Alþýðublaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 10
Hlutafé Framhald a£ 6. síðu. Var tillagan einróma samþykkt. Var stjórninni heimilað að auka hluiafé bankans upp í allt að 30 milljónir króna á þessu ári. Þá lagði stjórn bankans fyrir fundinn tiilögu að reglugerð fyr- ir Stofnlánadeild verzlunarfyrir- tækja við bankann. Egill Guttorme son, stkm. hafði framsögu 'fyrir tíllögunni, en prófessor Ármann Snævarr háskólarektor gerði igrein fyrir reglugerðárfrumvarpinu, en hann hefir verið stjórn bankans til ráðuneytis við undirbúning málsins. Tillaga stjórnar bankans var samþykkt samhljóða og skal Stofnlánadeild verzlunarfyrirtækja taka til starfa hinn 1. júlí 1967. í stjórn bankans voru eftir- taldir menn endurkjörnir: Egill Guttormsson, stkm., Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri og Magn- ús J. Brynjólfsson, kaupm. Vara- menn voru kjörnir Sveinn Björns- son, skókaupmaður, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stórkaupmaður og Haraldur Sveinsson, forstjóri. Endurskoðendur voru kjörnir Sveinn Björnsson, stórkaupmaður og Jón Helgason, kaupmaður. Fundinn sóttu rúmlega 300 hlut hafar og kom fram á fundinum einhugur um eflingu bankans og starfsemi hans. Ilægr umferð. Framliald af 6. síðu. til vill betra tækifæri en nokkru sinni til þess að ná til almenn- ings með umferðarfræðslu. Ættu því atlir þeir sem í raun hafa áhuga á bættri umfdrðar- menningu og skilja að umferðin er alltaf hættuleg, að leggjast á eitt um að við höfum óhappa- minni og menningarlegri umferð eftir breytinguna úr vinstri í hægri umferð en við höfum í dag. (Frá Framkvæmdanefnd hægri umferðar). ; Humphrey Framhald af 6. síðu. ■< beinist nú reiði þeirra aðallega ’ gegn Johnson sjálfum. * KEMUR AÐ GAGNI. Jafnframt eykst nú aftur við- urkenning manna á þeim frá- bæru störfum, sem varaforset- inn hefur unnið, ekki sízt í ýms- um innanlandsmálum og má þar nefna baráttu blökkumanna fyr- ir jafnrétti og hnignunarvanda- mál stórborga. Einnig nýtur hann vaxandi viðurkenningar fyrir það að hafa horfzt í augu vi'ð þessi vandamál á undan öðr- um leiðtogum demókrata og hald- ið áfram að vinna kappsamlega að lausn þeirra. - . Þar sem starf Þjóðþingsins ' gengur erfiðlega Vegna lélegrar ^ forystu í þingflokki demókrata, ,, minnast menn nú Humphreys 'i meir og meir og sakna sífellt öt- ullar forystu hans í stjórn þing- ' flokksins. Þar við bætist, að slæmur andi ríkir nú í Demó- krataflokknum og mikill klofn- \ ingur, og þess vegna er nú mikil » þörf fyrir hinn smitandi áhuga ; Humphreys og hæfileika hans ' til að brúa ágreining. Hlutverk ’ hans verður eftir öllu að dæma sífellt þýðingarmeira, þegar flokkurinn sameinast um að sigr- ast á þéim erfiðleikum, sem stafa af áföllum þeim, sem flokkur- inn varð fyrir í fyrra, og undir- býr baráttuna fyrir forseta- og þingkosningarnar á næsta ári. Sækur Framhald úr opnu. stjora. En að lokum missir Ól- afur bæði vinnuna og unnustu sína vegna þess, að hann tekur baráttuna við spillinguna fram yfir ailt annað. Höfundur segir á titilblaði bókarinnar, að per- sónur í bókinni styðjist ekki við neinar x-aunverulegar fyrirmynd- ir. Þó virðist margt sem gerist í bókinni íurðu líkt svipuðum at- burðum, er gerðust í n'ágranna- bæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og án efa hafa þeir at- buröir gefið höfundi hugmynd- ina að skáldsögu þessari. Sagan sem Ólafur bfaðamaður segir er mjög lífleg á köflum og ágæt- lega uppbyggð. En mér finnst höfundur gera of mikið af þvi að predika gegnum Ólaf inn á miUi atburðanna. Ég held, að sagan sjálf sé sterkasta ádeilan og höfundur hefði átt að láta hana nægja að mestu til þess að koma sjónarmiðum sínum að. í sögunni er brugðið upp mörgum góðum myndum af ástandinu hér, eins og t. d. þegar Ólafur blaðamaður fer með Rósu, ást- mey sinni í Húsið, sem reynist eitt af þessum „týpisku” sam- komuhúsum unglinganna. Gagn- rýnin á lögregluyfirvöldin í Hænuvík er þó hvössust. Dæmin sem nefnd eru til þess að sýna hvernig Baldvin lögreglustjóxd lætur málin falla niður eru at- , hyglisverð og táknræn. Sagan „Foringjar falla” er samtíma saga. Hún gerist fyrir fáum árum, en hún gæti eins gerzt í dag. Hún lýsir ófremd- arástandi á vissu sviði og höf- undi tekst vel að vekja menn til umhugsunar um það, að gera þarf í’áðstafanir tii úrbóta. -- Á síðustu árum hafa komið út nokki-ar ádeilusögur, sem fengið hafa misjafna dóma. Slíkar sög- ur eiga vissulega rétt á sér. — Þær geta eins og dagblöðin veitt þeim, sem með völdin fara, visst aðhald og á því er ávallt full þörf. Björgvin Guðrnundsson. Stærri hafnir Framhald af 7. síðu. þætti þar gæta, að mörgu leyti úr eltar. Eins og ég vék að, er afkoma margra hafna þannig, að miðað við núgildandi ákvæði um þátt- töku ríkissjóðs í byggingarkostn- aði og greiðslumáta ríkishlutans, er þeim um megn að standa und ir fjái’mögnunarkostnaði þeirra mannvirkja, sem þegar eru fyrir hendi, auk reksturskostnaðar, og því hafa þessar hafnir ekki neinn fjárhagslegan grundvöll til nauð synlegra stækkana og ankningar mannvirkja. Breyttar reglur um prósenthluta rikissjóðs eiga að ‘ auðvelda nýjar, nauðsynlegar framkvæmdir og eyðing fram- lags-skuldahala ríkissjóðs, sem gert’er ráð fyrir að ljúki innan fjögurra ára, mun stórlétta greiðsluafkomu margra hafna. í þessu sambandi vil ég benda á, að hafnarbótasjóði er samkvæmt 3. tl. 19. gr. frv. ætlað að styrkja þær hafnir, sem hafa erfiða að- stöðu vegna dýrrar mannvirkja- gerðar. Þessi heimild myndi aðallega verða notuð til að styrkja þær hafnir, sem nýlega hafa lokið dýr- um ytri mannvirkjum með 40% þátttöku ríkissjóðs í stað 75%, sem frv. gerir ráð fyrir. Eins og ég vék áður að, er lagt til í frv., að framkvæmdaáætlun um hafnargerðir verði gerð til fjögurra áFa í senn, og verði ár- legar fjárveitingar í sem mestu samræmi við þá áætlun, þannig að komizt verði hjá skuldamyndun ríkissjóðs við hafnargerðirnar. Þessi í’áðstöfun mundi stórum bæta framkvæmdaaðstöðu í hafn- argerðum frá því sem nú er, auk þess sem kleift ætti að verða að nýta til fullnustu þá möguleika sem fyrir ihendi eru til hafnar- gerða á hverjum tíma, bæði fjár- hagslega og tæknilega og beina framkvæmdum á þá staði, þar sem þörfin er bi-ýnust. Jafnframt má ætla að nýting tækja og mann- afla verði mun betri en nú er þeg- ar oft er ekki vitað með vissu um framkvæmdir, fyrr en að þeim er korhið á því ári, er vinna skal. Varðandi fjárhagshlið fram- kvæmdanna gerir frv. einnig ráð fyrir að samgöngumálaráðuneyt- inu verði heimilað að eiga fi’um- kvæði að því að samræma gjald- Skrár hinna einstöku hafna, jafn- vel án þess að sérstakar beiðnir um það ligigi fyrir. Hafnargjöld eru í dag mjög mismunandi, jafn- vel á sömu landssvæðum. Til þess mismunar má án efa rekja að nokkru hina misjöfnu afkomu ein stakra hafna á sömu landssvæðum og að því er virðist við mjög hlið- stæða aðstöðu til tekna. Þá eru einnig gjaldski’ár 'hafna óþarflega flóknar, gjaldategundum og flokk- um mætti að skaðlausu fækka. Verður þetta allt athugað, ef frv. nær fram að ganga. Eins og greint er frá í athu'ga- semdum ræddi nefndin nokkuð mál hinna, svokölluðu landshafna, bæði tillögu atvinnutækjanefndar um að ríkisstjórninni væri heimil- að að selja viðkomandi sveitarfé- lögum landshafnirnar, sem þá voru tvær á þrernur fimmtu hlut- um stofnkostnaðarvei-ðs og einn- ig kom sú skoðun fram í nefnd- inni að eðlilegt væri að ein til tvær landshafnir væru í hverjum landsfjórðungi og voru þessar báð ar hugmyndir ræddar, en ákveðið að leggja ekki til að breytt yrði frá núgildandi lögum um lands- hafnir eða þeim fjölgað. Ég tel ekki þörf 'á því að lengja framsöguræðu mína nú með því að rekja efni einstakra greina frv„ svo skilmerkilega sem grein er gerð fyrir nýmælum þessum í at- hugasemdum og fylgiskjölum, Mér er Ijóst að tiltölulega skammur tími er til loka þessa Alþingis og æskilegt íhefði verið að frv. þetta hefði komið fyrr fram. Milliþinganefndin, sem frv. samdi, lauk ekki endanlegai störf- um fyrr en rétt fyrir páskaleyfi þingmanna, oig reyndist ekki unnt vegna anna í prentsmiðju að útf býta frv. fyrir páskaleyfi. Af þeim ástæðum var sá kostur valinn að senda báttvirtum þingmönnum frv. sem lxandrit og trúnaðarmál, en það var póstlagt laugardaginn 1. apríl sl„ þ.e. fimrn dögum fyrir samkomudag Alþingis eftir páska- leyfi. Það er von mín að sá háttur, sem hér var á hafður, hafi auð- veldað háttvirtum alþingismönn- um að gera sér grein fyrir meg- inefni frv. og geti þar af leiðandi e.t.v. stytt umræður um það nú. Mér er fulikomlega ljpst að und- irstaða þess að svo geti orðið, er að háttvirtir alþingismenn meti þær efnislegu meginbreytingar er frv. hefur í för með sér til .veru- legra bóta frá gildandi lögum. For senda þess að málið nái nú fram að ganga, er að sjálfsögðu sú, að sem mestur einhugur skapist um málið til skjótrar afgreiðslu. Þá vil ég ennfremur benda á, að mjög mörg meginatriði frv. eru nátengd samningu og setningu fjárlaga og því ekki hyggilegt að fresta málinu til haustsins, ef það er vilji Alþingis að fjárhagsatriði frv. komi raunverulega til fram- kvæmda á árinu 1968, en fjárlaga- frumvai’pið er samið snemma sum- ars og væri æskilegt að þá væri ákveðið hvort gera eigi ráð fyrii’ svo veigamiklum ati’iðum sem frumvarpið felur í sér og skipta máli varðandi fjárlög. Fjáröfiun Frh. úr opnu. ávarp. Efnt verður til skyndi- happdrættis með fjölda glæsi- legra vinninga. Húsið verður op- ið fyrir matargesti frá kl. 19,00 og dagskráin hefst kl. 20,30. — Hljómsveit hússins ieikur og dansað verður til kl. 1 e, m. Ekki er að efa, að mai’gir vilja leggja góðu málefni lið og njóta um leið fjölbreyttrar kvöld skemmtunar. FRA BURFELLSVIRKJUN óskum eftir að ráða : ' 1. Lærðan matreiðslumann 2. Lærðan kjötiðnaðarmann. Fosskraft Suðurlands'braut 32 — Sími 38830 TOYOTA CORONA Glæsilegur og traustur einkabíll með frábæra ökuhæfileika. Innifalið í verði m.a. 74 HA. VÉL — SÓFASTÓLAR — ALTERNATOR GÓÐ MIÐSTÖÐ — TOYOTA RYÐVÖRN ÞYKK TEPPI — BAKKLJÓS — RÚÐU- SPRAUTA. Japanska bifreiðasaían hf. Ármúla 7 — Sími 34470. RADiilNETrE tækin eru seld í yfir 60 löndum. Sérhæfðir menn frá verk- smiðjunum í Noregi annast alla þjónustu af kunnáttu. Radionette-verzlunin Aðatstræti 18 sími 1 6995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 10 12. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.