Alþýðublaðið - 27.08.1967, Qupperneq 12
^ SíiMJUlcttUÍS
AKUREYRINGARISÓKN
Það var ekki nóg
að bíða hinn
mikla ósigur fyr-
ir Dönum í vik-
unni, heldur beið
Reykjavík einn
sinn mesta ósigur
fyrir Akureyri, án
þess að eftir væri
tekið. Þotuöldin
var semsé færð til Norðurlands
og var Gullfaxi óguðlega fljótur
á Ieiðinni, aðeins 15 mínútur. Get
ur það að sjálfsögðu ekki geng-
ið, að farþegar fái ekki einu sinni
tíma til að renna niður einum
fcokkteii og stinga pela í vasann,
áður en vélarskömmin er komin
á endastöð.
En til Akureyrar fór hún, og
hefur ekki frétzt, að vélinni verði
bannað að athafna sig eftir vild
þar á flugvellinum. Kemur því
efcki annað til mála en að Flug-
félagið taki upp beinar þotuferð-
Á leið í Bifreiðaeftirlitið?
ir frá Akureyri til Kaupmanna-
hafnar og hefur Akureyri þá sleg-
ið Reykjavík út, sem ekki hefur
þotuferðir til neinna borga inn-
an lands eða utan, ekki einu sinni
Kópavogs.
Annars sækja ýmsir djöflar að
þjóðinni um þessar mundir, svo
sem sex daga íslenzkt sjónvarp,
aflabrestur, heyleysi, varðhrun og
fleira. Þegar útvarpið kom 1930,
voru íslendingar frumstæð þjóð.
Þá keypti kerling ein sér tæki, en
lét afgreiðslumanninn kenna sér
sérstaklega að slökkva á tækinu.
,,Ég .kaupi þetta nefnilega fyrst
og fremst til að geta skrúfað fyr-
ir helvítið hann Jónas“, sagði
kerlingin.
Með tækni nútímans kemur
auðvitað ekki til greina, að ís-
lendingar þurfi að leggja á sig
annað eins líkamlegt erfiði og að
slökkva á sjónvarpstækjum sín-
um, ef þeim finnst dagskráin of
löng. Svo gamaldags erum við
ekki.
Seðlabankinn hefur efnt til
samkeppni um teikningu banka-
húss við Tjörnina, og á líklega
að rífa villuna hans Thors Jensen.
Segja má, að þetta eigi vel við,
og er raunar ekki veruleg breyt-
ing. Áður voru ráðamenn lands-
ins á þessum stað — og þeir ætla
að verða' þar áfram. Áður var
húsið bindindishöll, en Seðlabank-
inn stjórnar liarðasta bindindi,
sem ástundað er í þessu landi —.
útlánabindindi bankastjóra. Svo
var lögreglustöð í þessu sama
húsi og straumur framlágra af-
brotamanna, aðallega unglinga og
annarra sakleysingja sem eru eins
og allir vita, mestu glæpamenn
þessa lands. Nú verður tékkaeft-
irlit Seðlabankans þarna og lík-
lega nóg að gera. Svona er þetta
bankavesin. Þeir selja manni liræ
ódýr tékkliefti, en sekta menn og
fangelsa, ef þeir nota þau. Virð-
ist vera tilvalið fyrir Sjónvarps-
notendafélagið að taka upp bar-
áttu fyrir því frelsi og þeim
mannréttindum, að íslendingar
megi krota á tékka eftir vild.
Menntuðu fólki er sannarlega trú
andi til þess að velja sjálft, hvaða
tékka það vUl nota og hvenær.
Nú eru jarðfræðingar farnir að
spá fyrir um eldgos. Var ekki
seinna vænna en að þjóðin eign-
aðist eitthvað af spómönnum, því
að sú stétt manna hefur illu
heilli verið að veslast upp. Eru
þáð tímamót í sögu þjóðarinnar,
að ekki skuli heyrast í spádóms-
fólki við ófriðinn í Egyptalandi.
En nú taka jarðfræðingarnir við.
Svo segist Hitaveitan vera vel
búin undir komandi vetur. Það
er sannarlega ekkert lát á stór-
tíðindum!
Ég sé ekki betur en þeim
íneira sem við töpum þeim
mun meira höfum við til að
eýða.
— Ég er sannfærður um að ég Iieyrði yður hrópa á hjálp.
Oriabók háðskólans
APÓTEKARI: SamsærismaSur lækna, veigerðarmaður jarSarfarastjóra
og íprirsjámaður kirkjugarðsmaðfcaima.
BAKKUS: Mjög þarfur guð, sem Rómverjar hinír fomu fundu upj»
sem afsökun fyrir sínu eigin fylliríi.
FRÓÐLEIKUR: Ryk, sem dustað er úr bók hm í tðma hauskúpu.
TRYGGÐ: Sörstök dyggð, einkennandt fyrir þá, sem eru am það
bil að verða sviknir.
GUNNFÁNI: Lituð dula, sem er borin fyrir hersveftmn og iregfa upp
yfir hernaðarmannvirkjum og herskipum. Guntrfáni vfrth'st
hafa svipaðan tifgang og sérstök merkf, tew sjá má
víða á opnum svæðum í stórborg: „Hw má ffeygja
rusli."
Sá spaki segir...
Menn skemmta
sér af þvl að þeim
leiðist, en fyrir því
hlýtur þeim aV leW
ast mest seaa mest
grera af því a#
skemmta sér.
Varaðu þig, þetta er Ieikvöllurinn Iians pabba