Alþýðublaðið - 18.08.1967, Side 11
A svifskipi.
Framhald úr opna.
Frá Bergþórshvoli var haldið
heina leið til Eyja aftur. Sú för
tók 2G’/2 mínútu að hafnarmynn-
inu í Eyjum, IIV2 mínúta fór í
ferðina frá Bergþórshvoli til sjav-
ar, en úr flæðarmálinu var 15
onínútna ferð til Eyja. í’ar heið
okkar hádegisverður, sem bæjar-
stjórn Vestmannaeyja veitti, og
síðan flugvélin, sem skilaði okk-
ur heim.
J’etta hafði verið ævintýri lík-
ast. Um það virtust allir sam-
mála — meðan á ferðinni stóð
og að henni lokinni. Hitt er svo
annað mál, að enn er ekki ijóst
hvort þetta verður nokkurn tím-
ann annað og meira en ævintýri,
hvort 'hér sé á ferðinni farartæki,
sem geti orðið til þess að leysa
samgönguvandamál Vestmanna-
eyja og ýmissa annarra byggðar-
laga.
Mönnum kom þó saman um að
þetta skip, sem við fórum með,
dygði ekki hér við land. Til þess
er það of smátt og burðarlítið,
getur t. d. ekki flutt bíla, en bíla-
flutningar eru einmitt það sem
Vestmannaeyingar sækjast helzt
eftir. Þá má heldur ekki nota far-
artækið í hvassara veðri en 5
vindstigum og ölduhæð «ná ekki
vera meiri en 1,5 metrar, og er
hætt við að þessar takmarkanir
gerðu skipið óvirkt nokkuð marga
daga á lári hverju. En hins vegar
er verið að vinna að gerð stærri
svifskipa. Gerð, sem nefnd er BH
7 á að geta tekið 6—8 bifreiðir
og 70 farþega að auki eða 140
farþega, ef engir hílar eru með.
Alls á þessi gerð að geta borið
15 tonna þyngd, og áætlað verð
skipsins er 450 þúsund pund eða
54 milljónir íkróna. SR N 6, sem
hér er núna, kostar hins vegar um
130 þúsund pund eða 16 milljón-
ir króna.
Svifskipið verður hér á landi i
20 daga, fyrst við Vestmannaeyj-
ar og heldur það þar uppi föst-
um ferðum fyrir almenning til
lands og umhverfis eyjarnar. Síð
an verður skipið reynt á leiðinni
Reykjavík — Akranes, og verður
fargjald rnilli þeirra staða selt á
150 kr. Það er Vestmannaeyja-
kaupstaður að fjórða, Akranes-
kaupstaður að fjórða og ríkissjóð-
ur að hálfu, sem standa að tilraun
inni með svifskipið. — KB.
Það má lækna.
Frh úr opnij
sem líður að prófi. Þegar út í
það kemur, er hann alltaf að
hugsa um að gefast upp, þótt
honum gangi ágætlega í ein-
stökum prófum. — Honum er
lijálpað eins og mögulegt er,
hvatningarorðin dynja á hon-
um, og það endar með því, að
ihann stenzt prófið með prýði-
legri fýrstu einkunn. Hann fær
strax vinnu.
Taugaveiklunin, sem á sök á
allri eymdinni er engan veg-
inn úr sögunni. En allt hefur
breytzt hjá honum, og nú lft-
ur hann bjartari augum á til-
veruna einmitt af því að hann
hefur sýnt, að hann gat lokið
þessu prófi.
Nokkrum mánuðum síðar
hafa stúdentaráðgjafarnir aft-
ur tal af honum. Það Ikemur í
ljós, að hann kemur sér vel i
vinnunni og líður ágætlega.
Það er talið útilokað, að hann
hefði náð prófi, án nokkurrar
aðstoðar.
Þetta dæmi er uppspuni, en
prófessor dr. phil. Lise Öster.
gaard getur sagt margar svip-
aðar sögur frá því tveggja ára
tímabili, sem hún hefur verið
stúdentaráðgjafi í Kaupmanna
höfn.
Hefði maðurinn aldrei náð
prófi, hefði þjóðfélagið kostað
100.000 dönskum krónum, —
kannski 200.000 d. kr. upp á
menntun, sem aldrei leiddi til
neins. Þess vegna telja stú-
dentasamtökin dönsku það
æskilegt, að komið sé upp föst
um ráðgjafaskrifstofum í
Kaupmannahöfn og Árósum —•
og sams konar tilraunastofn.
unum í Óðinsvéum og Álaborg.
Sótt hefur verið um 285 þús.
kr. d. styrk hjá Menntamála-
ráðuneytinu til þess að hrinda
þessum áætiunum í fram-
kvæmd. Það er auðvelt að
reikna það út að það „borgar
sig“ beinlínis að reka þessa
skrifstofu, segja þeii*, sem hafa
reynsluna og sem 'liafa þegar
hjálpað anörgum í gegnum próf
þótt starfsemin hafi hingað til
verið eins og á tilraunastigi.
Lise Östergaard hefur kom-
izt að þeirri niðurstöðu í Kaup
mannahöfn, að öll sálræn
vandamál, sem stúdentinn á
við að glíma, hafa neikvæð á-
hrif á námið. Vandamálin hafa
stundum lamað námsþrekið al-
gjörlega eða leitt til vand-
ræða með að einbeita sér, —
minnkandi sjálfstrausts, hverf-
lyndi og því um líku.
í öðrum tilvikum leiða
vandamálin óbeint til vand-
ræða í náminu, en það er af-
leiðing þess, að frjálst nám
krefst þroska, einbeittni og
sjálfsaga í miklum mun meira
mæli en önnur störf, — er
bein hætta búin af tilfinninga-
legu jafnvægisleysi.
Fjárstyrknum skal varið til
fullkominnar ráðgjafastofnun-
ar í Kaupma'nnahöfn og svip-
aðrar í Árósum, tilraunastofn-
ana í Óðinsvéum og Álaborg.
Ráðg j af astof nanirnar taka
ekki aðeins á móti háskólastúd
entum og öðrum, sem stunda
svokallað æðra nám, heldur
einnig þeim, sem eru í styttra
námi svo sem kennarar, tækni
fræðingar, félagsráðgjafar og
bókasafnsfræðingar.
Svíar liafa auðvitað liaft for
göngu hér eins og oftar. Mart-
in Ekblad docent segir eftir
reynslu sinni sem ráðgjafi stúd
enta í Stokkhólmi árin 1956
— 1960, að 20% stúdentanna
sem leituðu til hans, liðu af
almennri angist og óöryggi
samfara þreytu og svefnleysi.
16% höfðu taugaveiklunar-
kennd, 8% kynferðisleg vanda-
mál og 13% persónuleg vanda-
mál, þar með talin vandamál í
sambandi við unnustu eða unn
usta. Það er athyglisvert, að
23% kvenna höfðu við persóriu
leg vandamál að stríða, — en
aðeins 10% karlmanna.
Félagsheimili.
Frh. af 5. síðu.
vérða þar til vörzlu kunnir iþrótta
menn og verða ölvaðir menn taf-
arlaust fluttir burtu. Aldurstak-
mark er 14 ár, nema yngri börn
séu í fylgd með fullorðnum, en
gert er ráð fyrir fjölskyldutjald-
búðum. — Aðgangur að svæðinu
fyrir báða dagana kostar 100.00
krónur.
Að undanförnu hefur verið mik
ið um framkvæmdir í Saltvík, —
bæði hafa starfað þar iðnaðar-
menn, svo og flokkur drengja úr
Vinnuskóla Reykjavíkur undir
stjórn Hjálmars Guðmundssonar,
kennara, sem lengi hefur verið
skólastjóri hjá skólanum. Baldvin
Jónsson hefur og haft umsjón
með framkvæmdum og verið til
ráðuneytis um fyrirkomulag rekst
ursins.
Jón Bjöms og kirkjukór Víðimýr-
arsóknar, söngstjóri Ámi Jónsson,
skemmtu með söng.
Var hóf þetta með miklum
myndarbrag og bar eigendunum
verðugt vitni um stórhug og sterk
an vilja.
Fréttaritari.
Misreiksiaéi.
af 1 síðu.
nefnd Ólafsvíkur vanrækti að
leggja á útsvör eitt árið og þuríti
síðan sérstaka löggjöf til að fá að
leggja á útsvör tvisvar næsta ár,
en nú megi segja að Sandarar
hafi jafnað metin.
Saltvík.
Frh. af S. sfðu.
ingar voru reiddar fram, sem
konur á félagssvæðinu gáfu.
Margar gjafir bárust m. a. frá
Kirkjukór Víðimýrarsóknar, sem
gaf vandað píanó.
Þessir fluttu ræður: Sigurpáll
Ámason, kaupm.; Gunnar Gísla-
son, prestur; Halldór Benedikts-
son, bóndi; Hermann Jónsson,
sýslunefndarm. Jóhann Lárus Jó-
hannesson, bóndi; Þorsteinn Ein-
arsson, íþróttafulltrúi; Magnús
Gíslason, bóndi og Óskar Magn-
ússon, bóndi.
Karlakórinn Heimir, söngstjóri
Kópavogur
Alþýðublaðið vantar börn til blaðburðar í
Austurbæ og Vesturbæ.
Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins í Kópa-
vogi í síma 40753.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þökkum innilega samúð og vináttu við fráfall
EINARS ÁSTRÁÐSSONAR, læknis.
Guðrún Guðmundsdóttír, Auðunn Einarsson.
Inga Valborg Einarsdóttir, Sveinn K. Sveinsson,
Björk Einarsdóttir, Eggert Brekkan,
Jón Finnsson hrl.
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Sambandshústnu 3. hæð.
Símar: 23338 — 12343.
Sölvhólsgata 4 (Sambandshúsið).
AUGLÝSID
í Alþýðublaðimi
18. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBlÁÐIÐ %%