Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 1994 ■ 1 StAWDf***'' '■ , Wnkí »“ iLAHOs lAHDf JAWICÍ f tNK* MiKf DV sætiáShell-mót- inu Þoreteinn Gunnarsson, DV, Eyjum: Hér á eftir birtast úrslit leikja um sætin á Shell-mótmu, utan- húss. Keppni A-Iiða I, -2. FH-ÍR................4-2 (Eftir vitaspjTnukeppni). 3.-4. KR-Grótta..............3-0 5.-6. Leiknir-Keflavík.......0-3 7.-8. Selfoss-Breiöablik.....1-1 9.-10. Fram-HK...............3-1 II. -12. KA-Þór, A..........4-1 13.-14. Fylkir-Víkingur......2-0 15.-16. Týr, V.-Haukar.......3-1 17.-18. Akranes-Afturelding ...2-2 19.-20. Þór, V.-Valur........0-1 21.-24. Þróttur-Stjarnan.....2-1 Grindavík-Fjölnir...3-0 Keppni B-liða I. -2. KR-Fylkir............0-3 3.-4. FH-ÍR..................5-2 5.-6. Fjöluir Keflavík . .0-0 7.-8. Leiknir Víkingur.......1-2 9.-10. Haukar Breiöablik.....1-2 II. -12. Grindavík-Týr, V....0-3 13.-14. Fram-Grótta..........0-0 15.-16. KA-Valur.............3-2 17.-18. Þór, A.-Selfass......0-1 19.-20. HK-Þór,V.............2-4 21.-24. Þróttur-Afturelding..0-3 Akranes-Stjarnan....3-5 Keppni C-liða I. -2. Fylkir-FH............3-4 3.-4. Valur-Þróttur..........3-2 5.-6. Víkingur-Breiðablik....0-1 7.-8. KR-Leiknir.............0-2 9.-10. Þór,A.-KA.............1-1 II. -12. ÍR-Selfoss..........1-1 13.-14. Afturelding-Keflavík.1-0 15.-16. HK-Fram..............0-3 17.-18. Fjölnir-Þór.V........3-0 19.-22. Týr, V.-Grindavík....0-3 Akranes-Haukar......1-2 Markakóngar A-liða: Enric Márdu Teitsson, Gróttu, Finnur Ólafsson, HK, og Helgi Ólafsson, Leikni, allir með 9 mörk hver. B-liða: Andri þór íngvarsson, Leikni, 10 mörk. C-liða: Jón Emil Guðmundsson, Val, 17 mörk. Bestu letkmennirnir Leikmaður mótsins: Gunnar H. Kristinsson, ÍR. Besti varnarmaðurinn: Atli Guðnason, FH. Besti markmaðurhm: Hannes Halldórsson, Leikni. Prúðustu liðin: Þróttur, R., Þór, Akureyri. Viðurkenningu fyrir háttvísi: A-lið Gróttu, B-lið HK og C-lið KA. Skothittni eldri 1. Oddur H. Guðmundsson...KR 2. KristínÝrBjarnadóttir,..Leikni 3. Daníel Pálmason....Grindavúk Yngri: 1. Þórður Daníel Þórðarson Fram 2. Þorsteinn Valdimarsson..Fjölni 3. Gunnar Þ. Gunnarsson.Víkingi Knattrak, eldri 1. Víðir Róbertsson.....Týr, V. 2. Sölvi Davíðsson......KR 3. Ingvi R. GuðmundssonKeflavík Yngri: 1. Vilhjálmur A. Þórarinsson „KR 2. Haukur Óttar Hilmisson Val 3. Árni Sigfús Birgisson....Selfossi Skalla á milli, eldri 1. Daöi Kristjánsson og Vilberg Brynjarsson, Þór, Alvureyri. 2. Atli Guönason og Vignir Öttar Sigfússon, FH. 3. Guðmundur Helgi Guðmunds- son og Andri Páll Sæmundsson, Flölni. Yngri: . 1. Magnús Lárusson og Daníel Jónsson, Aftureldingu. 2. Halldór Arinbjarnar ogMaríus Þór Haraidsson, Fram. Vítahíttni, eldri l.Svanur Jónsson..............Tý 2. Svanur Þór Halldórsson „Fjölni 3. Helgi Ólafsson........Leikni Yngri: 1. Atli Jóhannsson...........FH 2. Ármann VilbergssonGrindavík 3. Gunnar Þ. Gunnarsson.Víkingi Iþróttir unglinga SHELL-punktar: Tveir boltar í sama leiknum Þoisteinn Gimnarsson, DV, Eyjunu í leik HK og Þróttar gerðist skondinn atburöur. Þannig er að á vellinum við hhðina voru Grindavík og Þór, Akureyri að leika. Einn Þórsarinn spyrnti boitann út af oginn á völlinn þar sem HK og Þróttur voru að spila. Það voru því allt í einu komnir tveir boltar í umferð án þess að strákamir áttuöu sig á því. Þrótt- ur gerði mark upp úr þessu en það var dæmt af vegna þess aö þeir gerðu það með aukaboltan- um, Hættur! Þrátt fyrir aö stærsti sigurinn í Shell-mótinu sé að fá að vera með, getur verið rosalega sárt að tapa leikjum, sérstaklega ef það er stórt. 1 leik C-liða Grindavikur og FH höiöu Gaflaramir mikla yfirburði í leiknum og unnu 8-0, en aldrei fæst skráð meira en 3-0 slgur á Shell-mótinu. í miðjum leiknum þegar staðan var 4-0 fyr- ir FH og mörkin komu hvert á fætur ööru var markverði Grindavíkuriiðsins nóg boðið. Hann brast í grát þegar þegar hann fékk enn eitt markið á sig, henti hönskunum frá sér og sagð- ist vera hættur aö æfa fótbolta! Til að bæta gráu ofan á svart hölðu foreldrar hans, sem komu til Eyja til að fylgjast með mót- inu, misskilið hvenær leikurinn átti að byrja og voru því víðsfj* arri. Gekk því erfiðlega að hugga drenginn en það haíðist að lok- um. Hann fór aftur í markið í næsta leik og stóð sig með prýði og verður á engan hátt sakaður um mörkin gegn FH. Fékk botnlangakast Óhöpp, slys, eða veikindi gera aldrei boö ó undan sér og alitaf ielðinlegt ef slíkt hendir. Sem bet- ur fer hafa slík tilfelli veriö sjald- gæf á Shell-mótinu í gegnum tíð- ina. En á þessu Shell-móti varð einn leikmaöur Þróttar, Helgi Ge- orge Helgason, aö leggjast undir hnífmn á Sjúkrahúsinu í Eyjum skömmu ettir að hann kom til Eyja. Helgi fékk botnlangakast og var fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann korast undir læknishendur á miðvikudagskvöldið. Hann var ótrúlega fljótur að jafna sig og var útskrifaður á laugardagsmorgun. „Mér var illt í raaganum þegar ég kom til Vestmannaeyja en þetta er fyrsta Shell-mótið mitt og ég var búínn að hlakka rosalega til,“ sagði Helgi. Hann var búinn að safna fyrir feröinni til Eyja með því að selja penna, klósettpappír og allt mögulegt. Helgí átti fyrir feröinnl og vasapening aö auki. Þegar Helgi lá á sjúkrahúsinu færðu Týrarar honum holta og 10 pakka af HM fótboltamyndum að gjöf. Alls voru þetta um 100 mynd- ir og var Helgi himinlifandi yfir þessari gjöf. Hann sagðist eiga núna 121 fótþoltamynd og þar af nokkrar þríviddarmyndir. En var Helgi ekki svekktur aö missa af leikjunum með Þrótti? „Nei, ekki svo rosalega. En ég kem alveg örugglega á næsta Shell-mót, það máttu bóka,“ sagði FH sigraði ÍR í úrslitaleik í keppni A-liða og urðu því Shell-meistarar Týs 1994. DV-myndir Omar Garðarsson Shell-mót Týs í knattspymu 6. flokks: Vítaspyrnukeppni þurfti í tvo úrslitakleikina - FH sigraöi í A- og C-liöi en Fylkir í B-Iiði Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum: FH og ÍR léku til úrslita í A-liði og vann FH 4-2. FH vann KR í undanúr- slitunum en ÍR Gróttu. Leikur lið- anna var mjög jafn og spennandi. Hann einkenndist af mikilli baráttu um miðjuna. Það var strax ljóst að leikmenn beggja liða gáfu sig alla í þennan mikilvægasta leik á sínum ferli til þessa. FH-ingar voru meira með boltann en það voru þó ÍR-ingar sem sköpuðu sér hættulegri tæki- færi. ÍR-strákarnir áttu skot í stöng og fengu eitt dauðafæri í fyrri hálf- leik. í seinni hálfleik fengu FH-ingar nokkur ágætis færi en markvörður ÍR, Ólafur Þ. Þórðarson, var í mikl- um ham. Á síðustu sekúndu leiksins fengu ÍR-ingar möguleika til að kom- ast yfir, þegar sóknarmaður komst einn inn fyrir en markvörður FH varði með tilþrifum. Þar sem ekkert mark hafði verið skorað eftir venjulegan leiktíma þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. FH-ingar reyndust sterkari og skor- uðu úr 4 spyrnum en ÍR úr 2. Mikill fögnuður braust út hjá FH-strákun- um þegar sigurinn var í höfn. Hjá ÍR var Ólafur í markinu mjög traustur og Gunnar Kristinsson var sterkur á miðjunni. Hjá FH var Ath Guðnason bestur og Davíð Þór Viðarsson (Hall- dórssonar) sýndi góða takta. Yfirburðir Fylkis I B-liði Fylkir hafði mikla yfirburði í keppni B-liða og léku til úrslita við KR. í undanúrslitunum unnu þeir ÍR 1-0 og KR sigraði FH, 3-2. Fylkisstrák- arnir byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fljótlega, en það var með sjálfsmarki KR-inga. Guðjón Hauks- son bætti við ööru marki með þrumuskoti í slána og inn og Sigurð- ur Stefánsson innsiglaði 3-0 sigur Fylkis með enn einu þrumuskotinu. Sigur Fylkis var mjög verðskuldað- ur. FH sigraði í keppni C-liða í úrshtaleik C-hða mættust FH og Fylkir. FH vann Þrótt í undanúrslit- um, 3-0, en Fylkir vann Val, 3-0. Leikur liðanna var mikill baráttu- leikur. FH náði forystunni með sjálfsmarki Fylkis en Eggert Eiríks- son jafnaði metin fyrir Fylkir þegar langt var liðið á leikinn, með föstu skoti. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og þurfti að grípa til víta- spymukeppni. Eins og hjá A-liðun- um var FH sterkari því þeir skoruðu úr þrem spyrnum en Fylkir tveim. Vigfús Adolfsson gerði sér lítið fyrir og varði tvær og var hetja liðsins. Lokatölur leiksins því, sigur FH, 4-3. Hetgason, Þrótti, missti af öllum leikjunum, vegna þess að hann fékk botnlangakast strax i upphafi mótsins. BestaShell-mót hingaðtil - sagöi Lárus Jakobsson Elfefta Shell-mót Knattspyrnufé- lagsins Týs tókst frábærlega vel að venju. Veðurguöirnir skörtuðu sínu fegursta alla mótsdagana og um 1000 keppendur og 400 fararstjórar og for- eldrar áttu skemmtilega daga í Eyj- um. „Þetta var allt til fyrirmyndar. All- ir voru mjög jákvæðir og allt hefur gengið upp eins og það á að gera. Shell-mót Týs gengur oröið eins og vel smurð vél. Samt hefur hvert mót sín sérkenni og að þessu sinni fannst mér frábært hvað allir lögðust á eitt um að gera þetta að góðri skemmtun fyrir alla,“ sagði Lárus Jakobsson, „faðir“ Shell-mótsins. Að þessu sinni lögðu 300 sjálfboða- liðar fram krafta sína og sagði Lárus að það væri með ólíkindum hve mikla vinnu sumt fólk legði á sig: „Sumir taka sér frí frá vinnunni þessa tæpa viku sem Shell-mótið er og vinna myrkranna á milli. Þetta mót myndi aldrei ganga án sjálfboða- liðanna. Ég vil þakka öllum þátttak- endum, fararstjórum, foreldrum, sjálfboðaliðum, styrktaraðilum og öðrum sem komu nálægt Shell-mót- inu að þessu sinni. Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið lang- besta Shell-mótið hingað til og er þá mikið sagt,“ sagði Lárus. Sviptingar frá leik Týs, Vestmannaeyjum gegn Fylki i keppni A-liða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.