Alþýðublaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. ágúst 1967 — 48. árg. 177. thl. Verð 7 kr. Færeyingar og Áland fá að~ ild að ráðinu JHARALDUR ríkisarfi Noregs heimsótti Háskóla fslands og Þjóð'minjasafnið síðdegis I gær, en fyrr um daginn hafði hann farið í Fossvogskirkju* garð og lagt blómsveig á leiði látinna Norðmanna. Myndin hér að ofan var tekin við komu Krón- prinsins í Háskóla Islands og sést hann á mynd- inni ásamt háskólarektor, prófcssor Ármanni Snæ- varr, skoða einn af dýrgripum stofnunarinnar. Frá heimsókn Haralds ríkisarfa segir i frétt annars staðar í blaðinu í dag. — Sjá bls. 3. TALIÐ er nú fullvíst að Færeyjar og Áland muni fá aðild að Norðurlandaráði, segir danska blaðið Aktuelt í frétt. Málið verður tekið til meðferðar á fundl utan- ríkisráðherra Norðurlandanna í Helsingfors 22. og 23. ágúst n. k. i íi Danska ríkisstjórnin gerði á s. 1. ári tillögu run að Færeyjum yrði veitt aðild að Norðurlanda- ráði. Þá var reiknað með því að Álandseyjar myndu fara fram á sömu réttindi og Færeyjum voru ætluð í Norclarlandaráði og var málið því fengið í hendur finnsku og dönsku ríkisstjórnunum til meðferðar. Álandseyjar hafa sem kunnugt er sjálfstjórn ýmissa mála líkt og Færeyjar en eru að öðru leyti í tengslum við Finn- land. Tilmæli bárust frá Álend- ingum til finnsku ríkisstjórnarinn ar í júní s. 1. Forseti Finnlands, Urho Kekkonen, hefur lýst sig fremur hlynntan óskum Álands- eyinga. Samkvæmt tillögum, sem gerð- ar hafa verið af Dönum er gert ráð fyrir að Færeyjar fái tvo ...... | 260 milljónum variö til I hafnargeröa á þessu ári Á ÞESSU ári er áætlað að varið verði til hafnar- gerða samtals 260 milljónum króna. í fram- kvæmdaáælun Vita- og hafnarmálastjórnarinnar er áætlaður kostnaður sundurliðaður eftir stöðum, og því, hvort um er að ræða almennar hafnir eða landshafnir. Til almennra hafna verður varið 1086 milljónum króna, en til landshafna 36.8 milljónum króna. Framkvæmdaáætlunin tekur ekki yfir hafnir, sem gerðar eru án ríkisstyrks, en þaö eru Reykjavíkurhöfn og Straums- víkurhöfn, sem Hafnarfjarðar- bær stendur fyrir í samráði við íslenzka álfélagið h. f. Til þeirra verður varið samtals um 120 milljónum á yfirstandandi ári. Á opnunnj í dag getur að lita myndir af framkvæmdum við þær hafnir á landinu, sem unnið er við í ár samkvæmt framkvæmdaáætluninni. Af þeim 145 milljónum, sem áætlunin gerir ráð fyrir að var ið verði til hafnargerða, renna um 55 milljónir til hafnargerða í kaupstöðum utan Reykjavík- ur, þar af fer nær helmjngur eða 25,8 milljónir króna til Akureyrarhafnar. Tli lands- hafna er áætlað að verja 36,8 milljónum króna eins og fyrr segir og skiptast þær á þrjár hafnir; Þorlákshöfn og Njarð- vík. sem hljóta 16 milljónir hvor og Rifshöfn, en þar á að vinna fyrir 4,8 milljónir króna. Þær tvær hafnir, sem eru utan við framkvæmdaáætlun- ina, eru Reykjavíkurhöfn og Straumsvíkurhöfn. Þar eru á- ætlaðar geysimiklar framkv. á þessu ári. í Reykjavík er t. d. áætlað að verja 40—45 millj. króna til Sundahafnar, en um 20 millj. kr. til gömlu hafnar- innar. í Straumsvík er allt í nokkurri óvissu vegna verkfalls þess, sem stöðvar allar hafnar-.j framkvæmdir i bili, en engu að síður má reikna með því að þar verði unnið fyrir 50—60 millj. kr. á þessu ári. Höfnin á að vera fullgerð vorið 1969 og eins og fyrr segir, er hún gerð í samráði við íslenzka ál- félagið, sem hefur skuldbundið sig til að endurgreiða bygging- arkostnaðinn á 25 árum. Þess má að lokum geta, að síðasta alþingi samþykkti nýja löggjöf um hafnarmál. Gerir hún ráð fyrir aukinni ríkis- aðstoð við vissar tegundir hafn armannvirkja, svo sem ytri hafnargarða o. fl. Þessi nýju lög taka gildi um næstu ára- mót og hafa því ekki áhrif á framkvæmdaáætlun þessa árs, sem hér hefur verið vitnað í. fulltrúa í Norðurlandaráð kjörna af landsþinginu og fulltrúa fyrir landsstjórnina. Sennilega mundi Áland fá sama rétt til þátttöku í Norðurlandaráði og Færeyjar. Verði Danir og Finnar sam- mála um inngöngu þessara eyja, kemur málið fyrir Oslofi.ad ráðs- ins í febrúar 1968, en ekki mundu þó eyjarnar geta hafið þátttöku sína í Norðurl.ráði fyrr en þing íslands, Danmerkur, Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands haía gert hjá sér nauðsynlegar lagabreyt- ingar. , ÁRÁS GERÐ ✓ A SKIP IIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIHIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIinillllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIll Moskva 11/8 (NTB-Reuter). Sovétríkin báru í dag fram mótr mæli við Kínastjórn vegna þe6s að hópur Kínverja hafði ruðzt um borð í sovézkt skip 4 hafnar- bænum Dagny, beitt áböfnina of- bendi ogr rænt skipstjóra nnm. Að sögn Tass-fréttat fofunnar , segir Sovétstjórnin í mólniælaorð,, sendingunni að Kínverjarnir htafi hagað sér eins og glæpamenn. gagnvart sovézka skipinu og til-. gangurinn hafi verið sá að gera samskipti Sovétríkjanna 03 Kína verri en þau eru. Samkvæmt frétta stofunni var skipið kyrrsett I Dagny í morgun og skipstjórinn fluttur á land úr skipinu Um leið hafi um þúsund manna liópur safn azt að skipinu og allmargir hafi ruðzt um borð og igert tilxaun til að beita skipshöfnina oíbcldi. Múg urinn ritaði vígorð fjai dsamleg Sovétríkjunum víða um skipið og móðgaði Sovétríkin eftir mætti, segir í orðsendingunni. Þá segir þar einnig að þetta hafi gerzt f viðurvist kínverskra löggæzlu- manna og með fullu -samþykki þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.