Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 7
Alþýðublafiið Sjómannadagur -- 28. maí 1967 7 Oskar Jónsson: Minningar úr líli sjómanns fyrir mörgum áratugum Veturinn 1929 á'tti ég heima á Þingeyri í Dýrafirði. Lagði ég leið mína suður til Reykja- víkur og ætlaði að ná í gott vertíðarpláss. Ég kom suður í janúarlok. Vorum við tveir saman að leita eftir plássi, Gunnar Steinþórsson, sem var skipstjóri á „Fróða”, sem Þjóðverjar gerðu árásina á. Við fórum niður að hófn á liverjum morgni og varð lítið ágengt, þar til einn dag, að lv. „Alden” vantaði tvo há- seta. Hittum við skipstjórann, Stefán Jóhannsson, kunnan aflamann, og réði hann okkur strax. Var nú haldið út til veiða og vorum við á aðra viku í feröinni. Veður var slæmt og afli rýr. Þegar inn var komið, frétti ég, að færeyski togar- inn „Royndin” væri nýkomin og vantaði á hana bræðslu- mann. Á skipinu voru fjórir íslendingar, skipstjóri, stýri- maður, bátsmaður og netamað- ur, hitt allt Færeyingar. Umboðsmaður skipsins í Reykjavík var Guðmundur Kristjánsson skipstjóri, þá skipamiðlari. Ég gekk til hans strax og spurði eftir plássi. Hann sagði að það væri rétt að það vantaði bræðslumann. „En kannt þú að bræða lifur?” spurði Guðmundur. Ég hafði séð þetta gert á „Alden” og fannst þetta auðvelt', og sagði þó með hálfum huga, að það verk kynni ég. Réðist ég þarna bræðslumaður á' „Royn- din”. Hygg ég, að Guðmund hafi rennt grun í, að ekki væri ég sprenglærður í iðninni. Hugsa ég, að ég hafi notið föður míns, en þeir þekktust vel frá því er Guðmundur var í Haukadal í Dýrafirði. Fór ég nú til Stefáns skip- stjóra á „Alden”, sagði þar upp plássi og bar pjönkur minar um borð i hið fagra fær- eyska skip. Síðar var skipið selt til Frakklands eða Eng- lands og 1934 var það keypt til íslands og skirt „Júní”, eign Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Sáu þeir um kaup á því, Gísli Jónsson, fyrrv. al- þingismaður og Ásgeir Stefáns- son, forstjóri í Hafnarfirði. Varð „Júní” hið mesta happa- skip meðan Bæjarútgerðin átti hann, enda lengst af stjórnað af ágætis aflamanni, Halldóri Guðmundssyni, síðar skip- stjóra á „Skúla Magnússyni.” Það strandaði við vestanvert Sauðanes veturinn 1949. En svo vel tókst til, að allir menn- irnir björguðust og tel ég í minni einfeldni að lánið, sem því skipi fylgdi hafi átt sinn þátt í því og getur svo hver dæmt um, sem vill. Þegar um borð í „Royndin” kom, hitti ég skipstjórann Pét- ur heitinn Maack og tók hann mér mjög vel. Stýrimaður var Þórarinn Dúason, nú á Siglu- firði, bátsmaður var .Gísli Ei- ríksson úr Reykjavík, en hann drukknaði með Pétri á „Max Pemberton.” Fjórði íslending- urinn var Magnús Magnússon, sem vinnur nú í landi í Reykja- vík. Allir reyndust þeir mér hin- ir ágætustu félagar, bæði þá og síðar og á ég margar ljúf- ar endurminningar frá sam- veru okkar á „Royndin.” Kvöldið, sem ég réðst á „Royndin”, var haldið úr höfn og farið út til veiða. Afl- aðist vel og vorum við fljótir með túrinn. Bræðslustarfið reyndi ég að stunda af hinni mestu kostgæfni, enda aldrei fundið að þ?ví af neinum nema hvað Pétur heitinn sagði einu sinni við mig, að ég yrði að ná svo miklu lýsi úr lifrinni, að múkkinn æti ekki grútinn, þegar honum væri hleypt i sjóinn, eftir að búið var að gufusjóða lifrina í þar til gerð- um trétunnum. „Royndin” gamla var gott sjóskip, en varð þó enn betra seinna, þegar búið var að hólfa sundur vatnstanka. Fengum við oft vond veður, eins og gerist hjá togurum, sem stunda sjó við íslands strend- ur. Reyndi þó einu sinni mest á sjógæðin, þegar bilaði ketil- rör mitt á milli Austurlands og Færeyja. Varð þá að drepa undir katlinum og rak skipið undan stórsjó og vindi í fulla tvo sólarhringa, meðan verið var að gera við og hita upp aftur. Þessa umræddu vertíð stunduðum við veiðar á sömu slóðum og íslenzku togararnir. Var afli yfirleitt góður. Lögð- um við sumt af aflanum upp í Færeyjum og sumt í Reykja- vík. Var heimili togarans í Vaag á Suðurey. Er það smá- bær, mjög þrifalegur. Gekk heldur seinlega að afgreiða skipið, fóru venjulega tveir dagar í það og var skipstjór- anum oft órótt að bíða eftir afgreiðslu. Nokkuð var vandratað til Vaag, en við fórum í fyrsta sinni um í góðu veðri. Bauð litgerðarmaður skipstjóranum að ’ láta hann fá vanan skip- stjóra, sem kunnur væri vel þessari leið. Áttum við að fara út um kvöldið. Stórviðri var á og bylur. Var nú lagt af stað og siglt út voginn. Þeg- ar útfyrir kom, var kominn haugasjór og lét dallurinn illa. Ég var eitthvað að dóta fram í lúkar, þegar ég varð þess var, að skipið var komið á fulla ferð aftur á. Skrapp ég upp á þilfar og sá þá í heljarmikið berg framundan. Fór ég aftur í brú og var Pét- ur heitinn þungur á brúnina og sagði, að. nú hefði hurð skollið nærri hælum, því að við hefðum verið að því komn- ir að sigla beint á klett út af Suðurey, sem heitir Litli- Dímon. Munaði aðeins örfáúm metrum frá skipstafni að klettinum, þegar skipið fór að taka aftur á móti stórsjóunum. Leiðsögn hins færeyska lauk þar með.enda óhætt að trúa Pétri heitnum fyrir því að sigla skipi sínu. Daginn eftir var vont veður, svo að sæta varð lagi að fara á milli lúkars og káetu. Fór ég aftur eftir klukkan tólf á há- degi og klifraði eftir ljósastag- inu og hífði mig upp í brúar- vænginn. Kallaði skipstjóri til mín að taka stýrið litla stund, hvað ég gerði. Kom þá fær- eyski skipstjórinn aftur eftir og reið bára yfir fyrir fram- an brú. Færeyingurinn flýtti sér og reyndi að klifra upp á brúarvænginn, en missti fót- festu, en hélt sér á höndunum í brúna. Dinglaði hann þannig í lausu lofti, en dallurinn sveimaði hálfur í kafi að fram- an. Bað Pétur mig að draga karlinn inn fyrir, þó að hann ætti það ekki skilið, þar sem hann hefði verið að því kom- inn að drepa okkur alla í gær- kveldi með því að sigla beint á Dímon. Fór ég og draslaði karli inn fyrir. Var nú haldið beint til ís- Iands með stefnu beint á Vest- mannaeyjar. Vorum við sex daga frá Færeyjum á Selvogs- banka. Alltaf var stórviðri af norðvestri, nokkurn veginn beint á stefni. Á þriðja degi á leiðinni upp, tókum við eftir því, að matar- vatnið var orðið brimsalt, hafði brotnað stútur af vatnstank, sem stóð upp úr dekkinu fram við hvalbak og sjórinn fossaði niður í tankinn. Gat nú eng- inn drukkið kaffi lengur eða neitt vatn. Þegar við komum á Selvogs- banka, var veður farið að batna, og nægur fiskur. Vorum við einn dag á veiðum, en þá brotnaði trollspilsöxull, svo að fara varð til Reykjavíkur, komum við um miðnætti þang- að. Strax þegar skipið var fast orðið, vorum við fljótir að hlaupa upp og ná í vatn. Hef ég aldrei, hvorki fyrr né síðar, orðin jafn feginn að fá vatnssopa. Ekki veit ég hvort við hefðum haldið lengi úti svena vatnslausir, en hitt vor- um við sammála um, ég og Færeyingarnir, að spilbilunin hefði verið guðsdómur. Gekk viðgei-ð fljótlega og siglt að henni lokinni suður fyrir land og tekið til við það er fyrr var frá horfið. Vorum við lengst af seinni hluta vertíðarinnar, að veiðum við Hraunið. Er þar vandfiskað og ekki fyrir nema þaulkunn- uga menn. Oft verða þar slæm- ar festur, net rifna, vírar slitna og stundum tapast állt aftan úr. Er þá nauðsynlegt að hafa hemlana í togspilinu ekki of fasta, svo að vírarnir renni út áður en allt slitnar, þegar festa verður. Man ég það, að einu sinni var Pétur skipstjóri um liálfan sólarhring að lóða og láta nið- ur baujur við Hraunið áður en hann kastaði trolli. Enda feng- um við mikinn afla á eftir. Eitt sinn var hann að toga upp í einn hraunkrókinn og eftir tíu mínútna tog, kallaði hann að hífa upp trollið. Voru margir pokar af þorski í þessu eina togi. Annar togari kom togandi í kjölfarið og heyrð- um við yfir í okkar skip þeg- ar allt varð kengfast hjá hon- um. Sýndist mér hann fara al- veg sömu leið og við, en vel get- ur hann hafa haft aðra víra- lengd úti en við, en það er líka mikill lærdómur út af fyrir sig að hafa rétta víra- lengd úti, þegar togað er á vondum botni. Skipstjóri þarf að hafa nákvæma athygli á trollvirunum, þegar verið er að toga við Hraunið, því að komið getur fyrir að svo mik- ið aflamagn komi í trollið að netin beinlínis spryngi, en það sézt einkum á grunnu vatni, á vírunum, sem liggja frá tog- blökkinni, hvort mikill afli er kominn í vörpuna. Vírarnir, sem eru tveir, fara að færast saman, þegar trollið þyngist. Eru sumir skipstjórar snilling- ar í því að sjá þetta fljótlega. Margt smávegis þarf góður skipstjóri að athuga vel. Man ég oft eftir, þegar ég var að sýsla við lýsistunnurnar aftur á dekki að skipstjóri renndi sér fótskriðu aftur eftir, leit á dekki, að skipstjóri renndi eftir aftur. Áhugi hans og dugnaður við veiðiskapinn var aðdáanlegur. Við stunduðum veiðiskap á „Royndin” fram í júnílok og var allur afli saltaður. Fórum við síðustu ferðina á Halamið. Var svo skilið við skipið í Vaag. Fengum við allt fljótt og vel uppgert og fría ferð heim til íslands. Næsta haust hafði ég tal af Pétri Maack og sagðist hann verða með „Royndin” næsta vetur og mér væri velkomið pláss eins og fyrri veturinn. Skyldi ég vera kominn til Reykjavíkur snemma í janúar. Þar sem ég átti heima vest- ur á Þingeyri, var erfitt að komast suður vegna illra sam- gangna, og varð ég að fara út síðar en hinir félagar mínir. Fór ég út með „Lyru” seint í janúar. Inflúenza var þá að ganga í Reykjavík eða einhver kvefpest. Þegar við komum til Thorshavn var ég eini farþeg- inn, sem ætlaði í land. Komin var nótt, þegar við lögð- umst út á höfninni. Brá mér heldur í brún, þeg- ar lögregluþjónn kom til min og tilkynnti rhér, að ég -væri nú þegar undir lögreglueftir- liti, þar sem ég kæmi frá Reykjavík, þar sem gengi in- flúenza og yrði ég að fara í sóttkví minnst sex daga. Fór ég svo með tollbátnum í land með dót mitt og varð að halda mér frammi í stafni, en lög- reglumenn aftur á svo að ég smitaði ekki amtsríkið Fær- eyjar. Þegar í land kom var mér sagt, að ég skyldi koma með lögreglumanni og fara inn á „Dronning Alcxandrines Ho- spital” í Thorshavn. Ég sagði lögreglumanninum, að ég færi ekki nema í bifreið. Fór hann þá og bað mig að bíða, hvað . Framhald á 15. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.