Alþýðublaðið - 14.10.1967, Page 7
nokkuð í arabisku, var lágur
maður vexli og léttur sem og
flestir Arabar. Næstum samtím-
is Bogan sótti Slade liðþjálfi
um starfann, en iiann var að
líkamsbyggingu mjög áþekkur
Bogan. Richardson var hæstur
þeirra þriggja, er til verksins
völdust, en hann fékk þann
starfa að aka gömlum skrölt-
andi Landrover sem herinn
hafði selt Aröbunum sem brota
járn. Bogan, sem er þrjátíu og
tveggja ára gamall og ein af
ibeztu skyttunum í brezka hern-
um, var gerður að fyrirliða þess-
arar litlu sveitar. — Bogan og
Slade eru báðir kvæntir og eiga
fjölskyldur í Englandi, en kon-
um þeirra var ekki gert kunn-
ugt um starfa eiginmanna sinna
af öryggisástæðum.
Þeir hófu nú hið hættulega
starf sitt, málaðir í andliti, í
arabiskum klæðum, vitandi að
hvert verkefni gat verið hið
síðasta. í skuggalegum hverfum
Aden-borgar var enginn mögu-
ieiki fyrir þá að þekkja vini frá
fjandmönnum, svo þess vegna
vom allir fjandmenn í þeirra
augum.
Bogan hafði fengið 48 klst. til
að rannsaka starfsemi ofbeldis-
mannanna. Hann komst að því
að félögin greiddu upphæðir frá
25—50 dollara fyrir hverja hand
sprengju sem varpað var. 25
dollara fyrir skaða unninn á
eignum, en upphæðin fór hækk-
andi ef fólk var sært og hæsta
verð var greitt, ef brezkir þegn
ar eða áhangendur þeirra voru
drepnir.
Á þeirri ógnaröld sem ríkt
hefur í Aden hafa 128 manns
verið drepnir, þar af 26 Bretar
og meira en eitt þ'úsund manns
hafa særzt illa, þar af fimm
hundruð Bret.ar, menn, konur
og börn.
Bretunum þremur, sem til-
heyrðu fyrsta fótgönguliðsher-
fylki var óheimilt að ræða starf
sitt við neina aðra en yfirmenn
sína. Jafnvel félaga þeirra, sem
tilheyrðu sömu herdeild grun-
aði ekki að þeir væru binir
frægu Rottuveiðimenn í Aden,
en undir því nafni voru þeir
þremenningarnir frægir þá sjö
mánuði, sem þeir dvöldu við
þessa neðanjarðarstarfsemi sína.
Undir Hunter-stræti, einni al-
ræmdustu götunni í Aden, þar
sem rúmlega fimmtíu hand-
sprengjum hefur verið varpað
að vegfarendum, liggur holræsi.
í þessu holræsi uppgötvuðu Bog
an og hans menn, af hreinni til-
viljun, bækistöð og vopnabúr of-
beldismannanna. — Þeir veittu
nokkrum Aröbum eftirför niður
í 'holræsið. Er þeir sáu opna
leynihurð á einum veggnum,
sendu þeir kúlnahríð úr byssum
sínum í fætur Arabanna og
héldu inn um dyrnar. Frá dyr-
unum lágu leynigöng sem end-
uðu í vínkjallara nokkrum. — í
kjallaranum voru fyrir sex Ar-
abar og tókst Bretúnum fljót-
lega að yfirbuga þá. Við leit í
Framhald á bls. 10.
, .W
Aðaíbókari
Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða aðalbókara nú
þegar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun, og fyrri störi
sendist undirrituðum fyrir 20. þ.m.
Svavar Pálsson
löggiltur endurskoðandi, — Suðurlandsbraut 10, Reykajvík.
MERKJASALA
Blindravinafélags íslands
verður sunnudaginn 15. okt. og hefst kl. 10 f.h.
Sölubörn komið og seljið merki til hjálpar blindum.
Góð sölulaun.
Merkin verða afhent í anddyri barnaskóla Reykjavíkur,
Kópavogs og Hafnarfjarðar.
Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins.
Merkið gildir sem happdrættismiði.
BLINDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði
heldur fund mánudaginn 16. október kl. 8,30 e.h. I
Alþýðuhúsinu.
FUNDAREFNI:
1. Hörður Zophaníasson bæjarfulltrúi
ræðir um bæjarmálin.
2. Vetrarstarfið.
3. Bingó og kaffiveitingar.
STJÓRNIN.
Irésmiðafélag
Reykjavíkur
Félagsfundur
verður í Lindarbæ þriðjudaginn 17. þ.m. kl. 20.30.
FUNDAREFNI:
Skipulagsmál A. S. f.
Kjara- og atvinnumál.
STJÓRNIN.
Áskriftasíminn er 14901
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
14. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^