Alþýðublaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags Alþýðublaðið — 15. okt. 1967
7
SEXTUGUR:
KARL KRISTINSSON
Á MORGUN verður Karl Krist
insson forstjóri sextugur. Þetta
er ekki hár aldur, enda ber
Karl 'hann vel. Mig langar til
'þess að biðja Alþýðublaðið að
bera 'honum heillaóskir mínar
að gömlum og góðum sið, um
leið og ég óska honum og fjöl-
skyldu hans langra og skemmti-
legra lífdaga.
Karl er Reykvíkingur, fæddur
á íslenzkasta stað á íslandi,
sjálfu túni Ingólfs Arnarsonar
við Aaðalstræti. Foreldrar hans
voru Kristjana Jónsdóttir og
Kristinn Magnússon, alkunnur
skipstjórnarmaður og aflakló á
sínum tíma. Annars er Karl af
skagfirzku bergi brotinn lengra
aftur og má raunar glöggt
merkja beztu kosti Skagfirðings
ins í fari hans.
Karl hefur jafnan í mörgu að
snúast, enda er maðurinn ham-
hleypa til vinnu. Hann stjórn-
ar Björnsbakaríi, Rúgbrauðs-
gerðinni, Hótel Vík og fleiri fyr
irtækjum. Þó hefur hann tíma
til þess að njóta lífsins og gleðj
ast með vinum sínum, þegar vel
stendur á og Karl er maður
gestrisinn í bezta lagi og vina-
margur.
Karl hefur unnið mikið starf
í ýmsum félagasamtökum, t. d.
Oddfellow-reglunni qg1 ÍLions-
hreyfingunni, og þar sem ann-
ars staðar munar mikið um lið-
veizlu hans og handtök óll.
njóta íslenzkrar náttúru og er
Á sumrin vill hann gjarnan
mikill sportveiðimalur, og ef til
vill er hann þá ógleymnastur
vinum sínum og veiðifélögum.
Kvæntur er Karl ágætri
konu, Önnu, dóttur Jóns heit-
ins Brynjólfssonar kaupmanns.
Þau hafa eignazt tvö mannvæn-
leg börn og alið upp tvö fóstur-
■börn. Það verður áreiðanlegá
margt um manninn hjá þeim á
morgun, að raunsargarði þeirra
að Víðimel 67 hér í borg.
Friðfinnur Ólafsson.
VERSTÖÐIN
REVKJAVlK
Yfirliöfðinginn á vigtinni við
Grandagarð, Nikulás Jónsson
lætur lítið yfir sér þessa dagana.
Fisklaus Faxaflói, (að því er
virðist) og livergi neitt að fá.
Humarbátar alveg hættir og snur
voðabátar fá Htið sem ekkert.
Þeir sem lönduðu 11.-10. voru
með 700 kg. og þaðan af lélegra.
Trollbátarnir eru vestur við jök-
ul og tregt hjá þeim. Sædís og
Hrönn II GK eru oft í 3 daga
úti og skrapa þá 10 til 12 tonn
þegar bezt lætur. Helmingur afl
ans er karfi og ianga og annað
rusl, eins og þeir kalla það. Þeir
Reykjavíkurbátar sem fóru á
handfæri, leggja upp fyrir norð
an og austan. Eirin bátur, Kári
Sölmundarson, er farinn á línu
og ætlar að leggja aflan upp
einhvers staðar fyrir vestan svo
ekki njótum við þess. Það er
orðið nokkuð árvisst að hér í
Reykjavík er að kalla fisklaust
frá miðjum október og fraui yfir
áramót. Vonandi fáum við sarrit
að sjó' líf í tuskunum í sambandi
við síldarvinnsluna í haust, þó að
sennilegra sé að það verði í
seinna lagi þar eð söltun hófst
það seint fyrir austan.
Áður fyrr kom fram sú til-
laga að Reykjavíkurborg gerði
báta út á Hnu til að báejarbúar
gætu fengið reglulega í soðið.
En ekki hefur því verið sinnt
enda væri þá verið að svipta ein.
staklinga einhverju sem þeir hafa
engan áhuga á. Og svo mundi B.
Ú.R. sennilega fá aflann úr þeim
á vetrarvertíðinni
Á togaravigtinni var sama að
segja. Síðasta löndun sem ráð-
gerð hefði verið var úr Marz, 3.
Framhald bls. 10.
Hvað er aö gerast í stjörnufræði?
STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa
fengið nýtt verkefni. Undar-
legir hlutir í stjörnulíki hafa
verið uppgötvaðir í geimnum
og hafa vakið áhuga og um-
ræður rueðal iærðra manna.
Þessir mer.kilegu, sprenging
argjörnu og órkuhlöðnu hlut-
ir virðast vera í mikilli fjar-
iægð frá okkar piánetu og því
meira sem vísmdamenn rann-
saka þá, þeim mun ruglaðri
verða þeir.
Hlutirnir búa yfir eðlisfræði
legum leyndarmálum sem eng
inn hefur botnað í til þessa.
Þessir giampandi ■ hlutir eru
auðvitað kvasar. — Þeir hafa
skapað fjörugar umræður með
al stjörnufræðinga allt frá því
að vetrarbrautin var uppgötv-
uð fyrir um það bil 40 árum.
En kvasarnir eru einungis lít-
ið brot af þeim hlutum sem
nýlega hafa verið uppgötvaðir
í himingeimnum. Þar má einn
ig finna bláar stjörnur, geisla-
kerfi og röntgengeisla.
Það sem gert hefur upp-
götvun þessara nýju atriða
stjörnufræðinnar mögulega
eru hinar stórstígu framfarir
á sviði rafeindafræði kem-
iskra vísinda og ljósfræði.
Meðal þeirra vísindamanna
er reynt hal'a að rannsaka
uppruna mannkynsins og til-
veru hafa eftirfarandi gtriði
ætíð verið mikilvæg:
1) Að komast til botns í
uppruna, vexti og endalokum
sólkerfis vors, stjarnanna,
vetrarbrautanna og alheims-
ins sjálfs.
2) Ákvarða stærð, lögun og
gerð alheimsins.
3) Rannsaka hvort líf hrær-
ist annars staðar en á vorri
eigin plánetu og í hverju það
er frábrugðið.
Hvað þessu viðvíkur hefur
nú enn eitt atriði bætzt í hóp-
inn: Nauðsynlegt er að kom-
ast að raun um hvað þessir
nýuppgötvuðu hlutir raunveru
lega eru, þróun þeirra og sam
band þeirra, ef eitthvert er,
við stjörnur og sólkerfi.
Stjörnufræðingar sem aðrir
vísándamenn aðgreina og
skipta í flokka og bandaríski
stjörnuvísindamaðurinn Jesse
Greenstein hefur gert eftir-
farandi skilgreiningu:
1) Hin friðsamlega, liægt
vaxandi þensla stjarna og sól-
kerfa.
2) Hin ótrúlega mikla, til-
tölulega stutt varandi áhrif
sem splundra plánetum, sól-
kerfum og greinilega kvösun-
um einnig.
3) Hinir miklu leyndardóm-
ar sem m. a. verða upphaf alls,
hlutverk vitsmuna og huglægt
líf.
Hér við bætist fjórði hug-
myndaflokkurinn sem e. t. v.
gæti verið undirtitill við atriði
no. 3.
Fátítt er að stjörnufræðing-
ar ræði þetta atriði sín á milli
og venjulegast eru það ein-
ungis leikmenn sem voga sér
að bera fram spurningu sem
eigi er svarandi t. d.b: Er ann-
ar heimur utan þess er við lif
um í? Hvernig mynduðust þau
venjulegu frumefni sem allt
byggist á?
— Það er lítill vafi á því
að við þekkjum og höfum öðl-
azt mikinn skilning á því mik
ilvægasta í venjuiegri þróun,
segir prófessor Greenstein.
— Þetta nær yfir vöxt og þró
un venjulegra stjarna og einn
ig til hinna stóru flokka
stjarna, sem við köllum sól-
kerfi. Þótt það kunni að
hljóma sem i'jarstæða, þá vit-
um við meira um það sem ger-
fst í einlhverri laf s j örnum
himingeimsins heldur en okk-
ar eigin hnetti.
Kenningin, byggð á athug-
unum á stjörnum leiðir í ijós,
að stjörnurnar birtast í marg-
víslegum litum, rauðum, hvít-
um, bláum og gulum og eru
í margvíslegum stærðum, allt
frá litlum, hvítum stjörnum,
minni en jörðin, allt upp i
risaplánetur með allt að 800
millj. km þvermál.
Kenningin lætur einnig að
því liggja að tilvera bláu risa
stjarnanna vari einungis í 3
millj. ára, cn minni, hægt
brennandi stjörnur, vari allt
að 30 trillj. ára. Bláu risa-
■stjörnurnar hafa því lifað
sitt skeið og slokknað meðan
þær minnstu voru rétt £|ð
hefja tilveru sína. Þær síðari
vara miklu lengur fyrir þá
sök að þær eyða vetni sínu
miklu hægar.
Það er vitað, að allar plán-
etur hafa myndazt á þann
hátt að voldug vetnisský hafa
þéttst og þyngdarkrafturinn
pressað geimrykið saman i
minni form. Þegar atómin á
þennan hátt dragast saman,
byrja þau að rekast hvort á
annað og valda þessir árekstr
ar hita. Þegar hitinn nær
nokkrum millj. gráða kviknar
kjarnaeðlisfræðilegur eldur og
vetnið breytist í helíum. Af-
leiðingin er, að mikið orku-
magn leysist úr læðingi. Ork-
an berst í mynd ljóss og hita
orku, í mynd ijóss og hita, út
upp i gegnum ytra lag stjarn
anna sem hitnar og senda þær
í himinhvolfið. — Stöðugleiki
stjarnanna er háður jafnvæg-
inu milli hinna tveggja gagn-
stæðu krafta, þyngdaraflsins,
sem þrýstir þeim saman og
heitu gastegundanna sem
þenja út.
Ummyndun vetnis í helíum
lieldur stjörnunni í föstu
formi. Þegar allt helíum ei‘
uppurió, byrjar stjarnan að
þenjast út og verður rauð og
risavaxin. Gert er ráð fyrir
að sólin komist á þetta stig
eftir fimm og hálfa milljón
ára.
í stjörnukerfi okkar sem við
Frh. á 14. síðu.