Alþýðublaðið - 05.07.1967, Qupperneq 10
SAMTÖKIN „Varúð á vegum“
hafa geflð út leiðbeiningar-
bækling til gangandi vegfar-
jnda um varúð í umferðínni,
og samkvæmt tilmælum, birt-
ir Alþýðublaðið efni bæklings-
ins hér með:
Gangandi vegfarendur
andi umferð. Þá sjáum við vel
til bifreiða, sem á móti koma,
en þær, sem koma aftan frá,
eru á 'hinum vegarhelmingnum
þ. e. a. s. fjær okkur.
Þegar við förum út úr strætis-
vagni, skulum við alltaf bíða
á gangstéttinni þar til vagn-
inn hefur ekið brott. Þá fyrst
getum við fullvissað okkur um,
að við getum hindrunarlaust
gengið yfir.
Úti á þjóðvegunum aka bif-
reiðarnar hraðar og eiga þar
af leiðandi erfiðara með að
stöðva. Þess vegna verðum við
að bíða þangað til við erum
viss um að komast yfir á örugg
an hátt.
Þegar við göngum á vegi þar
sem engar gangstéttar eru,
skulum við ávallt ganga á
hægri vegarbrún, á móti ak-
Þegar við þurfum að fara yfir
akbraut, verðum við að nota
gangbrautir, þar sem þær eru
fyrir hendi, að öðrum kosti
skulum við ganga þvert yfir
akbrautina, alls e'kki á ská, því
að það bæði lengir leiðina yf-
ir og við eigum erfiðara með
að sjá til ferða ökutækja. Við
verðum ávallt að líta vel í
kringum okkur, áður en farið
er út 'á akbrautirxa, jafnvel
þótt við séum á merktri gang-
braut, það er engin vissa fyrir
því, að ökumaður sjái til okk-
ar, eða að hann virði skylduna
að víkja fyrir gangandi veg-
faranda á leið yfir akbraut.
Þótt ökumaður stöðvi, er við
erum á leið yfir akbraut, verð-
um við þrátt fyrir það að vera
mjög varkár, því að við getum
Við skulum ætíð gera okkur
fulla grein fyrir því fyrirfram,
hvert við ætlum að fara og
velja síðan öruggustu leiðina
þangað. Gangstéttin — gang-
brautin — gangstéttin. Það er
þess virði að velja aðeins
lengri leið, ef hún er öruggari.
t^z7Z7Q\^
Þótt einstaka gangandi vegfar-
andi virði ekki regluna að bíða
þegar umferðarljós gefa það
til kynna, verður hann aðeins
til athlægis og vafalaust kem-
ur það honum í koll fyrr eða
síðar, það er ekki þess virði
að fetai í fótsþor hans. Það er
jafnmikil skylda gangandi veg-
faranda að bíða eftir grænu
Ijósi, eins og ökumanna. Við
skulum því ávallt bíða róleg
á meðan rautt ljós eða „BÍÐ-
K>“ stendur á götuvitanum.
■átt á hættu, að annar ökumað-
ur aki framhjá hinu kyrrstæða
ökutæki, eða að ökumaður frá
vinstri stöðvi ekki.
r;
Ekki má samt ana af stað strax
og rauða ljóíið hverfur og gula
ljósið kveiknar, heldur verðum
við að bíða þar til græna ljós
ið kemur. Þá lítum við til
beggja hliða og einnig aftur
fyrir okkur, ef ske kynni, að
ökutæki úr sömu átt og við
ætlaði að beygja í veg fyrir
okkur. Það er staðreynd, sem
við verðum að beygja okkur
fyrir, að það er aldrei hægt að
vera öruggur í um skoðanir
eða gerðir annarra í umferð-
inni.
Ef við verðum að fara yfir ak-
braut, þar sem engin gang-
braut er í nánd og jafnvel þar
sem kyrrstæðar bifreiðar eru,
verðum við að sýna ítrustu
varkárni, þar eð vænta má, að
ökumenn sjái síður til okkar
og við höfum einnig minna
útsýni yfir akbrautina.
Þar sem við getum átt á hættu
að ökutæki þurfi að bakka, t.
d. þegar verið er að aka því
út úr stæði, inn cða út úr inn-
keyrslu, verðum við að vera
sérlega varkár. Ökumenn vöru
bifreiða, strætisvagna o. fl.
eiga oft erfitt með að sjá nægi-
iega vel aftur fyrir bifreiðar
sínar og þess vegna verðum
við að gæta okkar.
■' — * ú.-
Það er mun erfiðara fyrir öku
mann að stöðva bifreiðina þeg
ar hált er, hemlunarvegalengd-
in getur orðið allt að lielmingi
lengri. Þetta verðum við að
hafa Jiugfast, þegar við ætl-
um yfir akbraut, sem er hál
vegna bleytu, ísingar eða snjó-
komu. Við eigum einnig erfið-
ara með að ganga rösklega yf-
ir, ef hált er.
f • •
KAUPMENN - KAUPFELOG - VERZLANIR - VERK-
SMIÐJUR - NÝJAR VÉLAR - NÝ TÆKNI - HAGRÆÐING
STÓRKOSTLE G VERÐLÆKKUN Á
þvotti á hvítum vinnusloppum
Akstur og smáviðgerðaþjónusta innifalið. Verð á hajidklæðum ög þurrkum sem fylgja sloppum lækkar úr 11 í 7 kr. Athugið verðið.
Sá sem sendir 2 sloppa á viku sparar allt að 1456 krónur á ári, sá sem sendir 50 sloppa á viku sparar allt að 41.600 krónur á ári.
VERZLIÐ ÞAR SEM VERÐIÐ ER HAGKVÆMAST. — GÓÐ ÞJÓNUSTA. — LÖNG REYNSLA. -
STÆRSTA ÞVOTTAHÚS LANDSINS. — BEZT BÚIÐ VÉLUM. — FYRSTIR MEÐ NÝJUNGAR.
BORGARÞVOTTAHÚSIÐ HF.
BORGARTÚNI 3. — SÍMI 10135.
‘1,0 5' júií 1967
ALÞYÐUBLAÐIÐ