Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 1
Mfövikudagur 14. júní 1967 - 48. árg. 198. tbl. ~ VERÐ 7 KR.
GÆR
SJO Islendinganna, sem hafa
verið í hinni sögulegu ferð
Sunnu í Austurlöndum, komu
heim í gærkvöldi um kl. 10,30
með flugvél Flugfélags íslands
frá London.
íslendingarnir fó'ru allir með
flugvél frá Teheran til Lond-
on kl. 5,30 í gærmorgun og 7
tóku fyrstu flugferð heim til
íslands. — Aðrir úr hópnum
munu væntanlegir heim fyrir
helgi. Þó að ferðafólkið væri
greinilega þreytt, ræddu nokk
ur úr hópnum við blaðamenn
Framhald á bls. 14.
Landskjörnir fyrir Alþýöuflokkinn
Signrður Ingimundarson.
Jón Þorsteinsson.
Jón Arrnann Héðinsson.
Bragi Sigm-jónsson.
FiQRTAN
Pierre Schneiter.
i
Eins og frá var skýrt hér í blaS
inu í gær vann AlþýSuflokkurinn
mikinn sigur í kosningunum á sunnu
daginn, jók heldaratkvæSamagn sitt
úr 12.697 atkvæSum 1963 í 15.061
atkvæSi og hlutfallslegt fylgi sitt
úr 14,2% í 15,7. Flokkurinn fékk
fimm kjördæmakosna þingmenn,
Gylfa Þ. Gíslason og Eggert G.
Þorsteinsson í Reykjavík, Emil ións
son í Reykjaneskjördæmi Benedikt
Gröndal í Vesturlandskjördæmi og
Birgi Finnsson í VestfjarSakjör-
dæmi. Samkvæmt yfirlýsingu Lands
kjörstjórnar um merkingu lista Hanni
bals Valdimarssonar fær flokkurinn
Kom með 20 millj.
í Vestf jarðaáætlun
í FYRRINÓTT Icorn til landsins
forstjóri Viðreisnarsjóðs Evrópu,
Frakkinn Pieire Schneiter. Hefur
hann meðferðis ávísun upp á lið-
lega 20 millj. lcr., sem er þriðja
gTeiðsla sjóffsins af láni til Vest-
fjarðaáætlunar, sem svo er nefnd,
en samtals mun lánið nema 86
millj. kr. Fréttamenn áttu í gær
fund með Schneiter, í'tölskum að-
stoðarmanni hans, Catalano að
nafni, svo og Ólafi Egilssyni, full-
trúa i utanríkisráðuneytinu og
Þór Vilhjálmssyni, blaðafulltrúa
Evrópuriáðsins.
Schneiter á fjölbreyttan feril að
ibaki í heimalandi sínu, var utan-
rikisráð'herra 1946 — 47, heilbrigð-
ismálaráðherra 1947—51, forseti
þjóðþingsins 1951—50, en þá var
hann kjörinn borgarstjóri 1 Reims
og hefur gegnt því starfi siðan.
Jafnframt því er hann sérlegur
fulltrúi í Evrópuráðinu og fjallar
þar um byggffavandamál, og síð-
ast en ekki sízt er hann forstjóri
Viðreisnarsjóðs Evrópuráðsins.
í gærmorgun ræddi Schneiter
viff utanríkisráðherra, Emil Jóns-
son, en snæddi síffan hádegisverð
í ráðherrabústaðnum. Síðdegis
skoðaði hann bæinn og heimsótti
m. a. Ásmund Sveinsson, mynd-
höggvara. í gærkvöldi fór hann
til Þingvalla og borðaði þar kvöld-
verð. í dag er svo ráð fyrir gert,
að hann fljúgi til VeStfjarða. —
Verður lent á Patreksfirði og ísa-
firði, en síðan ekið um og þær
framkvæmdir skoðaðar, sem hafn
ar eru fyrir liánsfé sjóðsins. Til
Reykjavíkur kemur Schneiter svo
síðdegis í dag, og í kvöldverðar-
boði, sem Framkvæmdasjóður
heldur honum, mun hann afhenda
fyrrgreinda ávísun, en Framkv.-
sjóður er formlegur lántakandi
af íslands hálfu.
Schneiter lýsti ánægju sinni yf
ir heimsókninni til íslands, en
hann hefur ekki fyrr komið hing-
að til lands. Hann sagði, að Við-
reisnarsjóðurinn hefði vérið stofn
aður árið 1956 og af 18 þjóðum
Evrópuráðsins væru 8 aðilar að
sjóðnum, þar á meðal ísland. —
Höfuðmarkmið sjóðsins Ikvað
hann vera að efla framkvæmdir
á svæðum, þar sem atvinnuleysi
ríkti og þannig stuðla að útrým-
ingu flóttaniannajnandamál.a)íns,
sem herjað hefur ýmis Evrópu-
Framhald á bls. 14.
fjóra uppbótarþingmenn, þá SigurS
Ingimundarson, ión Ármann Héðins
son Braga Sigurjónsson og Jón
Þorsteinsson. Þeir Bragi og Jón Ár
mann hafa ekki setið á þingi áður
og eru hér stérstök viðtöl við þá á
öðrum stað hér í blaðinu.
Flokkaskiptingin á hinu ný-
kjöma Alþingi verður að öðru
leyti þannig, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur 20 þingmenn kjör-
dæmakjöma og 3 landskjöma, þá
Svein Guðmundsson, Bjartmar
Guðmundsson og Sverri Júlíus-
son, Framsóknarflokkurinn fær
18 þingmenn, alla kjördæma-
kjörna, Alþýðubandalagið 6 þing
menn kjördæmakjöma og er
Hannibal Valdemarsson þá talinn
til Alþýðubandalagsins og 4 upp-
bótarmenn, Eðvarð Sigurðsson,
Jónas Árnason, Geir Gunnarsson
og Steingrímur Pálsson.
Fari hins vegar svo, að Alþingi
fallist ekki á úrskurð Landskjör-
stjórnar um lista Hannibals, held
ur dæmi hann utanflokka, mun
þingmannafjöldinn hreytast þann
ig, að Alþýðuflokkurinn fær einn
uppbótarmann til viðbótar á
kostnað Alþýðubandalagsins, og
tekur þá Unnar Stefánsson sæti
á þingi í stað Steingríms Pálsson-
ar.
Ailmiklar mannabreytingar
hafa átt sér stað á Alþingi með
þessum kosningum. Nú taka sæti
á Alþingi 14 þingmenn, sem voru
þar ekki síðasta kjörtímabil. —
Þessir menn eru: Birgir Kjaran,
Pétur Benediktsson, Friðjón Þórð
arson, Pálmi Jónsson og Steinþór
Gestsson fyrir Sjólfstæðisflokk-
inn: Bjarni Guðbjörnsson, Stefán
Valgeirsson og Vilhjólmur Hjálm-
arsson fyrir Framsóknarflokkinn,
Magnús Kjartansson, Karl Guð-
jónsson, Jónas Árnason og Stein-
grímur Pálsson .fyrir Alþýðu-
bandalagið og Bragi Sigurjóns-
son og Jón Ármann Héðinsson
fyrir Alþýðuflokkinn. — Fimm.
•þessara manna, Birgir, Friðjón,
Vilhjálmur, Karl og Jónas hafa
Framhald á 14. síðu.
Svartur hæsía-
réttardómari
Washingt. 13. 6. (NTB-Reuter)
LYNDON B. Johnson, forseU
Bandaríkjanna, skipaði í dag
liinn 58 ára gamla lögfræðíng
Thurgodd Marshall í dómaxa-
embætti í hæstarétti Banda-
ríkjanna. Marsliall er negri;og
fyrsti þcldökki hæstarétlardhm
ari í sögu Bandaríkjanna.
Thurgood hefur mikið beitt
sér í baráttu negranna fyrir al
mennum borgararéttindum og
jafnrétti, var m. a. lögfraeði-
legur ráðunautur eins öflng-
asta félagsskaparins, sem
berst fyrir jafnrétti r.egra í
Bandaríkjunum. Hann helUr
verið ríkissaksóknari frá árinu
1964.