Alþýðublaðið - 24.04.1967, Blaðsíða 8
23. aprf! 1967 Sunnudags ALÞYÐUBLAÐiO
Roger Moore hefur leikið Dýrling-
inn í meira en 100 kvikmyndum
DÝRLINGUR í FIMM ÁR
Roger Moore hefur Dýrling-
inn í meira en 100 kvik-
myndum.
i
Bækurnar um Dýrlinginn
hafa fyrir löngu náð ótrúlegri út-
breiðslu um allan heim og selzt
í tugmilljónum eintaka á einum
seytján tungumálum, auk þess sem
myndasögur, útvarpsleikrit, kvik-
myndir og nú seinast sjónvarps-
serían alkunna hafa verið gerðar
eftir þeim. En Símon Templar,
hinn góðkunni heimilisvinur okk-
ar, var upphaflega hugmynd og
hugsjón ungs stúdents sem stund-
aði nám við háskólann í Cam-
bridge.
Leslie Charles Bowyer Yin hét
hann, en kallaði sig síðar Leslie
Charteris. Móðir hans var ensk,
en faðirinn kínverskur skurðlækn-
ir, og Loslie fæddist í Singapore
12. maí 1907. Hann var snemma
lieimsborgari og hafði farið þrisv-
ar kringum hnöttinn fyrir tólf ára
afmælið sitt. Og rithöfundarhæfi
leikarnir létu fljótt á sér bæra,
því að tíu ára gamall gaf hann út
og ritstýrði sínu eigin tímariti og
skrifaði mestallt efnið í það sjálf-
ur. Hann menntaðist í Englandi,
en áður en hann varð fyrir al-
vöru frægur, vann hann fyrir sér
á hinn fjölbreytilegasta hátt: var
meðal annars gullgrafari, perlu-
fiskari, sjómaður, sjónhverfinga-
maður, barþjónn, námumaður og
gúmmíekrueigandi. Enda er ekki
einleikið hvað Símon er vel að
sér á öllum sviðum.
Fyrsta bókin um Dýrlinginn kom
út árið 1929, og svo einkennilega
vildi til, að sama ár fæddist í
þennan heim sá maður sem stend-
ur orðið milljónum sjónvarps-
áhorfenda fyrir hugskotssjónum
sem þessi víðfræga persóna holdi
klædd. Þegar litið er í bækur
Charteris og rekizt á lýsingar af
„hávöxnum, sólbrúnum sjóræn-
ingja með langleitt, laglegt and-
lit og glettnisglampa í ótrúlega
bláum augum,” kemur mynd Rog-
. ers Moore ósjálfrátt í hugann.
Roger Moore fæddist árið 1929
í London og var sonur brezks lög-
regluþjóns. Eins og aðrir drengir
á hans reki hreifst hann af Dýrl-
ingnum og gleypti í sig allar bæk
urnar um hann með áfergju. Að
vísu átti Símon alltaf í dálitlum
erjum við lögregluna og gerði ó-
spart gys að snillingunum hjá
Scotland Yard, en það var bara
betra. Roger vissi, að lögreglan
var ekki eins vitlaus og hún var
gerð í bókunum.
Hann var námfús drengur og
átti auðvelt með að læra, en
reglubundin skólaganga var erf-
ið á stríðsárunum, og hann varð
stöðugt að skipta um skóla. Hann
hugsaði sér að verða arkítekt og
notar enn þann dag í dag sínar
fáu frístundir til að teikna og
mála sér til skemmtunar. En ann-
að átti fyrir honum að liggja en
að verða arkítekt.
Af tilviljun að virtist fékk hann
statistahlutverk í nokkrum brezk-
um kvikmyndum, meðal annars í
„Sesar og Kleópatra” með Vivien
Leigh og Claude Rains. Og þar
tók leikstjórinn eftir honum og
rá'ðlagði honum eindregið að læra
leiklist. Það var úr, að Roger
innritaðist í RADA (Tlie Royal
Academy of Dramatic Art) og
lauk námi eftir tilskildan tíma.
Eftir það fékk hann hlutverk í
nökkrum leikritum, en var svo
kvaddur í herinn.
Það varð honum til gæfu, því
að í hernum lærði hann margt
sem síðar kom í góðar þarfir: að
aka bílum og mótorhjólum — og
slást og glíma. Roger Moore not-
ar aldrei staðgengil í kvikmynd-
um sínum, jafnvel ekki í lífs-
hættulegum atriðum. Hann vill
gera það allt sjálfur; annað finnst
honum svindl.
En eftir stríð var erfitt fyrir
óþekkta leikara að fá hlutverkl
Roger gafst samt ekkj upp og tók
hvert smáhlutverk sem hann gat
fengifj, þó að hann þyrfti ekki að
segja annað en „Síminn til frúar-
innar” eða „Kvöldverðurinn er til
reiðu.” Smám saman lengdust þó
ræður hans á sviðinu, og brátt lá
Ieið l.ans til Hollywood.
Þar fékk hann að leika með
stjörnúm á borð við. Elizabeth
Taylor, Eleanor Parker, Glenn
Ford og Van Johnson, þótt hlut-
verk hans væru ekki sérlega stór.
En Iiann fékk aðalhlutverk í
myndinni „Diana”, og þ'ar var
mótleikkona hans Lana Turner. Af
því leiddi, að hann fékk tilboð
um að leika í sjónvarpskvikmynd-
um, og hann' lék aðalhlutverk í
hverii seríunni af annarri, þar á
meðal „ívar hlújárn” eftir hinni
víðlesnu skáldsögu Sir Walthers
Scott.
Og síðan kom Dýrlingurinn,
fornkunningi hans. Hann hefur
Roger Moore verið að leika i
meira en fimm ár og er nú orð-
inn hálfleiður á öllu saman, enda
myndirnar orðnar yfir hundraS
talsins. Hann langar að fara at
breyta til, en hann gerir sér ekk
Framhald á 14. síðf