Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 13

Alþýðublaðið - 14.06.1967, Page 13
 Háðfuglar í hernum Sprenghlægileg og spennandi ný dönsk gamanmynd í litum. Ebbe Langeberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Casanova 70 Heimsfræg og bráðfyndin, ný ítölsk gamanmynd. Mareello Mastroianni — íslenzkur texti — Sýnd kl. 9. BÆNDUR Nú er rétti tíminn til ,að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvélasalan v/Miklatorg, súni 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. •Jf’1 BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Ljósvirki h.f. Viðskiptamenn! Athngið breytt símanúmer *-i 81620 og 81621. LJÓSVIRKI hf. Bolholti 6. Fólk snéri sér við úti á götu og þegar við gengum inn á veit- ingahúsið og þegar við settumst. Undarlegt' að vera með manni sem allir þekktu og störðu á. — Hann vissi um augnatillitin, var áhægður með þau og lét sem hann sæi þau ekki. Veitingahúsið við Curzon Stræti var óstjórnlega dýrt eins og ég sá á verðinu á risastórum matseðlinum. Avocado kostaði rúmt pund. James Alexander valdi matinn með natni og vildi fá að sjá aspargusinn „Hvar var hann ræktaður?” og pantaði vín eftir langar viðræður við hrifinn þjóninn. Svo fór hann að tala við mig. Meðan ég borðaði matinn, sem kom í smáskömmtum — svo ó- líkt norðlenzkum sið með að skammta kjötið svo að nægt hefði hlébarða — talaði James Alex- ander. Hann talaði ómeðvitað og glaðlega um sjálfan sig eins og hann væri að svara óteljandi spurningum. Hann var Skoti, — fæddur og uppalinn í Skye. — Hafði ég nokkru sinni komið þangað? Dásamlegt' land. — En ég fæddist með þessari venjulegu útþrá skotans og 'hvarf úr landi eins fljótt og ég gat, brosti hann. Hann byrjaði að leika í leikhúsum og fór aðeins í kvik- myndir eftir að hann var fræg- ur fyrir látbragðsleik. Ég var hrifin yfir að vera með stjörnu hrifin af aðlaðandi persónuleika hans en það var erfitt að ein- beita sér því hann talaði án af- láts. Ég var meira að segja orð- in hálfleið á sögu hans. Ég hætti að hlusta þegar hann fór að lýsa ferð einhverrar fornrar hetju á leið til Grikklands. Hann baðaði út höndunum, drakk út úr glas- inu og leit á mig glampandi augum. Svo fór hann að tala um leik- list, leit hans að réttu handriti — „það er svo erfitt” og líf hans á Ítalíu. Það var þægilegt að hlusta á djúpa, karlmannlega rödd hans. Hann var ekki á’þrengjandi eða með eilífa gullhamra. Það var líkast því að fara út með ríkum, góðum frænda. Frá Ástralíu til dæmis. — Þér látið mig tala alltof mikið, sagði hann eins og nú væri komi'ð að mér að leggja spilin á borðið. — Þér vinnið auðvitað hjá góðgerðarfélagi. Ég mátti vita það. Með Midge. — Alls ekki- — Þið vinnið allar fyrir góð- gerðarfyrirtæki. Allar vinkonur Midge....... — Ég er ekki vinkona Mid- ge, heyrði ég sjálfa mig segja, — Vitleysa, sagði hann og benti þjóninum sem kom eins og veifað hefði verið töfra- sprota og fyllti glösin okkar. — Ég kynntist henni í skóla í Sviss, sagði ég og fannst ég vera framhleypin og fljótfær- in. — Svo hitti ég hana aftur í síðustu viku og hún bauð mér að taka íbúðina á' leigu með sér. Það voru mistök hr. Al- exander. Mikil mistök. Ég hlýt að hafa verið geðbiluð. Hann skellihló. — Mér leiðist guðdóttir yð- ar, sagði ég. — Vina mín, enginn kann vel vjð Midge. Ég játa það, að þegar ég hringdi í kvöld var ég að vona að enginn af vinum hennar væri hjá henni. Ég hef aldrei þolað þá og konan mín ekki heldur. En Midge er al- drei leiðinleg. Midge er Mid- ge. Já, — við getum ekki án hnnar verið. Það gat ég. Til að hugga mig eftir að vita að James Alexander væri einn aðdáandi Midge borðaði ég þremur kökum meira í eftirmat en ég hefði ella gert. Hvíti kjóllinn minn sem var mjög aðskorinn virtist ætla að springa á' saumunum. Ég minntist þess ekki að hafa nokkru sinni borðað svo mik- inn mat. Ég ætlaði aldrei að geta hætt. — Engin góðgerðarstarfsemi. Hvað gerið þér þá? — Ég er einkaritari. Ég var alltof mikill snobb til að minnast á( listasafnið. Það var ekki til neins að vekja athygli svo frægs manns á sér. — Gott starf. Ég vildi að þér væruð einkaritari minn. Við vorum einmitt að missa okkar. Það hlaut að vera vínið, mat- urinn og vingjarnlegt andlit hans, sem brosti til mín — eins og ahdlit ríks frænda. Ég var fljótfær einu sinni enn. Ég hélt áfram. — Hvers vegna gæti ég ekki unnið hjá yður? Ég beið ekki eftir þvi að sjá álirifin af orðum mínum held- ur hélt áfram. — Ég meina það. Ég er rétt komin frá Man- chester til London. Faðir minn er erlendis og ég þarf að vinna fyrir mér. Ég er ekkert yfir mig hrifin af starfinu, sem ég er í. Ég er góður einkaritari og vinn eins og forkur. Ég leit hrif- in á hann. Hérna var kominn maður sem mátti senda mig eftir ís allan sólarhringinn. Við liverju hafði ég búizt? Ekki við breytingunni serh varð á framkomu hans, þannig að engu líkara var en hann léti grímu falla. Borðfélagi minn sem hafði sagt mér söguna um Hæl Akkilesar, fyndni maðurinn hvarf gjörsamlega. — Við þurfum að ræða málið, sagði hann. Og það gerði hann.Um starf- ið. Það leit út fyrir að það væri starf og hann og kona hans þyrftu að fá einkaritara um- svifalaust. Hann lýsti starfinu, húsinu, konu sinni Trix og vin- um sínum og hæfileikum einka- ritarans sem því miður hafði yfirgefið þau til að gifta sig. Svo minntist hann kæruleysislega á launin, sem hún hafði fengið. Norðlenzkt höfuð mitt fór af stað. — Ég iofaði Trix að ráða stúlku í London. Kannske ég hafi fundið hana! Skál fyrir því! Hann hafði aftur skrúfað frá sjármanum. — Mér lízt vel á starfið, sagði ég hrifin. — Það er skemmtilegt', sagði hann. — Mjög skemmtilegt. — Sumar og sól. Sund, sólböð. — Trix er yndisleg, yður lízt vel á hana. Þér eigið allt á hættu, sagði ég örugg um sjálfa mig. Ég er góður mannþekkjari. Hann sendi eftir reikningnum, sem var óstjórnlegá hár og ók mér heim til Midge. Þegar hann (hallaði sér út um bílgluggann til að kveðja mig sá ég hliðar- svip hans eins og svo oft áður í kvikmyndáhúsum. Ég sé yður í Naples, sagði hann. Ég hringdi til Harry um leið og ég var háttuð. Harry var hátt aður og sofnaður. Það var liðið yfir miðnætti. Hvað er nú að? spurði hann. Ég er að fara að vinna á íta- líu. Róleg. Þú vaktir mig. Góður matur, koníak og spenn ingur höfðu gert mig orðmarga. Ég fór að lýsa kvöldinu, fram- ■tíðinni og laununum. Um leið og ég talaði leit ég yfir íbúðina og kvaddi hana. Ég gleymdi því að Harry hafði útvegáð mér starfið og lét sem ég vissi ekki um vin- áttu okkar. Þú ert að strjúka frá þessari Midge, sagði Harry tónlaust. Ég varð vitlaus. Ég öskraði nei. Hann eyddi hvort eð er ■allri ævinni í að segja „Já.. en.., eða „Gleymdu nú ekki „ eða „Bíddu nú við“„ Ég var að stríða þér. Ætlarðu eklfi að senda pabba þínum skeyti? Annars kemur hann frá Kanada til að vita hvað gengur eiginlega á. Ég jafnaði mig, kvaddi og sendi pabba rándýrt skeyti áður en ég sofnaði. Ég ákvað að segja ekki upp fyrr en ég hefði fengið staðfest ingu frá James Alexander fyrir nýja starfinu. Til að forðast að skammast mín fyrir að segja upp vinnunni lagaði ég kaffi með elsku og vélritaði lista yfir það sem hr. Whistle kallaði „Vissar‘“ myndir. Ég skildi aldrei hversvegna. Svo pússaði ég skrifborðið lians. Um leið og ég kom heim um kvöldið vissi ég hver var komin. Plötuspilarinn var stilltur eins hátt og unnt var, stórar ferða- töskur voru í forstofunni og hundur lá við setustofu dymar. Elskan. Peter var í dökk- rauðri peysu og glaðlegri en hann átti að sér að vera. Varstu að tala við mig? Nei við hundinn. Er hún ekki sæt? Hún er síðasti sigurvinn- ingur Midge. Ekki síður en ég, bætti hann við og andvarpaði. Hvar á hún að vera? Auðvitað hér. „Elskan" stökk upp í fangið á Peter og sleikti hann í framan. Peter sagði mér að Midge elskaði dýr enda væri það líkt henni. Hún var svo ó- viðjafnanlega brjóstgóð. Mig langar til að spyrja hvera vegna manneskja, sem elskaði dýr færi á dýraveiðar, en svo skipti ég um skoðun. Það borg- aði sig ekki. Síminn var lagður á og Midge kom inn jafn frískleg og venju- lega. Hún var í tvíddragt einu sinni enn og hún var með pínu- lítið glóðarauga. Það slóst í mig grein og ég datt af hestinum, sagði hún því hún sá lá hvað ég var að horfa. Julie, elskan, hvar eru skilaboðin? Barnavagnar Þýzkir barnavagnar. Seljast beint til kaupenda. VERÐ KR. 1650.08. Sendum gegn póstkröfu Suðurgötu 14. Sími 21 0 20. HEILVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR 'H'-W 14. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 1 ft * ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.