Alþýðublaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 3
iiiiiiiniiiiiiiiMiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiHiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHtiiiiiiiiiiiiiiinnniniiiiiiuiniininiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii-iiiiiiiiiifiiiiiiiiiif Erum eftirbátar margra á sviði barnak ennslu segir Skúli Þorsteinsson, námsstjóri, nýkominn af albjóðaþingi barnakennara SKÚLI ÞORSTEINSSON, námsstjóri og Ingi Krist insson, skólastjóri, eru nýkomnir af þingi alþjóða- samtaka bamaskólakennara, IFTA, sem haldið var í Kaupmannahöfn dagana 25.—28. júlí s. 1. Voru þeir fulltrúar Sambands barnaskólakennara á þinginu. í samtali við Alþýðublaðið sagði Skúli Þorsteinsson rri.a. að aðalefni þingsins hefði ver- ið: Forsendur árangursríkrar kennslu og menntunar í toarna skólum. Var flutt inngangser- indi um þetta efni, en síðan fóru fram umræður. Auk þess flutti skólastjóri Kennaraskóla Danmerkur fyrirlestur. Þingið var sótt af 100 full trúum frá 20 löndum. Auk hinna kjörnu fulltrúa var kenn urum úr þátttökulöndunum heimilt að sita ráðstéfnuna og sat frú Hildur Þórisdóttir, kona Inga Kristinssonar þing- ið svo og Björgvin Salomons- son skólastjóri um tíma. — Rauði þráðurinn í um- ræðunum var þessi að nauð- synlegt væri að hvetja ríkis- stjóírnir þátttíkutandanna til að skapa þær aðstæður í skóla og uppeldismálum, sem líkleg astar eru til að hjálpa nem- endum til að ávaxta sitt pund þannig að þeir verði nýtir og farsælir menn, sagði Skúli Þorsteinsson við Alþýðublaðið. Ályktanir þingsins verða sendar viðkomandi ríkisstjórn um og einnig verða þær hér- lendis birtar í tímaritinu Menntamál. — Með hliðsjón af samþykkt um þingsins er augljóst að hér er í ýmsu ábótavant sagði Skúli en einnig getum við stát að af því að vera betur settir í ýmsum efnum en margar þátt tökuþjóðirnar. Með hliðsjón af samþykktum þingsins er aug- ljóst að hér er ofsett í bekkj- arsögnum, þar sem hómarks- tala nemenda í bekk var tal- in eiga að vera 25 böm, sagði Skúli. Þá skortir hér hjálpar- 'lið t.d. vegna skýrslugerða, við undirbúning verkefna svo og ýmislegt annað, sem kennarar hér þurfa að vinna þótt þeirr- ar sérmenntunar sé ekki þörf við þessi verkefni. í rauninni er nauðsynlegt að kennarar geti sem mest og bezt einbeitt sér að kennslunni sjálfri, en þurfi ekki að eyða kröftum sínum og tíma í auka- verk. Þá var kennaramenntun- in töluvert rædd og ég held ég megi segja að við verðum að teljast standa ýmsum þjóð- um að baki í þeim efnum. Þá má nefna kennsluaðferðir, þær verða að endurskoðast hjá okkur, ef við eigum að starfa í samræmi við ríkjandi hug- myndir um kennsluaðferðir. — Þá komst ég að því í einkasamtölum, að launakjör okkar eru lakari en hjá starfs bræðrum okkar á Norðurlönd um. — Ég átti viðræður við Rob- ert Michei framkvæmdastjóra IFTA um framtíð samtakanna en þau voru endurreist á þingi í Berlín sl. ár og sótti ég það þing af íslands hálfu. En upp- haflega voru samtökin stofn- uð árið 1926. Þá átti ég á- nægjulegar viðræður við Heinrich Rodenstein formann vestur þýzka kennarasambands Skúli Þorsteinsson. ins. Svo hitti ég ýmsa starfs- toræður frá þinginu í Berlín. Þetta var mjög vel skipulegt þing og móttaka hinna dönsku starfsbræðra eins og bezt varð á kosið. Skúli Þorsteinsson er for- maður Sambands barnaskóla- kennara en Ingi Kristinsson varaformaður sambandsins. Auk þess á Ingi sæti í fram- kvæmdastjórn IFTA, sem und- irbjó þingið. Tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiMiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiiitiifiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitir Frá heimsókn krónprinsins HARALDUR ÓLAFSSON, ríkisarfi Noregs hélt laust fyrir kl. 11 frá ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í kirkjugarðinn í Fossvogi, þar sem fram fór stutt minningarathöfn um Norðmenn, sem létust hér á landi og við land á stríðsárunum. Veður var milt og kyrrt og Fossvogurinn spegilsléttur, er rík- isarfinn kom þangað í lögreglu- fylgd ásamt ambassadorum Nor- egs á íslandi og íslands í Noregi. í fylgd með honum voru og tveir norskir herforingjar, annar úr landhernum og hinn úr sjóhern- um. Þarna voru og ráðuneytis- og deildarstjórar úr utanríkis- og for sætisráðuneytinu, ræðismaður Nor egs á íslandi- og hópur Norðmanna búsettra hér á íslandi. Gengið var undir norskum fána niður í garðinn að minnisvarða fallinna Norðmanna, látlausri steinsúlu, þar sem ríkisarfmn flutti stutta minningarræðu. Hann sagði m. a. að hann væri þakk- látur fyrir að fá tækifæri til að koma hingað í Fossvog, þar sem landar hans hvíldu „sem létu líf sitt. til þess að við mættum fá frið“, bæði sjómenn og hermenn og minnast þeirra með þökk. Að lokinni ræðunni lagði hann blóm- sveig með borða í norsku fána- litunum að stalli minnismerkisins og gekk svo að leiðunum, þar sem 40 Norðmenn liggja grafnir. Um hádegið snæddi ríkisarf- inn hádegisverð í Átthagasal Hó- tel Sögu í boði utanríkisráðherra. Kl. 16.00 kom svo Haraldur ríkisarfi í heimsókn í Háskóla ís- lands ásamt forseta íslands, hr. Ásgeiri Ásgeirssyni og mennta- málaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni og fyigdarliði. Á tröppunum, það- an sem norræna húsið blasti við, í móti þeim háskólarektor, Ármann Snævarr, vararektor, Hall dór Halldórsson, ásamt prófessor- unum Jóni Steffensen, Birni Magn ússyni, Ólafi Björnssyni, Ólafi Jóhannessyni, Magnúsi Magnús- syni og háskólaritara, Jóhannesi L. L. Helgasyni. Ríkisarfinn skoðaði fyrst há- tíðasalinn, þar sem fánar íslands og Noregs voru við hún, síðan var gengið til kapellu og því næst í kennarastofu, þar sem gestirnir bágu veitingar. Þar ávarpaði Ár- mann Snævarr, rektor, hinn tigna eest og minntist m. a. heimsókna föður hans og uppruna íslend- inga og sögulegra tengsla þjóð- Haraldur rikisarfi leggur blómsveig í Fossvogskirk jugarði. anna og sagði, að ekki væri hægt að kveða á um það, hvenær land námsmennirnir hættu að vera Norðmenn og fóru að líta á sig sem íslendinga, en nokkuð væri vist, að vináttu- og frændsemis- tilfinning hefði verið milli beggja þjóðanna frá upphafi og .vitnaði í orð nafna hans Sigurðssonar í Heimskringlu, að hann værj hinn bezti vinur allra íslendinga og óskaði rektor að svo= mætti lengi verða. Rektor minntist á, að fjölmarg- ir íslendingar hefðu sótt sína menntun til Noregs og að norsk- ir stúdentar hefðu nú á síðustu árum numið í Háskóla íslands. Á skrifstofu rektors voru ríkisarf- anum sýnd ljósprentuð handrit gömul, en í lok heimsóknarinnar rituðu ríkisarfinn og forsetinn í gestabók skólans. Að því búnu gekk ríkisarfinn með forséta og fylgdarliði frá háskólanum gegn- um trjágöngin út í Þjóðminja- safnshúsið, þar sem dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og frú Elsa Guðjónsson, safnvörður sýndu gestunum safnið og skoðaði ríkisarfinn fyx-st elztu deild safns- ins, þar sem er m. a. kumbl úr heiðni, vopn úr haugum og Val- þjófsstaðahurðin fræga og rakti Kristján Eldjárn atburðarásina, sem skorin er út á hurðina. Þá var farið í gegnum vefnaðardeild ina, þar sem ríkisarfinn skoðaði m. a. íslenzka þjóðbúninga frá ýmsum öldum, síðan inn í klrkju- deild og staðnæmdist Haraldur Framhald á 15. síðu. 12. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.