skyldu með leyndarmál og garði á tjölskyldusetrinu sem geymir ýmis leyndarmál. Börn eru í flestum aðalhlut- verkum en eitt stærsta hlutverk fullorðinna, ráðskonuna frú Medlock, leikur hin virta breska leikkona, Maggie Smith. Hún hef- Bíóíkvöld ur tvívegis hlotið óskarsverð- launin, fyrir The Prime of Miss Jean Brodie og California Suite, en hefur einnig fengið æðstu við- urkenningu fyrir framlag sitt til leikhúsmenningar og var öðluð 1990. Skemmst er að minnast þess að hún fékk Tony-verðlaunin fyr- ir leik sinn í leikritinu Lettice and Lovage á Broadway. Síöustu kvikmyndahlutverk hennar voru í hinum vinsælu kvikmyndum Hook og Sister Act. Nýjar myndir Háskólabíó: Beint á ská 3314 Laugarásbíó: Síðasti útlaginn Saga-bíó: Ace Ventura: Pet Detective Bíóhöllin: Leynigarðurinn Stjörnubíó: Tess í pössun Bióborgin: Af lífi og sál Regnboginn: Sugar Hill Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 135. 08. júní 1994 kl. 9.15 Gullfoss og gljúfrið Margir leggja leið sína að Gullfossi en láta sér nægja að ganga niður að fossinum og upp á brúnina en varla er það nægjanlegt ef menn vilja kynnast umhverfinu. Helst þarf að Gönguleiðir ganga aðeins upp með ánni á vestur- brúninni og svo niður með gljúfrinu niður undir Brattholt. í leiðinni er hvammurinn Pjaxi sem fært er í en er þó ekki fyrir alla að komast þar niður og upp aftur. Vegalengdir eru ekki miklar en gott er að eyða þama 3-4 tímum í að skoða vel þær nátt- úrugersemar sem þarna eru. Gaman er aö koma að Gullfossi að austanverðu. Þaðan sést efri fossinn betur og eins niður eftir gljúfrinu fyrir neðan fossinn. Vegalengdin frá veginum innan við Tungufellsdal er um hálfur annar kílómetri. Litii hárprúði drengurinn á myndinni fæddist 25. maí á fæðing- ardeild Landspítalans kl. 18.55. Hann var 4135 grömm við fæðingu og var 53 'A sentímetra langur. For- eldrar hans eru Vilborg Einars- dóttir og Pétur Pétursson og er þetta fyrsta barn þeírra. Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,130 71,350 70,800 Pund 107,390 107,720 106,870 Kan. dollar 51,760 51,970 51,130 Dönskkr. 10,9100 10,9540 10,9890 Norsk kr. 9,8560 9,8960 9,9370 Sænsk kr. 8,9620 8,9980 9,1510 Fi. mark 12,8920 12,9430 13,0730 Fra. franki 12,5270 12,5770 12,5980 Belg. franki 2,0755 2,0839 2,0915 Sviss. franki 50,3500 50,6500 50,4900 Holl. gyllini 38,1200 38,2700 38,3839 Þýskt mark 42,7500 42,8800 43,0400 ít. líra 0,04396 0,04418 0,04455 Aust. sch. 6,0690 6,0990 6,1230 Port. escudo 0,4084 0,4104 0,4141 Spá. peseti 0,5210 0,5236 0,5231 Jap. yen 0,68220 0,68420 0,67810 irsktpund 104,820 105,350 104,820 SDR 100,39000 100,90000 100,32000 ECU 82,4200 82,7500 82,9400 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan y 4 fl í ? y 4 ii I TT n 15 >1 r lo Lárétt: 1 draga, 5 brún, 8 fjölda, 9 grjót, 11 blundi, 12 léleg, 14 ljótt, 17 dreitill, 19 uggur, 20 báturinn. Lóðrétt: 1 lungnabólga, 2 leyfi, 3 letingi 4 beitu, 5 þegar, 6 hafgolu, 7 hró, ió fæddi, 13 kæpa, 15 hljóðaði, 16 málmur, 18 snemma. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 ganhald, 8 æður, 9 fáa, 10 Týr 12 ólgu, 13 illskan, 15 risu, 17 em, 19 fræð-’ ir, 21 ætlum, 22 út. Lóðrétt: 1 gætir, 2 aö, 3 nurl, 4 hrósuðu, 5 afl, 6 lágar, 7 daun.J.1 ýlir, 14 keim, 16 sæl, 18 not, 19 fæ, 20 rú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.