Alþýðublaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 11
Velheppnuð keppnisför Hauka í Færeyjum MEISTARA- og annar flokkur úr Haukum í Hafnarfirði voru ný- lega á keppnisferðalagi í Fær- eyjum. Farið var með Flugfélagi íslands þriðjudaginn 27. júní til Vágar og þaðan með skipi til Klakksvíkur þar sem fyrsti leik- urinn var leikinn sama kvöld. — Klakksvíkingar eru sem kunnugt er Færeyjameistarar í knatt- spyrnu. Leikurinn endaði 2:1 fyr- ir Hauka, sém sagt óskabyi’jun á ferðalaginu. Daginn eftir var ferðinni liald- I ið áfram til Fuglafjarðar, sem var ákvörðunarstaðurinn í þessari ferð og fóru Haukar í boði íþrótta félags Fuglafjarðar. Annar leikur- inn í ferðinni var leikinn daginn eftir við gestgjafana og fóru leik- ar svo, að Haukar unnu þann leik 6:0. Strax daginn eftir var svo þriðji leikur ferðarinnar á milli sömu aðila og fóru leikár þá 9:1 fyrir Hauka. Næsti leikur var á milli annarra flokjca sömu aðila og fóru leikár svo að Hauk- ar unnu 6:1. íslandsmótið / hand- knattleik úti í dag Eftir nokkurt hlé hefst nú aftur íslandsmótið x handknattleik karla og kvenna utanhúss. Eins cg kunnugt er fer mótið fram í Hafnarfirði og er leikið á olíu- malarvelli sem er fyrir framan Lækjarskólann. Aðstaða er mjög góð fyrir áhorfendur til.-að fylgj- ast með leikjum, þarna eru bæði sæti og upphækkuð stæði. Fim- leikafélag Hafnarfjarðar sér um mótið. Laugardaginn 12. ágúst kl. 17.00 Verða leiknir tþrír leikir í meist- araflokki kvenna og leika þessir aðilar: A-riðill ÍBK — Ármann, dóm- ari Ragnar Jónsson. A-riðill Valur — Breiðablik, dómari Kristófer Magnússon. B-riðill ÍBV — KR, dómari Ragn ar Jónsson. Á sunnudaginn heldur svo mót ið áfram og verða þá leiknir tveir leikir í kvennaflokki og tveir í karlaflokki, þar á meðal úrslita- léikur í B-riðli karla milli Hauka og Fram og verður það án efa mikill baráttuleikur. Á sunnudag var árleg íþrótta- hátíð, sem þeir Fuglfirðingar kalla Varmakeldustefnu, hófst hú kalla Varmakeldustefnu. — Hófst hún með skrúðgöngu iþróttafólks um bæinn og settu Haukar sinn svip á þá göngu. Seinna sama dag kepptu svo Haukar og Fuglafjörð- ur í knattspyrnu, en þá höfðu Fuglfirðingar fengið þriggja •manna liðsauka úr Klakksvík, þann leik unnú Haukar 4:1. Síðasti leikurinn, sem meistárá- flokkur lék í þessari ferð var háð ur á knattspyrnuvellinum í Götu, á milli Hauka og Klakksvíkur og unnu Klakksvíkingar 4:1. Annar flokkur lék einn leik í Þórshöfn við H. B. og fór sá leikur 2:2. Haukar komu heim laugardag- inn 8. júlí eftir að vera búnir að bíða eftir flugveðri frá Þórshöfn í þrjá daga. — P. Á. Guöm. Gísla- son 2. í Höfn. Guðmundur Gíslason, varð annar í 400 m. fjór- sundi á Norðurlandamótinu í Kaupmannahöfn synti á 5:10,7 mín. Guðmundur varð 6. í 100 m. skriðsundi á 59,7 sek. Guðmunda Guð mundsdóttir varð fimmta í 400 m. skriðsundi á 5:24,0 mín. Loiks varð sv’dit ís- lands fimmta í 4x100 m. fjórsundi kvenna á 5:27,8 mín. III. deild Keppni í riðlum III. deildar keppninnar er að mestu lokið. Aðeins á eftir að leika aukaleik í Norðurlandsriðlinum, en þar urðu efs.t og jöfn lið Völsunga og Mývetninga. í hinum riðlunum sigraði FH með yfirburðum. Annars er stað- an í riðlunum þessi: A-riðill: L U J T M. St. FH 4 3 10 16-7 7 HSH 4 112 9-11 3 Reynir 4 10 3 5-12 2 B-riðill: L U J T M. St. Völsungar 4 3 0 1 15-4 6 Mývetningar 4 3 0 1 4—4 6 Bolungavík 4 0 0 4 2-13 0 Úr leik Hauka og gestgjafanna í Færeyjum. Hellirigning var, ct leikurinn fór fram. Kvenna og unglinga keppni i golfi MIÐVIKUDAGINN 2. ágúst s. 1. fór fram „opin keppni" fyrir ung- linga á vegum Unglingadeildar G. R. Þetta var fyrsta keppnin, sem haldin hefur verið af hinni nýstofnuðu deild ungra kylfinga. Því miður komu engir unglingar úr utanbæjarklúbbunum til leiks, en 10 unglingar úr G. R. mættu. Leiknar voru 18 holur með og án forgjafar. Sérstaka athygli vakti frábær árangur Jónatans Ólafs- sonar, sem bar af hinunx öllum. Úrslit urðu sem hér segir. Án forgjafar: 1. Jónatan Ólafsson 38—39 77 h. 2. Hans ísebarn 44—38 82 h. 3. Loftur Ólafsson 41—43 84 h. Með forgjöf: 1. Loftur Ólafsson 84—25 59 Ii. 2. Ólafur Skúlason 87—28 59 h. 3. Jónatan Ólafsson 77—18 61 h. G. R. Ánægjuleg breyting varð þó að þessu áhugaleysi golfkvenna og stjómar félagsins, er samþykkt var að stofna sérstaka kvenna- deild í G. R. árið 1966. Helgina 5. og 6. ágúst s. 1. var svo haldln 24 holu keppni um afmælisbikar kvenna. Þátttakendur voru aðeins 3, sem einnig er lágmarksfjöldi. Þær konur, er til leiks komu eiga sérstakan heiður skilið fyrir að stuðla að almennri þátttöku félagskvenna í golfkeppni. Úrslit urðu þessi: 1. Ólöf Geirsdóttir 64—70 134 h. 2. Hjörd. Sigurj.d. 70—75 145 h. 3. Guðr. Guðm.d. 68—80 148 h. Nú þegar stunda tugir kvenna golf að staðaldri og er vonandi að allgóð þátttaka verði í Kvenna- meistaramóti íslands, sem háð ★ Afmælisbikar kvenna. Síðan 1954 hefur golfkeppni kvenna ekki farið fram á vegum verður á velli Golfklúbbsins Keil- ir á Hvaleyri við Hafnarfjörð 16. —18. ágúst n. k. Guðm. setti met í kúluvarpi 17,83m. Guðmundur Hermannsson, KR setti íslandsmet í kúluvarpi á Afmælismóti ÍR á Melavellinum í gærkvöldi, varpaði 17,83 m., sem er 2 sm. betra en gamla metið, sem hann átti sjálfur. Þetta er 10. metið, sem Guðmundur setur á þessu ári, sem er frábært af- i’ek hjá 42 ára manni. Mörg góð afrek önnur voni unnin á mótinu. Jón Þ. Ólafsson, ÍR stökk 2.05 m. í hástökki, Val- björn Þorláksson, KR 4,40 í stang arstökki, og Þorsteinn Þorsteins- son, KR hljóp 400 m. á 49,2 sek. og 800 m. á 1:52,2 mín. Nánar um mótið í blaðinu á morgun. 12. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.