Alþýðublaðið - 20.07.1967, Page 15
Frh af 5. síðu
þarf að vera í sem eðlilegustu
ásigkomulagi og liggja vel við
skoðun og atliugun, ef á þarf
að halda. En jafnframt þarf
hún að fara vel á pappírnum
og uppfylla kröfur augans. í
þessu sambandi er rétt að minn-
ast á eitt veigamikið atriði.
Reglan er að líma jurtina upp
í heilu lagi og margir kjósa
heldur stórt' eintak en lítið. En
sumar tegundirnar eru svo stór
vaxnar, að þessari reglu verður
ekki fylgt með góðu móti.
Stórnetla getur t. d. orðið um
120 sm. á hæð, hvönn allt að
mannhæðarhá, sömuleiðis gul-
stör, að ekki sé minnzt' á tré
og runna. Oft verður því að
hluta jurtina sundur og líma
hana upp i pörtum. Allt reynir
þetta á smekkinn og hugkvæmn-
ina. Eoks er svo skráð heiti
jurtarinnar, fundarstaður og
fundartími, sömuleiðis getið
finnandans, ekki má gleyma
honum. Og er þá aðeins eftir
að flokka jurtirnar í möppur
eftir ættkvíslum.
Ég hef víst ekki ennþá
minnzt á latínuna. í raun og
veru er það latínan, sem gef-
ur jurtasöfnuninni gildi, út á
við. Það er ekki nóg að þekkja
jurtina í krók og kring, útlit
hennar og eiginleika, lit, stærð,
vaxtarlag, blómgunartíma, kjör-
lendi. Það er heldur ekki nóg
að vita um ætt hennar og út-
breiðslu eða hvað hún lieitir
á íslenzku. Latínan ræður úr-
slitum. Poa alpína. Saxifraga
stellaris. Koenigia islandica.
Grasasafnari, sem ekki veit hið
latneska heiti jurtarinnar, er
lítill karl og ekki viðræðuhæf-
ur meðal kollega sinna. Þetta
þurfa byrjendur í listinni að
leggja sér ríkt á hjarta.
Það er ekki auðhlaupið að
því að safna allri íslenzku
flórunni. En áhugasamur grasa-
safnari kippir sér ekki upp við
það. Þvert á móti. Slíkt gerir
jurtasöfnunina einmitt áhuga-
verða. Þannig er það með allt.
Hið torfengna verður manni
dýrmætast. Jurtirnar eru
dreifðar um allt landið, út við
sjó og upp til fjalla, meira að
segja á kafi í tjörnum og síkj-
um. Sumar eru líka næsta fá-
gætar, kannski bara nokkur
eintök á einum eða tveimur
stöðum á landinu. Síðan ekki
söguna meir. í slíkum til-
fellum nálgast heiðarlegur
grasasafnari staðinn með til-
hlýðilegrj lotningu og hátíð-
leik, dregur skó af fótum sér
og fer úr sokkunum, ef það
er í for eða bleytu. Slíkur
staður er heilög jörð. Og
grasasafnarinn tekur sinn
betri mann til vitnis um, að
hann láti plöntuna vera. Kann-
&ki hvíslar freistarinn þá að
honum ósköp sakleysislega: —
Bnra eina plöntu. Það munar
ekkert um eina plöntu. En
hann lætur sem hann heyri það
ekki og gengur snúðugt burt.
Til frekara öryggis fágætum
.iu' tum. hefur verið í bígerð að
friða diájfap þriðja tug ís-
lehzkra þiantná fyrir grasasöfn-
urum, garðeigendum og öðrum
hættulegum jurtaskaðvöldum,
þó ekki sauðkindinni, enda bít-
ur hún einungis ofan af. Ef
til vill er þetta þegar komið
í kring, þótt spurnir hafi ekki
borizt af því, náttúruverndar-
ráð, sem er skikkanlegt og yf-
irlætislaust ráð, auglýsir semf
sé einungis í Lögbirtingablað-
inu, en það kemur ekki fyrir
augu nema ca. 0.01% lands-
manna og sennilega aðeins
0.00% þeirra, sem eru í flóru-
hugleiðingum.
Grasagrúskarar eru skrýtnir
fuglar. Satt er það. Og hegða
sér öðruvísi en annað fólk. En
þeim er þó ekki alls varnað.
Þetta fallega erindi er t. d.
eftir einn af því sauðahúsi:
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug lilíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka, smáragrund!
Yður hjá ég alla stund
uni bezt í sæld og þrautum,
fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum!
Hraðfrystihús á Grenivík
Reitingsafli hefur verið hjá bát
um frá Grenivík í vor og fram-
an af sumri. Hugur er í mönnum og
er staðurinn í örum vexti.
Verið er að byggja hraðfrysti-
hús, sem verður langt komið í
haust. Það er byggt fyrir hlutafé,
sem safnað hefur verið meðal
hreppsbúa sjálfra. Nýr bátur, Vörö
ur, var keyptur til Grenivíkur í
vor. Símstöð er í byggingu í stað
þeirrar sem brann í vor, ennfrem-
ur er verið að reisa skólastjórabú-
stað.
Hjá bændum hefur túnspretta
verið með lakara móti, þótt ekki
sé mikið um kal, tíðin hefur ein-
ungis verða svo risjótt. Nú síðustu
dagana hefur grasvöxtur hins veg-
ar tekið við sér og horfur á góð-
ri kartöfluuppskeru á' Svalbarð-
strönd æðarvarp er á nokkrum bæ
jum, mest á Höfða, í Nesi og við
Laufás.
Aglýsingasími AEþýðublaðsins er 14906
AUGLÝSING
um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
Síðari hluti aðalskoðunar bifreiða í lögsagnarumdæmi Miðvikud. 27. — R-18301 — R-18450
Reykjavíkur fer fram 24. júlí til 30. október n.k., að báðum Fimmtud. 28. — R-18451 — R-18600
dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Föstud. 29. — R-18601 — R-18750
Mánud. 2. okt. R-18751 — R-18900
Mánud. 24. júlí R-11401 til R-11550 Þriðjud. 3. — R-18901 — R-19050
Þriðjud. 25. - R-11551 — R-11700 Miðvikud. 4. — R-19051 — R-19200
Miðvikud. 26. — R-11701 — R-11850 Fimmtud. 5, — R-19201 — R-19350
Fimmtud. 27. — R-11851 — R-12000 Föstud. 6. — R-19351 — R-19500
Föstud. 28. — R-12001 — R-12150 Mánud. 9, — R-19501 — R-19650
Mánud. 31. - R-12151 — R-12300 Þriðjud. 10. — R-19651 — R-19800
Þriðjud. 1. ágúst R-12301 R-12450 Miðvikud. 11. - R-19801 — R-19950
Miðvikud. 2. — R-12451 — R-12600 Fimmtud. 12. — R-19951 - R-20100
Fimmtud. 3. — R-12601 — R-12750 Föstud. 13. — R-20101 — R-20250
Föstud. 4. - R-12751 — R-12900 Mánud. 16. — R-20251 — R-20400
Þriðjud. 8. - R-12901 — R-13050 Þriðjud. 17. — R-20401 — R-20550
Miðvikud. 9. — R-13051 — R-13200 Miðvikud 18. — R-20551 — R-20700
Fimmtud. 10. — R-13201 — R-13350 Fimmtud. 19. — R-20701 — R-20850
Föstud. 11. — R-13351 — R-13500 Föstud. 20. — R-20851 - R-21000
Mánud. 14. — R-13501 — R-13650 Mánud. 23. — R-21001 — R-21150
Þriðjud. 15. - R-13651 — R-13800 Þriðjud. 24. — R-21151 - R-21300
Miðvikud. 16. — R-13801 — R-13950 Miðvikud. 25. — R-21301 — R-21450
Fimmtud. 17. — R-13951 — R-14100 Fimmtud. 26. — R-21451 — R-21600
Föstud. 18. - R-14101 — IÞ14250 Föstud. 27. — R-21601 — R-21750
Mánud. 21. - R-14251 — R-14400 Mánud. 30. — 21751 og þar yfir
Þriðjud. 29. — R-15151 — R-15300
Miðvikud. 23. - R-14551 — R-14700 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til
Fimmtud. 24. — R-14701 — R-14850 Bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og vrður skoðun fram-
Föstud. 25. - R-14851 — R-15000 kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16,30, nema fimmtu
Máhud. 28. - R-15001 — R-15150 daga til kl. 18,30. Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á
Þrðijud. 29. — R-15151 — R-15300 laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi
Miðvikud. 30. — R-15301 — R-15450 skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar.
Fimmtud. 31. — R-15451 — R-15600 Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í borg, en
Föstud. 1. sept. R-15601 — R-15750 skráðar eru annars staðar, fer fram í ágústmánuði.
Mánud. 4. — R-15751 — R-15900 Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full-
Þriðjud. 5. — R-15901 — R-16050 gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða-
Miðvikud. 6. — R-16051 — R-16200 skattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1967
Fimmtud. 7. - R-16201 — R-16350 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið
Föstud. 8. - R-16351 — R-16500 sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreið-
Mánud. 11. — R-16501 — R-16650 um sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda
Þriðjud. 12. — R-16651 — R-16800 til rikisútvarpsins fyrir árið 1967. Hafi gjöld þessi ekki
Miðvikud. 13. — R-16801 — R-16950 verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin
Fimmtud. 14. — R-16951 — R-17100 stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Ennfremur ber að
Föstud. 15. - R-17101 — R-17250 framvísa vottorði frá viðurkenndu viðgerðarverkstæði um
Mánud. 18. - R-17251 — R-17400 að ljós bifreiðarinnar hafi verið stillt.
Þriðjud. 19. — R-17401 R-17550
Miðvikud. 20. — R-17551 . R-17700 Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar a rett-
Fimmtud. 21. — R-17701 _ R-17850 um degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um-
Föstud. 22. _ R-17851 R-18000 ferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin
Mánud. 25. - R-18001 _ R-18150 úr umferð, hvar sem til hennar næst.
Þriðjud. 26. — R-18151 — R-18300 Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 19. júlí 1967.
SIGURJÓN SIGURBSSON.
20. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLABIÐ fg