Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 5
AlþýðublaBið Sjómannadagur — 28. maf 1967
5
Sjóslys við Eyjar
hann, hvort hann sjái ekki bát-
inn, sem sé að koma til þeirra.
„Nei,“ svarar Magnús. „Ég sé
engan bát.“
„Hvað er þetta eiginlega?“
segir Ólafur. „Ég skil þetta ekki.
Sko, nú er hann Eyjólfur Sig-
urðsson að henda út „baujunni“
og Guðleifur er í stýrisgatinu.
Sjáið þið ekki „íslendinginn?"
Hann er hér rétt við borðstokk-
inn hjá okkur.“
En enginn hinna aðspurðu sá'
neitt' til bátsins.
Ólafur varð mjög undrandi,
Guðjón Jónsson, formaður
á Sandfelli.
að félagar hans skyldu ekki sjá
bátinn við borðstokk þeirra. „Ég
er alveg hissa,“ sagði hann, „Ég
horfi á bátinn hér alveg hjá okk-
ur, og sé hann eins vel og ykk-
ur.“
Sá Ólafur síðan bátinn allt
þar til hann hvarf i hafmóðuna.
Virtist allt vera með eðlilegum
hætti varðandi háttalag báts-
ins og framkomu bátsverjanna.
Aldrei komu a'ðrir skipverjar á
„Enok I.“ auga á „íslending."
Féllu síðan samræður um bát-
inn niður, en Ólafur hugsaði
með sér, að gæta að því hvort
„íslendingur" lægi við festar
sínar á' höfninni, er þeir kæmu
að landi.
Luku þeir félagar við að draga
línuna, og að því búnu héldu
þeir heim á leið.
Það fyrsta, sem Ólafi Ingi-
leifssyni varð fyrir, þegar heim
á höfn kom, var að athuga hvort
„íslendingur" lægi þar við fest-
ar. Reyndist svo vera. Hann lá
við festar sínar á Botninum, eins
og aðrir bátar. Fannst Ólafi
þetta einkennilegt og ekki með
eðlilegum hætti. Kom honum
sitt hvað í hug, í sambandi við
þennan einkennilega atburð, en
ræddi ekki frekar um þetta við
skipsfélaga sína. Ákvað hann að
vera minnugur þessa atviks og
bíða og sjá hverju fram færi.
Leið svo vertiðin, að ekkert
kom fyrir. Síðan leið sumarið
og haustið, allt fram til á'ramóta.
Guðleifur Elísson var ráðinn aft
ur formaður á „íslending" ver-
tíðina 1916, en Ólafur Ingileifs-
son ráðlnn formaður á „Ásdísi,”
sem Gísli J. Johnsen áttl. „Ás-
dís” kom til Vestmannaeyja ár-
ik 1908 og var tæplega 14 smá-
lestir að stærð. Þótti báturinn þá
svo stór, að hann var aðallega
notaður til flutninga, og ekki
tekið að nota hann til fiskveiða
fyrr en árið 1911. Þessa vertíð,
þ.e. árið 1916 var ráðinn formað-
ur á „Happasæl" Árni Finnboga
son í Norðurgarði. Var hann dug
mikill sjómaður og aflamaður
góður.
Vertíðin 1916 hófst strax um
átamótin. Að morgni hins 5. jan-
úar var sjóveður gott og réru þá
flestir bátar. Um klukkan fjögur
tók að hvessa af suð-austri, en
um það leyti voru bátamir sem
óðast að koma að landi. „Happa-
sæll“ og „íslendingur" voru þá
báðir komnir. Um klukkan sex
kom vélbáturinn „Gnoð“, en for
maður á honum var Helgi I.
Balkmann. Hann hafði þær frétt-
ir að færa að „Sæfari,” sem áð-
ur er nefndur væri með bilaða
vél og lægi fyrir akkeri vestan
undir Ofanleitishamri. Var eig-
endum „Sæfara,1 skýrt frá þessu
og fóru þeir þá þess á leit við
Árna Finnbogason, að hann færi
á „Happasæl” til að sækja „Sæ-
farann". Tók Árni beiðni þeirra
mjög vel og kvaðst myndi fara.
Ennfremur var ætlunin að fá
einnig til þessarar farar vélbát-
inn „Láru” þar eð öruggara
þótti að tveir bátar færu til þessa
Sveinn Jónsson, formaður
á mb. Sœfara.
björgunarstarfs. Formaður á
„Láru“ var Finnbogi í Norður-
garði, bróðir Árna formanns á
„Happasæl". En þegar til hans
átti að taka, fannst hann ekki
nógu skjótt og báðu þá eigend-
ur „Sæfara" Guðleif Elísson á
„íslendingi" að fara með „Happa
sæl“ og sækja „Sæfarann", en
Guðleif hittu þeir, þar sem
hann var á gangi niður við höfn.
Tók Guðleifur beiðni mannanna
mjög vel, og kvað sér ekkert að
vanbúnaði.
Skömmu síðar lögðu þeir
„Happasæll“‘ og „íslendingur“
lit úr höfninni. Gekk ferð þeirra
vel út Leiðina og vestur með
Heimaey, enda þótt þá væri veð-
ur orðið mjög Vont, stormur mik-
ill og haugasjór af suð-austri
Auk formannanna á bátum
Árni Finnbogason, formaður,
í Norðurgarði.
þessum, sem áður eru nefndir,
var áhöfn þeirra þessir menn:
Á „Sæfara" voru: Tómas Þórð
arson í Vallnatúni vélamaður,
Jón Eyjólfsson í Mið-Grund, síð
ar bóndi þar og Torfi Einarsson
í Varmahlíð, síðar formaður í
Eyjum.
Á „Happasæl“ voru: Björn
Bjarnason í Bólstaðahlíð véla-
maður, Þorsteinn Helgason í
Steinum, en hann féll fyrir borð
af sama bát 3. jan. 1918 og
drukknaði og Páll Einarsson frá
Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Hann
drukknaði af vélbátnum „Ad-
olf” 3. mars 1918.
Þegar komið var vestur undir
Ofanleitishamar, þar sem „Sæ-
farinn" lá, varð samkomulag um
það, að „Happasæll" skyldi taka
„Sæfarann" í eftirdrag, en „ís-
lendingur" skyldi vera þeim sam
síða.
Skömmu eftir að lagt var af
stað kom í ljós að „HappasælT
dró ekki með bátinn móti veðri
og sjó. Var þá komið dráttar-
taug í „íslending" og hófu báð-
ir bátarnir að draga „Sæfarann".
Fór ,,íslendingur“ fyrir þessum
óvenjulega flota, og gekk nú allt
að óskum, þrátt fyrir þann veð-
urofsa og stórsjó, sem kominn
var.
Þegar komið var austur með
Heimakletti, móts við svonefnt
Lögmannssæti, gaf Sveinn for-
maður á „Sæfara" til kynna með
Guðjón Jónsson, formaður,
{ Heiði.
ljósmerki, að hann teldi ófært
að fara fyrir klettinn, þ.e. Ysta-
klett, vegna veðurofsa og sjó-
gangs. Taldi hann að Leiðin inn
á höfnina myndi vera ófær. Þá
sneru „íslendingur" og „Happa-
sæll“ við með „Sæfarann“ í eft-
irdragi. Héldu þeir inn fyrir
Heimaklett og lögðust þar und-
ir Kambinn, sem kallaður er.
Gekk ferð þeirra þangað vel.
Þegar undir Kambinn kom,
slepptu skipverjar á „Happasæl"
dráttartauginni, sem lá í „ís-
lending" og drógu skipverjar á
„íslendingi” hana inn í bátinn.
Það sáu þeir „Happasæls“menn
síðast til „íslendingsins".
Skömmu síðar hóf „Happa-
sæll“ að draga „Sæfarann" vest-
ur með Eiðinu.
Gerðu bátsverjar ráð fyrir að
„íslendingur“ myndi koma í
kjölfar þeirra vestur með Heima
ey, en svo varð þó ekki. Þegar
hér var komið sögu var veður
orðið mjög hart og stórsjór. Mun
vindur þá hafa verið orðinn allt
að 12 vindstigum.
Árni formaður á „Happasæl“
ætlaði sér að fara með „Sæfar-
ann“ vestur undir Ofanleitis-
hamar aftur, og leita þar vars, en
svo var veðrið orðið mikið, að
honum tókst ekki að komast
þangað og rak báða bátana vest-
ur úr Smáeyjasundi undan veðri
og sjó, og vestur eftir Flóanum.
Tvisvar sinnum slitnaði drátt-
artaugin milli „Happasæls" og
Guðleifur Elísson, formaður,
frá Bnínum.
„Sæfara" og virtist þá svo, sem
ógerningur væri að koma drátt-
artaug milli bátanna aftur. Um
síðir tókst það þó, í báðum þess
um tilfellum. Eins og áður er
sagt var komið aftakaveður og
varð tæplega við nokkuð ráðið
til björgunar, en fyrir harðfylgi,
karlmennsku og dugnað skip-
verja á báðum bátunum, tókst
þó að halda „Sæfaranum" aftan
í „Happasæl".
Þegar hér var komið hafði bát
ana rekið vestur fyrir Álsey, og
um stund var auðveldara að
halda „Sæfaranum“ aftan í, enda
dálítið var af eynni. Engu að síð-
ur hafði veðrið harðnað og brim
aukist- að mun.
Skömmu síðar slitnaði dráttar-
taugin í þriðja sinn og horfði
þá mjög illa um að takast mætti
að koma henni yfir í „Sæfar-
ann“ enn á ný. Komst þó „Happa
sæll“ að lokum að bátnum, við
illan leik. K,allaði þá Sveinn
formaður á „Sæfara", að ekki
væri um annað að gera en yfir-
gefa bátinn, ef takast mætti að
koma mönnunum yfir í „Happa-
sæl“. Lagði Árni formaður þá*
báti sínum að „Sæfara" í mjög
mikilli hættu og tvísýnu, en svo
tókst vel og giftusamlega til, að
öllum mönnunum tókst að kom-
ast yfir í bát hans, heilu og
höldnu. Var þetta talið undur-
samlegt þrekvirki Árna og hans
manna, að takast skyldi að ná
hinum bátsverjunum í þessum
miklu hamförum náttúruaflanna.
Síðan var lagt af stað heim á
leið, og gekk sú ferð sæmilega
vel, eftir þeim aðstæðum, er fyrr
ir hendi voru. Heimferðin tók
langan tíma, og kom „Happa-
sæll“ ekki í höfn fyrr en að
morgni hins 6. janúar. Hafði
þessi gangtregi bátur orðið að
berjast móti veðri og sjó alla
nóttina. Var sú nótt mönnunum
mjög ströng, erfið og eftirminni-
leg.
Þegar bátarnir komu inn að
höfninni, var veður enn mjög
vont, en innsiglingin þó talin
fær. Þegar inn á höfnina kom,
stöðvaðist vélin í „Happasæl"
og hefir þar hurð skollið nærrl
hælum, og mikil gæfa, að hún
skyldi ekki hafa stöðvast fyrr.
Rak bátinn á land upp í Botninn,
en þar var eingöngu sandur, og
skemmdist báturinn ekkert.
En það er af „íslendingnum”
að segja eins og áður er sagt,
sáu „Happasæls“-menn það síð-
ast til bátsins, að skipverjar á
honum voru að draga inn drátt-
artaugina undir Eiðinu. Skildu
leiðir bátanna þar, og það er hið
síðasta, sem til bátsins sást. Af
honum hefir aldrei neitt spurzt
síðan og úr honum hefir aldrei
neitt rekið, svo vitað sé.
Strax og veður tók að lægja,
voru fengnir togarar til að leita
bátsins. Einnig tók vélbáturinn
„Ásdís“ þátt í leitinni, en með
hann var Ólafur Ingileifsson,
sem áður er getið. Var leitað all-
an þann dag og fram á kvöld, á
stóru svæði, en sú leit bar eng-
an árangur. Til „fslendingsins"
hefur aldrei spurzt og ekkert frá
lionum sézt.
Ýmsar getgátur voru uppi
manna á meðal um afdrif báts-
ins, eins og gerist og gengur.
Töldu ýmsir sennilegt að hann
hefði orðið fyrir vélarbilun og
hrakið upp f Smáeyjar, en allar
hugleiðingar um afdrif bátsins
Framhald á 12. síðu.
Ólafur Ingileifsson
l Heiðabæ.