Alþýðublaðið - 28.07.1967, Qupperneq 5
Rætt við Eyfscr Elnarsson grasafræðing
Eyþór Einarssou, grasafræðingur.
PLÖNTUR vaxa í 16-1700 m.
hæð á íslandi. Eyþór Einarsson
grasafræðingur rannsakar jurta-
gróður í háfjöllum og á jökul-
skerjum. Þcssar rannsóknir
gælu m. a. gefið visbendingu um>
hvort jurtir hafa lifað hér af ís-
öldirui. 60 tegundir blómplantna
hafa fundizt hér ofan við 1000
m. hæð. Gróður virðist eiga erf-
iðara uppdráttar til fjalla á
Vestfjörðum en annars staðar á
landinu. Óveður hamlar oft
rannsóknarferðum. Helzta ráð
islenzkra vísindamanna til að
afla fjár til meiri háttar rann-
sókna er að sækja fé í erlenda
sjóði.
Eyþór Einarsson hefur á und-
anförnum árum fengizt við rann-
sóknir á æðri plöntum til fjalla,
bæði inn í hálendinu og út við
sjó og verið að viða að sér upp-
lýsingum frá sem flestum stöð-
um á landinu til samanburðar.
Eyþór fékk styrk frá Vísinda-
deild Nato til þess arna og hef-
ur gert áætlun um að athuga
allmarga staði og hefur heimsótt
þá' flesta. Eyþór sagði í viðtali
við fréttamann Alþýðublaðsins
að mjög væri ólíkt hvað yxi af
blómplöntum vestur á fjörðum
og til dæmis á miðhálendinu.
Miklu meiri gróska er inni í
landinu, á Norður-, Suður- og
Austurlandi en fyrir vestan, þar
sem fjöllin eru afar ber. Veður
mmm
JF
WMí
mmm
smwemStíi&á&s
liÍMg
, . -■
-
0 , :
Úr Esjufjölluni, að vorlagi og snjór. Steinþórsfell í miðið.
hamlaði oft rannsóknarferðum,
t. d. hefði hann fyrst í þriðju
tilraun komizt í Kverkfjöll
vegna óveðurs. í Kverkfjöllum
vaxa blómplönlur hæst á íslandi
svo vitað sé, þó gæti verið, að
á fjallshrygg 19—1800 m. háum
vestan í Öræfajökli 5>xu ein-
hverjar jurtir, þótt ekki væri vit-
neskja um það.
Plöntur, sem ég hefi fundið
í Kverkfjöllum, sagði Eyþór,
eru meðal annarra: dvergsóley,
fjallasveifgras, tveir steinbrjót-
ar, vetrarblóm og þúfusteins-
brjótur, þær uxu í 1630 — 1640
m. hæð. Mosar og skófir vaxa ef-
laust í meiri hæð. í sambandi
við þetta hef ég líka athugað
nokkra fjallstinda sem standa
upp úr jöklum, svokölluð jökul-
sker (nunatak). Þessi auðu
svæði gætu gefið vísbendingu
um það, hvort plöntur gætu hafa
lifað hér af ísöldina og hvern-
ig jurtir nema nýtt land. Senni-
legt er, að vindur feyki fræjum
milli staða og ég hef sjálfur séð
heilar plöntur renna undan
vindi yfir hjarnbreiðu. Ekki er
mikið um fugla svona ofarlega
í fjöllum, en þó hafa fundizt
verpandi fuglar í Esjufjöllum í
Vatnajökli svo sem rjúpa, stein-
depill, kjói og snjótittlingur. —
Nýtt sker kom upp úr ís í
Breiðamerkurjökli fyrir fimm ár-
um, og síðastliðið sumar voru
setztar þar að 20 tegundir blóm
plantna, þetta sker er að vísu
ekki mjög hátt yfir sjávarmáli.
Á þessum slóðum eru sker á'
ýmsum aldri, vitað er um eitt
sem er 30 ára og svo Esjufjöll,
sem staðið hafa upp úr jökli frá
ísaldarlokum. Þarna er mikinn
fróðleik að finna um þessi efni
og hægt að fá tiltölulega góðan
samanburð. Ég fór á þing nátt-
úrufræðinga, sem haldið var í
Finnlandi og flutti erindi um
þetta efni þar. í Drangajökli
eru snjólausir tindar í 825—850
m. hæð, Hljóðabunga og HroII-
leifsborg, og þar hef ég fundið
19 blómplöntur vaxa í sáralitlum
jarðvegi í snarbratta, á syllum
og utan í klettum. Uppi eru þess-
ir tindar flatir og er þar tölu-
verður gróður, einkum þó á
Hljóðabungu, sem er minni og
að því að halda mætti byði upp
á verri skilyrði en Hrollleifs-
borg. Þarna er þó mun fáskrúð-
ugri gróður en í sömu hæð
annars staðar á landinu. Svipað
-er að segja um Reiphólsfjöll í
Barðastrandasýslu. Sumarið er
þarna styttra og kaldara og kynni
það að vera höfuðástæðan. í
Reiphólsfjöllum er nálega þrisv-
ar sinnum færri tegundir en
austur undir Langjökli í sam-
bærilegri hæð. Yfirleitt virðast
sömu tegundirnar alls staðar
teygja sig hæst upp, nema hvað
undantekningar eru í Eyjafirði,
þar sem gróska virðist vera
meiri en víðast annars staðar.
Þetta eru aðallega melaplöntur
og svo plöntur, sem vaxa í
dældum þar sem snjór liggur
nægilega lengi til að veita hæfi-
legan raka og skjól. Um svæðið
í kringum Eyjafjörð er það að
segja, að það má' kalla þrauí-
kannað og fáir staðir á landinu
betur rannsakaðir. Má það
þakka Möðruvallaskóla, sem
síðar þróaðist í Menntaskólann
á Akureyri, en við þá skóla
störfuðu náttúrufræðingarnir
Stefán Stefánsson, Ólafur Dav-
Framhald ó 15. síðu.
■ : . -■' ■
. . • --■ '. ■* : ■■"■' - ■
■:•• "ýíi
- - s ,'V --»• ó * . . AVv . vj ,
'
;v \y\
- -
Hrolleifsborg á Drangajökli,
28.
- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
júlí 1967