Alþýðublaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 4
 Ritstjóri: Bcncdikt Gröndal, Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906, — Aðsetur: Alj)ý5uhúsi3 við Hveríisgötu, Rvík. — Prontsmiðja Alþýðublaðsius. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgcíandi: AlþýðuXlok’kurlnn. Skólakostnaöur GYLFI Þ. GÍSLASON, menntamálaráðherra lagði fyrir nokkru fram á Alþingi frumvarp til laga um skólakostnað. Er þetta mikill bálkur, sem felur í sér stórfelldar umbætur á allri framkvæmd skólakerfis- ins. Skólar eru reistir og reknir sameiginlega af sveit arfélögum og ríkinu. Frumkvæði og dagleg stjórn eru að mestu í höndum héraðanna og þeirra fræðslu- ráða, sem sveitastjórnir kjósa. Endanlegt vald er um margt 'hjá menntamálaráðuneyti eða fræðslumála- stjórn, en allt blandast þetta saman. Loks er kostnaði skipt milli ríkis og sveitarfélaga. Hafa gilt um það flóknar reglur og öll framkvæmd þeirra mála verið svifasein og tímafrek. Mun hið nýja frumvarp sérstaklega bæta úr þessu með því að gera allar reglur mun einfaldari og viðráðanlegri í framkvæmd. Verða þó aldrei sett svo ítarleg lagaá- kvæði, að ekki verði mikið undir framkvæmd komið og margt þurfi ekki að úrskurða. Hinu nýja frumvarpi hefur verið mjög vel tekið, og viðurkenna skólamenn, að meginatriði þess sé mikil framför. Hefur menntamálaráðherra látið sérfróða menn vinna mikið starf við samningu frumvarpsins og leita að úrræðum til að gera alla framkvæmd skóla- kerfisins sem þægilegasta, svo að sem mest og bezt kennsla fáist fyrir þá miklu fjármuni, sem ríki og sveitarfélög leggja til fræðslumála. Gagnbylting LANGVARANDI ÁTÖKUM innan Álþýðubanda' lagsins í Reykjavík er nú lokið á sögulegan hátt. Þeg ar á hólminn kom, héldu hinir gömlu kommúnistar úr Sósíalisaflokknum saman og ruddu bandamönnum sínum, Hannibalistum og öðrum, miskunnarlaust frá. Herma blaðafregnir, að Hannibal Valdimars- son hafi sagt eftir ákvörðun listans, að hann óttað- ist, að nú væri búið að ganga af Alþýðubandalaginu dauðu. Um leið og kommúnistar gera þessá gagnbyltingu innan Alþýðubandalagsins, verða mannaskipti í fremsta sæti listans í Reykjavík. Einar Olgeirsson víkur, en Magnús Kjartansson tekur við. Sýnir hvort tveggjr að kommúnistar þykjast nú ekki þurfa mik ið við bandalagsfólk sitt að tala og telja sig væntan lega hafa inniimað það að fullu. Alþýðubandalagið er rúmlega ellefu ára gamalt. Þaó hefur enn ekki verið gert að eðlilegum flokki með lý^’-æðislega uppbyggingu og verður sennilega aldrei. Nú hefur það gerzt, sem lengi var spáð, að kommúnistar hafa opinberlega tekið völdin í sínar hendur cg sparkað í það fólk, sem blekktist til banda lags við þá. HÚSBYGGJENDUR - BÆJARFÉLÖG - VERKTAKAR EIGUM Á LAGER: Steinsteypt rör í flestum stærðum, ásamt beygjum og greining um. — Tengibrunna og keilur. Einnig gangstéttaplötur, milliveggjaplötur, kantsteina o.fl. RÖHASTEYPAN HF, Kópavogi — Sími 40930. ÍEkSÍDIID VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. og 1L HVERFISGÖTU EFRI OG NEÐRI ESKIHLÍÐ LÖNGUIILÍÐ GNOÐARVOG ! RAUÐARÁRHOLT LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEÐRI LAUFÁSVEG ÁLFHEIMA KLEPPSHOLT SlMI 141*0 Auglýsið í Altyýðublaðinu Askriftasimi AlþýðubEaðsins er 14900 krossgötum ★ ÓDÁÐAHRAUN í ÁRBÆJAR- HVERFI. Atvinnubílstjóri hefur komið að máli við þáttinn og kvartað yfir slæmu ástandi gatn- anna í bænum. Hann sagði, að göturnar hefðu sjaldan eða aldrei komið verri undan vetrinum en núna. Alls staðar væru bolur og hvörf, ekki einungis í rauðamölinni, heldur líka á malbikuðu götunum. Hann sagði líka, að gatnaviðgerðarmenn- irnir væru að reyna að sletta einhverju gumsi í holurnar til bráðabirgða, en það hefði lítið upp á sig, skemmdirnar tækju sig alltaf upp aftur. Hér dygði ekkert nema róttækar aðgerðir. Þó sagði hann, að fyrst kastaði tólfunum, þegar kom- ið væri á ómalbikuðu göturnar í úthverfum borg- arinnar, sem í rauninni væru ekki nokkrum bíl bjóðandi, svo illa eru þær á sig komnar. Lýsing bílstjórans á gatnaástandi í bænum er áreiðanlega ekki orðum aukin, enda margir til vitnis um það. Einna verst er þó ástand- ið líklega á nýja Árbæjarveginum, sem er sann- kaliað Ódáðahraun, hvað sem hann annars heitir. ★ SEINAGÁNGUR OG SLEIFARLAG. Ekki er undarlegt, þótt bílstjórar séu Htið hrifnir af ástandinu og þyki illt undir að búa. Þetta bitnar auðvitað á þeim öðrum fremur og er vel skiljanlegt, að þeir séu ekkert sérlega ifíknir í að leggja dýr farartæki í akstur á hol- óttum og hættulegum götum. Vel má vera, að einhverja afsökun megi finna í tíðarfarinu, sem cr vott og umhleypingasamt hér á suðvesturkjálka landsins, en ekki verður þó allt það sem miður fer í gatnamálum höfuðborgarin.nar, skrifað á reikning veðráttunnar. Auk þess ætti gatnagerðin að hafa tiltækar einhverjar gagnráðstafanir, sem að haldi mættu koma, því tíðarfarið þarf eirgum að koma á óvart, sem eitthvað þekkir hér til. —. Sannleikurinn er sá, að seinagangur og sleifarlag í gatnagerðinni er alltof mikið. í raun Qg veru ættu malbikaðar götur og gangstéttir að koma í hverfin nokkurn veginn jafnsnemma húsunum, a.m.k. ekki einum eða tveimur áratugum seinna, eins og tíðkazt hefur. — S t e i n n . mmmm 4 12. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.