Alþýðublaðið - 14.10.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 14.10.1967, Side 4
 Bitstjórl: Benedlkt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsíngasfmi: 14906. — Aðsetur: Alj)ýðuhúslð vlð Hverflsgötu, Rvlk. — Prentsmiðja Alþýðublaðslns. Siml 14905. — Áskrlftargjald kr. 105.00. — t lausa> sölu lcr. 7.00 elntakið. — Útgefandl: Alþýðuflokknrlnn. Erfitf um sinn ÞEGAR RÍKISSTJÓRNIN kom á verðstöðvun fyr- ir ári síðan, voru fáir á móti þeirri stefnu, en flestir sögðu, að þetta hefði átt að gera fyrr. Síðan hefur ríkisstjórnin ivarið stórfelldum fjárupp- hæðum, sem voru tekjuafgangur ríkissjóðs, til að greiða niður landbúnaðarafurðir og halda verðlagi •þannig óbreyttu. Af hverju var þetta gert? Það var gert í þeirri einlægu von, að verðlag út- flutningsafurðanna mundi fljótlega hækka aftur og hagur atvinnuveganna batna. Þannig var ætlunin að nöta afgang góðu áranna til að fleyta þjóðinni yfir vandræðin. Ef verðlag afurðanna á erlendum markaði hefði aftur farið í fyrra horf, liefði þessi stefna tekizt. En svo hefur því miður ekki orðið. Verðhrunið ætlar að verða langvarandi og valda íslendingum frekara tjóni. Stjór'narandstaðan hlakkar yfir þessari þróun mála og kallar verðstöðvunina svikastefnu ríkisstjórnar- innar. Þeir um það. Allur þorri landsmanna skilur, hvað hefur gerzt og hlustar ekki á svikatal. Tjón þjóðarheildarinnar af verðhruni afurðanna er svo mikið, að það hlýtur að koma við hvert manns- barn á einhvern hátt. Nú hefur ríkisstjórnin birt þjóðinni, hvaða byrðar hún telur óhjákvæmilegt að leggja á hana á þessu stigi. Hvernig á að afla 7—800 milljóna til að tryggja hallalausan ríkisbúskap? Það er hægt að skera niður almannatryggingar. Vilja menn það? Það er hægt að stórhækka söluskatt. Það hefði valdið áframhaldandi verðhækkunum um allt efnahagskerfið í marga mán- uði Því ráði var hafnað. Þá er eftir lækkun hinna miklu niðurgreiðslna, sem bætt hefur verið á land- búnaðarafurðir. Sú ráðstöfun leggst þungt á heimilin, en, ferðsskattur og stórfelld hækkun eignaskatts leggj- ást fyrst og fremst á breiðu bökin. Alþýðuflokkimnn telcur þátt í þessum aðgerðum af illri nauðsyn. Stjórnarandstæðingar fordæma úrræð- in auðvitað, en henda þeir á aðrar leiðir? Nei, það gera þeir ekki. Alþýðuflokkurinn segir þjóðinni allan sannleika þes'-T vandamáls. Gylfi Þ. Gíslason sagði í viðtali við Alþýðublaðið: Lífskjör þjóðarinnar hljóta nú að versna nokkuð, en hig nýja samkomulag stjórnarflokk anna hefur hað að höfuðmarkmiði að snúa þessu sem fyrst við með aukinni framleiðni og lækkun kostn- aðar á öllum sviðum framleiðslu, svo að þjóðartekj- ur aukist og lífskjör batni á ný. Toyota Corolla 1100 Glæsilegur japanskur fjölskySdubíll. Innifalið í verði m. a.: Riðstraumsrafall (Alternator), rafmagnsrúðu- sprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggja hraða mið- stöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o. fl. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska Bifreiðasalan Ármúla 7. Sími 34470 - 82940. f9i 4 14. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ N

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.