Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1994, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 25. JÚNl 1994
Vísnaþáttur__________
Byggt á Sandi
Eins er þaö meö skáldskap sem
aðra sjúkdóma að hann leggst mis-
þungt á ættir. Gott dæmi um þaö
eru þeir bræðumir Sigurjón, HaU-
dór, Erlingur og Guðmundur Frið-
jónssynir. Allir voru þeir með
ágætum skáldmæltir. Faðir þess-
ara bræðra var Friðjón Jónsson og
eru þeir jafnan kenndir við Sand í
Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu,
Einhverju sinni er Friðjón bjó á
Sílalæk var þar gestkomandi mað-
ur er nefndur var Halti-Páll, hálf-
gert svakamenni en þá farinn að
eldast. Þar var þá einnig ungling-
ur, Sigtryggur Pétursson. Mun Sig-
tryggur hafa verið að stríða Páli
og hafði PáU í hótunum við hann.
Kvað þá Friðjón:
Tryggvi er í töktum háll,
tanna hvessir snákinn.
Ærumaður ertu Páll,
ef þú kyrkir strákinn.
Einhverju sinni er Guðmundur
var gestkomandi á Seyðisfirði hitti
hann Þorstein skáld Erlingsson.
Ortu þeir þá tvær vísur út af kveð-
skap Matthíasar og gegndi orðið
„regin“ þar lykilhlutverki og
eflaust vísun tU hins upphafna stUs
þjóðskáldsins.
Út um heiminn meir og meir
mannkyns færðust breiður.
AUtaf giftust þær og þeir.
Þá varð drottinn reiður.
Svo hans verði vUji á
vondum sökuhrókum,
frá sér hái himinn þá
hneppti reginbrókum.
Ekki treystir heimildarmaður-
inn, ErUngur Friðjónsson, sér að
ábyrgjast hvers er hvað í vísum
þessum.
Einhverju sinni barst á Sandsbæi
helmingur vísu eftir Indriöa á FjalU
og var hann á þennan veg:
Ég á fúa flæði sker
flyt á hjúadaginn.
Kom þá að systurinni Sigríði
Friðjónsdóttur að pijóna viö fyrri-
part.
Skuldalúinn værðum ver,
veðsett bú og haginn.
Ég á fúaflæðisker
flyt á hjúadaginn.
Eftir að Sigríður fór frá SUalæk
átti hún nokkur ár heima á Akur-
eyri. Þegar skömmtunarfyrir-
komulagið var í blóma kastaði Erl-
ingur fram þessari stöku:
Komin er þjóð í krappa nauð,
kelur gróðahrókinn.
Nú er orðið náðarbrauð
náttkjóUinn og brókin.
Flutti Erlingur henni síðari hluta
vísunnar og eftir nokkra umhugs-
un kom hún meö þennan fyrripart:
Loks þegar þjóöin eignast auð
er það gáta flókin.
Um tvær ungar stúlkur, er Sigríði
þótti nokkuð útsláttarsamar vera,
kvað hún þetta.
Þær dufla við skútudónana
og dansa við norskar hræður.
Og aUa rúturónana
rækja þær eins og bræður.
Einhveiju sinni er gengið var á
Kinnaríjöll vUdi Halldór fara með
gangnamönnum. Var sveinn þá á
áttunda ári og ekki treyst tU þess
að halda í við þá fullorðnu. Varð
þá þessi vísa tU:
Frelsis þrá ég fjötra á
fast við lága völhnn.
Aðeins má ég augum sjá
yfir á háu fjöllin.
Þegar Halldór var 17 ára birtust
nokkrar vísur eftir hann í sveita-
blaði á Aðaldal og þar á meðal þess-
ar:
Nóttin grá er flúin frá.
Frónið gljáir nýta.
Lofti bláu austur á
árdagsbrá má líta.
Þokuvoðum velli frá
vindaboðar hrinda.
Morgunroðans rósir á
Ránarboðum synda.
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
I Nýjum kvöldvökum birtust vís-
ur eftir þá HaUdór og ErUng. Vísa
HaUdórs var á þennan veg:
Ársól gljár við unnarsvið,
ofið báruskrúða.
Ræðir smára ijóðan viö
rósin táraprúða.
En vísa Erlings:
Nóttin heldur heim leið þar
himins feldur blánar.
Logar eldur ársólar
yst í veldi Ránar.
Systirin Þórunn brá oft fyrir sig
gamansemi í kveðskap sínum. Eitt
sinn kvaö hún um tvo pilta er sam-
tímis voru á Sandi, þá báðir um
tvítugt. Sá er fyrr er nefndur hélt
að hann væri mikið kvennagull:
Kuldinn Birni er mjög tfl meins,
en maðurinn er fríður.
Jói, hann er ekki eins.
Eins og hver hann sýður.
Lýk ég hér þætti þessum um
Sandssystkin. Þáttarhöfundur
tæki feginshendi fróðleik vísna-
kyns og ábendingum vísra manna.
Heimildir: Fyrir aldamót, Rvk 1959.
Nýjar kvöldvökur.
^MdJO
þusund hvep.
Sex matarkörfup
á mánuði að verð-
63 27 00
Matgæðingur vikunnar_______dv
TVeir góðir fisk-
réttir með þorski
„Það er eðlilegt og sjálfsagt aö ég bjóöi lesendum upp
á fisk, bæði þar sem ég starfa við fiskvinnslu eins og
matgæðingur síðustu viku, Hólmgeir Einarsson, og
ekki síöur vegna þess að fiskur er einfaldlega mjög
gott hráefni í góðan mat,“ segir Ævar I. Agnarsson,
framleiðslustjóri Meitilsins í Þorlákshöfn og matgæð-
ingur vikunnar, en hann ætlar aö bjóða upp á tvo
góða fiskrétti.
„íslendingar eru mjög fastheldnir á sína soðnu ýsu
en það er mikið að breytast í seinni tíð, fólk er að
uppgötva að fiskur þarf ekki að vera einhver mánu-
dagsmatur. Einnig virðist fólk vera farið að prófa fleiri
fisktegundir enda af nógu að taka,“ segir Ævar. „I
þeim réttum sem ég býð upp á er reiknað meö að notað-
ur sé þorskur en það er að sjálfsögðu ekki nauðsyn-
legt. Að núnum dómi er þorskur yfirleitt betri í rétti
þar sem holdið er þéttara og fmnst mér þorskurinn
oft vera safaríkari en t.d. ýsan. Höfuðatriði við eldun
á fiski, hvaða nafni sem hann nefnist, er eldunartími
því fiskur er ekki góður ef hann er ofeldaður frekar
en annar matur. ^
Fyrri fiskrétturinn heitir því frumlega nafni: Það
sem fannst í fljótheitum og er fyrir fjóra. Það sem þarf
í hann er eftirfarandi:
Ostur
1 stk. laukur
1 stk. paprika
5 stk. gulrætur
10 stk. sveppir
'/, 1 ijómi
700 g þorskflök
Gulræturnar eru rifnar og laukurinn, paprikan og
sveppimir skorið í hæfilega bita og steikt á pönnu í
matarolíu. Þegar steikingu er lokið er grænmetið tek-
ið af pönnunni og hún þrifin. Þá er fiskurinn settur á
pönnuna og örlitið af olíu, lokið er síðan sett á þannig
að fiskurinn sjóði í eigin vökva í ca þrjár mínútur. Þá
er grænmetinu ásamt ijómanum hellt yfir og osti stráð
yfir eftir smekk. Loks er lokið sett á pönnuna og allt
látið krauma í ca tvær mínútur. Gott er að hafa hvít-
lauksbrauð og hrísgrjón með réttinum.
Fiskréttur með karríi og eplum
- fyrir fjóra
Ævar 1. Agnarsson, matgæðingur vikunnar.
2-3 stk. epli
1 tsk. karrí
1 tsk. salt
30 g smjör
Mozarella ostur
rjómi eftir smekk
700 g þorskflök
Eldfast mót er smurt og eplunum sem hafa verið
skorin í litla bita raðað í botninn. Karríinu stráð yfir
og glóðað í 4-5 mínútur ca 15 cm frá glóð. Þá er flskur-
inn, sem hefur verið hreinsaður og skorinn í bita, sett-
ur yflr eplin, salti stráð yfir og smjörklípur settar ofan
á. Fiskurinn er síðan glóðaður í 5-10 mínútur en þá
er rjómanum hellt yfir og loks er osturinn settur á.
Rétturinn er glóðaður áfram í 1-5 mínútur. Með þess-
um rétti er gott að hafa hrísgijón, gróft salat og snittu-
brauð.
Ævar ætlar að skora á Elínu Þorsteinsdóttur, mark-
aðs- og kynningarfulltrúa íslenskra sjávarafurða hf„
að vera næsti matgæðingur.
Hinhliðin_______________________
Launin eru léleg
- segir Óskar Finnsson veitingamaóur
Óskar Finnsson er veitingamað-
ur á steikhúsinu Argentínu en
einnig grúlmeistari á Stöð 2. Gerðir
hafa verið þrettán grillþættir sem
sýndir verða í sumar. Með Óskari
í þáttunum er Ingvar Sigurðsson,
yfirkokkur á Argentínu. Þeir voru
einmitt með slíka þætti fyrir tveim-
ur árum sem voru vel lukkaðir.
Óskar er Seyöfirðingur en flutti í
bæinn tú aö nema matreiðslu en
hann hafði staðið í eldhúsinu hjá
móður sinni frá fjórtán ára aldri
vegna mikils áhuga á öllu sem við-
kemur mat. Þaö er Óskar sem sýn-
ir hina hliðina að þessu sinni:
Fullt nafn: Óskar Finnsson.
Fæðingardagur og ár: 12.4. '67.
Maki: María Hjaltadóttir.
Börn: Guðfinnur Þórir, 11 ára, og
Klara, 3ja ára.
Bifreið: Volvo, árgerð 1988.
Starf: Veitingamaður.
Laun: Léleg.
Áhugamál: íþróttir og matur.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég hef mest fengið
þijár tölur en það urðu engin um-
skipti í mínu lífi við það.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Mér finnst skemmtilegast að
borða góðan mat í góðra vina hópi.
Hvað flnnst þér leiðinlegast að
gera? Að fara tú tannlæknis.
Uppáhaldsmatur: Feitt nautakjöt.
Uppáhaldsdrykkur: Ég drekk mik-
ið kók.
Óskar Finnsson veitingamaður.
DV-mynd GVA
Hvaða iþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Eiður Smári
Guðjohnsen er mjög efnilegur og
það á eitthvað mikið eftir að verða
úr honum.
Uppáhaldstímarit: Cigar, sem er
amerískt vindlatímarit.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkonuna?
Mamma.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Castro.
Uppáhaldsleikari: Robert De Niro
er aútaf skemmtúegur.
Uppáhaldsleikkonar: Julia Ro-
berts.
Uppáhaldssöngvari: Bruce
Springsteen.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav-
íð Öddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Tommi og Jenni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir,
fréttir og fréttatengdir þættir.
Uppáhaldsveitingahús: Fyrir utan
Argentínu er þaö gamú góði Lauga-
ás við Laugarásveg.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Fyrir
hönd Keflvíkinga er ég hlynntur
þar sem varnarúðið skiptir máú í
atvinnumálum þeirra.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Axel
Ólafsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það er
Eiríkur Jónsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Sjaúinn
á Ákureyri.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Þróttur.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Ég stefni að mörgu,
t.d. að láta mér og fjölskyldu minni
líða vel.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Veiða og ferðast um Norður-
og Austurland og borða mikið af
góðum mat.