Alþýðublaðið - 18.08.1967, Síða 7
ÍSVSÁV Ssí^Sisswvii!
fyrst var tekið land í ferðinni,
Svifskipið á Krosssandi, þar sem
sandinn fyrir ofan. Þar var num
ið staðar og farþegarnir gengu
út, ljósmynduðu það í bak og
fyrir, þeir sem kunnáttu höfðu og
áhöld til slíkra hluta. Og þarna
var skipið látið bregða á leik, að-
allega til þess að gefa' sjónvarp-
inu færi á að mynda það að utan,
en öllum viðstöddum til óbland-
innar skemmtunar. Skipið öslaði
yfir sandinum og sjónum og virt-
ist ekkert óttast þann skaðvald,
sem öðrum fleytum hefur löng-
um verið skeinuhættur á þessum
slóðum, brimgarðinn, sem raunar
var lítill sem enginn í þetta
skipti.
Eftir nokkra viðdvöl þama á
sandinum var haldið áfram, og
að þessu sinni farið yfir land en
ekki sjó. Að vísu var reynt að
þræða ár og síki, þar sem slíkt
var að finna, en svifskipið er
þeirrar náttúru að það getur ekki
farið yfir nema slétt land, og fyr-
ir torfærum eins og gaddavírsgirð
ingum verður það skilyrðislaust
að vikja. En við fórum þó talsvert
inn í land. Skammt frá Hallgeirs-
ey var fyrst numið staðar. Þar
voru börn að leik á túni skammt
fná síkinu, sem svifskipið þræddi.
Þau virtust fyrst undrandi, þegar
skipið nálgaðist, síðan ekki laus
við ótta, og þegar skipið nam stað
ar og laukzt upp og út úr því
kom fólk, tóku þau á sprett í
burtu. Líklega hafa þau ekki ver-
ið grunlaus um að þarna væri
fljúgandi diskur á ferð.
Frá Hallgeirsey var haldið að
þeim sögufræga garði Bergþórs-
hvoli. Einhver hafði orð á því,
að líklega hefði Njáli bónda
brugðið við, 'hefði Flosi birzt hon
um á svona farartæki. Við kom-
umst þó ekki.eins nærri bænum
og Flosi gerði, því að brú teppti
leiðina og of bratt var að fara
upp á veginn fram hjá brúnni.
En líklega er þetta í fyrsta skipti
í veraldarsögunni, sem skipi er
siglt næstum því heim á hlað á
þessum söugfræga stað.
Framhald á 11. síðu..
Hjálmar R. Bárðarson skýrir farþegum frá svifskipinu áður en lagt
er af stað.
ÚTBOÐ
Tilboða er óskað í byggingu Myndlistarhúss á Miklatúni,
hér í borg. (Heildarútboð).
Tilboðsgagna má vitja í skrifstofu vora, gegn kr. 5.000.-
skilatryggingu, frá og með fimmtudeginum 24. ágúst n. k.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. október
n. k. kl. 11.00 f. h.
ÍNNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
YONARSTRÆTi 3 - SÍMI 13300
Alþýðublaðið
vantar börn til blaðburðar við
Eskihlíð
Laugaveg efri
Tjarnargötu.
Talið við afgreiðsluna. — Sóni 14900.
Alþýðublaðið
Frá Byggingaiánðsjóði Kópavogs
Umsóknir um lán úr sjóðnum sendist undirrit-
uðum fyrir 8. september n.k.
Eyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunum.
Kópavogi 17. ágúst ‘67.
Bæjarstjóri.
Auglýsing
um lausar lögreglubjónsstöður
í Reykjavík
Kokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru
lausar til umsóknar
Byrjunarlaun samkvæmt 13. flokki launakerfiö
opinberra starfsmanna, auk 33% álags á næt-
ur- og helgidagavaktir.
Upplýsingar um starfið gefa yfirlögregluþjón
ar.
Umsóknarfrestur er til 15. september nk.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
17 ágúst 1967.
Vélstjórar - Vélstjórar
Vélstjórafélag íslands heldur félagsfund að
Bárugötu 11, mánudaginn 21. þ. m. kl, 20,
DAGSKRÁ:
Uppstilling til stjórnarkjörs.
Mætið stundvíslega.
STJÓRNIN.
ÁskrlftasÍKTii AlþýSubtaSsins er 14900
j
18. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ f