Alþýðublaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 2
IIUUUUUIUI
IIIUIIUIIIUI
11111111111111
Rvík, SJÓ
í gær kom fyrir réttinn í máli
skipstjórans á togaranum Brandi,
liinn ákærði, Bernard Newton. Eft
ír yfirheyrslurnar fór fram mál-
flutningur og krafffist sækjandi
^.íi'tegraj saScsr|.uiarlauin|a 'sér til
tianda og þess aff veiffarfæri yrðu
gerff upptæk. Verjandinn krafðist
iþess, aff skjólstæffingur sinn yrði
sýknaffur af öllum kærum,
í upphafi málsóknar var sein\i
ákæran á ihendur skipstjóranum
lá togaranum Brandi birt og hljóð-
aði hún upp á óheimila brottsigl-
ingu úr höfn og að beitt hefði
verið ofbeldi gegn lögregluþjón-
unuin. Fyrri ákæran hafSi verið
toirt áður, en hún hljóðaði upp á
ólöglegar togveiðar innan íslenzkr
ar landhelgi.
Þar næst hófust yfirheyrslur á
skipstjóranum. Aðspurður um
Ibrottför sína, sagði Newton, að
cnginn hefði sagt honum að vera,
en svaraði ekki ítrekaðri spurn-
ingu um það, hvort honum hafi
ekki verið ljóst, að Ihann mætti
ekki fara. Skipstjóri viðurkenndi
iað hafa lokað lögregluþjónana
inni ásamt bátsmanni sínum, en
svaraði hins vegar ekki spurn-
ingu um, hvers vegna hann hefði
gert það. Sagðist hann hafa gert
sér ljóst, að þetta voru íslenzkir
löggæzlumenn og telur að þeir
toafi verið um borð af ýmsum á-
stæðum, sem hann skilgreindi ekki
nánar. Ekki vildi skipstjóri meina
að lögreglumenn hefðu verið toeitt
ir ofbeldi né að skipverjar hefðu
iiaft barefli með höndum. New-
ton viðurkenndi, að lögregluþjón-
arnir hafi beðið hann að snúa við,
en þar toefði ekki verið um skip-
un að ræða. Um áfengisskammt-
inn sagði hann, að nokkrum af
sklpshöfninni hefði verið laíað
áfengi, sem þeir hefðu ekki feng-
ið í langan tíma, en þar væri ekki
um mútur að ræða. Viðurkenndi
hann ennfremur, að hann hefði
iáti<5 mála nýtt númer iá skipið.
Einnig sagðist hann hafa haft
saniband við brezkan togara um
motguninn og þá einungis spurt
um, aflabrÖLjð. Hann sagði, að
jafiian hefðu verið í brúnni 3
vaktmenn og lögregluþjónarnir
tvejr auk hans sjálfs. Sagði New-
ton^ að öll samskipti bans við lög-
} •
regluþjónana hafi farið vinsam-
lega fram.
Ákærði var spurður að lokum
um, hvort hann hefði ekki ein-
hverja ósk fram að færa. Bað
hann þá um, að skipinu yrði við
fyrsta tækifæri sleppt, en þeirri
beiðni var aftur á móti háfnað.
Eftir yfirheyrslurnar hófst mál-
flutningur. Sækjandinn, Bragi
Steinarsson, tók fyrstur til máls
og krafðist hann þess af hálfu á-
kæruvaldsins, að afli og veiðar-
færi yrði gert upptækt og kæmu
í vörslu Landhelgisgæzlunnar.
Einnig krafðist hann ríflegra sak-
sóknarlauna sér til handa frá hin-
um ákærða og greiddur yrði saka-
kostnaður.
Bragi lagði fram skýrslur yfir-
manna á flugvélunum og varðskip-
unum, er tóku þátt í eftirförinni,
og einnig skýrslur lögregluþjón-
anna, máli sínu til stuðnings. Sagði
hann, að óyggjandi sannanir væru
fyrir því, að togarinn hefði verið
að ólöglegum veiðum innan land-
helginnar og sagði, að ljósmynd-
ir ihafi sannað það, að togarinn
hefði verið með fisk í vörpunni á
Iþeim tíma. Sagði hann, að ákærði
hefði viðurkennt að svo væri. Um
flóttann frá Reykjavíkurhöfn sagði
Bragi, að skipstjóri hefði ekki
ennþá gert fyllilega grein fyrir
honum, og væri því ljóst, að hann
hefði gerzt brotlegur með þeirri
ráðstöfun. Sagði sækjandi, að
Landhelgisgæzlunni væri að öllu
leyti heimilað að stöðva togar-
ann úti á rúmsjó.
Verjandi skipstjórans, Benedikt
Blöndal, tók þessu næst til máls
og krafðist þess, að skjólstæðing-
ur sinn yrði sýknaður af öllum
Frh. á bls. 15.
VEFNAÐARAÐFERÐIN
SKIPTIR EKKI MÁLI
Um þessar mundir er í Unu-
húsi viff Veghúsastíg sýning á
myndvefnaði eftir Ásgerffi Búa
dóttur. Er þetta þriffja einka-
sýning- Ásgerffar.
— Fyrsta einkasýning mín
var í vinnustofu minn, sagði
Ásgerður; er hlaðamaður Alþ,-
bl. ræddi lítillega við hana á
heimili ihennar. Síðan sýndi ég
í Bogasalnum 1964, en sýning-
in sem nú er í Unuhúsi er hin
þriðja.
— En hvað um samsýning-
ar?
— Ég hef tekið þátt í sam-
sýningum erlendis, á vegum
Norræna listabandalagsins i
Gautaborg, í samnorrænni sýn
ingu í Musée des arts décora-
tifs í París og alþjóðlegri sam-
sýningu í Miinchen.
— Viltu segja okkur eitthvað
frá því hvernig þú byrjar að
vinna teppin, toveniig mynztrin
verða til o.s.frv.
— Ég geri fyrst liugmynda-
skissur og fer svo að viða að
mér bandi í vefinn. Þetta toand
íhef ég svo fyrir augum, hand-
leik og raða, jafnframt því
sem ég vinn að teikningunni.
Stundum fullgeri óg hana áð-
ur en ég byrja að vefa, jafnoft
breytist þetta og mótast eftir
því sem verkið vinnst.
— Hvaða vefnað notarðu?
— Ég vef krossvefnað, en ég
er nú anzi hrædd um að ég
fari langt frá honum stundum.
í raun og veru finnst mér að
vefnaðaraðferðin sjálf skipti
ekki miklu máli. Aðalatriðið er
að skilja það efni sem maður
hefur til túlkunar, hvort held-
ur er gler, járn, olíulitir, ull,
tré eða steinn. Þetta hafa Norð
urlandaþjóðirnar skilið, enda
hefur verið ofið þar síðan þess
ar þjóðir urðu til. Fraklkar
hafa hins vegar drýgt þar marg
ar syndir. Vefnaður er og verð
ur aldrei málverk og fylgir allt
öðrum lögmálum. Hvort sem
maður vefur stór eða lítil teppi
vejiður þessi fcilfinning fyrir
efninu, ullinlni, ullarlitunum,
að vera fyrir hendi. Myndvefn-
aður er sjálfstætt listform og
verður að túlkast og skiljast
sem slíkt.
— Þú notar íslenzkt hand?
— Já, ég nota að mestu leyti
íslenzkt band, og aðaluppistað-
an í litunum sem ég nota eru
FYamhald á 13. síðu.
iiiiiiuiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiitiuiiiiHiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiuiMiMiiiiiiiiiiiiiiiif iiiiiiiiiiiiiiiu....mmmmmiii
Fráj réttarliöldunum í gær. Á
myijdinni sjást, taliff frá vinstri:
Beniedikt Blöndal, verjandi sak-
boráings, Newton skipstjóri á
Brajidi, Brian Holt ræffismaffur
Brefa á íslandi og Geir Zoega,
umboðsmaffur brezka togarans.
2 f 4. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
............................................................................................................................................................................................■■■■■■■■<■..............................