Alþýðublaðið - 14.06.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 14.06.1967, Qupperneq 10
Rithöfundur Frh. ur opnu. hún, án samþykkis hans, prentað hana í takmörkuðu upplagi handa innsta hring opinberra embættis- manna. Ásamt skáldsögunni gerðu yfir- völdin upptækt tuttugu ára bók- menntaverk hans, þar á meðal efni, sem ekki var ætlað til út- gáfu. Þá skýrir hann frá því, að þrátt fyrir störf sín sem stórskotaliðs- foringja í stríðinu, sem hann hafi hlotið mörg heiðursmerki fyrir, hafi þeirri sögu verið komið á fót um sig, að hann hafi verið svikari í stríðinu og þjónað Þjóðverjum, og það sé þess vegna, sem hann hafi setið ellefu ár í fangabúðum. Tilraunir hans til að hnekkja þessum rógburði með þvx að skír- skota til Rithöfundasambandsins og blaðanna hafi ekki borið ár- angur. Leiðtogar sambandsins hafi ekki svarað, og ekkert blað hefur viljað prenta svör hans. Þvert á móti hafi herferðin gegn honum magnazt á s. L ári. Hann bendir á ýmis verk sín, sem hvorki fáist gefin út né flutt á leiksviði, honum hafi verið bannað allt samband við lesend- ur, ekki aðeins með því að stöðva útgáfu skáldsagna og leikrita, heldur einnig með því að banna upplestur úr verkum hans og úti loka hann frá útvarpi. Solzhenitsin endar bréf sitt með áskorun til þeirra, er sátu þing rithöfundasambandsins að taka upp varnir fyrir sig, og hann endar bréfið: „3Ég er sannfærður um, að ég muni uppfylla verkefnijfhitt sem rithöfundar með meiri árangri og með minni deilum úr gröfinni en lifandi. Enginn getur staðið í vegi fyrir sannleikanum og til þess að hann megi ná fram að ganga er ég reiðubúinn að mæta dauðanum. En ef til vill munu hin fjölmörgu dæmi kennai okkur að lokum að stöðva ekki penna rithöfundarins lá meðan hann er enn á lífi. Það hefur aidrei verið sögu okkar til hróss.““ Fátt hefur heyrzt um Solzhenit- sin síðan bók hans um lífið í sovézkum fangabúðum kom út, en hún fékkst ekki útgefin fyrr en eftir persónulega skírskotun til Krústjovs. Sovétyfirvöld hafa síð ar lýst skrifum hans sem „of nei- kvæðum", en gagnrýnendur hafa mikið álit á þeim. Svo mjög sem nú er þjarmað að rússneskum rithöfundum, þá verður það að teljast mikið sið- ferðilegt hugrekki að skrifa, und irrita og dreifa slíku bréfi sem því, er hér hefur verið rakið að ofan. En vegna hinnar miklu gagn rýni. sem réttarhöldin yfir þeim Daniel og Sinyavsky urðu fyrir, er ekki lfklegt, að stjórnarvöld þar í landi leggi til atlögu við Solzhenitsin eða dæmi hann aftur til fangabúðavistar, eins og þeirr- ar, sem hann lýsti í bók sinni. hef heyrt og með þessu framlagi sínu má skipa þeim í algjöran sérflokk, sem er hátt fyrir ofan allar aðrar brezkar hljómsveitir. Það er ekkert vafamiál, að það liggur óhemju mikil vinna á bak við hvert einasta smáatriði í hverju lagi út af fyrir sig, t. d. í sambandi við öll effekthljóð, þannig að aldrei er neinu ofauk- ið. Lagavalið er sérstaklega fjöl- breytilegt og frumlegt. Það er ekki nóg, að þeir séu á undan sinni samtíð, heldur notfæra þeir sér löngu liðinn tíma. „Mister Pleasant“ með Kinks er næst í röðinni. Þetta er frek- ar einfalt lag og prýðilegt á að heyra, en það grípur mann t. d. ekki nálægt því eins og „Sunny afternoon“. Hins vegar finnst mér það skemmtilegra en „Waterloo sunset“. Persónulega hef ég aldr- ei verið sérstaklega hrifinn af Kinks. Hins vegar er því ekki að neita, að þeir hafa oft verið heppnir með lög. Þá er það lagið í fimmta sætinu. Það er Alan Price, sem syngur. Hann hefur sérstæðan söngstíl, dálítið þokukenndan, ef ég má nota það orð. Það skemmtilega við þetta lag er hljóðfæraskip- unin. Þama má heyra í hljóðfær- um, sem hafa verið í útlegð á meðan beatæðið gekk yfir, en þar á ég við píanóið og saxófónana og skapar það laginu sína sér- stöðu. _|4J_ --- □ Fasteignir Lögin mín Frh. úr opnu „bítlalögum“, bæði hvað útsetn- ingu og hljóðfæraskipan snertir. í heild er þessi nýja hljómplata Beatles með því albezta, sem ég Jagger Fram'hald úr opnu. skiptir ekki máli í „pop“-músik. Negrum var ekki hleypt inn, þeg ar við héldum hljómleika í Birm- ingham í Alabama, og var þar með samningur okkar þverbrot- inn. Um framtíð Rolling Stones vil ég engu spá. Allavega endast vin sældirnar ekki út næstu 10 árin. Jóhann Kristófer Frh. af 5. síðu. Jóhanns Kristófers, síðustu ástar- ævintýrum hans, and- og holdleg- um, viðbrögðum hans við sinni síðustu samtíð. Hér er lýst þroska snillingsins höfnum yfir stað og tíma. Án efa er ósanngjarnt að leggja dóm á þessa þætti verks- ins án samhengis við hina fyrri, æsku hans og baráttuár, en ákaf- lega þótti mér þessi frásögn fyrnd og fjarlæg nútímanum. Það er ekki vert að vanþakka þýð- ingu og útgáfu Jóhanns Kristó- fers á íslenzku, eitthvert mesta stórvirki í þýðingum í seinni tíð; en hefði þeirri orku, tíma og fjármunum sem til hennar hefur verið kostað ekki betur verið var- ið til einhverra þeirra verka sem varða bókmenntir nútímans? Sam- tíðarmaður og landi Rollands, Marcel Proust, er enn í dag framandi nafn á' íslenzku. Sigfús Daðason hefur þýtt þrjú síðustu bindi Jóhanns Kristófers í íslenzku útgáfunni, og hefur án efa verið torvelt hlutskipti að taka við hinu rómaða verki Þór- arins Björnssonar. Ekki treystist' ég til að bera verk þeirra sam- an, en þýðing Sigfúsar virðist mér vönduð, á veglegu og virðu- legu máli eins og við á', þótt of- sagt væri að ekki sæi á henni blett eða hrukku. — Ó. J. Fastefignasaian Hátúni 4 A, Nóatúnshðflffi Sánl 31870. 6ml tMtdfii tH fHlmag Tildimarsson. (utehuvitsHpfl J&n Bjarnason Hæstaréááarlörmaffn. Höfum jafnan til söln fiskiskip af flestum stærðum. Upplýsingar 1 síma 18105 og fi skrifstofunni, Hafnarstræti 19. FASTEIGNIR &FISKISKIP FASTEIGNAVIOSKIPTI t BJÖRGVIN JÖNSSON AUGLYSIÐ í Alþýðublaðinu Hverfisgötu 18. Simar 14150 og 14180 Kvöldsími 40960. íbúðir í úrvali Fasteignavlðsklptt Gísli G. ísleifsson hsestaréttarlögmaður. J6n L. Bjarnason Til sölu Höfum ávallt til sölu úr- val íbúða af flestum stærðum og gerðum, ýmist fullbúnum eða í smíðum. FASTEIGNA SKRIFST0FAN tomwHiíMiwM . HÆÐ. jÍM'i: 17466 FASTE IGNAVAL N auðungaruppboð Eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl., fer fram nauðungaruppboð að Óðingsgötu 9, hér í borg, föstudaginn 16. júní 1967, kl. 3 síðdegis og verður þar selt: Borvél, þykktarhefill og band sög, talið eign Marteins Björgvinssonar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík- Lokað frá hádegi í dag vegna útfarar LUDVIGS C. MAGNÚSSONAR, skrifstofustjóra. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gj aldheimtunnar í Reykjavík fer fram nauðungaruppboð að Súðarvogi 26, hér í borg, föstudaginn 16. júní 1967, kl- 2 síðdeg- is og verður þar selt: Rennibekkur, borvél og hjólsög, talið eign Norma sef. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið £ Reykjavík. Skólavörðustíg SA. — HL hæB, Símar 22911 og 19255. HÖFUM ávallt tll sölu úrval af 2ja-6 herb, íbúðum, elnbýUshús- um og raðhúsum, fullgerðum og i smíðum i Reykjavfk, Kópa- vogi, Seltjarnamesi, Garðahreppl og víðar. Vtasamlegast hafið satn band vlð skrifstofu vora, ef þér ætlið að kaupa eða selja fastelgn 11 JÓN ARASON hdl. Sölumaður fastelgna: Torfl Ásgetrsson Kvöldsími 28037. Norðyrfandadagur Frh. af 2. síðu. og Svíinn Folke Claeson fyrir hönd norrænu framkvæmdastjór- anna. — Íslenzíki glímumaðurinn Guðmundur Halldórsson afhenti íslenzka fánann að gjöf til Mon- trealborgar og vakti athygli fyr- ir glæsilega framgöngu. Afhöfninni á Place des Nations lauk með flugeldasýningu, sem myndaði Norðurlandaljánana 5 á hjmninum. íslenzku glímumenn- irnir tólf sýndu síðan nálægt Norð urlandaskálanum fyrir á annað þúsund manns og stóðu sig vel. Glímumennirnir hafa komið fram í tveim sjónvavpsþáttum, sem vak ið hafa wiikla athygli og hafa ver- ið sýndir oft á dag. Þykir þessi gamla íþrótt einna sérkennileg- asti liðurinn í dagskránni. Kvik- mynd Ósvaldar Knudsens, Surtur fer sunnan, er sýnd í dag í fyrsta sinn, svo og hveramyndin. Þær eru sýndar í Æskulýðsskálanum. í kvöld voru hljómleikar, þar sem íslandsforleikur Jóns Leifs var fluttur af Sinfóníuhljómsv. Mon- trealborgar undir stjórn Sixteens Ehrlings. svo að íslendingar leggja margt til dagsins. Hér selst mikið af frímerkinu með Vínlandskórtinu á fyrsta út gáfudegi, og hefur mikið verið skrifað um þessa útgáfu og til- efni hennar, Vínlandsferðirnar, í blöðin. Norðurlandaskálinn er lokaður í dag og er síðdegis boð- ið hundruðum Kanadabúa af Norðurlandakyni þangað til fagn- aðar. Fjölmargir íslendingar koma langt að, m. a. Pétur Thor- steinsson, sendi'herra, Hannes Kjartansson. Grettir Jöhannsson, aðalræðismaður, Philip Péturs- son, forseti Þióðræknisfélagsins og eiginkonur þeirra og margir fleiri. Norðurlandadagurinn ein- kennist af þeirri samvinnu, sem kemur fram í sameiginlegri sýn- ingu og sannar að fimm sjálf- stæðar þjóðir geta unnið saman á þessum tímum sundrungar og ófriðar. 10 14. júnf 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.