Alþýðublaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 9
KASTUÓS „Dúfurnar" fá óvænta aðstoð ANDSTÆÐINGAR styrjaldarinn- ar í Vietnam, sem langflestir eru vinstrisinnaðir eins og að líkum lætur, hafa fengið óvænta aðstoð. Repúblikanar, sem almennt eru taldir íhaldssamari en demókrat ar þótt margir frjálslyndir menn séu í röðum þeirra, hafa fengið andstæðingum Vietnam-styrjald- arinnar, sem ganga und’r nafn inu „dúfurnar“, öflugt vopn -í hendur. Er hér um að ræða skýrslu, sem skrifstofa þing- flokks repúblikana í öldunga. deildinni hefur samið um stvrj öldina í Vietnam og byggir á ná kvæmri rannsókn á þróun styrj aldarinnar. í skýrslunni er afdrát.tarlaust vísað á bug meginrökserndum Johnsons forseta og stjórnar hans í Vietnammálinu, □ í skýrslunni er því vísað á bug, að hinn stórfellda þátttaka Bandaríkjanna í styrjöldinni í Vi etnam sé bein afleiðing skuld- bindinga, sem bandaríska stjóin in hafi tekizt á hendur í stjórr. artíð Eisenhowers forseta, því að eins og bent er á í skýrslunni og eins og margir aðrir hafa bent á einnig, var hér um að ræða takmarkaðar skuldbinding ar, sem bundnar voru skiVvrðum, sem Suður-Vietnamstjórn hefur aldrei staðið við. □ í skýrslunni er því neitað, að styrjöldin eigi rót sína að rekja til hreinnar og beinnar irmrás ar frá Norður Vietnam, en því haldið fram að ástandið beri viss an keim af borgarastyrjöld. □ í skýrslunni er á það iögð áherzla, að Bandaríkjamenn standi svo að segja einir í Viet. nam, því að Bandaríkjameon sjálfir standi straum af kostnaði af dvöl hersveita frá Suður-Kór- eu í Vietnam en hersveitir frá öðrum bandamönnum Bandaríkj anna í Vietnam séu svo fámenn ar að þær slcipti naumast nokkru máli. Engan þarf að undra þótt Fulbright öldungadeildarmaður, sem er fremstur í flokki „dúfn anna“ í Bandaríkjunum, hafi TOWER: Sárgramur. ,,g fagnað skýrslunni og lýst því yf ir, að hana ættu allir Banda- ríkjamenn að lesa. SKÝRSLAN virðist fyrst og fremst samin í því augnamiði að leysa Eisinhower forseta og Repúblikanaflokkinn undan aiiri ábyrgð á þátttöku Bandaríkja- FULBRIGIIT: Himinlifandi. manna í styrjöldinni í Vietnam. Frá bæjardyrum rebúblÍKana séð, yrði það stórkostlegur póli tískur ávinningur ef takast mætti að sannfæra bandarísku þjóðina um, að þessi staðhæíing sé rétt, Styrjöldin er mjög ó- vinsæl, og ef republikönum tæk ist að skella skuldinni á John son forseta og Demókratafiokk inn yrði það til mikils hagræðis fyrir repúblikana í forseta- og þingkosningunum næsta ár. Skýrslan verður sem fyrr seg ir aðeins skrifuð á reikning skrif stofu þingflokks repúblikana í öldungadeildinni. Flestir öidunga deildarmenn repúblikana höfðu hvorki lesið skýrsluna né lagt blessun sína yfir hana áður en hún var birt. Og undirtektirnar, sem skýrslan hefur fengið, sýna glögglega, að repúblikanar eru engu síður klofnir í afstóðu sinni til styrjaldarinnar en demókrat ar. Repúblikanar, sem eru harðir í liorn að taka og ganga því undir nafninu „haukarnir", menn eins og öldungadeildar- mennirnir Thurmond og Tower, hörmuðu skýrsluna mjög. Þeir sögðu, að skýrslan hefði verið samin til að græða atkvæði og fordæmdu það. Þeir sögðu, að Repúblikanaflokknum bæri að styðja forsetann og herafla Bandaríkjanna í „miskunnar- lausri sókn hans gegn fjand- manninum“. Þeir létu í ljós þungar áhyggjur vegna þess ó- heppilega tíma, sem vab'nn var til að birta skýrsluna — skömmu eftir að Westmoreland hershöfð- ingi, yfirmaður liðsafla Banda ríkjanna í Vietnam, hafði skír- skotað til þjóðarsamheldni í styrjöldinni. „Dúfurnar" í flokki repúblik- ana, öldungadeildarmennirnir Ai ken og Cooper og hinn nýkjörni og efnilegi Hatfield, voru himin lifandi. Þeir eru þeirrar skoðun ar, að í forsetakosningunum á næsta ári verði forsetaefni repú blikana að bjóða upp á aðra leið en þá sem farin hefur verið til þessa af forsetanum og stjórn inni í stað þess að styðja stefnu forsetans í aðalatriðum og gagn rýna hana aðeins í smáat.riðum. MILLI þessara andstæðu skoð_ ana ríkir sú almenna skoðun með al repúblikana, að affarsælast sé að styðja við bakiö á forsetanum og herforingjunum á vígvellin um, þar sem atburðarásin hljóti óhjákvæmilega að verða repú- blikönum til frámdráttar, þegar stríðið dragist á langinn. Eins og leiðtoginn í repúblikanaflokkn- um í öldungad., Kirksen öldunga deildarmaður, orðar það: „Við skulum ekki gera styrjöldina að baráttumáli í kosningunum ’68. En þjóðin mun gera hana að báráttumáli." Það má líka telja sennilegt, að skýrslan verði repúblikönum til framdráttar. Eisenhower hers- höfðíngi hefur sjálfsagt' ekki tal ið það vera virðingu sinni sam boðið að lýsa sig mótfal'inn því að stjórnin gangi of langt í skuldbindingum þeim, sem hann tókst á herðar þegar hann var förseti gagnvart Diem, þáverandi forseta Suður Vietnam. "ÖldungadeiJdarmenn repúblik- ana éiga ekki auðvelt með að tála máli Eisenhowers, þegar hinn fyrrverandi forseti tekur þann kostinn að þegja. En hinir nafnlausu höfundar Vietnam- skýrslunnar hafa fært sönnur á mikilvægt atriði, sem þeir vilja að fari ekki fram hjá neinum: Þátttaka Bandaríkjanna í styrjöldinni í Vietnam á' rót sína að rekja til ákvörðunar er tekin var í stjórnartið demókrata en ekki í stjórnartíð repúbiikana. 'A Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna á ] Suðurnesjum j verður haldin í Stapa, í kvöld, föstudaginn 19. maí kl. 9. j Þrír efstu menn A-listans flytja ávörp. Fjölbreytt skemmtiatriði. — Dansað til kl. 2, efitir miðnætti. Á Alþýðuflokksfólk og aðrir velunnarar Alþýðuflokksins velkomið. GÓLFTEPPI íslenzk Wilton gólfteppi '<W. \ Ensk Wilton gólfteppi : \ Ensk Axminster gólfteppi : 1 Ný sýnishorn fyrirliggjandi : í Höfum flutt "wrrr ■■ L .y af Skúlagötu 51 í Grundargerði 8. ■ ' GÓLFTEPPAGERÐIN HF. Grundargerði 8 — Sími 33941. 1 Hótel Selfoss auglýsir Hótel Selfoss hefur tekið til starfa. Fram- reiddur er matur. og 'aðrar veitingar allan daginn. Get tekið á móti ferðamannahópam með stuttum fyrirvara. Verið velkomin á HÓTEL SELFOSS. \ Steinunn Hafstað. AÐALFUNDUR Aðalfundur Hagtryggingar h.f. í Reykjavík árið 1967 verður haldinn í veitingahúsinu Sigtúni, Reykjavík, laugardaginn 20. maí og hefst kl. 14.30. D A G S K R Á : 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykktair félagsins. 2. Lögð fram tillaga félagsstjórnar um hlutafjáraukningu. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum, eða öðrum, með skriflegu umboði frá þeim, í skrifstofu félags- ins 'að Eiríksgötu 5, Reykjavík, dagana 17. til 20. maí n.k. á venjulegum skrifstofutíma. STJÓRN HAGTRYGGINGAR H.F. 19. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.