Alþýðublaðið - 24.04.1967, Síða 7
23. apríl 1967 Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Af hverju drekkur Jeppi?
Þjóðleikhúsið:
JEPPIA FJALLI
Gamanicikur í fimm liáttum
eftir Ludvig Holberg
Þýðandi: Lárus Sigurbjörnsson
Leikstjórj Gunnar Eyjólfsson
* Leikmynd eg búningateikning-
ar: Lárus Ingólfsson.
Ludvig Holberg kemur við
sögu leiklistar á íslandi og ís-
lenzkrar leikritunar allt frá upp
hafi hennar sem kunnugt er;
leikrit Sigurðar Péturssonar
væru óhugsandi án fyrirmyndar
Holbergs, og Holbergsleikir voru
leiknir í Reykjavík þegar
snemma á 19du öld; þegar leik-
félög komu til skjalanna tóku
þau upp' þennan þráð, og leikir
Holbergs hafa jafnan verið tíðir
á skólasýningum. En þótt ýmsir
Holbergsleikir hafi oft óg víða
verið leiknir á íslenzku verður
varla sagt að neinn einstakur
þeirra hafi orðið hugfólginn
leikfélögunum eða áhorfendum
þeirra öðrum fremur, hvað þá
gengið í arf til seinni leikhúsa,
orðið þáttur einhverskonar leik-
húshefðar. Einna næst ‘ slíkri
stöðu kynni Jeppi á Fjalli að
komast sem jafnan hefur verið
vinsæll leikur hér á landi og
mjög víða leikinn, orðlagður leik
ur víða um land fyrir iglens og
gáska, ósvikna skemmtun. Þegar
Þjóðleikhúsið tekur Jeppa upp
nú er það í þriðja sinn sem hann
er sýndur í Reykjavík á öldinni;
áður hefur Leikfélag Reykjavík-
ur leikið Jeppa tvívegis með
30 ára fresti. ,
Jeppi drekkur. Það er sú stað-
reynd um Jeppa sem mestu skipt
ir og allir þekkjá; hennar vegna
kann leikurinn að þykja svona
skemmtilegur. En af hverju
drekkur Jeppi? Er það af því
hvað hann á vonda konu; af því
•hvað ævi hans er ill við danska
lénsánauð; eða bara af því hvað
honum þykir gott í staupinu?
Mörgum þykir gott í staupi öðr-
um en Jeppa, og fara hallir fyr-
ir freistingum, hafa minna hús-
bóndavald á sínu heimili en þeir
sjálfir kysu; lýsing hans er upp-
máluð mynd mannlegs breysk-
leika sem hver þekkir bezt í eig-
in barmi, sönn fyrir það hve
mannleg hún er með öllum sín-
um öfgum. í meðförum Lárusar
Pálssonar í Þjóðleikhúsinu varð
líka Jeppi á Fjalli prýðilajga
mannlegur, aumkunarverður í
allri sinni niðurlægingu sem var
á engan hátt dregið úr, líkam-
legum og andlegum vesaldómi
sínum. En leikur Lárusár var
gæddur undirfurðulegri kímni
sem brá hlýjum, samúðarfullum
hlæ yfir skop ieiksinls,- gerði
Jeppa broslegan en aldrei au-
virðilegan; hann var auðnulaus
leiguliði, drykkjumaður og kokk-
áll, en líka ímynd mannlegrar
seiglu mitt í öllum vesaldómi
sínum, hæfileikans að þrauka
hverju sem viðrar.
En af hverju drekkur Jeppi?
Við því voru í rauninni engin
tiltekin svör veitt í sýningu Þjóð
leikhússins sem einkum virtist
ætlað að veita leik Lárusar Páls-
•sonar smekklega, stílhreina um-
gerð undir stjórn Gunnars Eyj-
ólfssonar. Snoturt var inngangs-
atriði sýningarinnar þar sem
danspar kemur fram og „kveik-
ir“ sviðsljósin, og sama .jdyll-
iska“ hugblæ hélt sýningin til
loka við hinar fallegu leikmynd-
ir Lárusar Ingólfssonal' úr
danskri sveitasælu; en fimm
þættir leiksins voru felldir hag-
lega saman í sýningunni. Inn í
þennan hugnað allan saman kem
ur Nilla Önnu Guðmundsdóttur
askvaðandi eins og Gililrútt með
vöndinn á lofti, en Jakob skó-
makari Árna Tryggvasonar
minnti helzt á hrekkjóttan búálf
eða jólasvein í barnaleik; Nilus
barón og menn hans í rókókó-
liöllinni eru gamansamir og góð-
viljaðir aðstandendur skopleiks-
ins sem Jeppi leikur. Það er sem
sagt ekki reynt til við nein ný
sálfræðileg átök við leikinn,
Jeppi þaðan af síður gerður að
neinskonar fulltrúa hins snauða
og kúgaða lýðs sem einnig væri
hugsanleg túlkun leiksins; sýning
unni nægir að gera sér sem mest
an mat úr spaugi hans. En óneit-
anlega varð hlutverk barónsins
næsta laust í reipunum með þessu
lagi og fékk engan fastan svip í
meðförum Rúriks Haraldssonar,
en hvorki Sverrir Guðmundsson
né Jón Júlíusson fengu sérlega
spaugilegar fígúrur út úr þjón-
um hans; hinsvegar var Bessi
Bjarnason kátlegur að vanda sín-
um, ekki sízt sem verjandi Jeppa
fyrir dómstól Valdimars Lárus-
sonar. En sýningin stóðst, en féll
ekki, vegna hinnar fáguðu, næm-
legu meðferðar Lárusar Pálsson-
ar á aðalhlutverkinu, með góð-
um atbeina Önnu Guðmundsdótt
ur, og vegna smekkvísi og lip-
urðar leikstjórnarinnar. Og meö
þessari sýningu tekur atvinnuleik
hús nútímans sem sagt við „Hol-
bei-gs-hefð“ áhugafélaganna með'
eðlilegum hætti eftir öllum að-
stæðum.
Frumsýningu Jeppa á Fjalli
var mjög hlýlega tekið af áhorf-
endum, en að sýningu lokinni
steig þjóðleikhússtjóri á sviðið
og ávarpaði Lárus Pálsson sem
sæmdur hefur verið verðlaunum
úr menningarsjóði leikhússins í
tilefni hennar; þau voru að vanda
veitt á afmælisdegi leikhússins.
En þrjátíu ár eru um þessar
mundir liðin síðan Lárus Páls-
son þreytti frumraun sína á sviði
Konunglega leikhússins í Kaup-
mannahöfn þar sem hann liafði
lokið leiknámi; en þar starfaði
Lárus síðan um skeið. Hér heima
varð hann fyrstur íslenzkra leik-
ara til að leggja list sína fyrir
sig í atvinnuskyni og varð um
langt skeið einn áhrifamesti leik'
stjóri okkar, fyrst í lðnó, síðan i
Þjóðleikhúsinu, oig lék sjálfur
mörg stór og minnisverð hlut-
verk, einn af brautryðjendum nú-
tímaieiklistar okkar. Fyrir allt
það starf var hann hylltur nú um
leið og honum var þakkað fyrir
Jeppa á Fjalli. — Ó. J.