Alþýðublaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 10
LUNDÚNAPLATA HUÓMA NÚ FULLGERÐ SKÝRT var frá !hér í þættinum fyrir nokkrum mánuðum, að ;Hljómar foefðu í hyggju að bregða sér til London til að syngja inn á 12 laga S.G. hljóm- 4>lötu. Nú hefur þetta gerzt og Ýeflvísku piltarnir fjórir eru komnir heim aftur. Þá skiptum við yfir á Glaum- bæ. Það er þriðjudagur. Tíðinda maður þáttarins hefur sezt við borð á lítt áberandi stað og hlustar með athygli á hljórn- sveitina, sem á engan sinn líka á íslandi. Jú, að sjálfsögðu er hér átt við Hljóma. Gunnar Þórðarson, „höfuð“ hljómsveitarinnar gengur að borðinu og hann er ekki fyrr seztur, er fyrstu spurningunni er skotið að honum. — Hvenær hélduð þið utan? — 2T. ágúst, svarar Gunnar um hæl, bíður upp á Camel — það er þegið. • — Þetta eru 12 lög. Nefndu einhver þeirra. Hann andar djúpt að sér reyknum, gefur hljómsveitar- pallinum hornauga, síðan kem- ur svarið: — Já, það ætti að vera hægt. Þarna er m.a. „California dreams“, en Ómar Ragnarsson hefur gefið því nafnið „Sveita- piltsins draumur". Ómar samdi einnig textann við „Love heart“ og nú iheitir það „Þú ein.“ Is- Hljómsveit Ingimars Eydal í sjónvarpssal. Þau eru ekki í „júníforminu", enda er hér um æfingu að raeða. (Ljósm.: Sjónvarpið). Á sjónvarpsskerminum á morgun: N. K. föstudagskvöld kl. 21.20 kemur fram í sjónvarpinu hin mjög svo vinsæla hljómsveit Ingimars Eydal, sem ættuð er frá Akureyri. Samkvæmt upp- lýsingum Andrésar Indriðasonar, sem stjórnar þessum þætti, þá er sýningartími hans nákvæm- lega 22. mín og 21 sekúnda. Þetta eru í heild 8 lög, inn- lend og erlend. M. a. syngur Þor valdur hið vinsæla ,Sanfransico‘ en hann hefur samið við það ísl. texta og nú heitir það „Ak- ureyri“. Inn í það er fléttað myndum frá Akureyri, sem Rún ar Gunnarsson, kvikmyndatöku maður sjónvarpsins, tók. Þá syngur Þorvaldur einnig „Skárst mun sinni kellu að kúra hjá“. Helena Eyjólfsdóttir syngur m.a. lag úr Mary Poppins, „Spoonful of sugar“, og lag, er Nancy Sin atra hefur sungið inn á plötu, en það heitir „Jackson“. Þá upplýsti Andrés, að í bí- gerð væri að gera þátt með hljómsveit Ólafs Gauks, en fyrsti sjónvarpsþáttur þeirra fé laga fékk ákaflega góðar mót- tökur. Eins og Reykvíkingum er kunnugt, þá skemmti hljómsveit Ingimars Eydal hér í Lídó við fádæma góða aðsókn og móttök ur nú ekki fyrir allslöngu. Þess vegna er ástæða til að ætla, að það verði þéttsetið við sjónvarp ið n.k. föstudagskvöld. Og í lok in má geta þess, að þeir norðan menn voru mjög ánægðir með ferðina hingað suður. •••***•• . ■ '■' ■'■•./ Hér höfum við sjálfan höfuðpaurinn, Ingimar Eydal.A vinstri hönd hefur hann píanóið, en á hægri sem. balet, og er hann jafn vígur á bæði. (Ljósm.: Sjónvarpið.) 10 5. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ lenzk lög eru einnig á plötunni: ,Peningar‘ eftir Rúnar Gunnars son við texta Þorsteins Eggerts- sonar, „Miðsumarsnótt" eftir Þóri Halldórsson, textinn einnig eftir Þorstein. — Einhver lög hljóta að vera eftir þig? — Já, þau eru þrjú. Öll við texta Ólafs Gauks: „Heyrðu anig góða“, „Þú og ég“ og „Syngdu". — Ertu ánægður með upptök una? — Já, þetta tókst alveg sér staklega vel. Platan var tekin upp í stereo og til að auka á fjölbreytnina aðstoða okkur •brezkir hljóðfæraleikarar, en þeir leika á flautu, orgel og pía nó. Tæknin er notuð til hins ítr asta og mikið um „don blét rack“. — Ekki hafið þið eingöngu dvalizt í stúdíóinu þennan tíma, er þið voruð í London? — Nei, við tókum okkur viku SVIÐS Þórir Baldursson á þriggja ára samning hjá DECCA. HINN snjalli og góðkunni músí kant, Þórir Baldursson hefur gert þriggja ára samning við •hina voldugu brezku hljómplötu útgáfu DECCA. Fyrsta platan er þegar komin á markaðinn, en hún hefur að geyma tvö lög eftir Þóri, „Brúðarskórnir" og „Surtseyjarríma‘“, en bæði þessi lög komu upphaflega út á síðustu L.P. plötu Savannatríós ins. En það þýðir ekki að bjóða upp á ísl. texta fyrir erlendan markað og því voru samdir nýj ir enskir textar við þessi lög og eru þeir mjög þokkalega gerðir. Á þessum þremur árum skuld ibindur DECCA sig til að gefa út minnst þrjár tveggja 1 aga plötur með Þóri. I tilefni af þessum merka at- burði í íslenzku músíklífi hafði þátturinn samband við Þóri og innti hann eftir, hvemig þetta hafði borið til. — Það skeðu nú engin ósköp í kringum þetta, svaraði hann. I stuttu máli sagt, þá kom nú- verandi umboðsmaður iminn að máli við mig í London í fyrra- sumar, eftir að hafa heyrt í mér, er ég var í plötuupptöku ásamt hinum meðlimum úr Savannp- tríóinu. Síðan þróast málin, þannig að hann gerir samning við DECCA og þessi tveggja laga plata er tekin upp. — Hafa komið dómar um plöt una? frí og skoðuðum okkur um. Ég var svo heppinn að komast á hljómleika hjá Jimmy Hendrick. Það var ógleymanlegt. í konsert lok sléit hann alla strengina af gítarnum og grýtti síðan öllu saman í gólfið. Þá ætlaði allt vitlaust að verða. Annars ríkti mikil og góð stemmning allan tímann; mikið klappað, en engin ólæti. Þá sá ég og heyrði í Move en mér fannst harla lítið til þeirra koma; iéleg sviðsfram- koma og yfirþyrmandi hávaði. Viðtalið var á enda og Gunn ar sté á ný fram í sviðsljósið. ☆ — Já, ég hef lesið nokkra slíka og þeir hafa allir verið mér vinsaimlegir. — Ertu ekki ánægður með þetta tilboð? — Jú, vissulega. Þetta er nokkuð, sem ég held, að allir söngvarar hefðu umhugsunarlít ið tekið, því hér er engu að tapa, en allt að vinna. Hins veg ar geri ég mér grein fyrir því, að það tekur sinn tíma að vinna sér upp nafn og álit á brezkum hljómplötumarkaði. — Hvaða lög verða á næstu plötu? — Það er ekki ákveðið, en ég ihef sent nokkur lög út. Nú síðan er eftir að fá boðlegan texta við þau lög, er verða fyrir valinu, og þá held ég utan. Til að ná Frh. á 14. síðu. ÞÖRIR Á ÞRIGGJA ÁRA SAMNING HJÁ DECCA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.