Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 33 9 Nýkominn úr hörðum átökum við Norðmenn á Svalbarðasvæðinu: Hafna því að ég sé þjóðhetja - segir Bjöm Jónasson, skipstjóri á Drangey Það skríður togari inn Skagafjörð- inn, ekki í fyrsta eða síðasta sinn og skipið svo sem ekkert öðruvísi en venjulega. Það sem hins vegar er frá- brugðið er að á bryggjunni þessa júnínótt er fjöldi fólks, allt frá smá- bömum og upp í gamalmenni. Börn- in eru spennt því pabbi er að koma heim úr þessu stríði sem hefur verið á allra vömm - og meira að segja heill á húfi. Stærðarhlutföll músar og kattar íslendingar í stríði! Það hljómar ekki sérlega sannfærandi. Hver er að berjast við hvern? Jú, Drangey SK er komin heim norðan úr hafl af Svalbarðasvæðinu þar sem Norð- menn hafa tekið sér lögsögu á vafa- sömum forsendum. Skipverjar hafa átt í alvarlegum útistöðum við norsk herskip sem hafa reynt að keyra nið- ur þessi íslensku fiskiskip í bardaga þar sem stærðarhlutfoll músarinnar og kattarins eru ráðandi. Klippt er á togvíra íslensku skipanna og allt gert til að halda þeim frá veiðum, alþjóö- legar siglingareglur þverbrotnar og lífi sjómanna beggja þjóða stefnt í voða. Hafna því að vera þjóðhetja Skipverjum á Drangey er fagnað sem þjóöhetjum við heimkomuna, blóm og ámaðaróskir streyma til þeirra og ákveðið er að halda hátíð daginn eftir þar sem Sauðkrækingar heiðra þá og félaga þeirra á Hegra- nesi sem eru að koma af sömu háska- slóðum. Útgerðin færir þeim, auk blómakörfu, ljósrit af útsíðum DV dagana sem hörðustu átökin fóm fram. Bjöm skipstjóri Jónasson tek- ur öllu umstanginu með stóískri ró og þegar hann er spurður hvort hann sé þjóðhetja hlær hann. „Ég hafna þvi að ég sé einhver þjóð- hetja. Ég get kannski fallist á að það sé pínulítil þjóðhetja í okkur öllum sem stóðum í þessu stríði á Sval- barðasvæðinu, sérstaklega þó ef við náum einhveijum árangri með þessu í formi aukins veiðiréttar. Bjöm er kominn af skagfirskum bændum í báðar ættir, uppalinn á Felli í Sléttuhlíð. Móðir hans hét Anna Bjömsdóttir en hún er látin, faðir hans er Jónas Þór Pálsson, málarameistari á Sauðárkróki. Bjöm er kvæntur Hólmfríði Þórðardóttur en hún er líka Skagfirðingur að upp- rana, þau eiga 3 börn. Sú spuming vaknar hvers vegna Bjöm, sveita- drengur úr Skagafirði, tekur sér fyr- ir hendur að nema ný mið fyrir ís- lendinga í stað þess að feta slóð for- feörcmna. Sjómennskan orðin frekarleiðinleg „Ég held ég hafi alltaf ætlað mér að fara á sjó og aldrei neitt annað komiö til greina. Það sem fyrst og fremst réð þessari ákvörðun er trú- lega það að Fell er sjávaijörð og þeg- ar ég er að alast upp er mikið gert út þama á grásleppu og kolanet og fleira. Það var farið út í Máimey til Björn ásamt eiginkonu sinni og fyrrverandi kokki á Drangey við heimkom- una af Svalbarðasvæðinu DV-mynd GVA Björn og Gísli Svan Einarsson útgerðarstjóri skoða myndband frá átökunum við Norðmennina i borðsal Drangeyjar. Myndböndin sýndu berlega hver hætta stafaði af framferði Norðmanna. DV-mynd GVA eggjatöku. Róið á handfæri og ég held aö áhuginn hafi kviknað þar. Ég byijaði til sjós á togara og þegar ég fór að leysa af sem stýrimaður voru veiöar frjálsar. Kvótakerfið var ekki til og þaö var gaman aö standa í þessu. Núna er þetta orðið frekar leiðigjarnt." Það kann að þykja undarlegt að sveitapiltur úr Skagafirði leggi fyrir sig sjómennsku en málin gerast enn undarlegri þegar í ljós kemur að öll fjölskyldan hefur stundað sjó- mennsku aö einhverju marki. Eigin- konan meira að segja kokkur tvö sumur. Hvernig var samkomulagið hjá kokknum og skipstjóranum? Rak kokkinn niður úrbrúnni „Okkur kom nú ágætlega saman utan einu sinni. Þær fóru þá saman, hún og vinkona hennar, kona stýri- mannsins. Þær skiptu með sér kokk- aríinu og við vorum á karfa og það var alveg helvíti mikið fiskirí, mok- veiði. Þetta var á Hegranesinu. Svo er þaö einu sinni að ég er að hífa, brúin er mjög þröng og þær em báð- ar mættar upp og búnar að troða sér í gluggann aftur á svo ég sá ekkert út. Það fauk eitthvað í mig og ég rak þær niður. Þetta er fyrir hádegi og þær stmnsa niður með þessum ógur- lega svip. Seinna þegar ég kem niöur í mat þá fer ég fram í eldhús og ætla að tala eitthvað við þær. Þá er mér sagt að gjöra svo vel aö hypja mig út úr eldhúsinu, þetta sé þeirra yfir- ráðasvæði og þama hafi ég ekkert að gera,“ segir Björn og honum er greinilega skemmt. „Menn hafa verið að ympra á því að ég messaði á sunnudögum ef við héldum áfram að stunda þessa slóð. Drangey nötrar undan átökunum þegar vél hennar vinnur á fullu aftur á bak. Varðskipið Senja sést hér skriða fyrir framan stefni Drangeyjar eftir að Birni skipstjóra tókst að bakka úr árekstrarstefnu herskipsins. DV-mynd Gunnar Magnússon Við staðsetningartölvuna í brú Drangeyjar. Það er eins gott að hafa góð tæki þegar sótt er á fjarlægar slóðir svo sem i Smuguna og á Svalbarða- svæðið. DV-mynd GVA Ég hugsa að ég fái myndband með séra Hjálmari að messa og gefi út til- skipun um að spólan verði sett í tæk- ið á sunnudagsmorgnum klukkan 11 og ekki tekin úr fyrr en messan er búin. Fyrst þeir fóru fram á þetta þá hugsa ég að ég láti verða af þessu,“ segir Bjöm og brosir. Kokkurinn fráfarandi og eiginkon- an nær niðurlagi frásagnarinnar og staðfestir söguna um yfirráðasvæðið og bætir við: „Ég kunni alltaf vel við mig á sjón- um og ég væri eflaust með þeim ef ekki væri farið á Svalbaröasvæðið eða í Smuguna. Ég naut þess auðvit- að að vera í góðum tengslum við skipstjórann og það kom stundum til þess að strákarnir komu til mín, kokksins, og báðu mig að freista þess að fá karlinn til að vera á tíma sem hentaði þeim betur með tilliti til dansleikja eða annarra uppákoma í landi. Mér tókst stundum ágætlega að leysa þeirra mál,“ segir kokkur- inn og eiginkonan. Reynt að klippa klippumar frá Norsumm Bömin á heimilinu, sem reyndar eru komin á legg, stunda líka sjóinn. Sá yngsti, 15 ára, er búinn að fara nokkra túra með karlinum. Hann er um borð þegar varðskipið Senja ger- ir tilraun til að keyra Drangey niður. Hann viðurkennir að sér hafi verið bmgðið þegar þetta stóra skip stefndi á fullri ferð á Drangeyna. Hann heyr- ir karlinn skipa þeim að halda sér og togarinn nötrar undan átökunum þegar vélinni er gefið fullt afl aftur á bak og menn biðu þess að þetta stóra skip risti þá í sundur. Menn varpa öndinni léttar þegar Drangey sígur aftur á bak og naumlega er komist hjá slysi. Kannski flaug sú tilhugsun um huga hans að rétt væri að hætta þessu rugli og fá sér al- mennilega vinnu í landi. Menn dást að því æðruleysi sem „karlinn" sýnir af sér á meðan á þessu stendur. Það rifiast upp fyrir þeim að fáum dögum áður, þegar Norðmenn voru sem grimmastir með klippumar, reiddist karlinn og reyndi að klippa á klippumar hjá hinum norska fiandmanni. „Það fauk aðeins í mann. Ég setti út slæðuna sem ég nota til að ná upp veiðarfærum sem slitna frá. Ég elti hann og ef ég hefði náð honum þá hefði ég klippt frá honum. Þegar ég loksins komst að honum þá var hann búinn að ná klippunum inn.“ Eflaust hefur Norðmaðurinn undr- ast það í ljósi stærðarmunar hvað þessi togari frá íslandi væri að meina með svona aðforum. Strákamir um borð hjá Birni vom ekkert undrandi á þessu, þeir þekktu réttlætiskennd- ina hjá sínum manni og vissu að honum var einfaldlega misboðið. Hvaða áhugamál hefur skipstjórinn þegar hann er í fríi frá togaranum? Áhugamálið að róa á trillu „Mitt aðaláhugamál var að róa á trillu þegar ég var í fríi. Ég átti trillu sem ég reri á þegar ég var í fríi frá togaranum. Ég seldi hana. Ef ég vildi aftur koma mér upp einhverju tóm- stundagamni mundi ég fá mér aðra trillu. Eg myndi þó ekki vilja leggja það fyrir mig sem aðalatvinnu. Ástæðan fyrir því er einfaldlega, eins og ég hef alltaf sagt, að það þarf al- veg sérstakar manngerðir til að lifa af þess háttar útgerð. Ef menn ætla að stunda trilluútgerð verða þeir að vera á kafi í þessum rekstri og helst að geta gert allt sjálfur. Ég vil bara hafa þetta fyrir sport.“ í harðorðu skeyti sem íslensku tog- aramir við Svalbarða sendu frá sér var föstum skotum beint að sjávarút- vegsráðherra og ríkisstjórn vegna aðgerðaleysis í Svalbarðamálinu og fleiri skyldum málum, svo sem Smuguveiðum, veiöum á úthafskarfa og síld, svo að eitthvað sé nefnt. Hvað mundi skipsfiórinn vilja gera í þess- um málum? Við eigum aö semja við Rússa „Það var kominn vígahugur í menn þegar skeytið var sent. Eftir á að hyggja þá á það eftir að koma í ljós hvernig þær ákvarðanir, sem ríkisstjórnin tók, eiga eftir að skila sér. Mín skoðun er sú að verði samið um Svalbarðasvæðið þá verði ein- hveiju fórnað. Ég held að það verði hentifánaskipin. Ef það verður samið þá verður það með þeim skilyrðum að þessi skip, sem sigla undir hentif- ána, fái ekld landanir á íslandi eins og er í. Færeyjum. Við eigum að semja við Rússa um kvóta. Skipta við þá á veiðiheimildum. Leyfa þeim að veiða síld hérna. Þeir munu fús- lega þiggja það og geta ömgglega nýtt síldina. Ég veit ekki betur en að við séum alltaf í vandræðum með að selja þessa síld sem við veiðum. Það virðist vera tap á þessum veiðiskap." Óeðlilegt að hafa smábáta á kvóta Hvað varðar það sfiómkerfi sem við notum til að halda niðri afla á íslandsmiðum, umdeilt kvótakerfi, styður Bjöm kerfið eða aðhyllist hann fijálsar veiðar? „Ég sé ekki hvað á að geta komið í stað kvótakerfisins og vil þess vegna viðhalda því. Aftur á móti að- hyllist ég ftjálsar krókaveiðar. Mér finnst óeðlilegt aö smábátar séu sett- ir á kvóta.“ Hjá flestum sjómönnum koma tímabil þegar þeir vilja ekkert frekar en að komast í vinnu í landi, njóta daglegra samvista við fiölskyldur sínur og lifa reglubundnu lífi. Er Bjöm á leið í land? „Ég ætla ekki að hætta til sjós. Ég get ekki séð að það sé í neitt að fara. Ég sakna þess auðvitað að hafa ekki Bjöm skipstjóri í brúarglugganum á skipi sínu, Drangey SK 1, nýkominn úr kröppum dansi á Svalbarðasvæðinu þar sem varðskipið Senja reyndi að keyra skip hans niður. DV-mynd GVA lifað eðlilegu fiölskyldulífi og getað fylgst með bömunum vaxa úr grasi. Ég ráðlegg alls ekki mínum bömum að leggja fyrir sig sjómennsku og ég er alls ekki viss um að þau leggi hana fyrir sig.“ Slælega staðið að þyrlukaupum Bjöm segist hafa áhuga á örygg- ismálum sjómanna og honum er tals- vert niðri fyrir. „Slysavamaskóli sjómanna er mjög þarfur og hann þyrfti að efla. Þyrlukaupamálin em sem betur fer í góðum farvegi núna en ég held að öllum finnist hafa verið staðið slæ- lega að þeim málum, þetta hefur ver- ið óheyrileg bið. Ég veit ekki hvað mörg fiskiskip við íslendingar eigum sem em með 12 manna áhöfn eða meira. Við höfum ekki getað sjálfir annast björgun í þeim tilvikum þegar þessi skip hafa lent í sjóslysum held- ur höfum við þurft að treysta á Kan- ann. Það finnst mér öldungis ófært. Það þarf að efla Landhelgisgæsluna, ekki síst með tilliti til eftirlitsþáttar- ins í úthafinu," sagði Bjöm. Þurfum fleiri togara á Svalbarðasvæðið Það er ömggt að íslendingar munu halda áfram veiðum á Sval- barðasvæðinu, með eða án samn- inga. Eflaust verða róstur með frændþjóðum á þessu svæði áfram. íslensku skipsfióramir eru ákveðnir í að halda áfram veiðum á svæðinu meðfram Smuguveiðum. Hvort auk- in harka færist í eftirlit Norðmanna verður tíminn að leiða í ljós. Eitt er á hreinu; Bjöm á Drangey mun sefia kúrsinn á þetta svæði aftur. „Ég mun ömgglega fara aftur á þetta svæði, þama er ftillt af fiski. Við þurfum fleiri togara með okkur til að gera Norðmönnum erfiðara fyrir,“ sagði Bjöm Jónasson, skip- sfióri á Drangey SK 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.