Alþýðublaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 5
Á mox-gun eru 18 ár frá stofn-
un Evrópuráðsins. Á þessum tima
hefur það mjög látið tii sín taka
Ihvers konar félagsmál. Eru þau
einn af þeim sex málefnaflokk-
um, sem Evrópuráðið hefur sér-
staklega látið sig varða, en jafn-
framt sá þátturinn, sem hvað mest
snerlir þegna allra aðildarríkja
þess eða dagieg samskipti manna.
. Samkvæmt 17. grein stoínskrár
Evrópuráósins getur ráðherra-
nefndin skipað ráðgjafanefndir,
nefndir sérfræðinga eða aðrar
nefndir, eftir því sem hún telur
æskilegt til þess að fjalla um sér-
stök málefni, sem ráögjafaþing
Evrópuráösins hefur beint til ráð-
herranefndarinnai', en einnig mál
efni, sem einstök aöildarríki hafa
beint til ráðherranefndarinxxar
koma þangað fyrir tiihiutan aðal-
skrifstofunnar. Nefndir þessar
eru yfirleitt embættismannanefnd
ir og má ekki rugia þeim saman
við nefndir, sem í'áðgjafaþingið
velur úr sínum hópi. I nefndum
þessum eru sem sagt fulltrúar,
sem aöildarríkin skipa og fara
eftir fyrirmælum ríkisstjórna
sinna. Ráðherranefndin hefur all-
öft hagnýtt sér þessa heimild og
á sviði féiagsmála hafa þó nokkr-
ar nefndir verið skipaðar, en sér-
staklega eru þó tvær á sviði fé-
lagsmála, sem myndazt hefur föst
hefð um, og haía starfað eigin-
lega frá uppiiaii Evrópuráðsins og
eru í raun rétíri ,,fasianefndir“.
Eru það í fyrsta lagi „Committ
ee of Experts on Social Security"
og í öðru lagi „Social Committee“.
Ekki eru alveg ljós mörk á starfs-
sviði þessara, tveggja nefnda, en
svo vircist. sem séríræðinganefnd
in láti fremur til sin taka gerð
samþykkta á ýmsum sviðum fé-
. iagsmála, en að félagsmálanefnd-
in láti tiltekin mál sig skipta, af-
mörkuð.
Erá stofnun Evr-ópux'áðsins sótti
fulltrúi frá íslandi fundi beggja
fyrrnefndra nefnda, en það var
Jónas Guðmundsson, þáverandi
ráðuneytisstjói'i í félagsmálaráðu
neytinu, en er liann lét af störf-
um, dró mjög úr þátttöku íslands
í þessu nefndarstarii og féll það
með öllu niður kruigum 1955.
Kostnaður við þátttöku aðildar-
ríkjanna í fundarhöldum, sem
eru að jafnaði einu sinni eða jafn-
vel tvisvar á ári, er greiddur af
.
1 nmp
Jl§
Evrópuhúsið í Strassburg'.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.:
Félagsmálastarf
Evropuraðsins
Evrópuráðinu, bæði fargjöld og
uppihald. Hlutaðeigandi ríkis-
stjórnir þurfa því ekki að leggja
fé af mörkum við að taka þátt í
þessu fundarstarfi, en hins vegar
að jafnaði að taka mann frá öðr-
um verkum, til þess að sækja
fundi, sem standa sjaldnast leng-
ur en í 4-5 daga. Evi’ópuráðið kost
ar jafnvel fleiri en einn fullarúa
til setu í sumum nefndum, eins og
t.d. í félagsmálaneíndinni, þar
sem aöildarríkjum er heimilt að
senda tvo fulltrúa.
Á s.l. ári hóf ísland aftur þátt-
töku í neíndarstörfum þessum og
hefur undirritaður mætt á síðustu
fundum begigja nefnda, en það
var 22. fundur sérfræðinganefnd-
arinnar og 25. fundur félagsmála-
nefndarinnar.
Þegar Peter Smithers, fram-
kvæmdastjóri Evrópuráðsins, var
hér á ferð á árinu 1965, kom hann
fram með þau eindregnu tilmæli,
að ísland tæki þátt í hinum ýmsu
nefndarstörfum Evrópuráðsins,
svo sem frekast væri unnt, og
munu tilmæli þessi hafa átt
þítt í að ísland lióf aftur þátt-
toku í fyrrgreindúm nefndum.
Einnig er vitað, að hin
Norðurlöndin leggja töluvert upp
úr því, að ísland taki þátt í þessu
starfi, því þau hafa jafnan sam-
stöðu um afgreiðslu og afstöðu
til mála. Að sjálfsögðu er þátttaka
í hinum ýmsu nefndarstörfum mis
jafnlega mikilvæg, en félagsmálin
án efa meðal hinna þýð’inigiar-
mestu. Það er bæði hagkvæmt
og nauðsynlegt fyrir þá, sem
vinna að félagsmálum, að fá
tækifæri til að kynnast málum
þessum fr'á fyrstu hendi og ný-
mælum á þessum sviðum, geta
komið að fyrirvörum eða ábend-
ingum í sambandi við einstök mál,
og auk þess kynnzt erlendum
starfsbræðrum sínum á þessu
sviði.
Til fróðleiks mó geta þess sem
dæmi um, hve Norðurlöndin
leggja mikið upp úr þátttöku í
þessum nefndarstörfum, að í fé-
lagsmálaráðuneytum þar eru sér-
stakar deildir, sem hafa á hendi
þau störf, sem aðallega vita að
þátttöku í Evrópuráðinu og Al-
þjóðavinnumálastofnuninni. Norð
urlöndin 3 hafa einnig sent tvo og
jafnvel þrjá fulltrúa til funda í
þessum nefndum á undanförnum
árum. Að sjálfsögðu gerir félags-
máiaráðherra, Eggert G. Þorsteins
son, sér fullljóst mikilvægi þess,
að ísland taki þátt í áðurgreind-
um störfum, og er þess að vænta,
að við látum þessi mál meira til
okkar taka í framtíðinni en verið
hefur.
Vissulega er það svo, að mál
eru lengi í afgreiðslu hjá þessum
nefndum, en margs er að gæta og
aðildarríkin þurfa að gera grein
fyrir sérstöðu sinni til einstakra
mála og jafnvel fyrirvara um ein-
stök atriði. Þannig tók það nokk-
ur ár að igera br'ágðabirgðasamn-
ing Evrópuríkja um félagslegt ör-
yggi og brágðabirgðasamþykkt
Evrópuríkja um framfærsluhjálp
og læknishjálp, en samningar þess
ir voru fullgiltir af íslands hálfu
1963. Nú er unnið að fyllri gerð
Evrópusamþykktar um félagslegt
öryggi. Innihald þeirrar sam-
þykktar er að láta þegna aðildar-
ríkjanna njóta þein-a hlunninda,
sem tryggingalöggjöf aðildarríkj-
anna veitir þegnum sínum, gagn-
kvæmt. Þess má geta, að í gildi
eru gagnkvæmir samningar um
þessi efni milli þó nokkurra ríkja,
sem gerðir höfðu verið, áður en
san þykkt Evrópuráðsins var fuli-
giit. Reyndin er sú, að með gerð
tvíhliða eða marghliða gagn-
kvæmni samninga, má ryðja veg-
inn fyrir samþykktir Evrópuríkja,
eða alþjóðasamþykktir um ein-
stök mál á ýmsum sviðum mann-
legra samskipta o'g mikilvægi
þeirra er því veruiegt, Félags-
málanefndin hefur fyrir nokkr-
um ár'um gengið frá félagsmála-
sáttmála Evrópu, sem tekur m.a.
til vinnuréttinda og félagsmála-
réttinda daglaunamanna og
kvenna, en í athugun er fullgild-
ing hans af íslands hálfu.
Á síðasta fundi félagsmála-
nefndarinnar .voru m.a. á dagskrá
athuganir á samþykktum Alþjóða
vinnumálastofnunarinnar um þátt
töku ungmenna í hættulegum at-
vinnugreinum, mál varðandi at-
vinnusjúkdóma, bamaverndarmál
og störf félagsmálaráðgjafa, svo
fátt eitt sé nefnt. Á fundi sérfræð-
inganefndarinnar var unnið að
því að leggja síðustu hönd á gerð
Evrópusamnings um félagslegt ör
yggi til þess að leysa af hólmi
brágðabirgðasamning um sama
efni, er áður getur. Ennfremur
var hafinn undirbúningur að
samþykkt um félagslegt öryggi
stúdenta, sem er mjög mikilvægt
mól fyrir okkur, sem sendunj svo
marga stúdenta til náms út fyrir
landsteinana.
Að sjálfsögðu var félagsmálá-
ráðherra gefin ýtarleg skýrsla um
störf nefndanna. En það er svo,
að mikið lesmál berst til ráðuneyt
isins um þessi efni, sem erfitt er
að komast yfir að lesa og er mik-
ill vinnusparnaður að því að
sækja þessa fundi, þannig að
hægt er að fá upplýsingar um
þessi atriði í gegnum urtiræður,
þar sem málin eru skýrð í stórum
dráttum.
Miklu fleira mætti segja frá
störfum þessara nefnda, en rúm
leyfir ekki.
SMURI BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25.
Sími 16012.
ENN kom fram 1. maí sú
skoðun, að íslandi verði ekki
stjórnað gegn verkalýðshreyf-
ingunni. Þetta er nú orðið
viðurkennd staðreynd. Afl
hennar er slíkt og sérstaða
liennar þvílík, að framhjá
henni vcrður elcki gengið um
landstjórn og þjóðarbúskap.
Meginsigur íslenzku alþýðu-
samtakanna er sá, að nú er
við stéttir hennar miðað, en
áður var framhjá þeim geng-
ið. Verkamenn og sjómenn
voru réttlausir að kalla fyrir
hálfri öld, kúgdðir og arð-
Verkalýðshreyfingin og bændastéttin
rændir. Nú eru tekjur ann-
arra þjóðfélagsþcgna ákveðn-
ar til samræmis við það, sem
verkamenn og sjómenn bera
úr býtum. Víst má deila um
skiptinguna, en þessi stað-
reynd fer ekki milli mála.
Hornrekur þjóðfélag-sins?
Hiutskiipti annarra stétta
er með öðrum hætti. Tíminn
lýsir því til dæmis iðulega yf-
ir, að bændur séu verst lawn-
aðir af vinnandi stéttum á ls-
landi. Um þetta má deila, en
afstaða Tímans er eigi að síð-
ur athyglisverð. Bændur' voru
fyrir hálfri öld forustustétt
vinnandi fólks á íslandi. Nú
hafa þeir sett svo ofan, að
tekjur þeirra miðast við af-
komu verkamanna og sjó-
manna, og Tíminn álítur hlut
þeirra allt of lítinn.
Verður er verkamaðurinn ■
launa sinna. Sama gildir um
bændur. Störf þeirra eru sam-
félaginu mikil nauðsyn. Hins
vegar orlcar mjög tvímælis, að
skipulag landbúnaðarins á
íslandi sé eins og vera ætti.
Og bændur hljóta sannarlega
að íhuga þann boðskap Tím-
ans, að þeir séu homrekur
þjóðfélagsins.
Harður dómur
Umhugsunarefnið er þó enn
meira. Iiverjir hafa farið með
mál íslenzkra bænda síðustu
hálfa öld á sama tíma og
verlcalýðshreyfingin í þétt-
býlinu hefur þokazt til merki-
legrar sóknar og frægra sigra?
Boðskapur Tímana um bág-
an hag íslenzku bændastéttar-
innar er harður dómur um
störf og stefnu þess flokks,
sem eixfkum hefur þótzt vera
málsvari bændanna og dreif-
býlisins. Og furðulegt má það
heita, að hann skuli nú í til-
efni 1. maí ætlast til fylgis
verkamanna og sjómanna.
Væri ekki Framsóknarflokkn-
um nær að sinna því, sem
hann hefur vanrækt eða hon-
um mistekizt að dómi Tínxans,
áður en hann fer að bjóða
öðrum stéttum forustu sína?
4. maí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5