Alþýðublaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 8
ÍSLENZKT þjóðfélag hefur mikið breytzt, Hermann, síðan Hlíf var Btofnuð í ársbyrjun 1907. En finnst þér ekki margt hafa breytzt i þjóðfélaginu síðan þú hófst þátt töku í verkalýðsbaráttunni fyrir rúmum aldarfjórðungi? — Jú, svo sannarlega. Þá var atvinnuleysið, erfiðasta viðfangs- efnið. Um skeið hefur ekki þurft að glíma við þann vanda, en verk efnin eru ærin, og baráttan held ur sífellt áfram. Segja má líka að baráítuaðférðir séu ólíkar því sem áður var, því að svo mörg réttindi hafa verkalýðssamtökin öðlazt fyrir þrotlaust starf. En ný vandamál rísa með nýjum tímum, og ný viðhorf skapast til hlutanna. Þess vegna er hlutverk samtakanna alltaf jafngildandi. — Verkamannavinnan hefur /breytzt, og því þarf önnur tök á hlutunum er það ekki? — Jú, sérhaefing verkafólks er orðinn miklu meiri en áður var. Vinnuvélar hafa að mestu tekið við af haka og skóflu, alls konar nýting hráefnis kallar á sérþekk ingu og nákvæmari vinnubrögð. Og hinar stórvirku vinnuvélar krefjast undirbúnings við stjórn þeirra og sérstakra hæfnisprófa. — Hvað segir þú um þessi hæfnispróf? — Þessi sérpróf eru nauðsyn leg. Ég fagna því, að krafizt er sérþekkingar og sérprófa við með ferð og stjórn þessara tækja. Ör yggið á vinnustöðunum hefur á- vallt verið mikið viðfangsefni okk ar í verkalýðssamtökunum, og það verkefni er ævarandi. — Svo að við snúum okkur að atvinnumálunum, Hermann, þið í Hlíf létuð ekki sextíu ára af mælið svo hjá líða, að Hafnfirð ingar yrðu ekki félagsins varir, efnduð til borgarafundar og heimt uðuð bæjaryfirvöld til reiknings skila og uppgjörs. Hvað viltu i;m þennan umtalaða borgarafund segja? — Það er ekki nýtt í sögu Hlíf ar, að boðað sé til borgarafundar um atvinnumál. Það var gert árið 1940. Hins vegar hefur Hlíf í mörg undanfarin ár helgað fyrsta fund sinn á nýbyrjuðu ári atvinnu málunum. Þetta er orðin hefð í starfsemi Hlífar. Ég veit ekki til, að hún eigi sér hliðstæðu annars staðar. Bæjarstjórn og bæjarstjóra er þá boðið að ræða um atvinnumálin á þessum fundi og reynt að gera þetta á sem raunhæfastan og já- kvæðastan hátt. Umræður og af- skipti af atvinnumálum í bænum standa djúpum rótum í félags- starfi og baráttu Hlífar. Segja má raunar, að ýmsir merkustu áfang- ar í atvinnusögu líafnarfjarðar séu runnir undan rifjum Hlífarmanna í Hlíf voru málin rædd og rakin, og ef aðrir urðu ekki til fram kvæmda, hófst félagið sjálft handa og tók þátt í framkvæmd unum. Hlíf hefur alltaf átt mjög Hermann Guðmundsson. ríkan þátt í þróun atvinnumála í Hafnarfirði. Þetta er næsta eðli legt. Atvinnuöryggi er verkalýðn um fyrir öllu. Barátta Hlífar hef ur ávallt miðað að því að ekki komi til vinnutaps. Um þetta vitnar 60 ára saga félagsins. Við værum ekki innsta kjarna starfs ins trúir ef við létum þennan þátt niður falla. — En hafið þið ekki verið cllu afskiptasamari um þessi efni síðustu mánuðina en stundum áð ur? — Jú, raunar má segja það. Ég geri ráð fyrir, að við höfum verið ofskiptasamari um atvinnumálin á þessu ári en að undanförnu. — Hvers vegna? — Astandið í bænum hefur ekki verið eins gott og skyldi á síðast liðnum vetri. Yfirvinna og nætur vinna hefur verið skorin niður, og hér verður að játa þá sorg legu staðreynd, að enginn lifir á dagvinnunni einni. Yfirvinna er því ill nauðsýn fyrir heimilin. Kvennavinna 'hefur dregizt mjög mikið saman, og það er óheilla- vænleg þróun. Velmegun síðast liðinna ára hefur ekki hvað sízt byggzt á búsílagi kvennanna. Krafa verklýðsfélaganna í Hafnar firði er því skilyrðislaust sú, að bæjaryfirvöld sporni gegn því af fremsta megni, að starfræksla, sem byggir á framlagi kvenna, dragist saman eða verði alger lega látin lognast út af. Þess mun fljótt gæta í afkomu heimilanna og raunar bæjarfélagsins í heild. — Borgarafundurinn snerist mikið um bæjarútgerðina. Hvað viltu segja um það mál? Mér er það ekkert launungar mál, að ég er því algerlega mót fallinn, að bæjarútgerðin verði látin úr eigu bæjarfélagsins. Bæj arútgerð Hafnarfjarðar hefur ver ið lyftistöng ýmissa framfara í IJafnarfirði og beinlínis bjargvætt ur heimilanna, þegar mest svarf að. Erfiðleikar hennar núna eru engin forsenda þess að breyta þar um eigendur. Miklu fremur væri ástæða fyrir forráðamenn bæjar ins að sýna þá framsýni og dug að gera reksturinn haldkvæmari og meira að kröfum nútímans, svo að hann komi verkalýðnum og bæjarbúum í heild að sem mestu gagni. Erfiðleikarnir eru ekkert meiri en ýmissa annarra fyrir- tækja, og vandann ætti að vera hægt að leysa, ef vilji er fyrir hendi og allir leggjast á eitt. — Þú óskar sem sagt ekki eft ir því, að þetta stóra atvinnufyr irt.æki lendi í eigu einstaklinga eða félaga? — Nei, reynslan hefur sýnt, afi Viðskipti við bæjarfyrirtæki hafa reynzt okkur í verkalýðshreyfing unni betri en við önnur fyrirtæki enda er það eðlilegt, þar sem hag ur verkalýðsins og bæjarfélags- ins í heild hlýtur að fara saman. — Þú hefur þá ækki sérstaka trú á að almenningshlutafélag geri betur? — Ég held ekki. Almennings hlutafélög gætu sjálfsagt verið góð, ef rétt væri á máluip haldið. En reynslan er ólygnust. Hætt er við, að fljótlega sæki í varhuga vert horf og einstaklingssjónarmið in verði ofan á, ef hugarfarið breytist ekki til muna. Bæjarút- gerðin á að vera eign bæjarfé- lagsins og þar með fólksins, og hana á að efla og þróa með hag fólksins fyrir augum. — Mætti ég minnast á Norður stjörnuna? —- Já, því ekki það, Það er nauðsynlegt, að svo þýðingarmik ið atvinnufyrirtæki verði starf- rækt. Meiri tækni í meðferð sjáv arafla og fullkomnari nýting hans hlýtur að skipta meginmáli í framtíðinni. Hér var um mjög mik ilsverða tilraun að ræða, og hún má ekki kafna í fæðingunni. Stjórnarvöldum ber beinlínis skylda til að styðja þessa tilraun eins og allar tilraunir, sem horfa til meiri nýtingar á hráefnum og betri atvinnumöguleika fólks ins. Það skiptir ekki máli, þegar hér er komið, hvernig til tókst um stofnun og byrjunarfram_ kvæmdir. Aðalatriðið er, að hér er risin merlc fiskvinnsluverk- smiðja, sem nauðsynlegt er að fái starfað og geti sýnt, hvaða mögu leikar eru fyrir hendi. Atvinnulíf ið í bænum má ekki við því, að Gubmunc af /. maí Frá Hafnarfirði. V/ð/o/ v/ð Hermann Hafnarfirðí, / tilefni 3 4. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.