Alþýðublaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 10
Mlnning Frh. af. 7. síðu. hún skrifaði fyrstu skáldsögu sína, Arf. Að vísu hafði hún fengizt allmikið við ritstörf áður, eins og sagt er hér að framan, og lítið hefti með ævintýraleikjum eftir hana kom út árið 1934. En alla tíð, síðan ég kynntist Ragn- heiði og verkum hennar, hef ég harmað, að hún skyldi ekki á unga' aldri hafa látið undan gáfu sinni og gerzt skáldsagnahöfund- ur af þeim þrótti og boðaföllum, sem æskan ein býr yfir. Hún náði langt, þegar haft er í huga, að hún stóð á fimmtugu,1 þegar hún gaf út þá skáldsögu, sem 'hún hlaut fyrst verulega viður- kenningu fyrir, í skugga Glæsi- bæjar. Síðuslu tvo áratugina var hún mikilvirk, enda sískrifandi, og skipta bækur hennar nú orðið tugum. Sumar þeirra bóka eru meðal þess bezta, sem skrifað hef- ur verið á þessum ábum. Má þar nefna sumt í skáldsagnabálkin- um Úr minnisblöðum Þóru frá Hvammi og skáldsöguna Mín liljan fríð, sem halda mun nafni Ragnheiðar lengst á lofti. Hún var í fremstu röð barnabókahöf- unda, svo að ekki sé meira sagt'. Áður hefur verið minnzt á Ævin- . týraleikina, sem eru einstæðir í íslenzkum bókmenntum. Sama máli gegnir um fyrstu tvö bind- in af Dórubókunum, og ýmsar bækur hennar fyrir yngri börn, svo sem Hörður og Helga og Glað- heimabækurnar, eru gerðar með miklum snillitökum. í öllu, sem Ragnheiður skrif- aði, kennir djúprar samúðar með þeim, sem minna mega sín og á einhvern hátt lenda utan við náð ,og nægtabrunna þessa jarðlífs. Þar er að finna hina djúpstæðu lífsskoðun Ragnheiðar, .skilning- inn á þjáningum þeirra, sem ut- an við standa, óskina um betra líf og þroskameira samfélag. — Vera má, að ritverk hennar í gjaldi að jnokkru þessa ákveðna undirtóns, en á' móti kemur þá hitt, að þau eru sjálfum sér • samkvæm og persónuleg, svo að höfundur þekkist, hvar sem gripið 1 er niður í verk hennar. Ragnheið- ur var heilskyggn unnandi rétt- lætis og sannleika og eldheit í andanum alla tíð fyrir betra bræðralagi allra þjóðflokka á þessari jörð. Hefði hún verið líkamlega hraustari, hefði hún vafalauist orðið félagsmálagarp- ur. Hún hafði tilfinninguna, á- hugann og samkenndina með • meðbræðrunum. Ritverk hennar ; vitna um þessar djúpstæðu eig- indir og eðlisþætti. Á síðustu árum var Ragnheið- : ur góður liðsmaður í samtökum rithöfunda, og formaður Rithöf- undafélags íslands var hún um skeið. Ég kynnlist Rágnheiði Jóns- , dóttur, þegar ég gerðist kennari við barnaskólann í Hafnarfirði fyrir þrjátíu vetrum. Þá varð ég leigjandi og kostgangari hjá þeim hjónum í húsi þeirra að Tjarnarbraut 5. Þar átti ég heim- ili í fimm ár, eða þar til ég fór utan til framhaldsnáms árið 1941. Hefur mér alla tíð síðan verið það ljóst, að þessi ár mín á Tjarnarbraut 5 voru mér mikil þroska- og gæfuáf. Ég kom í hús þeirra hjóna fávís og fátækur unglingur um tvítugt og átti naumast stól til að sitja á, hvað þá skrifborð eða hillur undir mínar fáu bækur. Húsráðendur tóku mér með fádæma elskusemi og hlýjum áhuga fyrir framförum mínum og gengi, og ég var svo ungur, að það kom af sjálfu sér, að ég varð vinur barnanna. Ég fann aldrei fyrir því, hvað auðn- arlegt var í herbergi mínu í fyrstu, því að heimilið stóð mér strax opið, og ekki einungis þægilegar stofur, gnægð góðra bóka og þekkilegur ytri búnaður, heldur manneskjulegt viðmót og leiðbeinandi framkoma, mennt- andi umtalsefni og skemmtandi viðræður. Og þar var gestagang- ur fólks, sem áhuga hafði á þroskaleiðum mannkyns, bók- menntum og listum. Ég hygg, að ég hafi aldrei kynnzt hjónum, sem betur voru gefin en Ragnheiður og Guðjón; hann slíkur hagleiks- maður, að allt lék honum í hönd- um og á tungu, en hún gáfuS, svo að af bar, síhugsandi um mannleg vandamál, lífsgátuna sjálfa og leiðir til þroska og framfara. Það lætur að líkum, að ungur maður hlaut að auðgast og mannast af samvistum við þau lijón. Ragnheiður var stórvel mennt- uð af ævilöngum lestri bók- mennta. Hef ég engum kynnzt á lífsleiðinni, sem haft hefur jafn fölskvalaust yndi af bóklestri. Hann var henni nautn, svo að hún gat skapað sér heim út af fyrir sig meðal bóka og höfunda og unað þar og notið í ríkum mæli. Vera má, að langvinnt heilsuleysi hafi stuðlað að því, aS hún gekk enn meira á vit bókum en ella hefði orðið, en þó er mér nær að halda, að bóklestur hafi verið henni eðlislæg þörf, eins og að anda og nærast. Þegar ég heim- sótti hana þremur dögum fyrir andlát hennar, gat hún lítið við mig rætt fyrir áhrif deyfilyfja, en þó spurði hún, hvorl ég hefði lesið nýútkomna ljóðabók, sem hún gladdist yfir helsjúk, og eina kvörtun hennar var sú, að geta ekki valdið því að lesa stóra ævi- sögu um erlendan eftirlætishöf- und, sem sonur hennar hafði fært henni á sjúkrabeðinn. Beztu minningar mínar um Ragnheiði eru bundnar umræður okkar um bækur og höfunda, persónur í skáldritum, og frá'sögnum henn- ar af því, er hún kynntist á unga aldri við einstök ljóð og skáld. Það var jafnan eins og ástarjá'tn- ing og átti sannarlega skylt við upphafningu og lífsnautn. Þegar ég nú kveð Ragnheiði Jónsdóttur hinztu .kveðju, geri ég þa’ð með þeirri fullvissu í huga, að ég hafi orðið betri maður og meiri af kynnum mínum við hana og fjölskyldu hennar. Ég held hún hafi vitað þelta sjálf, og ég vona, að það hafi glatt hana til leiðarloka. Samúðarkveðja mín til Guðjóns, barnanna og ástvina allra er ofin söknuði mínum, en um leið þakklæti fyrir þroskandi kynni og gleði yfir góðri sam- fylgd. Stefán Júlíusson. Grikkland Frh. af 5. síðu. þykkt. Almennur fundur í Iðnó hinn 4. maí 1967 fordæmir harðlega valdarán 'það, er fasistar og gríski herinn frömdu í Grikklandi hinn 21. apríl síðastliðinn. Er illt að slíkt skuli geta átt sér stað £ evr ópsku lýðræðisríki nú á tímum og verður eigi við unað. Fundurinn krefst þess, að beitt verði öllum tiltækum ráðum til að efla á ný grísk lýðræðisöfl, einræðt hers og fasista verði brotið á bak aft ur og lýðræðið endurreisf. Skor ar fundurinn á ríkisstjórn íslands að beita öllum áhrifum sínum á al þióðavettvangi til þess, að iyðræð isleg ríkisstjórn taki sem fyrst við völdum í Grikklandi. Ályktunin hefur verið send tll grískra stjórnarvalda og sömuleið is til Utanríkisráðuneytisins. Blöð um og útvarpi var send ályktunin. í framhaldi af Grikklandsfundin um. skrifaði stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna áskorunar bréf til ríkisstjórnarinnar vegna atburðanna í Grikklandi. Bréfið birtist hér annars staðar á æsku lýðssíðunni. Ungir jafnaðarmenn á íslandi standa dyggilega á verði gegn einræði og fasisma. Það verður ekki unað við, að öfgaöfl, hvort sem þau teljast til hægri eða vinstri troði lýðræði og frelsi vinstri, troði lýðræði og frelsi jafnaðarmenn berjast und'r merkj um frelsis og lýðræðis. Sjávarútvegur Frh. úr opnu. í sámræmi við það lága markaðs verð, sem mikið ,,heimsmagn;“ hefur í för með sér.“ Síðar bendir hann á, að liin hagstæða sala á árinu 1965 og hið háa verð þá hafi stafað af afla bresti í Chile og Perú, en þegar hafi syrt í álinn árið 1966, er framleiðsla iþessara tveggja landa hafi stóraukizt að nýju. Þá segir formaðurinn að ástand ið sé einfaldlega það, að fram- leiðslan sé orðin of mikii fyrir markaðinn. í sama eintaki Fiskaren er einn- ig skýrt frá stofnun norskrar nefndar, sem hefur það verkefni að kanna aðferðir við hugsanlega takmörkun síldveiða og makríls til bræðslu vegna marknðshorfa eða erfiðleika á móttöku í landi. Nefndin hefur ekki enn kom- ið fram með neinar ákveðnar til lögur, en hefur ýmislegt til at hugunar, svo sem „kvóta-kerfi.“ SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 16012. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. ERUM FLUITIR frá Frakkastíg 9 a<5 ÍySurlaodsbraut 10. Ath.s Sími okkar er nú 35277. Georg Ámundason & Co. Er traustasta merkið í sjónvarpstækjum. Útgerðarmenn Að gefnu tilefni ítrekar Landssamband ísl. netaverkstæðiseigenda að nætur verða ekki afhentar frá verkstæði, nema gegn stað- greiðslu eða öruggri greiðslutryggingu. Stjórn Landssambands ísl. netaverkstæðiseigenda. Auglýsing um breyttan afgreiðslutíma Yfir sumarmánuðina verður skrifstofan lokuð á laugardögum, en opin allt árið á mánudög- um til kl. 5 e. h. Að öðru leyti verður af- greiðslutíminn óbreyttur frá því sem verið hefur. TOLLST J ÓR ASKRIFSTOF AN ARNARHVOLI. Sparisjóður alþýðu Skólavörðustíg 16. Afgreiðsla opin kl. 9 til 4, á föstudögum kl. 9 til 4 og kl. 5 til 7 og á laugardögum kl. 9 til 12. Gengið er inn frá Óðinsgötu. Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar. Baldur Gunnarsson stjórnar. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. 10 maí 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.