Alþýðublaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 7
TJm borð í Birtingi. NÝJASTI báturinn hér á Norðfirði, Birtingur, var að landa s.l. nótt, og ég náði að Skjótast ura borð og líta á' herlegheitin. Þegar komið er Undir þilfar sést ekkert, sem rninnir á fiskiskip og er þar allt meira í ætt við fínustu farþegáskip en síldarbát. Allir mannabústaðir eru aftur í og er þar allt klætt harðplasti og dýrum viði. Matsalurinn er eins og allra flottasta borð- stofa með ‘sjónvarpi, segul- bandi o. s. frv. Brúin er eins og danssalur og þar hægt að koma fyrir öll- um mannskapnum, ef á þarf að halda. Tæki öll eru upp á það fullkomnasta og fyrir öllu séð. Þeir á Birtingi ætla að taka með sér ís í næstu veiðiferð og úða honum yfir síldina, ef takast mætti að nota hana í beitu, þegar heim verður kom- ið. Beitusíldarvandræðin eru orðin gífurleg ekki sízt, ef svo fer sem horfir, að hluti síld- veiðaflotans hætti á næstunni og snúi sér að línuveiðum. Vissulega eru þessar veiðar þarna norður í hafinu orðnar all ískyggilegar fyrir smærri báta og það liggur við, að mað- ur þori varla að hugsa um það, hvernig færi, ef hann gerði brælu og skipin þyrftu að halda sjó um einhvern tíma. Sannleikurinn er sá', að ekk- ert leyfir af því að smærri bátar geti tekið með sér olíu í báðar ferðir á mið og heim. Það væri sannárlega betur að þessu glæfraspili yrði hætt áð- ur en verr færi en þegar er og eetti Stígandaslysið að vera víti til varnaðar. Ekki get ég neitað því, að mig hálflangaði út með Birt- ingi, þó ekki væri til annars en fá að njóta lúxusins um borð í nokkra daga, því auk alls annars, þá veit ég, að kokkurinn er enginn flysjung- ur. En auðvitað dregur sú staðreynd úr manni kjarkinn, að túrinn getur tekið allt upp í þrjá'r vikur eða guð veit hvað. Spjallað við Pál Guðmundsson. Árni Magnússon var að renna upp að bryggjunni með smáslatta og ég náði aðeins tali af skipstjóranum, Páli Guðmundssyni, en hann er eins og allir vita fulltrúi sjó- manna í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins og eins konar forsjá og ráðgjafi síldarsjó- manna. — Þetta er að verða hrein- asta reiðuleysi þarna norður frá, segir Páll, og fer þar hvort tveggja saman, að vegalengdin er svo gífurleg og svo hitt, að síldin er svo erfið, að það er ekki nema tiltölulega fá' skip sem ná almennilegum köstum. þetta eru ekki nema nokkrir tímar um hánóttina, sem hún gefur sig og þá bara hending- in, sem ræður. Þá er heldur ekki um að ræða neina þjón- ustu við flotann, takmörkuð olía, engin læknishjálp og yf- irieitt ekkert að fá þarna úti. Ég spyr Pál um möguleik- ana á' að salta í sig og hann svarar: — Sennilega væri það hægt, ef undirbúningur hefði verið fyrir hendi og þá jafnframt flokkunar- og hausskurðarvél- ar um borð í skipunum og síð- ast en ekki sízt hefðu sjó- mennirnir þurft að vita, hve mikið þeir bæru úr býtum fyr- ir að leggja á sig það auka- starf að salta síldina niður í tunnur, því það gefur auga ieið, að enginn iætur sér detta það í hug að ætla að salta fyr- ir venjuleg söltunarlaun eins og þau eru greidd í landi, því það er auðvitað ekkert sam- bærilegt að vinna við söltun á þurru landi eða úti á sjó. Eðli- legast hefði verið, að sjó- mennirnir og útgerðin fengi á- móta verð fyrir saltsíldina og síldarplönin og bæru þá jafn- framt alla ábyrgð á verkun- inni. Heldurðu að síldin komi nokkuð upp að landinu seinna í haust? Maður veit það svo sem al- drei, en liitt er svo annað mál, að það fær enginn mig til að trúa því, að síldin, sem við er- um nú að veiða sé sú sama sem við vorum að elta suðvestur frá Jan Mayen í vor. Ég get ekki ímyndað mér, að Jan Mayen síldin, sem var á hraðri leið suðvestur hafi skyndilega snúið við óg haldið í norður. Nei, það er útilokað, en hvar sú síld er í sjónum er ekki gott að segja um. —■ Ertu nokkuð á leið suð- ur? — Nei, en ég á von á að fá nánari upplýsingar varðandi saltsíldarverðið, þ.e.a.s. verðið, sem saltendur fá endanlega. Mér er það ekkert launungar- mál, að ég varaði við því að bátar tækju með sér tunnur til að salta í meðan allt er í ó- vissu um hvað út úr því er að hafa. Til viðbótar þessu fátæklega spjalli við Pál Guðmundsson, má bæta því við, að hann hefur á undanförnum árum gert í- trekaðar tilraunir lil að fá fyr- irgreiðslu lánastofnana um að festa kaúp á hollenzkum skut- togara með fullkomnum tækj- um og þar á meðal frystitækj- um og tilheyrandi færibönd- um en án undirtekta. Því má bæta við, að slíkt ,skip, rúml. 500 tonna er aðeins fjórum milljónum króna dýrara en norsku síldarskipin, sem flutt hafa verið inn á undanförnum mánuðum. Það er engin furða, þótt maður sé hissa á slíku ráðslagi fjárfestingaryfirvald- anna á sama tíma sem norsku skipin eru send hvert af öðru til útlanda til að láta saga þau sundur og lengja og heyrzt hef- ur jafnvel, að sum þeirra hafi komið við í Færeyjum á heim- leið nýbyggð og þar hafi þessi óperasjón verið gerð á þeim. bébé. Fnhöfnsn og Islenzkir peningar ÞAÐ hefur vakið furðu ferða- manna á leið til útlanda frá Keflavíkurflugvelli, að Fríhöfn- in þar skuli ekki taka við ís- lenzkum peningum fyrir þær vör ur, sem þar eru á boðstólum. Ofangreint fyrirtæki hefur haft það orð á sér að vera sam- bærilegum fyrirtækjum erlendis til fyrirmyndar. Nú er ferðamannastraumur- inn um Keflavíkurflugvöll orð- inn stórum mun meiri en áður. Halda ýmsir því fram, að inn- an tíðar verði allt flug milli íslands og annarra landa um Keflavíkurflugvöll. Er þá ljóst, að íslendingar á leið til útlanda verða á næstu árum þýðingar- miklir viðskiptavinir Fríhafnar- Framhald á bls. 11. ONS SIGURSVEIMS D. KÓU KRISTÍNSSONAív Tilkynnir: Dagana 15. til 18. september fer fram innrit- un fyrir tímabilið 1. október til loka desember, að Óðinsgötu 11' eða í síma 19246. SKÓLASTJÓRI. Óskum eftir að ráða áreiðanlega og reglusama stúlku, ekki yngri en 18 ára, til sendiferða, símavörzlu o. fl. Eiginhandar umóskn sendist skrifstofu vorri eigi síðar en 22. september n.k. INNKAUPASTOFNUN REYK7AVÍKURBORGAR YONARSIRÆII 8 ~ SÍMI 18300 Reynið okkar ágæta, ódýra mjólkur-, ávaxta- og jurtafæði, Ljúfxeng heimabökuð brduð og heitir réttir öll kvöld og á hádegisborðinu á sunnudögum . MATSTQFA Náttúrulækningafélags Reykjavíkur Hótel Skjaldbreið ÁTVINNA Stúlka óskast nú þegar til að annast símavörzlu í skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Umsóknum, er tilgreini aldur og fyrri störf, sé skilað til skrifstofustjóra fyrir 22. þ.m. BRAUÐHÖLLIN 4 opnum í dag smurbrauðstofu að LAUGALÆK 6. Veizlubrauð - Snittur - Brauðtertur Ö1 og gosdrykkir BRAUÐHÖLLIN LAUGALÆK 6. — SÍMI 30941. 16. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.