Alþýðublaðið - 14.06.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 14.06.1967, Qupperneq 9
neskra bókmennta út afskræmd- ur. Hins vegar séu dómar ritskoðar anna („hugmyndafræðilega skað- vænn“ o.s.frv.) skammær og breyt ist gjarnan fyrir augum manna. Sú var tíðin, að Dostoyevsky, stolt heimsbókmenntanna, fékkst ekki útgefinn, og jafnvel enn þann dag í dag eru ekki til heild arútgáfur af verkum hans. Hann var máður út af lesefnis-skrám skóla, verk hans tekin úr umferð og fordæmd. í mörg ár var Yesen in talinn ,,gagn-byltingarsinni“ (fangelsi lá við að eiga bækur hans.) Áratugum saman voru hin ódauðlegu ljós Akhmatovu talin „and-sovézk“. Og ekki voru Bun in, Bulgakov og Platanov gefnir út fyrr en eftir 20 til 30 ára töf. Og hann bendir ennfremur á að sk tími komi vafalaust, að röð in komi að höfundum eins og Mandelshtam, Yoloshin og Gumi iyov og Zamyatin og Remizov hljóti viðurkenningu. Það komi alltaf að því, þegar hinn ,,seki“ höfundur sé dauður, þá sé hann fyrr eða síðar gefinn út ásamt ,,út skýringum á villu‘“ hans. Ekki alls fyrir löngu hafi nafn Paster naks verið bannorð. En svo hafi hann dáið — og nú séu bækur hans gefnar út og jafnvel vitnað í Ijóð hans við hátíðleg tækifæri. Þetta sé raunveruleg staðfest- ing á orðum Pushkins: „Þeir kunna aðeins að elska 'hina dauðu.‘“ Var Mayakovsky ekki „pólitísk stjórnleysingjaskepna"? Síðbúin útgáfa bóka og ,,losun“ nafna bæta ekki hið þjóðfélagslega og bókmenntalega tap, sem þjóðin verður fyrir af þessum óeðlilegu töfum, eða þá kúgun, sem skap- andj samvizka verður fyrir. Bókmenntir geta ekki þróazt í Alexander Solzhenitsin. andrúmslofti, þar sem taka þarf tillit til, hvort „þeir muni leyfa eða ekki leyfa“, eða ,, þú mátt skrifa um þetta en ekki hitt.“ Bókmenntir, sem ekki eru tjáning nútíma-þjóðfélags og þora ekki að flytja þjóðfélaginu sársauka sinn og ótta og gefa tímabæra að vörun um yfirvofandi siðferði- lega eða þjóðfélagslega hættu, eiga ekki skilið að heita bókmennt ir, heldur aðeins andlitsförðun. Slíkar bókmenntir svipta sjálfar sig virðingu fólksins. Þær bækur eru ekki til lestrar heldur til að kasta á haug. „Bókmenntir okkar hafa tap- að þeirri leiðtoga-stöðu, sem þær nutu í heiminum í lok síðustu aldar og við upphaf þessarar, og þeim tilrauna-ljóma, sem ein- kenndi þær lá árunum fyrir 1930. Fyrir öllum heimi virðist bók- menntalíf þjóðar okkar nú fátæk- legra, og flatara og lægra, en það raunverulega er eða mundi virð- ast, ef það væri ekki takmarkað og hamið. Fyrir þetta líður nú land okkar í augum almennings i heiminum. Heimsbókmenntirnar líða líka.“ í bréfi sínu heldur Solzhenitsin áfram og hvetur rithöfundaþing- ið til að heimta afnám allrar opin berrar og leyndrar ritskoðunar og að rilhöfundar væru leystir und- an þeirri kvöð að þurfa að leita samþykkis fyrir hverri einustu prentaðri bók. Þá ræðir hann skyldur Rithöf- undasambandsins við meðlimi sína og telur reglur þess til vernd ar höfundarrétti og öðrum rétt- indum ekki nægilega ljósar. Hann segir m.a. „Á s.l. 30 árum hefur sú dapur lega staðreynd Ikomið í Ijós, að sambandið hefur ekkert gert til að verja höfundarrétt eða annan rétt ofsóttra rithöfunda. „í blöðum og töluðu máli urðu margir rithöfundar á meðan þeir lifðu fyrir svívirðingum og hnjóði, en var bókstaflega neitað um tækifæri til að svara fyrir sig. Þar að auki neitaði Rithöfundasam- bandið ekki einasta að ljá þeim rúm í ritum sínum til að verja sig, heldur kom þeim ekki til varnar. „Leiðtogar sambandsins voru undantekningarlaust meðal helztu ofsækjendanna. Nöfn, sem eru okkar skrautblóm í ljóðlist tuttug ustu aldar, voru á listum þeirra, sem reknir voru úr sambandinu eða neitað um inngöngu. Það var engin furða, að leiðtogar sam- bandsins létu sumir eftir örlög- um sínum þá menn, sem vegna ofsóknanna voru hraktir í útlegð, fangabúðir eða til dauða.‘“ Síðan telur ihann upp mörg nöfn og bendir á, að setja hafi þurft ,,og fleiri“ á eftir þeim, því að eftir 20. flokksþingið hafi komið í ljós, „að það hafi verið yfir 600 algjörlega saklausir rit- höfundar, sem sambandið hafi af þægð sinni sent í fangelsi og fangabúðir. Raunverulega er list inn enn lengri.‘“ í lok bréfsins lýsir Solzhenitsin óréttlæti, sem hann hafi orðið fyrir persónulega. Fyrir tæpum tveim árum tók öryggislögreglan í sínar vörzlur handritið af skáld sögu hans ,,í fyrsta hringnum“ og 'hindraði hann í að leggja það fram til útgáfu. Hins vegar hafi Framhald á bls. 10. ENSK GÓLFTEPPI TEPPADREGLAR GANGADRE GLAR TEPPAFÍLT GÓLFMOTTUR m|ög fallegt úrval. Geysir h/f Teppadeildin. Sumarblússur, sumarhattar m i k i ð ú r v a 1 . . • . ú HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR, ■ Laugavegi 10. HÓTEL BÚÐIR SNÆFELLSNESI opna föstudaginn 16. jú’ní. HÓTEL BÚÐIR. — Sími um Staðastað. Iðja, Félag verksmiðjufólks, Reykjavík. 4 Jónsmessuferð í Þórsmörk Farið verður í Þórsmörk laugardaginn 24. júní 1967. Lagt verður af stað kl. 9 f. h. frá skrifstofu félagsins Skipholti 19. | Komið heim aftur á sunnudagskvöld. Áskriftarlistar liggja frammi í skrifstofu fé- lagsins til 16. júní. ] FERÐANEFNDIN. ’ “ 1 FYRIR 17. JUNI Nýkomið fjölbreytt úrval af munstruðum sokkabuxum á börn og unglinga, verð frá kr. 79.oo. Verzlunin KATARÍNA Suðurveri við Kringlumýrarbraut, sími 81920. r* 14. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.