Alþýðublaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 10
HÁRBÐ MÁ ÞVO OFT I VIKU Oft toöfum við lesið það og heyrt, að helzt eigi ekki að þvo liárið oftar en einu sinni í viku, því að þá verði þurrt hár enn þurrara og feitt Ihár verði enn feitara. En það er allt í lagi að þvo hárið oftar en einu sinni í viku og fólk, sem hefur feitt hár getur þvegið sér um hárið á hverjum degi, án þess að það fitni um of. Notið litla hársápu. En sé hárið þvegið svo oft, skal þó nota litla hársápu (shampó), aðeins þvo hárið úr henni einu sinni en ekki tvisvar eins og venjulega er gert. Ekki á að skola hárið í allt of heitu vatni og heldur ekki þuwka hár ið við of mikinn hita. Að þvo hárið tvisvar í viku, ef þarf, er mjög hæfilegt og þurrkar hárið ekki of mikið, en gott er að nota hárnæringu öðru -hvoru. Hreint og heilbrigt hár. Það liggur í augum uppi, að hreint hár er heilbrigt hár. Og hárið getur ekki verið hreint í heila viku, sérstaklega ekki yf- ir sumartímann, þegar mjög heitt er í veðri. Það virðist því eðlilegt að álíta. að heilbrigðara sé fyrir hársvörðinn, að ryk og sviti sé þvegið í burt, en eins og áður segir með því skilyrði, að ekki sé notað of mikið af hár sápu. Hvernlg á að fara með afskorin blóm Afskorin blóm lialdast jafn- lengi lifandi, hvort sem þau erú látin standa í l'/í cm eða 25 cm .djjípu vatni, samkvæmt því sem . rannsóknir í Bandaríkjunum hafá sýnt. En. nellikur, páska- liljur og túlipanar standa tveim ur til þremur dögum lengur, ef þau standa aðeins í l'A cm djúpu vatni,. en rósir standa lengst, ef að þær standa í 15 cm djúpu vatni. Til þess að blómin standi lengst er bezt að skera þau að kvöldi til, en þá er mest vatn I þeim. Bióm með mjólkursafa eins og fíflar, valmúgur og jóla- stjarna geta aðeins haldizt lif- andi afskorin, séu þau strax sett í sjóðandi vatn í 10 - 25 sek úndur. Tfjákenndar plöntur eins og rósir, ljónsmunnur, asters og nellikur haldast bezt lifandi ef skorið er neðst af stiiknum. Blómin fá vatnið í gegnum skurðflötinn og þess vegna er alveg gagnslaust að merja hánri eða merja börkinn af — það hefur aðeins þau áhrif að vatnið 'í vasanum rotnar fyrr. Volgt vatn er bezt. Ef að blómin eru lin á að setja þau í volgt vatn — ca 40 gráður á Celsius og geyma þau í köldu herbergi. Blómin eiga betra með að notfæra sér volgt vatn heldur en kalt. Það er gott að skola vasana eftir að þeir hafa verið þvegnir með sýklavarnarefni. Einnig er hægt að setja ofurlítið út í vatn ið á blómunum, t.d. 25 dropa af Rodalon í lítra af vatni og það mun ger,t á mörgum spítölum, því að sýklar eiga mjög gott uppdráttar í vatni á blómum. Ef að slíkt efni er í vösunum, þarf ekki að skipta um vatn á blóm- unurn á hverjum degi. Sykur og edik. Edik — 1 matsk. í lítra — get ur hindrað bakteríumyndun og liefur einnig þau áhrif að rósir haldast lengur. Tvær uppskriftir Súkkulaðiterta. 60 g suðusúkkulaði, 2Vh matsk. vatn, 3 egg, 140 g sykur, 70 g hveiti, örlítið lyftiduft. Súkkulaðibráð: 160 g flórsykur, 2 matsk. heitt vatn, 60 g brætt súkkulaði, 1 matsk. saxaðar möndlur, Brjótið súkkulaðið í bita og bræðið það í vatninu við lágan hita. Látið síðan kólna. Þeytið saman eggin og sykurinn yfir gufu, þar til það er þykkt og létt. Takið þá af hitanum og þeytið enn í tvær mín., þar til deigið kólnar. Setjið þá hveitið saman við, einnig lyftiduftið og súkkulaðið. Bakist í meðalheit- urn ofni (375 gráður F.) Kakan er svo smurð að ofan með súkku laðibráðinni og möndlum sáldr- að yfir. Súkkulaðibráðin er búin þannig til: Sigtið flórsykurinn og hrærið hann síðan saman við vatnið, svo er súkkulaðinu bætt í. Súkkulaðiábætir. (Uppskríft fyrir 2). 2 egg, 60 g suðusúkkulaði, 1 desertskeið romm eða vatn. Skiljið rauðurnar frá hyítun- um. Brjótið niður súkkulaðið og bræðið það í skál yfir gufu, á- sarnt vatninu eða romminu. Hrærið síðan eggjarauðurnar saman við súkkulaðiblönduna og kælið aðeins. Stífþeytið eggja- hvíturnar og bætið út í. Setjið síðan í desertskálar og kælið. áður en borið er fram. Öll blóm — líka afskorin — hafa þörf fyrir næringu, sérstak lega sykur. Þegar blómin eru skorin, er alltaf einhver sykur í bæði blómi og stilk, og mest á sólrikum dögum. Það þarf ekki að gefa blóm- unum eins mikinn sykUr, ef þau eru sett í kæliskáp strax eftir að þau hafa verið skorin. Blóm- in eru þá sett í plastpoka og ekk ert vatn á þeim og þau eiga að vera í kæliskápnum í 4- 6 klukkustundir. Ef að þarf að fara með blóm á stað fjarri heimilinu, þá er bezt að geyma þau svona og flytja þau svo í plastpoka, án þess að þau hafi verið í vatni. Þegar þau eru komin á áfangastað, eru þau sett í volgt vatn f köldu her- bergi. Ef við viljum gefa afskornu blómunum næringu, er auðveld ast að kaupa sérstakt efni til að næra þau með, en það fæst í blómabúðum. Það inniheldur auk sykurs sýklavarnarefni. Einnig má nota venjulegan syk ur. Sum blóm þurfa sérstaka sykurblöndu, en það verður að setja líka í vatnið sýklavarnar- efni, því að annars rotnar það svo fljótt. Það er mikilvægt, ef á að gæta vel afskornu blcmanna, að þau standi á köldum stað. Ef að of heitt er í stofum eða í glugg- um þaf sem blómin standa, get ur fallegur blómvöndur fölnað á svipstundu og hvort sem hann hefur fengið næringarefni eða ekki. ,10 1Z á2úst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.