Alþýðublaðið - 16.09.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 16.09.1967, Side 5
SJÖTUGUR í DAG: VILHJÁLMUR Þ GÍSLASON ÚTVARPSSTJÓRI ÞAÐ hlýtur að vera mikil og óvenjuleg persóna, sem heil þjóð býður Lnn á heimili sín hvert gamlárskvöld til að rifja upp lið- ið ár og bjóða nýtt velkomið. Þarf mikið til að fá þúsundir landsmanna til að lilusta á sögu- legan annál og heimspekilegar vangaveltur rétt fyrir miðnætti þetta kvöld ár eftir ár. Annáll ársins er hér fyrst nefndur í afmæliskveðju til Vil- hjálms Þ. Gíslasonar útvarps- stjóra, sem er sjötugur í dag, af því að þar koma fram svo margir kostir mannsins. Þar birtast í senn annálshöfundur og sagn- fræðingur, blaða- og útvarps- maður, fræðimaður og heims- spekingur. Á vissan hátt hefur annállinn gert Vilhjálm að lands föður á sinu sviði, og það svið nær inn á hvert heimili. Óþarfi er að rekja hinn kunna ættstofn Vilhjálms. Hann er innfæddur Reykvíkingur, sat í Menntaskólanum fyrri ófriðar- árin og hélt þaðan í norrænu- deild Há'skóla íslands. Vilhjálm- ur er talinn faðir Stúdentaráðs og lét sitthvað annað til sín taka, unz hann lauk magistersprófi 1922. Eftir það stundaði hann framhaldsnám í Höfn, Osio, London og Oxford. Vilhjálmur hóf snemma þátt- töku í blaðamennsku við Lög- réttu föður síns og síðar við önnur blöð. Sýndi hann augljósa hæfileika til þeirra starfa og hefur alltaf verið stoltur af sínu ,,blaðamannsnafni“ eins og allir sannir blaðamenn eru. Árið 1931 varð Vilhjálmur skólastjóri við Verzlunarskólann, sem er önnur tveggja stofnana, er hann hefur verið mest við riðinn. Undir stjórn hans tók skólinn miklum stakkaskiptum, stækkaði og varð að lokum menntaskóli. Milli Vilhjálms og nemenda hans ríkti gagnkvæm vinátta og virðing, en hann þótti góður kennari, .fróður og ræð- inn. Vilhjálmur tengdist Ríkisút- varpinu þegar á fyrstu árum þess og varð vinsæll útvarps- maður. Hann starfaði við fréttir, varð ráðunautur útvarpsráðs um bókmenntir, flutti upplestra og erindi. Mörgum, sem hlustuðu á útvarp áður fyrr, eru minnis- stæðar frásagnir af bókum og mönnum. Það kom fáum á óvart, að Vil- hjálmur skyldi verða fyrir val- inu sem annar útvarpsstjóri ís- iendinga, er Jónas Þorbergs- son Iét af störfum. Hefur Vil- SMURSTÖÐIN Ssetúni 4 — Sími l«-2*27 BOliim er smurðni' fljéft og naU Stðjom allar tcgruaabr-rf smurolftr Athugasemd frá Læknafélagi íslands: hjálmur stýrt Ríkisútvarpinu á annan áratug, og hefur það ver- ið viðburðaríkasta tímabil í sögu útvarpsins eftir stofnun þess fyr- ir 37 árum. Dagskrá hljóðvarpsins, sem nú er kallað svo, þótt orðið sé umdeilt, hefur verið aukin til muna. Frá komandi hausti verður samfelld útsending frá kl. 7 að morgni fram á tólfta tímann að kvöldi. Þótt dagskrár um menn- ingarleg efni séu hugstæðastar Vilhjálmi, skilur hann manna bezt, að útvarpið hefur víðtækt þjónustuhlutverk og gegnir því með fréttum, fróðleik og tónum allan vökuöag þjóðarlnnar. Sjálfur hefur Vilhjálmur lagt hvað mesta áherzlu á fræðandi erindi og samfelldar dagskrár, kynningu bóka og stuðning við Sinfóníuhljómsveit, sem starfað hefur á vegum útvarpsins um árabil. Mesta átak Ríkisútvarpsins í tíð Vilhjálms liefur þó verið stofnun íslenzks sjónvarps. Hann vakti máls á því skömmu eftir að hann varð útvarpsstjóri, og tók meginþátt í þeirri áratugs baráttu, sem það kostaði að koma þessari starfsemi á lagg- irnar. Mun nú engum blandast hugur um, hversu áhrifaríkt fjöl- miðlunartæki hér er á ferð, og hve mikla þýðingu það muni hafa fyrir þjóðina, ekki sízt. í löngu skammdegi og á sviði al- þýðufræðslu. Embættisverk Villijálms Þ. Gíslasonar við Verzlunarskólann, Ríkisútvarpið og við ýmsar fleiri stofnanir, gefa hvergi nærri fulinægjandi mynd af því, sem eftir hann liggur. Hann hefur verið mikill bókamaður frá bernsku og er ótrúlega fróður, enda sagði Valtýr Stefánsson rit- stjóri um hann: „Allan fjárann hefur hann lesið.” Lesturinn hef- ur verið undirstaða mikillar fræðirnennsku, fyrst og fremst á sviði íslenzkrar sögu og bók- mennta, og hcfur hann verið af- kastamikill rithöfundur, þýðari, ritstjóri og sagnfræðingur. Vilhjálmur er mikið Ijúf- menni og vill hvers manns vanda leysa. Hann hefur lengi verið við friðinn kenndur og vill mikið til vinna, að forðast ófrið og illindi. Stendur hann þó fast við sinn málstað ef honum býð- ur svo við að horfa. Hann er á- vallt glaðvær í vina hóp og skemmtilegur í samræðum. Kona Vilhjálms er Ingileif Árnadóttir, og hefur hún jaínan verið manni sínum stoð og stytta og hinn ágætasti förunaut- ur. Það var einu sinni sagt um Vilhjálm, að liann hefði orðið snemma fullorðinn, en ætlaði að eldast seint. Vinir og samstarfs- .menn Vilhjálms gleðjast yfir því, að þessi ummæli eru í fullu gildi, og óska honum þess á afmælinu, að svo megi enn verða um langa hríð. Bcnedikt Gröndal. Að undanförnu hafa orðið all mikil blaðaskrif um læknisþjón- ustu fyrir síldarsjómenri á fjar- lægum miðum, og nú fyrir skömmu var málið rætt í rikisút varpinu í þættinum „Um daginn og veginn.“ í umræðum þesum ihefur komið fram, að stofnuð hafi verið staða læknis, sem ætl- að er að þjóna síldarflotanum á fjarlægum miðum. Gefið hefur verið í skyn, að mál þetta hafi verið undirbúið, laun ákveðin og staðan auglýst, en enginn læknir sótt um liana. Hefur læknastétt in, og raunar helzt ungir læknar orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir skort á þegnskap í sambandi við þetta mál, og liafi því verið ó- fáanlegir að taka að sér starf þetta. í þessu sambandi vill stjórn L.í. taka fram eftirfarandi: a) Með lögum nr. 13, 1967, var ríkisstjórninni gefin heimild til þess að ráða lækni vegna síldar- flotans á fjarlægum miðum. b) Starf þetta mun aldrei hafa verið auglýst. c) Okkur er ókunnugt um að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að skapa viðunandi starfs- aðstöðu fyrir væntanlegan lækni. d) Ekki er okkur kunnugt um að nokkrum lækni Ihafi formlega staðið til boða að itakast þetta starf á hendur og því enginn haft raunhæft tækifæri til þess að þiggja eða synja því. e) Frumvarp að lögum þeim er áður getur (nr. 13, 1967) var aldr- ei borið undir Læknafélag íslands, né heldur verið haft samráð við L. í. um framkvæmd laganna. Tími til undirbúnings þessa læknis- starfs hefur verið skammur, enda mun undirbúningsskortur vera svo alger, að heilbrigðisstjórn mun eigi hafa treyst sér til þess að auglýsa starfið. Augljóst er, að þeir, sem hafa fjallað um lagasetninguna og rætt málið í blöðum og útvarpi, hafa ekki gert sér ljóst, að hér er um þannig starf að ræða, að til þess þarf að ráða lækni með mun meiri starfsreynslu og þekk ingu, einkum í skurðlækningum, en hægt er að ætlast til af nýút- skrifuðum læknum, hvað þá lækna nemum. Starfsaðbúnaður verður að vera þannig að eigi sé teflt á ó- þarfa hættu þótt gera þurfi lækn. isaðgerðir í sambandi við slys eða bráða sjúkdóma, auk þess þarf nauðsynleg hjúkrun og eftirmeð- ferð að vera tryggð. Það er því að áliti stjórnar L. L næsta gagns lítið, að senda lækni til síldar- flotans, nema honum sé búin við unandi starfsaðstaða og séð fyrir nauðsynlegustu aðstoð. Reykjavík, 13. september 1967. Stjórn Læknafélags íslands. Félagsmálanám- skeið B.S. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gengst fyrir þriggja daga félagsmálanámskeiði fyrir for- ustumcnn og trúnað’armenn í sam tökunum um næstu helgi. Er þar urn nýmæli að ræða í starfsemi bandalagsins og er ætlunin að þetta geti orðið upphaf að fjöl- breyttari fræðslu- og upplýsing- arstarfsemi. Stjórn B.S.R.B. skipaði sérstaka nefnd til að annast undirbúning þessa fyrsta námskeiðs bandalags ins, og hefur hún ákveðið eftir- farandi tilhögun. Lagt. verður af stað frá Reykja vík að morgni föstudagsins 15. sept. og haldið að Hótel Borgar- nesi, en þar verður námskeiðið haldið og munu þátttakendur búa þar. Eftir hádegið verður námskeið- ið sett og að því loknu flytur Kristján Thorlacius, formaður bandalagsins erindi um skipulag og starf B.S.R.B. Síðan verður flutt erindi um fræðslustarfsemi samtaka opinberra starfsmanna á Norðurlöndum. Það flytur Eg- on Rasmussen, ritari hjá Fælles- radet for danske Tjenestemands og Funktionærorganisationer, en honum hefur verið boðið hingað' til landsins af þessu tilefni. Um kvöldið flytur Guðjón B. Baldvinsson erindi um samnings- rétt og stai’fskjör opihberra starís manna. Daginn eftir flytur svo Harald ur Steinþórsson erindi um launa kjör starfsmanna, og að lokum mun Guðmundur Ingvi SigUrðs son, lögfræðingur flytja erindi um Kjarasamningalögin. Þátttakendur munu skiptast í umræðu- og starfshópa, sem. fjalla um ákveðna þætti þeirra mála, sem framsöguerindin c* umræður gefa tilenfni til. Síarf::- hópar þessir skila síðan áliti fyr- Framhald á 11. síðu. 16. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.