Alþýðublaðið - 05.07.1967, Page 13
KÍBAAcLSBÍfl
íslenzkur texti.
OSS 117 í Bahia
Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd
í litum og Cinemascope segir
frá baráttu við harðsvíraða upp-
reisnarmenn í Brasilíu.
FREDERIK STAFFORD.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Öldur óttans
(Floods of fear)
Feiknalega spennandi og at-
burðarhröð brezk mynd frá
Rank.
Howard Keel
Anne Heywood
Sýnd kl. 9.
ÓTTAR YNGVASON, hd!.
BLöNDUHLfÐ 1, SfMI 21296
VIÐTALST. KL. 4—6
MALFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖRF
BÆNDUR
Nú er rétti tíminn til að skrá
vélar og tæki sem á að selja.
TRAKTORA
MÚGAVÉLAR
BLÁSARA
SLÁTTUVÉLAR
ÁMOKSTURSTÆKI
Við seljum tækin.
Bíla- og
Búvéiasalan
v/Miklatorg, síml 23136.
ÖKUMENN!
Látið stilla í tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
eftir annað á úrið og gekk fram
og aftur um torgið. Skyldi Bob
Lane ganga til hennar. Hálf-
(ima ganga, brött gata sem lá'
yfir þröngt gil. Hún virtist ekki
vita af mér á liælum sínum,
enda var margt fólk á götunni
og ég gekk eins hratt og ég
gat þrátt fyrir að sandalarnir
voru að losna af fótum mér.
Niður við liöfnina sat fólkið
á tröppunum og mikið var að
gera á börunum og veitingahús-
unum. Stúlkan gekk framhjá
fólkinu og beint að höfninni, en
þar fór hún um borð í lítinn
vélbát sem var bundinn ásamt
fleiri bátum við járnhring á
varnargarðinum. Hún reyndi að
kveikja á vélinni. Vélin hóstaði
aftur og aftur en kveikti ekki.
Ég hafði haft svo mikinn á-
huga fyrir eltingarleiknum að
ég næstum gleymdi því að ég
var að fylgjast með henni fyrir
Bob Lane og varð að segja hon-
um árangurinn af eltingarleikn-
um. Ég hljóp upp höfnina en
skimaði um leið út á hafið svo
cg sæi hvort hún legði af stað
og í hverja átt hún færi.
Margar snekkjur lágu við
höfnina og ein þeirra var fagur-
lega lýst og frá henni ljómaði
tónlist sú, sem ég vissi núna að
var alls staðar þar sem vinnu-
veitendur mínir voru.
Landgöngubrúin lá úr snekkj-
unni og ég hraðaði mér um borð.
Enginn leit á mig. Hvernig átti
ég að ná í Bob Lane og forðast
hjónin, sem ég vann hjá?
Ég heyrði sérkennilegan hlát-
ur Trish og hraðaði mér niður
þilfarið; ég kom inn í káetu fulla
af fólki. Þetta var eins og lítið
herbergi, vel skreytt í bláu og
hvítu, mjög vel fægt og skín-
andi af látúni og nokkrir með-
limir áhafnarinnar voru að
blanda í glösin. Við barinn sat
Díana, hin. rauðhærða, og tal-
aði við Bob Lane.
— Má ég tala við þig augna-
blik, hr. Lané?
Hann lagði frá sér glasið og
gretti sig. — Sæl, Júlía. Hann
hélt áfram að tala við Díönu,
sem starði á hann annað hvort
með áhuga eða sem leikkona á
ljósmyndara.
— Má ég tala við þig, spurði
ég óþolinmóð.
— Talaðu.
— Mér er svo sem sama fyrst
þú vilt láta tala um þín einka-
mál fyrir framan alla.
— Jæja, jæja, sagði Díana og
leit upp. — En töfrandi. Ég
skal fara Bob, þú kallar á mig,
þegar hún liefur talað út.
Þegar hún var farin, sagði
hann: — Ertu að reyna að vera
fyndin aftur?
— Ég sá hana. Við náum
henni, ef við hlaupum.
— Þú hlýtur að halda að ég
sé hreinasta barn, sagði liann
vorkennandi.
Ég varð öskureið. Ég lalaði
mjög lágt, og það var erfitt,
því mig langaði til að öskra og
sagði: — Þú ætlaðir að hitta
stúlku á torginu í gærmorgun.
— Er það?
— Hættu að leika Perry Mas-
on. Þú æltaðir að gera það. Þú
áttir að hitta stúlku, ^sem þú
þekktir ekki og þú hélzt að það
væri ég af því að ég var klædd
eins og ég var. Ég sá hana. Ef
þér er sama er mér sama líka.
En ef iþér er ekki sama skaltu
flýta þér því hún er í bát við
höfnina og meðan þú ert að
læðast að mér hefur hún sjálf-
sagt farið.
Hann skipti um svip meðan
ég talaði. Hann stóð upp og
sagði: — Allt í lagi. Komdu þá.
Við vorum komin niður á höfn
ina hlaupandi eftir augnablik.
— Hvar var báturinn?
— Þarna. Sjáðu, þetta er
hann. Hann er farinn.
Við nánium staðar. í fjarlægð
sáum við rauðan bát, sem var
að hverfa við heyrðum vélar-
niðinn fjarlægjast.
Hann stóð með hendur í vös-
um.
— Kaprí, sagði hann loksins.
— Eða Napólí
— Það er of langt þangað fyr-
ir vélbát nema þetta hafi verið
stór bátur. Hve stór var hann:
Ég benti á bát, sem var bund
inn við höfnina.
— Kaprí, sagði hann ákveð-
inn og leit aftur út á hafið
þangað sem báturinn hafði horf-
ið.
— Slæmt að við náðum henni
ekki. En þetta var þess virði.
Nú verð ég að fara. Góða nótt
hr. Lane.
Honum virtist ekki liggja á að
komast í boðið en tónlistin
streymdi til okkar yfir höfnina.
— Ég. . . ég verð að fara. . .
— Vitleysa Við fáum okkur
glas saman
„En boðið?“
— Það skiptir engu máli Við
gengum inn á einn barinn við
höfnina Fiskimennirnir voru að
spila teningsspil og ég sá Carló
í einu horninu, hann var að
daðra við stúlku. Hann sá mig
og leit undan. Það var sjónvarp
við einn vegginn, en enginn
horfði á það. Tónlistin var há-
vær og sykursæt.
Bob fór með glösin okkar yf-
ir að smáborði, en yfir því
hékk þessi eilífa mynd af tveimur
munkum í klausturkjallara. Þeir
voru greinilega drukknir.
Ég horfði á hann, ekki hann
á mig Hann hafði furðulegt
andlit. Allar línur þess voru
hvassar. Þegar hann var óvin-
gjarnlegur eins og hann hafði
verið frá því- að hann gekk til
mín á torginu og talaði til mín
var liann ógnvekjandi. Það var
hraustlega gert af mér að vera
ekki hrædd. En nú virtist hann
ánægður. Hann var gjörbreytt-
ur. Ég var fegin að sitja á barn-
um þó gólfin væru rykug og
tónlistin óþolandi og Carló snéri
við okkur bakinu
— Ég leik aldrei á þig aftur,
sagði ég. — Treystirðu mér
ekki?
Hann skellti upp úr. — Þú
ert óvenjuleg stúlka. Þú vilt
hjálpa fólki. Þú varst svo hrifin
þegar þú komst inn áðan. Ég
las ekkj rétt úr svipnum. Ég
hélt þú værir að leita á mig -
aftur En mér skjátlaðist. Svip
urinn á þér var sá sami og á
hvolpi sem hefur fundið glat-
aðan inniskó húsbónda síns.
— Hræðilegt.
— Nú særði ég þig aftur. Ég
var að reyna að vera elskuleg-
ur. Mér finnst gaman að hvolp-
um.
„Þeir vilja þóknast húsbónda
sínum.
— Fyrirgefðu. Hann virtist
skemmta sér vel og hann gerði
ekkert til að draga úr þessu.
— Þú hafðir á réttu að standa,
sagði hann eins og maður, sem
vill biðjast afsökunar. — Ég ,
átti að hitta hana í gær. Ég hafði
aldrei séð hana áður og hún var
nákvæmlega eins klædd og þú,
svartklædd. Jafnvel eyrnalokk-
arnir voru þeir sömu.
— Var það stúlkan, sem ég
sá í kvöld?
— Ég býst við því
— Fæ ég að vita meira um
hana?
— Mér þætti gott að tala um
það. . . en þetta er ekki mitt
mál. Þú verður að treysta mér.
— Ég sagði það rétt áðan við
þig.
Ég móðgaðist dálítið yfir því
að hann vildi ekki trúa mér
fyrir öllu en mér fannst hann
aðlaðandi Hann var jafnframt
fráhrindandi og hafði falleg
augu, fallegt bros og gat verið
kurteis. Hve margar konur
standast slíkt?
— Þetta er ágæt byrjun óvin-
áttu. Við viljum bæði gagn-
kvæmt traust. Ég lofa að leika
ekki á þig Júlía nó búast við
að þú leikir á mig og þú verð-
ur að lofa því sama. Ég veit
að þú ert rómantísk.
Hvolpurinn einu sinn enn.
Ég lagði ekki í að segja það
upphátt því mér fannst heimsku
legt, að hann skyldi álíta þetta
um mig og enn að móðgast Ég
sagði honum að ég væri fædd
og uppalin í Manhester og að
ég bezt vissi hefði enginn talið
það rómantískan stað enn.
Bob Lane hafði áhuga fyrir
Manshester. Hann sagðist hafa
unnið þar sem blaðamaður og
kunnað vel við sig.
— Hvað er stúlka frá Manc-
hester að gera hér? Þú hefur
alltof mikinn persónuleika fyr-
ir svona vinnu.
— Við hvað áttu:
— Þeir sem vinna fyrir fræga
Leiðrétting
í GREIN Odds A. Sigurjónsson-
ar skólastjóra, sem birtist í blaðinu
í gær, uröu því iniður þrjár prent-
villur. í þriðja dálki á bls. 7 stend-
ur feitletrað, að meðaleinkunn í
dönsku’ verði 1,6 stigum lægri o.s.
frv., en átti að vera 1,16 stigum
lægri. A bls. 15, fyrstu greinarskil-
um, stendur: „Ég get ekki verið for-'*
manninum þakklátur...** en átti að
vera, „Ég get verið . Loks er grein
in dagsett alllangt í framtíð. Stendur
28. 6. 1976, en átti auðvitað að vera
28. 6. 1967. Eru höfundur og lesendur
beðnir velvirðingar á þessu.
Barnavagnar
Þýzkir barnavagnar.
Seljast beint til kaupenda.
VERÐ KR. 1650.00.
Sendum gegn póstbröfu
Suðurgötu 14. Síml 21 0 20.
HEILDVERZLUN
PÉTURS PÉTURSSONAR
ALLT TIL SAUMA
5. júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ U