Alþýðublaðið - 24.04.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 24.04.1967, Qupperneq 9
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23. apríl 1967 Joan Crawford þorir ekki fram á leiksvid „Ég fæddist frammi fyrir kvik- myndavélinni,” segir Joan Craw- ford. Hún á við, að hún kunni á- gætlega við sig á þeim stað. Aftur á móti getur hún alls ekki leikið á sviði, hefur engar taugar til þess. „Þegar ég reyndi það seinast leið yfir mig af hræðslu um leið og tjaldið lyftist,” segir hún, og hrollur fer um hana við tilhugs- unina. „Og þegar ég rankaði við mér staulaðist ég út af sviðinu og kastaði upp. Ég er voðalegur ræf- iil, hef bókstaflega engan kjark. Það er allt í lagi að leika í kvik- myndum, en sviðið er annað mál. Ég vildi gefa allt til að sigrast á þessum veikleika, en ég get það 'ckki.” Joan Crawford er ein af elztu stjörnunum í Hollywood hvað starfsaldur snertir, og svo virt og dáð, að kollegar hennar tala í hvísli, þegar hún birtist á sjón- arsviðinu. Hún er að verða sextug, en lít- ur út fyrir að vera um fjörutíu og fimm ára. Nýverið lauk hún 81. kvikmynd sinni, en árið 1925 lék hún í þeirri fyrstu. Rétt nafn hennar er Lucille le Seur, en það þótti of leikhúslegt, svo að því var breytt í Joan Crawford sam- kvæmt uppástungu eins af lesend- um kvikmýndablaðsins Movie Weékly. Hún er fjórgift, nú ekkja og á fjögur kjörbörn. Hún þarf ekki að leika í kvikmyndum pen- inganna vegna, því að hún er vara- forseti og einn af aðaleigendum Pepsi Cola fyrirtækisins og þykir hafa gott viðskiptavit. Allt hugsanlegt og óhugsanlegt hefur verið um hana skrifað á löngum leikferli, meðal annars 'það gullkorn, að hún hafi látið skera af augnlokunum á sér til að augun sýndust stærri! Hún er feiknalega dugleg og finnst ekkert til um að vinna alia daga vikunnar frá klukkan hálffimm á morgnana og oft langt fram á kvöld. í leyfum milli kvik- mynda taka viðskiptastörfin allan hejinar tíma. Eftir tólf ár í Hollywood átti að láta samningana við hana niður falla. Hún kvaddi kvikmyndaverið með dapurleik, sem hún reyndi að láta' ekki á bera — og fór út um bakdyrnar. Endalok stjörnu. En það urðu ekki endalok Joan Crawford sem stjörnu. Að- dáendur hennar ætluðu að ærast þegar þeir fréttu, að hún væri hætt að leika, og það var ekki um annað að gera en knékrjúpa henni og sárbæna hana að koma.aftur. Hún lét tilleiðast (með gleði) og vann Oscarinn í næstu mynd. — Síðan hefur engum dottið í hug, að hún verði nokkru sinni búin að vera. Hún telúr sig standa í óborg- anlegri þakkaiskuld við hina tryggu aðdáendur sína. Og hún heldur áfram að leika í kvikmynd- um. Það er ekki auðvelt. „Hver mynd er eins og mín fyrsta,” segir hún. „Ég er alltaf taugaóstyrk og alltaf kvíðin að geta ekki gert nógu vel. En starfið Veiíir lika fullnægingu .sem ekkert annað í veröldinni jafnast á við.” En með kvikmyndirnar er öðru máli að gegna Timbur Höfum fyrirliggjandi mótavið, smíðavið, éinnig þakjárn, þakpappa og saum. Húsasmiðja Snorra Halldórssonar, Súðavogi 3. Ný sending enskar kvenkápur, vendikápur og fermingarkápur. Kápii- og dömubúðin Laugavegi 46. Cheenos Kornvörumar frd General Mills fdiÓ þérí hverri verzlun. Ljúffeng og bœtiefnank fæða fyrir alla fjölskylduna. heildsölubirgðir

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.