Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 12
AlþýðubFaðíð Sjómannadagur — 28. mal 1967 Óskum íslenzkum sjómönnum allra heilla í tilefni af S JÓM ANNADEGINUM og gæfurríks komandi sumars. Bótafélag Hafnarfjarðar h.f. Bjarg h.f. Meitillinn h-f. Þorlákshöfn Sendir íslenzkum sjómönnum og aðstandendum þeirra foeztu kveðjur á Sjómannadaginn. Sendum sjómannastéttinni vorar heztu árnaðaróskir í tilefni Sjómannadagsins. Útvegsmannafélag Hafnarfjarðár Sjóslys Frh. af 3. síðu. voru getgátur einar, og raun- verulega engin rök fyrir þeim. Geymir hafið um eilífð þar eitt sinna leyndarmála. Fyrir afrek sitt við björgun mannanna af „Sæfara“ hlaut Árni Finnbogason formaður á „Happasæl" heiður og viður- kenningu. Voru það kr. 15,00 í peningum og auk þess silfur- peningur. Myndu þeir fjármunir ekki þykja mikil björgunarlaun nú, • fyrir þrek það og karl- mennskuafrek, er hann og skips- höfn hans unnu, í því fárviðri og við þær lífshættulegu aðstæð-. ur, sem við var að etja. Enda bar mönnum saman um það, að það hefði verið hin mesta afrek, að ná skipshöfninni af „Sæfaran um“ um borð í bát sinn, og eng- inn þarf að efast um hver enda- lok „Sæfarans“ hefðu orðið, ef Árni hefði látið hættu þá, sem björguninni fylgdi, skipta sig nokkru máli. Hann ákvað að leggja í þá miklu hættu að ná mönnunum, og tókst það svo giftusamlega sem raun varð á. Margir voru þeirrar skoðunar, og það ef til vill með réttu, að með ,,íslendings“-slysinu, hafi komið fram sýn Ólags Inglieifs- sonar, um borð í „Enok I.“ ver- tíðina áður, og sem fyrr er getið. Verður e.t.v. ekki annað ráðið, en að hún hafi boðað það, sem nú hafði skeð. Guðleifur Elísson, formaður á' „íslendingi“ var fæddur í Ysta-Skála imdir Eyjafjöllum 29. ágúst 1880. Foreldrar hans voru Guðlaug Hieronimusdóttir og Elís Hjörleifsson. Fór Guðleifur þegar á unga aldri að Mið-Mörk undir Eyjafjöllum og ólst þar upp til fermingaraldurs, hjá Margréti Engilbertsdóttur og Árna Árnasyni, er þar bjuggu. Um fermingaraldur fluttist Guð- leifur að Brúnum og var ælíð síðan kenndur við þann bæ, og nefndur Guðleifur í Brúnum. Hann varð snemma bráðþroska og mikið hraustmenni. Sextán ára gamall fór hann fótgangandi til sjóróðra til Suðurnesja, með frænda sínum og vini, Guðjóni Jónssyni í Ormskoti, sem þá var einnig unglingur, síðar í Heiði í Vestmannaeyj um, sægarpi mikl- um og hraustmenni, og einum af aflasælustu formönnum í Eyj- um allt fram á efri ár. Voru fleiri menn í þeirri för. í óprentuðu broti af ævisögu Guðjóns í Heiði skráðu af séra Sigurði Einarssyni í Holti segir Guðjón þá skemmtilegu sögu af ferð þessari, að á leið sinni til Suðurnesja hafi þeir félagar fundið dauðan sel í fjöru, sem hirtur var og borinn á bakinu til Eyrarbakka, þar sem eldri mennirnir í för þessari létu hann í skiptum fyrir brennivín í verslun einni til þess að geta gert sér glaðan dag. Svipaði þeim Guðleifi og Guð- jóni í mörgu, þótt ólíkir væru í sjón. Réru þeir þessa verlíð frá Suðurnesjum, en næstu vertíð fóru þeir báðir til Vestmanna- eyja og réru sinn á hvoru skipi. Framhald á 13. síðu. SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS sendir íslenzkum sjómönnum beztu hamingjuóskir á Sjómannadaginn og árnar þeim allra heilla í framtíðinni. Sendum sjómönnum beztu hamingjuóskir t tilefni Sjómannadagsins. Hraðfrystistöð Eyrarbakka h.f. Sænsk - íslenzka frystihúsið sendir sjómönnum beztu hamingjuóskir á Sjómannadaginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.