Alþýðublaðið - 16.09.1967, Page 4
Rltstjórl: Benedikt Grðndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml:
14906. — ACsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja
AiþýðublaSsins. Sím! 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa-
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandl: AlþýSuflokkurlnn.
ÍSLAND OG GATT
UMSÓKN íslands um fullgilda aðild að GATT, al-
þjóða tollamálastofnuninni, hefur verið staðfest af
nægilega mörgum aðildarríkjum GATT. Ber að fagna
þeim- merka áfanga, sem ísland hefur þar með náð á
svdði þátttöku í alþjóðlegu viðskiptasamstarfi.
Markmið GATT er að vinna að afnámi viðskipta-
hajfta og lækkun tolla. Meðan mikil innflutnings-
höft voru í gildi hér, gat ísland því ekki gerzt aðili
að GATT. Það var fyrst eftir, að farið var að afnema
liöftin og innflutningsverzlunin hafði að verulegu
leýti verið gefin frjáls, sem aðild að GATT kom til
greina.
ísland fékk bráðabirgðaaðild að GATT í marz 1964.
Lagði ísland á það áherzlu, að fá slíka aðild vegna
Kennedy-viðræðnanna til þess iað geta tekið þátt í
þeim. En gert var ráð fyrir því, þegar í upphafi, að
bráðabirgðaaðildin mundi leiða til fullrar aðildar síð
ar. ísland vonaði, að með þátttöku sinni í Kennedy-
viðræðum GATT gæti það stuðlað að því, að tolla-
lækkanir, sem samið yrði um, næðu til sem flestra
sjávarafurða. Þetta rættist þó aðein? að takmörkuðu
leyti. Tollalækkanir þær, sem samið var um í Kenn-
edy-viðræðunum náðu fyrst og fremst til iðnaðar-
vara, en aðeins að litlu leyti til landbúnaðar- og sjáv-
arafurða. Þó væri rangt að segja, að þátttaka íslands
í Kennedy-viðræðunum hafi verið gagnslaus. Tolla-
lækkanir Bandaríkjanna á blokkfrystum fiski og lækk
un Breta á síldarlýsistollum voru mjög mikilvægar
fyrir okkur. En tollalækkanir þær á sjávarafurðum,
sem samið var um í Kennedyviðræðunum, leystu þó
hvergi nærri þann vanda, sem tollabreytingar mark
aðsbandalaganna hafa bakað sjávarútvegi íslendinga.
Það verður því að fara nýjar leiðir til þess að leysa
þann vanda. Verður það enn ljósar nú eftir síðustu
tollahækkanir á fiski í V-Þýzkalandi.
Island lagði í Kennedy-viðræðunum fram tilboð um
tollalækkanir á vörum, sem fluttar eru inn hingað
til lands. Þar var þó gert rág fyrir tiltölulega litlum
tollalækkunum, enda kölluðu tollalækkanir viðskipta
landa okkar á sjávarafurðum ekki á mikið gagntil-
boð af okkar hálfu. En ætli ísland að vinna í anda
GATT-sáttmálans framvegis, verður það í náinni
framtíð að taka allt tollakerfi sitt til endurskoðunar.
Island er í dag eitt hátollaðasta land veraldar og
ætli landið ekki að einangrast á sviði alþjóðlegrar
viðskiptasamvinnu, verður það að byrja að brjóta
tollmúrQna niður. En það verður að gerast eftir fyrir
fragerðri áætlun, til þess að íslenzkur iðnaður viti
hverju hann á von á í því efni.
Áuglýsið í Alþýðublaðinu
Minningarorð:
SESSELJA JÓNSDÓTTIR
Trúlofunarhrlngar
Sendum gegn póstkröía.
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson i
Eullsmlður 1
Bankastrætl 1S.
SKIPAUTGCRÐ rikisins
M/S Heröubreið
fer vestur um land til Djúpavík
ur 20. þ. m. Vörumóttaka til
Patreksfjarðar, Tálknafjarðar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar,
Suðureyrar, Bolungarvíkur, ísa
fjarðar, Ingólfsfjarðar, Norður-
fjarðar og Djúpavíkur.
Ms. Blikur
fer austur um land til Þórs-
hafnar 25. þ. m. Vörumóttaka
daglega til Hornafjarðar, Eski-
fjarðar, Norðurfjarðar Mjóa*
fjarðar, Seyðisfjarðar, Borgar.
fjarðar, Vopnafjarðar og Þórs-
hafnar.
M.S, Baldur
fer til Snæfellsnes og Breiðar-
fjarðarhafna 22. þ. m. Vörumót
taka daglega.
Næstu ferðir til Vestmannaeyja
eru 18.9 20.9 og 25.9.
Vörumóttaka daglega.
FRÚ SESSELJA JÓNSDÓTTIR,
Grettisgötu 24, Reykjavík, and-
aðist á Landsspítalanum 5. þ. m.
Hún verður jarðsungin frá Foss-
vogskapellu í dag kl. 10,30 ár-
degis.
Frú Sesselja var fædd 5. nóv.
LOFTNf
1901 að Hólalandi í Borgarfirði
eystra, dóttir hjónanna Guðnýj-
ar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar
um, sem hún gekk. Hún vann
lengi á heilsuhæli hér í borg og
allt fram að þeim tíma í sumar,
er hún varð að fara í sjúkrahús.
Þaðan átti hún ekki aftur-
kvæmt. Það eru margir sem
sakna frú Sesselju við brottför
hennar. Kvenfélag Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík sendir börnum
hennar og venzlafólki innilegar
samúðarkveðjur og þakkar henni
samstarfið.
S. Ingvarsd.
VELTUSUNDI 1
Sími 18722.
Ávallt fyrírllggaaöi
LOFTNET og
XOFTNETSKERFI
FYRÍR
t-jölbýlishús.
«TTA BRÉF ER KVITTUN, EN ÞÓ MIKLU
FSEMUR VIÐURKENNING FTRIR SIUDN-
ÍNG VID GOTT MÁIEFNI.
MTKMVfK. K »
Mu toodkngwij** Uti.líi itilaMa
KIL___________
er síðar fluttu til Seyðisfjarðar.
Á æskuskeiði fluttist Sesselja
til ísafjarðar. Þar kynntist hún
Þorleifi Jóhannssyni, skósmið.
Giftust þau árið 1924.
Lengst bjuggu þau hjón í
Stykkishólmi. Þau eignuðust 4
börn. Árið 1942 urðu þau fyrir
þeirri sorg að missa elzta son-
inn, 18 ára gamlan. Börn þeirra,
sem eftir lifa, eru:
Ragnar, húsasmiður, kvæntur
Guðnýju Finnbogadóttur,
Ingibjörg, gifl Guðjóni Guð-
mundssyni, bifvélavirkja, — og
Oddgeir, rafvirki, kvæntur Hall-
dóru Sveinsdóttur.
Voru þau lijón samtaka um
að koma börnum sínum vel til
manns. — Árið 1946 flytjast
Þorleifur og Sesselja til Reykja-
víkur. Sesselja missti mann sinn
í janúar 1962, og höfðu þau þá
lifað í farsælu lijónabandi í 38
ár.
Þau hjón, Sesselja og Þorleif-
ur fylgdu Alþýðuflokknum alla
tíð fast að málum og unnu hon-
um það gagn, sem þau má'ttu.
Frú Sesselja gerðist meðlimur í
Kvenfélagi Alþýðuflokksins eft-
ir að hún fluttist hingað. Hjá
henni fannst bæði í orði og at-
höfn þessi festa og skerpa, sem
einkenndi brautryðjendur jafn-
aðarstefnunnar. Þeir risu upp í
nýrri trú og vissu að í bai-áttu
sinni höfðu þeir allt að vinna.
Frú Sesselja var myndarleg
kona að vallarsýn og mikil at-
orkumanneskja að hvaða störf-
GJAFABRÉ F
FRÁ S U N D LA U C A R S J Ö O 1
SKÁLftTÚNSHEIMlUSirH
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMX 32-101.
MUNIÐ
4 16. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ