Alþýðublaðið - 16.09.1967, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 16.09.1967, Qupperneq 11
NÝ sérverzlu I Opnum í dag sérverzl&en með OiiHy^eiR Að Lyngási S GarSahreppi VERIÐ VELKOMIN Kynnið ykkur verð og gæði á farmleiislu okkar NDVEGI H.F. Lyngási 8 Garðahreppi — Símar 52374 - 51650 I f B.SkR.B. Framhald af 5. síðu. ir sameiginlegan fund á sunnu- dag og að því loknu mun nám- skeiðinu ljúka um kvöldið. Félögum innnan B.S.R.B. var gefinn kostur á að ráðstafa þátt- tökunni á námskeiði þessu, sem var takmörkuð vegna húsnæðis og þess hámarksfjölda, sem henf ugt er talið að sé á slíkum nám- skeiðum, enda munu bandalagsfé lögin yfirleitt kosta að öllu eða nokkru leyti þátttökugjaldið, sem er 1800 krónur á mann. Alls munu taka þátt í fræðslunám- skeiði þessu yfir 40 manns og eru þeir frá rúmlega tuttugu banda lagsfélögum. Fríhöfnin Framhald úr opnu. innar. Þegar svo er komið, má undrum sæta, að íslenzkir far- þegar geti ekki notað íslenzkan gjaldmiðil í verzlun Fríliafnar- innar. Mætti segja, að íslenzk- um sé ekki söm virðing sýnd og erlendum viðskiptavinum Frí- hafnarinnar, sem geta greitt fyr ir þær vörur, sem iþeir kaupa með þeim gjaldmiðli, sem þeir helzt kjósa (en þó ekki með ís- lenzkum krónum). Undirrituðum er ekki kunn- ugt um, að nokkurt sambærilegt fyrirtæki á flugvöllum í ná- grannalöndunum sýni þá fyrir- litningu á eigin gjaldmiðli som þetta annars um margt gagn- merka fyrirtæki á Keflavíkur- flugvelli. Ef til vill er ekki rétt að nefna Iþetta ráðslag „fyrir- litningu" á íslenzku krónunni, þar sem hér er við yfirvöld rík- isins að fást. En í öllu falli má með sanni segja, að hér ræðir um meinta meinloku yfirvald- anna. Fríhöfnin á Keflavíkurflug- velli er orðin viðamikið fyrir- tæki, rekið af rikinu. Mun það ihafa sýnt töluverðan hagnað á síðustu árum. Telja má víst, að íslenzk króna eigi að geta gert sama gagn í peningahirzlunum og amerískur dalur, t- Reyndar skal þess getið, að Fríhöfnin hef ur aflað mikils erlends gjald- eyris á undanförnum árum, sem skilazt hefur til hins íslenzka bankakerfis. En telja má, að ó- þarft sé að einblína á gjaldeyr- isöflunina eina saman. Ekki væri hundrað í hættunni, þó að íslenzka krónan hlyti þann heið urssess að njóta sömu rétthæfni og sú danska eða Bandarikja- dalur. Nú ihefur gjaldeyrisúthlutun til ferðamanna, sem utan fara, verið rýrð um þriðjung og má til sanns vegar færa, að þar hafi verið um réttláta ráðstöfun að ræða, þar sem hagur bankanna er í veði. En íslenzkir farþegar hugsa vafalaust tvisvar um, áð- ur en þeir taka upp „ferðatékk- ann“ meðan þeir enn hafa ekki yfirgefið landið. Ætla má, að innkaup íslendinga í Fríhöfn- inni dragist mikið saman nú, er þessi breyting á gjaldeyrisveit- ingu til feröamanna hefur verið gerð. Væri því ekki æskilegt, eins og í pottinn er búlð, að yfirvöld in leyfðu, að íslenzk króna yrði löglegur gjaldmiðill í Fríhöfn- inni? Slíkt leyfi væri ekki út í hött, ef rétt má telja, að Frí höfnin verði af mikilvægum við skiptum vegna þessara augljósu meinloku yfirvaldanna. E. Herjólfsson, íþréttir Frh. af 10. síðu. Spjótkast: Valbjöm Þorláksson, IÍR 60,26 Björgvin Hólm, ÍR 57,25 Finnbjörn Finnbjömsson, ÍR 53,85 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 53,50 Sleggjukast: Jón H. Magnússon, ÍR 53,38 Þórður Sigurðsson, KR 51,05 Þorsteinn Löve, ÍR 50,68 Óskar Sigurpólsson, Á 47,38 Fimmtarþraut: Ólafur Guðmundsson, KR3209 Valbjörn Þorláksson, KR 3144 stig Helgi Hólm, ÍR 2574 stig Finnbjörn Finnbjörnsson, ÍR 1685 Tugþraut: Ólafur Guðmundsson, KR 6208 stig Jón Þ. Ólafsson, ÍR 5820 Þórarinn Arnórsson, ÍR 5636 Ilreiðar Júlíusson, KR 4696 4x100 m. boðhlaup: KR (Úlfar T., Þoist. Þ., Ólafur G., Val bjöm Þ.) 44,4 sek.' KR (Einar, Þórarinn R., Ólafur , Val- bjöm). 45.0 ÍR (Birgu- Á„ Helgi H., Þórarinn A., Jón Ól.) 46,3 Á (Sigurður L., Jón A., Magnús J., Ein ar H.) 46,3 4x400 m. boðhlaup: KR (Ólafur G„ Vaibjöm Þ„ Halldór G„ Þorsteinn Þ.) 3:25,4 ÍR (Jón O., Snorri Á„ Guðmundur Ó„ Þórarinn A.) , 3:39,9 KR (Páll E„ Ólafur Þ„ Hreiðar J„ Þor steinn.) 3:40,5 Á (Sigurður L„ Magnús J„ Einar H„ Rúdolf A.) 3:44,7 Listkynning Framhald af bls. 3. hafa aðstoðað okkur með ráðum og dáð við að undirbúa þessa listkynningu, en það eru: Sverr- ir Haraldsson, listmálari, Ólöf Pálsdóttir, myndhöggvari, Vigdis Kristjánsdóttir, listmálari og Ey- borg Guðmundsdóttir, listmálari. Aðstoð og skilningur þessa ágæta listafólks er þessari starfs^mi ó- metanleg og væri hún raunar lítt framkvæmanleg án hennar. Þá vil ég víkja nokkrum orð- um að starfsemi samtakanna í vetur. í lok þessa mánaðar mun- um við halda fund um uppeldis- og skólamál, en þar flytja erindi Margrét Margeirsdóttir, félagsráð- gjafi og Rannveig Löve kennari. Þá munum við í vetur halda fund um aðstöðu kvenna til starfa og menntunar, enn fremur munum við taka fyrir frelsisbaráttu Kúrda og kynþáttavandamálið í Banda- ríkjunum og enn fremur Vietnam- styrjöldina, en samtök okkar eru, sem kunnugt er þátttakendur í Vietnam-nefnd þeirri er stofnuð var með þátttöku margra félaga- samtaka hér á sl.vetri. Eftirtaldir listamenn sýna verk sín í Breiðfirðingabúð á' vegum samtakanna n.k. sunnudag, kl. 14.30: Sverrir Haraldsson, listmálari. Ólöf Pálsdóttir, myndhöggvari. Vigdís Kristjánsdóttir, listmál- ari. Eyborg Guðmundsdóttir, list- málari. Sigurður Sigurðsson, listmálari. Kjartan Guðjónsson, listmálari. Jóhannes Jóhannesson, listmá'l- ari. Jóhann Eyfells, myndhöggvari. Kristín Eyfells, listmálari. Magnús Árnason, listmálari. Barbara Árnason, listmálari. Steinþór Sigurðsson, listmálari. Hringur Jóhannsson, listmálari. Ragnheiður Óskarsdóttir, list- málari. Sigríður Björnsdóttir, listmál- ari. Sigrún Jónsdóttlr sýnir batik. Ragnar Lárusson, listmálari teiknar andlitsmyndir af sýning- argestum sem þess óska. Athugasemd Framhald 3. slðu. áætlunin gleypti 80% af því fé, sem Húsnæðismálastofnunin hef- ur til ráðstöfunar á þessu ári og við það stend ég. — Sá hinn sami sagði mér einnig ýmislegt annað, sem hefði verið fróðlegt fyrir þjóðina að fá nánari fréttir af. — Þessum stjórnarmanni finnst það nú hæfa, að neita þessum orðum mínum og verður hann að sjálf- sögðu að fara þar eftir eigin sam- vizku. Ég efast ekki um, að tölur þær, sem Húsnæðismálastjórn birti máli sínu til staðfestingar, hafi verið réttar. Þær eru hinsvegar nokkuð takmarkaðar, þar sem þær ná aðeins yfir tímabilið 1. jan. 1967 til 1. sept. sama árs. — í athugasemdinni er þess ekki get- ið, hversu mikið fé stofnunin áætl ar að hún hafi til ráðstöfunar á þessu ári, né hversu mikið áætl- að er að verja til Framkvæmda- nefndarinnar. Um það, hvernig dæmið mun líta út á' næsta ári, er ekkert sagt. — Skiptir það þó miklu máli. Veigamestu' spurninguna, sem ég varpaði fram i útvarpsþættin- um, leiðir stofnuin algjörlega hjá sér. — Þær hundruðir fjöl- skyldna, sem eiga lánshæfar um- sóknir hjá tofnuinni, en hafa feng ið það svar hjá lienni, að engin von sé um lán fyrr en í fyrsta lagi haustið 1968, eru því jafn- nær um það, hvernig þær eiga að leysa fjárhagserfiðleika sína. — Fyrir þetta fólk er athugasemd in einskisverði. — Það gæti þó kannski notað pappírinn í þessari athugasemd og öðrum álíka at- hugasemdum Húsnæðismálastjóm. ar til að reisa sér hús úr bréfi, því varla reisir það sér hún úr steini meðan lánamálin eru við hið sama. Virðingarfyllst. Valdimar H. Jóhannesson. Atvinnuþörf mæðra Framhaid af 3. siöu. góðu móti kæmust yfir að anna og sagðist ihún efast um, að crpin- bert eftirlit væri með öllum þeim iheimilum. 1 ne?fkgakgbórt bz bz bz bz bz b Guðrún Erlendsdóttir sagði í sínu erindi, sem fjalluði um ætt- leiðingar, að mjög þýðingarmikið’ væri að einmitt barnaverndar- félögin beittu sér fyrir því, að komið yrði upp leiðbeiningarstöð fyrir ungar mæður, er, hefðu hug á að gefa bam sitt, þar sem það sé mjög þýðingarmikið, að móður í slíkum hugleiðingum séu- veitt- ar leiðbeiningar, áður en hún tek ur svo afdrifaríka ákvöröun og ætti alls ekki að leyfa, slíka á- kvörðun, fyrr en barnið v'æri f það minnsta þriggja mánaða og hefði móðirin haft það hjá sér. Sorgleg dæmi væru um það„ er móðir hefði tekið slíka ákvörðun, áður en harnið fæddist og iðrast skömmu eftir ættleiðingu, sem þá var of seint. Af þeim börnum, sem ættleidd væru hér, sagði Guð rún, að 80% væru óskilgetin. Þó væri aðeins lítill hluti allra óskil getinna barna ættleidd eins og gefur að skilja, þar eð svo mörg skráð óskilgetin hörn eru f svo- kölluðum trúlofunarfjölskyldum, þar sem foreldrarnir giftast svo seinna. ÍBÚÐ 2—3 herb. íbúð óskast til leigu frá 1. okt. n.k. Fátt í heimilí. Uppl. í síma 38336 og 14906. 16. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.