Alþýðublaðið - 28.07.1967, Síða 13

Alþýðublaðið - 28.07.1967, Síða 13
Vitskert veröld (It is a mad mad world). Heimsfræg og snilldar vel gerð amerísk gamanmynd í litum og panavision. Endursýnd kl. 5 og 9. ÍSLENZKUR TEXTI. Tálbeitan Ný ensk stórmynd í litum með íslenzkum texta. SEAN CONNERY. GINA LOLLOBRIGIDA. Sýnd kl. 9. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Skólahótehn á vegum Ferðaskrifstofu rikisins bjóða yður velkomin i sumar á eftirtöldum stöðum: 1MENNTASKÓLANUM _ LAUGARVATNl 2 SKÓGASKÓLA 3 VARMALANDI 7 BORGARFIRÐI 4 MENNTASKÓLANUM AKUREYRI 5 EIÐASKÓLA OG 6 SJÓMANNASKÓL - ANUM í REYKJAVÍK Alls staða? er framreiddur hinn vinsceli lúxusmorgunverður kringum mann sem var að raða upp málverkum í röð á tröpp- urnar. Þetta voru eitthvað um þrjátíu málverk og hann gekk fáein skref aftur á bak til að virða þau fyrir sér. Þetta var Davíð Lane. Halló, ég vonaðist eftir að sjá þig, sagði hann og leit á mig án allrar undrunar. — Hvernig finnst þér þessi? Hún er byggð á bók, sem ég las um Egypta- land. Eða þessi? Hún heitir „Ó- dauðleiki.” Hann benti á myndirnar tvær. Ég þekkti strax að þær voru eft'ir Davíð, sömu línurnar, sama tilfinningin fyrir litum, en ég vissi ekki hvor var egypzk og hvor ódauðleg- Ég sagði varlega: Mér lízt vel á þessa af litla kast- alanum. — Ég var nú bara fimm mín- útur að mála hana, sagði hann og við hlógum bæði. Hann settist niður á rykug þrepin og benti mér að setjast' hjá' sér. — Segðu mér frá stóra bróð- ur, Júlía. Hvar er hann? Mér datt dálítið stórkostlegt í hug viðvíkjandi íbúðinni hans. Þeg- ar ég kem aftur frá Grikklandi ætla ég að mála stórt veggmál- verk handa honum. Þú veizt stóra mynd, hann hefur vegg, • sem hann notar ekkert. Alls ekki, það er blátt áfram hlægi- legt. — Hann gæti borgað mér með afborgunum, bætti hann svo við. Shane segir að ég eigi að heimta peningana út í liönd, en ég get vel beðið. Ég komst ekki hjá brosi. Hann var svipbrigðalaus en augu hans virtu mig vandlega fyrir sér. Gat hann notað mig? Var ég vinsamleg honum? Hafði ég vit í kollinum? Og vit í kollinum merkti fyrir Davíð, myndi ég hjálpa honum til að halda áfram að mála. — Það er langt síðan ég sá Bob síðast, sagði ég. — Jæja, sagði hann algjör- lega laus við forvitni. — Shane og Leó fóru að hitta vin Leós — einhvern Ameríkanabjána. Ég ætiaði að koma þeim á ó- vart með að selja eitthvað með- an ég bíð eftir þeim. Amerí- kanabjáninn ku vera ríkur eftir því sem þau segja, en maður veit' aldrei. . . Leó hefur oft á röngu að standa, bætti hann loks við og bauð mér svo pipar- myntur úr poka. Miðaldra, grannleitur maður í velpressuðum fötum og kona í minkapels í hitanum komu til okkar. — Talið þið ensku? — spurði maðurinn. Já, herra, sagði Davíð — og spratt á fætur eins og eldibrand- ur. Hann stóð og starði á þenn- an væntanlega kaupanda. — Hve mikið viltu fá fyrir þessar? spurði maðurinn- hlægj- andi. Hann var ekki óvingjarn- legur, frekar eins og sextugur maður að tala við tvítugan ungl- ing. — Það fer eftir myndunum, sagði Davíð. — Sumar eru ekki til sölu. — Alls ekki, svaraði Davíð go myndirnar sínar, sagði konan. — Alls ekki, svaravi Davíð og kveikti sér í ítalskri sigarettu. s .uzanne Ebel: UTpRA 37_ OGÁSl Hann liallaði sér upp að hand- riðinu og talaði við fólkið. Þau virtust skemmta sér vel. Þau litu ekki einu sinni á myndirn- ar. Davíð hélt heilan fyrirlest- ur. Við vinnum listarinnar vegna. Ég hlustaði smá stund en svo kom gamla sölumennskan upp í mér, ég var dóttir föður míns og „gimsteinninn” hans hr. Whistle og gat ekki þagað. — Ég hélt að vinir þínir hefðu áhuga á einni myndinni, Dav- íð, sagði ég kurteislega. — Jæja, sagði Davíð glaðlega. Hvað um þessa hér? Hann benti á risastóra appelsínu og bláleita mynd alsetta stjörnum. — Ég vil fá þessa í horninu, sagði maðurinn ákveðinn. Mynd ina af kastalanum. Við Marion erum bæði hrifin af henni. Hvað kostar hún? — Fimm pund, sagði Davíð. — Ég borga fjögur, svaraði maðurinn ákveðinn. — Seld, flýtti Davíð sér að segja, og við hlógum öll. — Þegar þau voru farin sagði Davíð. — Nú fáum við okkur glas. Nú á ég peninga. Komdu Júlía, ég ætla að kenna þér nýja sporið mitt. Hann snérist í hringi meðan hann talaði. — Ég held þú ættir ekki að dansa sigurdans um leið og þú ert búinn að selja mynd. Þau gætu séð til þín. Hann varð undrandi. — Ég vil að þau sjái mig. Nú er ein- mitt stund og staður til að dansa. Skilurðu það ekki? Dave fór með mig á lítinn bar — hann fann á sér hvar voru staðir þar sem vín var selt í pottavís og Shane og Leó komu dálítið seinna. Þau voru bæði þögul og það var auðséð að Ame- ríkanabjáninn hafi ekki verið jafnvitlaus og þau höfðu hald- ið. Dave lét sem hann heyrði ekki þessar fréttir, pantaði handa þeim mat og varð fyrir vonbrigðum, þegar ég sagðist vera að fara. — Verðurðu að fara, elsku Júlía? spurði hann mcð fullan munninn. — Segðu stóra bróður, þegar þú hittir hann að það t'aki mig aðeins fimm mínútur að selja m.vnd, sem ég var í fimni mínútur að mála! Ég hugsaði með sjálfri mér að þctta væri ná'kvæmlega það, er ég hefði aldrei sagt við bróður hans, þó svo að ég hitti hann aftur. Hann stökk á fætur gekk með mér til dyranna og kyssti mig á kinnina um leið og hann tautaði: Þú ert einmitt rétta konan, ég skil ekki í því, að hann sé svo vitlaus að láta þig sleppa. Hann kyssti mig aftur á kinnina og klappaði mér á bakið um leið og sann sagði glaðlega: — Við sjá- umst seinna. Þetta var að kvöldi síðari dags- ins, sem Lúcíana-var að heiman og ég var dauðfegin, þegar Trish fór upp til að leggja sig fyrir matinn. Hún var í leiðindaskapi þessa dagana. Burtséð frá því, að ég hafði hitt Dave var ekkert sem gladdi mig og ég var bæði þreytt og hálf lasin, þegar ég gekk inn í fimleikasalinn. James stóð upp við rimlana. Hann var í vinnufötum og hár hans vott af svita. Hann var víst búinn að dingla í hverri einustu rá, sem inni var. — Vildirðu tala við mig, Júl- ía? — Ég hélt' að þú vildir tala við mig. — Ekki ef Trish þarf á þér að halda. Ég varð vond eitt augnablik og settist niður við hlið hans. Síð- ustu geislar sólarinnar vörpuðu skugga af trjágreinum á gólfið. Ef ég hefði kalkmola gæti ég teiknað útlínur trésins og um leið og sólin settist myndi það verða eftir á gólfinu. — Hr. Alexander, sagði ég. — Kallaðu mig 'Jimmy. — Jimmy. Ég átti erfitt með að segja það. Mér fannst það ekki hæfa. — Þú sagðir um daginn að ég ætti að gera dálítið fyrir Þig. Ég vonaði að það yrði eitt- hvað erfitt. Mig langaði til að þræla enn fyrir James. Ég dáð- ist að Trish en mér leiddist að vinna fyrir hana. En James gaf mér eitthvað varanlegt. Ég stóð í skuld við hann fyrir leiklist hans og það sem hann hafði veitt mér með leik sínum. — Júlía, Júlía, sagði hann. Þú vilt mér. Ég sé það á þér. — Komdu út að synda, sagði hann svo skyndilega. Ég flýtti mér að sækja sund- bolinn minn og handklæði — og meðan ég hljóp yfir forsalinn sá ég brest í marmaragólfinu. Hjartað kipptist við i brjósti mér. Bob hafði staðið þarna þeg- ar ég sagði honum að ég vildi ekki sjá hann aftur og meðan ég hafði talað við hann hafði ég horft á sprunguna í gólfinu. — Þarna var hún enn óhreyfanleg á gólfinu. James beið í garðinum og við gengum að sundlauginni. James synti langt út í laugina, lagðist þar á bakið. Við vorum ein í lauginni, Trish svaf inni í her- bergi þöktu deyjandi rósum. Ég lagðist líka á bakið og lét aftur augun og sólin skein á mig. Ég átti dálítið erfitt með að greina fyrstu orð Jamesar. — Þú veizt víst allt um okkur. — Ég held ég skilji ekki .... — Hvers konar fólk við erum. Trish áður en hún gifti sig. Kvikmyndirnar. Allt. Þú veizt allt um allt. — Þú veizt hve mjög ég dáist þær borið. Margt fólk. Stórkost- að myndum þínum. Þetta vai* ekkert svar við svo heimskulegri spurningu. Hvað átti ég að segja? — Vandræðin með Terry de 'Mílmí.tdl! Heimsins mest selfla sinnep, og auSvitaff kemur þaS frá ALUR S.F. - SÍMI: 1 3051 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3 28. júlí 1967

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.